Morgunblaðið - 30.06.2002, Page 41
HUGVEKJA
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 41
HÚN var sterk, aug-lýsingin í Morg-unblaðinu fyrirnokkrum dögum,þar sem enginn ann-
ar en Karl Sigurbjörnsson, biskup
Íslands, horfði fast í augu lesand-
ans, vitnaði til gullnu reglunnar,
og hvatti til sístæðrar varkárni í
umferðinni.
Þetta var reyndar ekki í fyrsta
skipti að hann lét sig umrætt mál-
efni varða svo um munaði, því fyr-
ir tveimur árum sagði hann einnig
nokkuð, sem eftir var tekið. Það
var 26. júlí árið 2000, við afhjúpun
mannvirkisins um fórnarlömb
umferðarslysa á Íslandi, í Svína-
hrauni, milli Reykjavíkur og
Hveragerðis. Hér er um að ræða
pall með tveimur bifreiðum, sem
lent hafa í árekstri. Flestir lands-
menn hafa eflaust séð þetta ein-
hvern tímann, í blöðum eða í sjón-
varpi. Þar var líka komið fyrir
áberandi skilti, þar sem við blasir
kross, svartur að lit, og í hann er
fest tala látinna, eins og hún er frá
einum degi til annars.
Þarna flutti biskup hugleiðingu,
sem vakti mikla athygli. Hann
gerði að umtalsefni töluna á skilt-
inu; hún var þá 15, en átti eftir að
hækka til muna og enda í 24 á ára-
mótum. Hann bað áheyrendur um
að hafa það hugfast, að merkið í
krossinum væri ekki bara tala,
heldur annað og meira. Og orð-
rétt sagði hann m.a.:
„Á bak við þessa tölu eru mannslíf,
manneskjur, ungar og gamlar, konur
og karlar, fólk eins og þú og ég, fólk
sem beið bana í slysum á götum og
þjóðvegum landsins á þessu yfirstand-
andi ári. Þetta var fólk með sín sér-
kenni, sína sögu, hæfileika, væntingar,
drauma.
Að baki þessari tölu er saga, örlög, oft
mikil skelfing, sársauki og kvöl. Og síð-
ast en ekki síst sorg þeirra sem eftir
lifa og þurfa að lifa við söknuðinn og
missinn og sár sem seint eða aldrei
gróa. Á bak við þessa tölu er líka fólk
sem lifði af, en berst við afleiðingar
slysa sem hefðu ekki átt að verða.
Nei, þetta er ekki bara tala, alltof há
tala, þetta er fólk, einstaklingar, þar
sem hver og einn er óendanlega mikils
virði. Og þetta er áminning til okkar
allra, hvar sem við erum og hvar sem
við erum á ferð; við getum ekki og við
megum ekki sætta okkur við þetta.
Þessum mannfórnum á vegunum verð-
ur að linna. Leggjum okkur fram um
það hvert fyrir sig að stöðva þessa
óheillaþróun. Það þarf samstillt þjóðar-
átak. Við þurfum að gera okkur grein
fyrir því hvert og eitt að við höfum það í
okkar valdi. Það sem þarf er að hvert
og eitt okkar göngum fram með það að
leiðarljósi sem gullna reglan segir:
„Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri
yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. Sú
tillitssemi sem þú vilt að þér sé sýnd á
veginum, sýndu hana. Sú aðgæsla sem
þú vilt að aðrir sýni, þar sem þeir eru á
ferð, sýndu hana sjálfur.“
Á 36 ára tímabili, eða frá 1966
og til þessa dags, hafa 836 látist í
umferðarslysum á Íslandi. Þetta
samsvarar því, að fjórar Boeing-
þotur af gerðinni 757, nákvæm-
lega eins og þær sem Flugleiðir
nota, hafi farist með 189 manns
innanborðs, þ.e.a.s. fullsetnar,
auk sjö manna áhafnar. Þetta
samsvarar líka því, að allt mannlíf
á Blönduósi, og rúmlega það, hafi
þurrkast út, eða allir íbúar
Vopnafjarðar og 100 að auki.
Þriðjudaginn 4. júní síðastlið-
inn var talan 11 letruð í svarta
krossinn á umræddu mannvirki í
Svínahrauni við Reykjavík. Dag-
inn eftir var hún komin í 12. Og
hálfum mánuði síðar í 17.
Eins og allir vita hafði biskup
rétt fyrir sér; þetta er ekki bara
ópersónuleg tala í krossinum,
heldur á bak við hana mannslíf,
einstaklingar, þar sem hver og
einn er óendanlega mikils virði.
Og á bak við hana eru líka grát-
andi hjörtu.
Við hljótum því að taka undir
orð biskups. Hér verður að grípa í
taumana, þetta má ekki vera
svona áfram. Róttæk hugarfars-
breyting virðist ein geta unnið
bug á þessu. Ég minni t.d. á frétt
á baksíðu Morgunblaðsins 23. júní
síðastliðinn, um að lögreglan á
Selfossi væri búin að taka um
1.000 ökumenn fyrir of hraðan
akstur í umdæmi sínu, á móti um
600 á sama tíma í fyrra. Þetta er
með ólíkindum. Og ekkert segir,
vel að merkja, að ástandið sé
betra annars staðar.
Að ekki sé minnst á aksturs-
mátann í auglýsingum sumra bif-
reiðaumboðanna, eins og hefur
mátt líta á sjónvarpsskerminum í
gegnum tíðina. Þar mætti ým-
islegt betur fara, að ekki sé fastar
að orði kveðið.
Krossinn við Suðurlandsveg,
þetta merki dauðans, er samt
jafnframt, og raunar fyrst og síð-
ast – og það má aldrei gleymast –
helgast allra tákna kristninnar,
bendir á mesta sigur í heims- og
mannkynssögunni, þegar lífið
braut afl myrkursins og kuldans
og ógnarinnar á bak aftur; hann
er vitni um samstöðu Guðs með
öllum þeim sem líða og þjást og
syrgja, vitni um miskunn hans og
fyrirgefningu, vitni um ljósið.
Þessi svarti kross, með töluna
æpandi í hjarta sér.
Talan í krossinum
Dauðaslys í umferðinni hér á landi eru alltof
mörg, og sár eftirlifenda djúp og munu líklega
aldrei ná að gróa að fullu. Sigurður
Ægisson hvetur til umhugsunar um þetta,
einmitt núna, á tíma sumarleyfa og aukinna
ferðalaga um misjafna vegina.
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Morgunblaðið/RAX
FRÉTTIR
Staður Nafn Sími 1 Sími 2
Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054
Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243
Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669
Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039
Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161
Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989
Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522
Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952
Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343
Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683
Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591
Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711
Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786
Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913
Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173
Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305
Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230
Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574
Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123
Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038
Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700
Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067
Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815
Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936
Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676
Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131
Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521
Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135
Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281
Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433
Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249
Dreifing Morgunblaðsins
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
FERÐAFÉLAG Íslands efnir til
sérstakrar fjölskylduhelgi í Þórs-
mörk 5.-7. júlí 2002. Margt stendur
til boða og stefnt er að því að hafa
dagskrá sem fjölbreyttasta og við
flestra hæfi.
Boðið verður upp á lengri og
styttri gönguferðir, leiki, götuleik-
hús og ýmislegt fleira og mið tekið
af þátttakendum. Hópur farar-
stjóra leiðir fólk í ýmis verkefni
alla helgina.
Göngumöguleikar eru um það bil
óþrjótandi og landslag og náttúra
öll með því fegursta sem sést, segir
í fréttatilkynningu.
Verði er í hóf stillt, félagar í FÍ
borga 7.100 krónur en aðrir 8.200.
Börn 7-15 ára greiða hálft fargjald.
Innifalin er m.a. ein grillmáltíð.
Auk gönguferða og leikjadagskrár
er stefnt að kvöldvöku og ljúfri
stemmningu og nauðsynlegt að
þátttakendur séu tilbúnir að leggja
sitt af mörkum.
Þessa sömu helgi verður efnt til
gönguferðar yfir Fimmvörðuháls
og er brottför í báðar ferðir frá
BSÍ kl. 19.00 á föstudagskvöld, 5.
júlí. Báðir hópar koma heim um
miðjan dag á sunnudag. Mikilvægt
er að bóka þátttöku tímanlega á
skrifstofu FÍ eða á netfanginu
fi@fi.is.
Fjölskylduhelgi
með Ferðafélagi
Íslands
ÍSLENDINGAR gerðu jafntefli við
Hollendinga, 15:15, í síðustu um-
ferð í opna flokknum á Evrópu-
mótinu í brids í gær og enduðu í 13.
sæti af 38 þjóðum með 589 stig.
Ítalir urðu Evrópumeistarar í
fimmta skipti í röð, fengu 767 stig,
Spánverjar urðu í 2. sæti með 696,5
stig og Norðmenn í því þriðja með
679 stig. Búlgarar og Svíar urðu í 4.
og 5. sæti og fá keppnisrétt á næsta
heimsmeistaramóti sem haldið
verður í haust.
Fjórir nýliðar voru í íslenska lið-
inu og vakti frammistaða þeirra
mikla athygli. Til marks um það
voru leikir liðsins oft valdir sem
sýningarleikir en þá var hægt að
fylgjast með spilamennskunni á
Netinu.
Þá vöktu Færeyingar einnig at-
hygli en þeir tóku nú þátt í Evr-
ópumóti í fyrsta skipti og enduðu í
33. sæti.
Í kvennaflokki endaði Ísland í 21.
sæti af 23 þjóðum. Hollendingar
urðu Evrópumeistarar í fyrsta
skipti, Þjóðverjar urðu í 2. sæti og
Englendingar í 3. sæti. Ítalir og
Svíar fengu einnig keppnisrétt á
HM.
Íslendingar
í 13. sæti á
EM í brids
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd:
„Að gefnu tilefni vilja núverandi
eigendur Vísis.is koma eftirfarandi
athugasemd á framfæri vegna um-
fjöllunar fjölmiðla um samskipti að-
standenda Eldborgarhátíðarinnar
við eigendur Miðavefsins ehf. og
fyrrverandi rekstraraðila Vísis.is:
Núverandi eigendur Vísis.is hafa
aldrei fengið greiðslur inn á reikning
sinn vegna sölu aðgöngumiða í gegn-
um Miðavefinn ehf. Vangoldnar
greiðslur Miðavefsins til forsvars-
manna Eldborgarhátíðarinnar, og
sagt hefur verið frá í fjölmiðlum,
tengjast því ekki núverandi eigend-
um Vísis.is. Femin.is keypti vefinn
Vísi.is í lok apríl á þessu ári sam-
kvæmt kaupsamningi. Allar ógreidd-
ar kröfur, sem tengjast nafni Vísi.is,
eru á hendur fyrri rekstraraðila
enda keypti Femin.is einungis vefinn
en ekki fyrirtækið sem rak Vísi.is áð-
ur.“
Athugasemd frá
núverandi
eigendum Vísis.is