Morgunblaðið - 02.07.2002, Side 35

Morgunblaðið - 02.07.2002, Side 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 35 ÁKVARÐANIR um hagsmuni Íslands eiga ekki að velta á geð- þótta skriffinna í Brussel. Það erfiði sem var lagt á sjálfstæðis- hetjur Íslendinga á síðustu öld á ekki að vera til einskis. Ákvörðunarvald Ís- lands í málum er varða fullveldi landsins og sjálfstæði á ekki að geyma inni á kontór í Brussel. Þetta eru ástæður þess að Ungir jafnaðarmenn telja að hag Íslands sé betur borgið innan Evrópu- sambandsins heldur en utan þess, en samtökin eru eina stjórnmála- hreyfingin sem er með aðild að ESB á stefnuskrá sinni. Á fimmtudaginn voru stofnuð samtökin Heimssýn sem ætla að beita sér fyrir því að Ísland haldi sér utan við ESB. Forsvarsmenn samtakanna segja að það samræm- ist ekki hagsmunum Íslands að ganga í bandalagið; að Ísland eigi það á hættu að einangrast frá öðr- um heimshlutum verði af aðild. Það er óhætt að segja að forsvarsmenn samtakanna hafi misskilið eitthvað – forkálfar Heimssýnar hafa gerst sekir um þröngsýni og skammsýni. Það er rétt að ég útskýri. Þegar EES-samningurinn var samþykktur á Alþingi í janúar 1993 urðu vatnaskil á Íslandi. Íslending- ar fengu aðgang að innri markaði Evrópusambandsins – þó ekki full- an aðgang – og frjálst flæði á fjár- magni, vörum og þjónustu innan að- ildarlanda samningsins varð að veruleika, auk margra annarra rétt- inda sem hafa reynst Íslendingum dýrmæt (s.s. frjáls atvinnu- og bú- seturéttur innan aðildarlandanna). Löggjöf Íslands breyttist til batn- aðar og það lagaumhverfi á sviði viðskipta, fjarskipta, samkeppni, persónuverndar, atvinnumála, um- hverfis og fjármagns getum við rek- ið beint til EES-samningsins. Megnið af þeim umbætum sem hafa verið gerðar á sl. árum fyrir Íslend- inga og íslensk fyrirtæki má einnig rekja til EES-samningsins. Þar nægir að benda á aukin viðskipti við aðildarlöndin sem hefur haft í för með sér aukna hagsæld fyrir alla, en 66 prósent af öllum útflutningi Íslendinga fara til EES-landanna og 70 prósent alls innflutnings Ís- lands koma frá EES-löndunum. Á sl. árum hefur hins vegar vægi EES- samningsins minnkað hjá ESB-löndunum í kjölfarið á nánari sam- vinnu ESB-landanna. Árið 2004 munu 10 ný lönd ganga inn í ESB og áhugi sambandsins á EES-samningnum minnka enn frekar – nokkuð sem íslensk og norsk stjórnvöld hafa margsinnis lýst yfir áhyggjum af. Í skýrslu sem norska ríkis- stjórnin kynnti í apríl kemur fram að EES- samningurinn hefur veikst til muna og mun halda áfram að veikjast mikið á næstu árum. Norska stjórnin hefur að engu að hægt sé að auka áhrif EES-land- anna (þ.e. þeirra sem standa utan við ESB) í laga- og reglugerðar- setningu ESB, en þær hugmyndir hafa margoft verið reifaðar af ís- lenskum andstæðingum ESB-aðild- ar. Um 80 til 90 prósent af öllum reglugerðum ESB eru nú samþykkt á Alþingi Íslendinga án þess að Ís- lendingar hafi nokkuð um það að segja. Það segir töluvert um full- veldi landsins þegar þeir sem semja megnið af reglugerðum landsins vilja lítið við íslenska ráðamenn tala. Með aðild Íslands að ESB fengju Íslendingar að taka fullan þátt í mótun stefnu, laga og reglna sam- bandsins, íslenskir sérfræðingar tækju sæti í nefndum og stjórnum sambandsins, Íslendingum yrði tryggður fullur og óheftur aðgangur að viðskiptamarkaði ESB. Þeir málaflokkar sem eru hvað brýnastir fyrir Íslendinga fengju íslenska málsvara og Íslendingar fengju at- kvæðisrétt um þau mál sem landið snerta. Talið er að með aðild Ís- lands að ESB myndu erlendar fjár- festingar aukast hér á landi, vitað er að tæknilegar viðskiptahindranir myndu hverfa, framleiðslukostnað- ur myndi lækka hjá fyrirtækjum og meiri samkeppni á markaðnum myndi þýða töluverða búbót fyrir ís- lensk heimili, svo fátt eitt sé nefnt. Það er því ánægjuefni að sam- tökin Heimssýn ætla að beita sér fyrir aukinni umræðu um þær mörgu hliðar sem aðild að ESB kann að hafa í för með sér. Hversu vel samtökunum – sem ekki taka af- stöðu til EES-samningsins né hvort Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við ESB – á eftir að takast til á eftir að koma í ljós. Kynni maður sér möguleg áhrif ESB-aðildar fyrir Ís- land er það þó augljóst mál að hag landsmanna og fullveldi er betur borgið innan sambandsins. Það er víðsýn heimssýn. Þröngsýn Heimssýn Ómar R. Valdimarsson ESB Kynni maður sér mögu- leg áhrif ESB-aðildar fyrir Ísland, segir Ómar R. Valdimarsson, er það þó augljóst mál að hag landsmanna og fullveldi er betur borgið innan sambandsins. Höfundur er ritstjóri Pólitíkur.is, vefrits Ungra jafnaðarmanna, og fjölmiðlafræðingur. 98.600,-stgr. G ra fí sk a sm ið ja n eh f. 06 -0 2 Full búð af nýjum vörum! Raðgreiðslur til allt að 36 mán. Hollensk borðstofuhúsgögn Habufa Borð og 6 stólar: Er vi nnin gur í loki nu? fiú sér› strax Frábærir fótskemlar Verð kr. 34.000 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánudag-föstudag 11-18, laugardag 11-15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.