Morgunblaðið - 02.07.2002, Page 36

Morgunblaðið - 02.07.2002, Page 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Steinþór Magn-ússon fæddist á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá 5. sept- ember 1924. Hann andaðist á heimili sínu, Selási 5, Egils- stöðum, 24. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Sigurðsson, bóndi á Hjartarstöðum, f. 4. maí 1882, d. 9. apríl 1926, og Ólöf Guð- mundsdóttir, f. 3. ágúst 1887, d. 28. ágúst 1972. Þau hjónin eignuðust sex börn, Sigurð, f. 1908, Huldu, f. 1910, Ragnar Hjört, f. 1911, og Stefaníu, f. 1916, sem öll eru látin, og Guðmund, f. 1922, sem býr á Egilsstöðum, en Steinþór var yngstur systkinanna. Steinþór kvæntist 27. janúar 1952 Sólveigu Aðalbjörnsdóttur, f. 3. janúar 1931. Foreldrar henn- ar voru Aðalbjörn Magnússon bóndi á Unaósi, f. 7. febrúar 1887, Eydís Einarsdóttir, f. 13. des. 1978, dóttir þeirra Agnes Sjöfn, f. 11. mars 2002; Steinþór Örn, f. 5. febrúar 1981, Kristín Birna, f. 5. jan. 1985, og Ólafur Gauti, f. 5. jan. 1985. 3) Einar Birgir skóla- meistari, f. 22. maí 1957, kvæntur Rannveigu Traustadóttur leik- skólasérkennara, f. 3. nóvember 1956. Dætur þeirra: Margrét, f. 23. ágúst 1989, og Sólveig, f. 20. júlí 1996. 4) Aðalsteinn viðskipta- fræðingur, f. 10. júní 1961, kvænt- ur Birnu Stefnisdóttur viðskipta- fræðingi, f. 2. nóvember 1955. 5) Magnús Már tölvunarfræðingur, f. 8. mars 1966, sambýliskona Elsa Hartmannsdóttir bókasafnsfræð- ingur, f. 3. ágúst 1966. Dóttir þeirra: Þorgerður Elva, f. 11. júlí 1991. Steinþór var bóndi á Hjartar- stöðum 1946–1972 en auk bú- starfa sinnti hann mörgum öðrum störfum m.a. kennslu. Hann var bankastarfsmaður á Egilsstöðum 1972–1990 og vann hjá Skógrækt ríkisins 1990–1996. Steinþór tók alla tíð virkan þátt í félags- og íþróttastarfi og gegndi mörgum trúnaðarstörfum. Útför Steinþórs verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. d. 19. júlí 1933, og kona hans, Una Þóra Jónasdóttir, f. júní 1898, d. 21.september 1949. Börn Steinþórs og Sólveigar: 1) Una Þóra framhaldsskóla- kennari, f. 25. ágúst 1950, gift Bessa Gísla- syni lyfjafræðingi, f. 6. janúar 1949. Börn þeirra: Gísli Þór, f. 7. júní 1972, sambýlis- kona Guðrún Gests- dóttir, f. 5. júlí 1969. Dóttir hennar Sólrún Anna, f. 15. janúar 1990; Sólveig, f. 13. sept. 1977; Sigrún, f. 13. sept. 1977, sambýlis- maður Iiro Nummela, f. 2. jan. 1976; og Margrét, f. 24. jan. 1980, unnusti hennar er Tryggvi Björnsson, f. 3. ágúst 1979. 2) Ólafur sendiferðabílstjóri, f. 1. apríl 1953, kvæntur Sjöfn Sig- björnsdóttur sjúkraliða, f. 29. mars 1955. Börn þeirra: Reynir Logi, f. 3. okt. 1974, sambýliskona Tengdafaðir okkar, Steinþór Magnússon, andaðist aðfaranótt 24. júní sl. á heimili sínu á Egils- stöðum. Daginn fyrir andlátið höfðu Steinþór og kona hans, Sól- veig, átt afskaplega góðan dag saman á fæðingarstað hans, Hjart- arstöðum, í góðra vina hópi, þar sem þau hjón stunduðu búskap allt fram til ársins 1972. Steinþór átti í nokkur ár við van- heilsu að stríða sem hann bar af miklu æðruleysi og naut þar ómet- anlegrar umhyggju og aðstoðar tengdamóður okkar sem stóð eins og klettur við hlið hans alla tíð. Margs er að minnast af löngum kynnum en við vorum í raun bara unglingar þegar við kynntumst Steinþóri og reyndist hann okkur sem annar faðir. Ferðirnar austur á land voru árviss atburður og var einstaklega gott að njóta leiðsagn- ar hans um fallegar náttúruperlur Austurlandsins sem hann unni svo heitt. Þegar barnabörnin bættust í hópinn voru ófáar ferðirnar, sem farnar voru með þau, bæði styttri og lengri, ferðir upp á kletta, í berjamó, út í Hjartarstaði og víðar. Steinþór naut þess að ferðast meðan heilsan leyfði og eru eft- irminnilegar ferðir með þeim hjón- um til Danmerkur og annarra Norðurlanda. Betri ferðafélaga er vart hægt að hugsa sér. Steinþór var hjartahlýr, umburð- arlyndur og afskaplega góður kennari. Kom það vel fram við spilaborðið í stofunni á Selásnum þar sem allir fengu að vera með óháð spilagetu. Það var alveg sama hversu léleg frammistaðan var, okkur var bara leiðbeint með já- kvæðri tilsögn og engar frekari at- hugasemdir gerðar. Hann var góður hagyrðingur og liggja eftir hann margar vísur í gestabókum sumarbústaðarins í Biskupstungum, en þar hélt hann m.a. upp á 70 ára afmæli sitt með fjölskyldu sinni sem lengi verður í minnum haft. Steinþór var vinsæll og virtur af öllum sem kynntust honum og við vorum stolt af því að eiga hann fyr- ir tengdaföður. Við kveðjum hann með söknuði og sendum Sólveigu og öðrum aðstandendum samúðar- kveðjur. Bessi Gíslason og Rannveig Traustadóttir. Hann talaði vonlausum traust og kjark á tungu, sem hjartað skildi. Þar reist́ hann sér andans aðalsmark, sem aldrei máist af skildi. Hann gnæfði sem hæðin með hjarnsins fald, svo harðger, – en brosti af mildi. Hans meistaraorð á þann eld og það vald, sem eilíft varir í gildi. (Einar Ben.) Með þessum orðum minnumst við Steinþórs Magnússonar, tengdaföður okkar. Í erfiðum veik- indum sýndi hann þrautseigju og æðruleysi og var okkur fyrirmynd. Steinþór naut umhyggju og kær- leika Sólveigar Aðalbjörnsdóttur, konu sinnar, sem var kletturinn í lífi hans. Hann var hamingjumaður og fjölskyldan naut umhyggju hans og leiðsagnar. Við erum þakklátar fyrir að hafa þekkt Steinþór og að eiga minninguna um hann. Við vottum Sólveigu, afkomend- um, Guðmundi bróður hans og öðr- um aðstandendum okkar dýpstu samúð. Sjöfn, Birna og Elsa. Afi á Egilsstöðum, eins og við systkinin kölluðum hann jafnan, hafði hjarta úr gulli. Að vera í ná- vist hans var gott og frá honum streymdu hlýir straumar sem um- luktu mann allan. Afi fylgdist grannt með sínum nánustu og vissi alltaf hvað var að gerast hjá hverj- um og einum hvort sem það var í skóla, íþróttum eða öðru. Það eru ófáar heimsókninar sem við systkinin höfum farið til Egils- staða til að heimsækja ömmu og afa á Selásnum. Ég held að það hafi varla liðið sumar án þess að heimsins mál væru rædd yfir jóla- köku og kleinum í eldhúsinu hjá ömmu og afa. Afi var alltaf til í að leika við okkur krakkana. Milli þess sem hann spjallaði við okkur um heima og geima, sagði sögur af mikilli snilld og las fyrir okkur á kvöldin, sat hann til borðs fyrir austan hús og borðaði rabbabara- graut og drulluköku með bestu lyst. Einnig var oft háð mikil keppni í badminton og fótbolta og ekki stóð á afa að taka þátt. Þó jafnaðist ekkert á við að fara með afa í bíltúr og ekki var verra ef ég fékk að hafa hann útaf fyrir mig. Við keyrðum oft tímunum saman og virtum fyrir okkur það sem fyrir augum bar. Sama spólan var alltaf í tækinu og beðið var með óþreyju eftir Kötukvæði og þá var hækkað í græjunum og sungið hástöfum með. Þessar stundir með afa eru mér mjög kærar og sérstaklega síðasti bíltúrinn sem við fórum saman. Ég er svo heppin að hafa fengið að eyða síðustu dögunum með afa. Öllu því besta var tjaldað til svo mér og Tryggva gæti liðið sem best og amma var búin að fylla frysti- kistuna af ýmsu góðgæti eins og henni einni er lagið. Afi bar sig vel að vanda og sótti okkur út á flug- völl á nýbónuðum bílnum sem var búið að fylla af bensíni svo við gæt- um nú skoðað okkur um að vild. Sólin skein og tíminn var vel nýttur í sundferðir og bíltúra um héraðið. Á sunnudaginn, fyrir rúmri viku, fórum við svo út í Hjartarstaði í blíðskaparveðri. Boðið var til grill- veislu og voru menn glaðir í bragði. Afi sat frammí hjá mér á leiðinni og fyllti hann okkur af fróðleik um sveitina sína, fuglana og fjöllin. Afi var sannkallaður viskubrunnur. Hann lék á als oddi í sveitinni og þegar ég virti hann fyrir mér þar sem hann sat í sófanum og brosti sá ég hvað hann var sáttur við allt og alla. Afi var tilbúinn að fara. Hann kvaddi þennan heim ná- kvæmlega eins og hann hafði óskað eftir, í sínu eigin rúmi við hliðina á ömmu sem var búin að fylgja hon- um öll þessi ár. Afi var merkilegur maður og átti engan sinn líka. Hann mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mér og eflaust í hjörtum allra sem þekktu hann. Við systkinin munum sakna hans sárt en minningarnar lifa með okkur áfram. Kæri afi, við þökkum þér fyrir góðar samverustundir. Við trúum því að þér líði vel þar sem þú ert núna, megir þú hvíla í friði. Margrét. Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin, í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn, er hóf sig yfir heimsins dægur-glys. Á horfna tímans horfi ég endurskin, ég heyri ennþá glaða, þýða róminn, frá hreinni sál með hárra vona ris. (Steinn Steinarr.) Elsku afi, nú hugsum við til þín og það er erfitt að vita til þess að við fáum ekki að sjá þig aftur en þú átt eftir að lifa með þeim sem þekktu þig og í hjörtum afkomenda þinna. Allar okkar stundir með þér voru svo jákvæðar og skemmtileg- ar þar sem þú varst okkur alltaf svo góður, þú varst alltaf til staðar og kenndir okkur ýmislegt sem er ómetanlegt, þú varst okkur alltaf góður vinur og það lifir alltaf í minningunni. Við minnumst þess þegar við spiluðum golf, fótbolta og badmint- on í garðinum, þegar þú kenndir okkur að veiða, þegar við eyddum tímanum saman í að spila og tefla og þegar við lékum kúluspil á gólf- inu heima, alltaf varstu til staðar og tilbúinn til að eyða yndislegum tíma með okkur. Við hugsum til þín með söknuði, elsku afi, og allar þessar góðu minningar um þig munu lifa með okkur um alla framtíð. Þú siglir á öðru hafi. Sjóndeildarhringir opnast fránum augum þínum. Þau lönd, sem þig dreymdi um rísa æskubjört úr hafi. Að baki er klettótt strönd máfa og manna og þar stöndum við með þá von, sem þú gafst okkur. (Jóhann Hjálmarsson.) Reynir, Steinþór, Gauti og Kristín. Það var sláandi fregn sem barst mér að morgni 24. júní sl. að Stein- þór, föðurbróðir minn, væri látinn. Hann sem hafði verið hér deginum áður ásamt nokkrum skyldmennum þar sem við gerðum okkurt glaðan dag saman. Hann virtist njóta lífs- ins eins og við hin, þó líkamlegt at- gervi væri ekki mikið þá var and- inn ungur og fullur af þeirri athygli og áhuga sem alltaf einkenndi Steina og var gaman að hverfa með honum nærri 70 ár aftur í tímann við upprifjun æskuáranna. Á mínum uppvaxtarárum bjuggu foreldrar mínir ásamt þeim Stein- þóri og Sólveigu, konu hans, eða Steina og Sollu eins og þau voru venjulega kölluð, í tvíbýli á Hjart- arstöðum. Það var mikill dugnaður í þeim hjónum, þau bjuggu ekki að- eins myndarbúi með miklar afurð- ir, heldur stundaði Steini oft aðra vinnu með búskapnum, allt frá vörubílaakstri til fræðslustarfa. Eins og gefur að skilja var sam- gangur og samvinna mikil og t.a.m. lékum við krakkarnir okkur saman meira og minna heilu dagana, þannig að fyrir mig sem er yngstur í systkinahópnum voru það mikil kaflaskil í lífinu er þau fluttu burtu árið 1972 og íbúum í túninu heima fækkaði úr átta í þrjá. Steini missti föður sinn árið 1926, aðeins tveggja ára gamall, og ólst upp með móður og fimm eldri systkinum. Ég man að faðir minn sem var elstur af þeim systkinum minntist oft á að ,,Steini bróðir minn“ gerði hitt eða þetta þegar hann var strákur og gengu þessar frásagnir sem jafnan voru mæltar með samblandi af ábyrgð og stolti út á það að ,,litli bróðir“ vildi standa sig á við þá sem eldri voru. Þannig hefur snemma komið fram það sem alltaf einkenndi Steina, dugnaður og vilji til að standa sig. Það er mér minnisstætt hversu skipulagður hann var, þau verk sem vinna þurfti voru vel af hendi leyst, byrjað var á réttum tíma og þeim lokið á réttum tíma. Þessi ná- kvæmni og áreiðanleiki skilað líka Steina því að aðrir báru traust til hans og til að mynda átti hann far- sælt starf sem barnakennari við barnaskólann á Eiðum og prófdóm- ari við Alþýðuskólann í mörg ár. Steini var alla jafnan fremur fá- máll og ekki með mikið óþarfa mál- skrúð, hins vegar tókst honum ávallt að setja skoðanir sínar og skilaboð fram á mjög skýran hátt og þannig fundum a.m.k. við krakk- arnir nákvæmlega hvernig honum líkaði það sem við gerðum eða sögðum. Eftir að ég hóf búskap reyndi Steini jafnan að leiðbeina mér, ekki síst þegar honum fannst ég vera að fara fram úr sjálfum mér í fjármál- unum, þó aldrei í fyrirmælaformi, heldur með því að benda á aðrar leiðir sem hægt væri að fara. Með Steina er genginn afar traustur og heiðarlegur maður, maður sem sannarlega var sam- kvæmur sjálfum sér og verð ég alltaf þakklátur fyrir hvað hann hafði fyrir mér í þeim efnum. Megi guð vera með Sollu og krökkunum. Halldór Sigurðsson, Hjartarstöðum. STEINÞÓR MAGNÚSSON  Fleiri minningargreinar um Steinþór Magnússon bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                                       !   "   #      $       !   " #$  ! %   $ & &' "& & &' ( %           &         )  *)+,- . /0 /   " 1 $2     '   (  )    *     +,- $ '      '   .  '      /   ! *  01       )1 0  $  (    .       34 . '  . '    2       3   ## % $  3% "1  5 0 1 3%$  5 "  "  % 3% "&' " # $  " #1 3% "1 1 3% 6 " 7! % $  "1  3% * $  " $    3%$  "  "1  )1  1"1 3% 8 "/ 3%$       " &' (

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.