Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 47
LÁRÉTT: 1. Krókódílar. 6. Fjárborg. 9. Tobías. 11. Pilsner. 12. Van-
haga. 14. Götubardagar. 15. Satan. 16. Grálúsugar. 17. Aftastur. 18.
Klausturfaðir. 20. Rengla. 23. Krumla. 25. Bísperrast. 26. Tröllatrú.
27. Ljósastika. 29. Hörundsár. 30. Klaufhamar. 31. Rökvilla. 32. Úr-
helli.
LÓÐRÉTT: 1. Kroppinbakur. 2. Óðfluga. 3. Ókynstur. 4. Ístrubelgur. 5.
Albatros. 6. Fis. 7. Beinfiskar. 8. Gálgamatur. 10. Artargóð. 13. Vafr-
ari. 16. Gluggapóstur. 19. Flórsykur. 21. Afrás. 22. Rétthermi. 23.
Keldusvín. 24. Metúsalem. 25. Bólakaf. 28. Tamur.
LAUSN KROSSGÁTUNNAR 23. júní
LÁRÉTT
3. Jón lagar þrot 500 með – en er samt fátækur. (10)
7. Hver einasta stræti – alltaf. (5,5)
8. Íverustaður anda Aladíns. (11)
9. Loka garði af. (7)
10. Kalin uns verður ofkæling. (8)
11. Er einföld yndis orðsending opinber tilskrif? (11)
12. Hristingur, lófatak að lokum fast – haltra. (12)
13. Þessi pauri suð heyrði fyrir 3 miljónum ára? (8)
15. Fel moldar hest. (9)
19. Meðal enni finnst á góðum manni. (8)
20. Vilt teyma einfaldan í þvælu – gunga. (10)
21. Lýsing á fótaburði Tótu. (10)
22. Maður sem á smell. (6)
23. Ókeypis frelsun. (5)
25. Sá sem finnur lausn á öllu? (10)
28. Setja borgar-part í Suður Austur Grikklandi. (6)
29. Finna alltaf sandi annað heiti – spennandi. (6)
30. Hann er glaður um sinn enda edrú. (10)
31. Sárin enn koma í hernaðaraðgerð. (7)
LÓÐRÉTT
1. „Kúl“ mars með einn í stað fimmtíu er annar
dans. (7)
2. Bikar böðuls er á botni flösku. (10)
3. Munadeild verður fyrir þjónaði. (9)
4. Asnar glápa í réttarsal. (10)
5. Afturgengið naut. (12)
6. Lætur hljóð vera staur. (10)
7. Af ama má draga diffurkvóta. (7)
12. Erfiður ber minnst. (9)
13. Finna stærð Epidote í fræðigrein. (11)
14. Að landi stíma – loka örugglega. (8)
16. Ert‘ kela, þú fræga kona? (7)
17. Aftur með sinni sök leiðir til lífláta? (7)
18. Lungur datt með tiktúrum. (10)
24. Ragna gerist öfug og skiptir um kyn. (5)
25. Það er regla á þessum stað. (5)
26. Hundur sá umr gefur frá sér. (5)
27. Bók sem ber heiminn. (5)
28. Dund í þekktum tölvuleik. (4)
Vegna mistaka við vinnslu krossgátunnar síðasta sunnudag
er hún hér birt aftur.
Beðist er velvirðingar á mistökunum.
UM HELGINA voru 10
ökumenn grunaðir um
ölvun við akstur og 39
um of hraðan akstur.
Einn þeirra ók á 112 km hraða með
tjaldvagn í eftirdragi. Ástæða er til að
minna á að hámarkshraði fyrir bíla
með tjaldvagna og þessháttar í eft-
irdragi er 80 km á klst.
Á laugardag var hópur erlendra
Harley Davidson-eigenda í hópreið
um landið. Í tilefni þess að 60 ár eru
liðin síðan lögreglan í Reykjavík
keypti sitt fyrsta Harley Davidson-
lögreglubifhjól fóru 2 slík hjól að
Þingvöllum til móts við hópinn og ók
með honum Nesjavallaleiðina að
Rauðavatni. Þar bættust fleiri í hóp-
inn og var ekið sem leið lá að Ingólfs-
torgi þar sem Bifhjólasamtök lýðveld-
isins voru með hátíð. Í hópnum voru
um 70 Harley Davidson-bifhjól. Bif-
hjólasamtök lýðveldisins voru með
hjóladag á sunnudag. Hópakstur var
um götur borgarinnar í fylgd lög-
reglu, alls um 90 bifhjól. Endað var á
að aka að Ingólfstorgi þar sem hátíða-
dagskrá fór fram og er áætlað að yfir
200 bihjól hafi verið við Ingólfstorg.
Rotaðist í vinnuhléi
Aðfaranótt sunnudags voru höfð
afskipti af bifreið vegna hraðaaksturs
á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ.
Hraði bifreiðarinnar mældist 135 km/
klst. Ökumaður bifreiðarinnar var
ölvaður og var fluttur á lögreglustöð.
Á sunnudagskvöld kom tilkynning
um að ekið hefði verið á 10 ára barn á
Suðurfelli. Óhappið varð með þeim
hætti að stúlka var að fara inn í bifreið
föður síns um leið og hann ók af stað.
Ætlaði hún inn í bifreiðina vinstra
megin að aftan. Stúlkan slasaðist á
vinstra hné og var flutt á slysadeild
með sjúkrabifreið.
Á föstudag var tilkynnt um innbrot
í fyrirtæki í Klettagörðum. Í ljós kom
að iðnaðarmenn höfðu skilið eftir
opna hurð að skrifstofu. Farið var þar
inn og verðmætri fartölvu stolið. Til-
kynnt var um dreng í unglingavinnu
sem datt á höfuðið og rotaðist. Dreng-
urinn var í hléi frá vinnu og við leik
þegar hann féll og rotaðist. Hann var
fluttur til öryggis á slysadeild með
sjúkrabifreið. Þá var tilkynnt frá
verslun í austurborginni að 2–3 strák-
ar hafa komið inn og tekið kassa með
mörgum vindlingapakkalengjum og
hlaupið út. Piltarnir fundust ekki.
Eftirlýstir tjaldbúar
Aðfaranótt laugardags var fremur
fátt fólk í miðborginni. Ölvun var rétt
í meðallagi og þokkalegt ástand.
Fjöldi leigubifreiða var viðunandi og
gekk heimflutningur fólks allvel.
Upplýsingar bárust um að fólk væri í
tjaldi í Laugardal, hugsanlega með
þýfi. Nokkuð var af munum í tjaldinu
s.s. borvélar, myndavél, útvarp, verk-
færi og fleira. Maður og kona sem
voru á vettvangi voru handtekin og
reyndust þau bæði vera eftirlýst hjá
lögreglu. Snemma á sunnudagsmorg-
un var maður handtekinn eftir að hafa
gengið yfir leigubifreiðar í Tryggva-
götu og skemmt þær. Kona hringdi til
lögreglu en hún leyfði ungum dreng
að hringja hjá sér og þakkaði hann
fyrir sig með því að stela veskinu
hennar með kreditkortum, skilríkjum
og peningum. Góð lýsing fékkst á pilt-
inum og er vonast til að hann finnist.
Rólegt var í miðborginni framan af
aðfaranótt sunnudags en fólki fjölgaði
þegar leið á nóttina og biðraðir urðu
við skemmtistaði. Unglingar voru
færðir á lögreglustöð og foreldrum
gert að sækja þá. Þrennt var flutt á
slysadeild vegna ölvunar og meiðsla.
Áttök brutust út í Bankastræti og lá
einn óvígur eftir, hann var fluttur á
slysadeild. Tveir menn voru hand-
teknir á staðnum grunaðir um verkn-
aðinn. Margt fólk var í miðborginni
fram eftir morgni.
Létt bifhjól fannst í gangi fyrir
framan hús við Langholtsveg. Snerist
afturhjólið enn þar sem það lá í göt-
unni. Hjólið var númerslaust en með
kveikjuláslykli sem fastur var við hús-
lykil og lyklakippu. Klukkan að verða
tvö var kvartað undan hávaða utan-
dyra veitingahúss við Smiðjustíg.
Menn voru með trommur fyrir utan
og hljóðfæri. Þeim var gert að hætta.
Með illa fengið tjald í eftirdragi
Þá hringdi kona í Seljahverfi og til-
kynnti að hún hefði fyrir um 5 mín-
útum heyrt einhvern vera að rjátla við
svalahurð. Þegar hún hefði aðgætt
betur hefði hún séð framan í mann
sem var að eiga við hurðina og hljóp
hann á brott í átt að Vatnsenda þegar
hann varð hennar var. Í Austurstræti
veittu menn athygli nokkrum ungum
drengjum með kanadískan fána undir
höndum. Þeir sögðust hafa fundið
fánann á leið sinni í bæinn. Haldlögðu
lögreglumenn fánann og færðu á stöð.
Þá var tilkynnt um menn með tjald
í eftirdragi á Hringbraut gegnt BSÍ
og það talið illa fengið. Höfðu þeir
funduð umrætt tjald í Fjólugötu og
töldu sig ekki hafa stolið neinu. Pilt-
unum var gert að skila tjaldinu á sinn
stað sem þeir og gerðu.
Úr dagbók lögreglu, 28. júní – 1. júlí
70 Harley Davidson-
mótorhjól á Ingólfstorgi
SNIGLARNIR og fylgdarlið voru
vígalegir er þeir fóru í árlega hóp-
keyrslu sína á mótorhjólum um bæ-
inn á laugaradg. Lagt var upp frá
félagsheimili þeirra í Skerjafirði,
ekið um bæinn í fylgd lögreglu og
endað á Ingólfstorgi þar sem sr.
Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur
messaði yfir mannskapnum. Bökuð
hafði verið rjómaterta, 40 tommur
að lengd, með sniglamerkinu og
var gestum og gangandi boðin
sneið á Ingólfstorgi í tilefni dags-
ins.
Morgunblaðið/Þorkell
Sniglar á fleygiferð
SKÓGRÆKTARRITIÐ, félags- og
fræðslurit Skógræktarfélags Ís-
lands, fyrra hefti 2002, er komið út.
„Þetta er fagrit allra þeirra sem
stunda skógrækt í minni eða stærri
stíl og nýtist einnig mjög vel þeim
garðeigendum sem prýða vilja garð-
inn með trjám og runnum. Sigurður
Blöndal ritar fyrsta hluta greina-
flokks um „Íslensku skógartrén“ og
skrifar um birki og reynivið. Eiríkur
Benjamínsson segir frá „Skógrækt í
Ölversholti“ og Sigurður Arnarson
ritar greinina „Ásýnd lands og sauð-
fjárrækt“. Einar Ó. Þorleifsson og
Jóhann Hilmarsson skrifa tímabæra
grein sem nefnist: „Íslenskir skógar-
fuglar“. Þá er umfjöllun Arndísar S.
Árnadóttur um „Trjárækt að Vífils-
stöðum í 90 ár“ og Bjarni Diðrik Sig-
urðsson ritar hugleiðingu: „Hvað er
skógur?“. Ritið er stórglæsilegt að
vanda, prýtt fjölda fallegra litmynda
og á kápu er mynd frá 1923, Úr
Laugardal, eftir Þórarin B. Þorláks-
son. Skógræktarritið fæst í helstu
bókaverslunum og á skrifstofu S.Í.
að Ránargötu 18., netfang skogis.-
askur@simnet.is,“ segir m.a. í
fréttatilkynningu.
Skógræktarritið komið út Bómullar-satín
og
silki-damask
rúmföt
Skólavörðustíg 21,
sími 551 4050