Morgunblaðið - 02.07.2002, Side 54

Morgunblaðið - 02.07.2002, Side 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þú getur keypt boli, sundpoka, töskur, golfvörur, geisladiskahulstur, klukkur, reiknivél o.fl. á einstöku verði beint af Netinu með öruggum hætti. Þú skoðar vörurnar og pantar á mbl.is og færð þær sendar heim til þín eða á vinnustað. Þú getur líka komið við hjá okkur í Morgunblaðshúsinu, Kringlunni 1, og skoðað vörurnar þar. Líttu inn hjá okkur fyrir ferðalagið! mbl.is Nýjar vörur UNNENDUR Adams Sandlers eru greinilega búnir að fyrirgefa honum vonbrigðin sem síðasta mynd hans, Little Nicky, olli þeim því þeir tóku nýjustu mynd hans, Mr. Deeds, opn- um örmum um helgina. Myndin var frumsýnd á föstudag og fór beint í toppsæti listans yfir tekjuhæstu myndir helgarinnar. Toppmyndin frá því í síðustu viku, Minority Report, féll hins vegar niður í 3. sæti, niður fyrir Disney-teikni- myndina Lilo og Stitch, sem tókst í annarri tilraun að sjá við Spielberg og Cruise og hélt 2. sætinu. Mr. Deeds er eins og aðrar myndir Sandlers gamanmynd. Hún er lausleg endurgerð á sígildri mynd Franks Capra, Mr. Deeds Goes To Town, frá 1936. Sandler leikur líkt og oft áður einfeldning sem býr í smábæ. Einn góðan veðurdag erfir hann upp úr þurru milljarða á milljarða ofan. Auð- vitað ásælast óprúttnir bisnessmenn auðinn en með aðstoð stóru ástinnar, sem leikin er af meintum búðarhnupl- ara, Winonu Ryder, og þjónsins síns, sem John Turturro leikur, þá sér hann við þeim – eða hvað? Framleiðslukostnaður myndarinn- ar ku hafa verið 4.7 milljarðar króna sem þykir orðið býsna vel sloppið fyr- ir Hollywood-mynd sem skartar stór- stjörnum í helstu hlutverkum. Því er ljóst að myndin á eftir að skila vænum hagnaði og styrkja stöðu Sandlers í bíóborginni enn frekar, sem einhvers öruggasta hestsins sem hægt er að veðja á í dag. En þótt fólk hafi flykkst á myndina um helgina náðu gagnrýnendur ekki upp í nefið á sér af hneykslan yfir því hve vond hún væri og átti það við um nær alla sem fá borgað fyrir að segja skoðun sína á nýjustu kvikmyndun- um. Og sárastir voru menn yfir meintri vanvirðingu sem þeim þykir gömlu Capra-myndinni sýnd: „Hvað kemur eiginlega næst? Rob Schneid- er, Dana Carvey og Sarah Michelle Gellar í The Philadelpia Story? David Spade sem Citizen Kane?“ spyr Ro- bert Wilonsky öskuillur í New Times Los Angeles og Paul Clinton, gagn- rýnandi CNN-sjónvarpsstöðvarinn- ar, segir: „Ef þú ert eldri en 25 ára, með greindarvísitölu yfir 90 og náðir bílprófinu, þá ættirðu að geta fundið betri skemmtun. En einstaka gagnrýnandi lýsti þó skoðunum fjölmargra almennra bíó- gesta – ef myndin skartar Adam Sandler, þá getur hún ekki verið vond. Ein önnur mynd var frumsýnd um gervöll Bandaríkin á föstudag, teikni- myndin Hey Arnold! The Movie en hún á rætur sínar að rekja til teikni- myndastöðvarinnar Nickelodeon. Aðrar myndir sem frumsýndar voru einungis í stærri borgum voru gam- anmyndin First $20 Million, konu- dramað Lovely and Amazing og Pumpkin með Christinu Ricci, en hún vakti talsverða athygli á Sundance- hátíðinni fyrr á árinu.                                                                         !"# $! %& ' ! (! )  *  &+,-  *  + .-/.- 0  -1  -0-2 -1+                 Adam Sandler og Winona Ryder í Mr. Deeds. Sandler á stór- an og traustan aðdáendahóp vestanhafs sem lætur ekki gagnrýnendur segja sér hvað eigi að sjá og hvað ekki. Sandler í góðum málum skarpi@mbl.is Mr. Deeds veltir Minority Report úr toppsæti bandaríska bíólistans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.