Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 23
Reuters Janet Smith, formaður nefndar sem rannsak- aði glæpi Harolds Shipmans, skýrir frá nið- urstöðum hennar á blaðamannafundi. BRESKI læknirinn Harold Ship- man myrti að minnsta kosti tvö hundruð manns til viðbótar við þá fimmtán sem hann hefur þegar verið dæmdur fyrir, að því er kem- ur fram í nýútkominni skýrslu sem unnin var fyrir breska þingið. Þá segir í skýrslunni að hugsanlegt sé að fórnarlömbin geti verið fleiri, en 45 mál þykja afar grunsamleg án þess að hægt sé að slá því föstu að um morð hafi verið að ræða. Er því ljóst að Shipman er langskæð- asti fjöldamorðingi í sögu Bret- lands. Shipman var dæmdur í fimmtán- falt lífstíðarfangelsi árið 2000 fyrir morð á fimmtán manneskjum sem verið höfðu sjúklingar hans í út- hverfi Manchester í Englandi og hefur David Blunkett innanríkis- ráðherra tilkynnt honum að hann muni aldrei fá náðun og muni því deyja innan fangelsismúra. Af fórnarlömbunum 215 voru 171 kona og 44 karlmenn og var það elsta 93 ára gömul kona og það yngsta 41 árs gamall karlmaður. Notaði heróín við morðin Saksóknarar hafa útilokað að Shipman verði ákærður fyrir morðin sem útlistuð eru í skýrsl- unni. Ómögulegt sé að finna óhlut- drægan kviðdóm til að þjóna í mál- inu og læknirinn muni hvort eð er aldrei um frjálst höfuð strjúka framar. Skýrslan hefur samt sem áður lagalegt vægi og verða morð- in tvö hundruð færð á sakaskrá Shipmans. Samkvæmt skýrslunni framdi Shipman sitt fyrsta morð einungis einu ári eftir að hann hóf störf sem læknir og virðist hann hafa framið ódæðin einungis til þess að horfa á lífið fjara úr fórnarlömbum sínum. Læknirinn falsaði dánarvottorð fórnarlamba sinna og voru fæst þeirra krufin. Þá voru mörg þeirra brennd en ekki grafin að lokinni jarðarför og því var ekki auðvelt fyrir eftirlitsaðila og lögreglu að gera sér grein fyrir því að eitthvað óeðlilegt væri á seyði. Upp komst um Shipman árið 1998 þegar annar læknir gerði at- hugasemd við þann mikla fjölda sjúklinga sem létust í umsjá Ship- mans en lögreglan sagði ekki næg sönnunargögn fyrir hendi til að réttlæta málsókn gegn honum. Nokkrum mánuðum síðar var mál- ið opnað á ný þegar dóttir 81 árs gamallar konu uppgötvaði að móð- ir hennar hafði breytt erfðaskrá sinni svo að Shipman erfði allar eigur hennar. Lík konunnar var grafið upp og krufið og kom þá í ljós að henni hafði verið gefinn of stór skammtur af heróíni. Shipman var svo dæmdur sekur fyrir að hafa myrt fimmtán eldri konur með sama hætti. Gera verður úrbætur á kerfinu John Chisholm hjá bresku læknasamtökunum segir það hræðileg mistök að Shipman hafi getað stundað iðju sína svo lengi sem raun ber vitni. Höfundar skýrslunnar taka und- ir þetta og er næsta verkefni rann- sóknarnefndarinnar að leita að þeim göllum í kerfinu, sem gerðu Shipman kleift að myrða svo marga á svo löngum tíma án þess að upp kæmist, og gera tillögur að úrbótum. Formaður rannsóknarnefndar- innar, Janet Smith dómari, vottaði í gær aðstandendum fórnarlamb- anna samúð sína og sagði að ætt- ingjum allra þeirra sem létust í umsjá Shipmans hefði verið sent eintak af skýrslunni. Rannsókn hefur leitt í ljós að breskur læknir myrti a.m.k. 215 manns Langskæðasti fjölda- morðingi Bretlands London. AP, AFP. Breski læknirinn og fjöldamorðinginn Harold Shipman. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 23 ÞEIR höfðu um 7,7 milljónir danskra króna, eða um 85 milljónir íslenskra króna, upp úr krafsinu, þjófarnir sem stálu peningaflutningabíl á Nørrebro í Kaupmannahöfn í fyrradag. Bílstjórinn og að- stoðarmaður hans höfðu farið inn í verslun til að fylla þar á hraðbanka, og þegar þeir komu út, tíu mínútum síðar, var bíllinn horfinn. Frétta- stofan NTB greindi frá þessu. Atburðurinn varð um hálf- áttaleytið. Peningaflutninga- mennirnir voru á ferð milli hraðbanka að fylla á þá. Þótt umferð væri mikil virðist sem enginn hafi tekið eftir því hver eða hverjir tóku bílinn. Þegar hann svo fannst, nokkru síðar, um 300 metrum neðar í götunni, voru allir peningarnir horfnir úr hon- um. Peningaflutningamennirnir höfðu skilið lyklana eftir í kveikjulásnum, en það gera þeir vanalega vegna þess að aðra lykla þarf til að opna dyrnar á bílnum. NTB hefur eftir lögreglu að ekki hafi ver- ið merki um það á bílnum að dyrnar hafi verið brotnar upp. Bíræfnir þjófar Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.