Morgunblaðið - 26.07.2002, Síða 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Keflvíkingar héldu markinu hreinu í
fyrsta sinn í tvö ár / C3
Padraig Harrington í stað Ian Woos-
nams á Canon- móti Nýherja / C2
8 SÍÐUR Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Vertu þú sjálfur/2
Raddir í höfðinu/3
Skjálftarnir í huganum/4
Herleg brúðkaupsveislan var/6
Götulistamenn í einn dag/7
Sérblöð í dag
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær
rúmlega fertugan karlmann, Einar Óla Einars-
son, í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa reynt að
flytja inn um 30 kíló af hassi til landsins frá Spáni
árið 1999. Hassið var falið í útihurð sem flytja átti
til landsins ásamt níu öðrum frá Spáni en lög-
reglan í Barcelona stöðvaði sendinguna. Tveir
aðrir karlmenn voru dæmdir í níu mánaða fang-
elsi hvor. Mennirnir neituðu allir sök.
Fram kemur í dómnum að umrædd sending
átti að vera „prufa“ vegna mun umfangsmeiri
fíkniefnaviðskipta. Upphaflegar áætlanir gerðu
ráð fyrir því að flutt yrði á fjórða hundrað kílóa af
hassi frá Spáni til landsins. Hjördís Hákonardótt-
ir héraðsdómari segir í dómnum að taka megi
undir að þessi áætlun hljómi nokkuð ólíkindalega
en gögn og framburður sakborninga staðfesti að
áætlunin komst á framkvæmdastig. Talið er að
skúta með um 350 kílóum af hassi hafi lagt af stað
frá Ibiza haustið 1998 en verið snúið við vegna
veikinda skipstjórans.
Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík bárust
vísbendingar sumarið 1998 um að í bígerð væri
mjög mikill innflutningur á hassi.
Komu fyrir hlerunartækjum
Í kjölfarið voru símar hleraðir og hlerunartækj-
um komið fyrir í híbýlum og í bifreið og fylgst var
með hinum grunuðu. Einar Óli og annar sakborn-
ingur skipulögðu innflutninginn í samvinnu við
franskan og spænskan mann. Áfram var unnið að
því að flytja hassið með skútu til landsins og var
rætt um lendingarstaði við Djúpavog eða í Loð-
mundarfirði. Jafnframt var rætt um hugsanlegan
markað fyrir hassið í Grænlandi og í Færeyjum.
Veturinn 1998 hóf einn sakborninga afplánun
18 mánaða dóms og í ársbyrjun 1999 á Einar Óli
fund með honum í hegningarhúsinu við Skóla-
vörðustíg. Samtal þeirra var hlerað og þar kom
skýrt fram að þeir ráðgerðu að flytja inn 21 kíló af
hassi og tala um að það sé góð upphitun fyrir hina
sendinguna. Þriðji sakborningur kom seinna að
málinu en hann sá m.a. um að semja við íslenskt
verktakafyrirtæki um að flytja inn útihurðirnar
en forráðamaður þess hafði enga vitneskju um
fyrirhugaðan fíkniefnainnflutning. Samstarfs-
menn mannanna á Spáni sáu um að koma hassinu
fyrir í einni af útihurðinni og afhentu þær flutn-
ingsfyrirtæki í október 1999. Hjá flutningsfyr-
irtækinu sáu menn hins vegar að reikningur sem
fylgdi hurðinni var falsaður og í kjölfarið var mál-
ið kært til lögreglunnar í Barcelona. Lögregluna
grunaði að fíkniefni væru falin í hurðunum en leit
með fíkniefnahundi bar ekki árangur. Tveimur
dögum síðar sendi íslenska lögreglan upplýsingar
til starfsbræðra sinna á Spáni um að hún hefði
upplýsingar um að von væri á stórri hasssendingu
frá Spáni. Var aftur leitað í hurðunum og fannst
þá hassið. Í kjölfarið voru tveir Spánverjar hand-
teknir en mál þeirra hafa ekki verið tekin fyrir.
Einarður ásetningur
Einar Óli neitaði að hafa gert tilraun til að
flytja inn hassið og hafa ætlað að selja það í
ágóðaskyni hérlendis. Vörn hans byggðist m.a. á
því að hann hefði ekki stjórnað innkaupum á
fíkniefnunum og ekki vitað um magn þeirra né
tegund. Dómurinn taldi framburð hans ekki trú-
verðugan og segir að ásetningur hans hafi verið
einarður. Ekki þótti tilefni til að skilorðsbinda
refsinguna.
Annar samverkamaður Einars Óla hlaut níu
mánaða fangelsi, skilorðsbundið í fimm ár, en í
dómnum segir að hann hafi undanfarin þrjú ár
unnið markvisst að því að snúa lífi sínu til betri
vegar. Hinn samverkamaðurinn hlaut einnig níu
mánaða fangelsi og voru sex mánuðir skilorðs-
bundnir til þriggja ára. Málið hefur tekið all-
langan tíma á rannsóknar- og dómsstigi en í
dómnum segir að gagnaöflun frá Spáni hafi eink-
um tafið rannsókn og dómsmeðferð. Var tekið til-
lit til tafarinnar við ákvörðun refsingar.
Guðrún Sesselja Arnardóttir sótti málið f.h.
ríkissaksóknara, Brynjar Níelsson hrl. var skip-
aður verjandi Einars Óla og Karl Georg Sig-
urbjörnsson hdl. og Hilmar Ingimundarson hrl.
voru skipaðir verjendur hinna sakborninganna.
Hugðust flytja á fjórða hundrað kíló af hassi frá Spáni til landsins með skútu
Rúmlega 30 kíló af hassi
voru sögð vera „prufa“
RÁN HF 42 kom til hafnar í Nes-
kaupstað í gær og þykir kannski
ekki í frásögur færandi. Ekki var
vitað hversu lengi liggja ætti við
bryggju að þessu sinni en það er í
lagi að taka stutt stopp þegar
veðrið fer batnandi eins og spáð
er á Austurlandi í dag og næstu
daga.
Til hafnar í Neskaupstað
Morgunblaðið/Kristinn
NORÐURLJÓSUM barst í gær til-
kynning frá lögmannsstofu þeirri
sem var með í innheimtu fyrir
Landsbankann skuldabréfin 19,
sem bankinn gjaldfelldi vegna van-
goldinna vaxtagreiðslna um miðjan
júlí, um að ávísun frá félaginu hefði
verið innleyst og bréfin væru því á
ný í skilum.
Í bréfi sem Norðurljós fengu frá
Lex lögmannsstofu í gær segir orð-
rétt: „Skrifstofa okkar hefur mót-
tekið frá umbjóðanda okkar,
Landsbanka Íslands, ávísun sem út
er gefin af Íslenska útvarpsfélaginu
að fjárhæð 3.818.000. Ávísun þessi
er greiðsla inn á gjaldfallna skuld
Norðurljósa samskiptafélags sam-
kvæmt 19 skuldabréfum sem skrif-
stofa okkar hefur til innheimtu fyr-
ir hönd Landsbanka Íslands á
hendur félaginu.
Meðfylgjandi er kvittun fyrir ráð-
stöfun greiðslunnar. Jafnframt til-
kynnist félaginu hér með, að um-
bjóðandi okkar, Landsbanki
Íslands, hefur samþykkt að ofan-
greindum skuldabréfum verði kom-
ið í skil, enda verði eftirstöðvar
kröfunnar, samanber meðfylgjandi
kvittun, greiddar að fullu.“
Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri
Norðurljósa, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að í kvittun-
inni hefðu eftirstöðvarnar verið
sagðar 247 þúsund krónur, sem
hann hefði þegar í stað greitt, síð-
degis í gær.
Samkvæmt því bréfi sem Sig-
urður ritaði Brynjólfi Helgasyni,
aðstoðarbankastjóra Landsbank-
ans, hinn 15. júlí og birtir voru kafl-
ar úr hér í Morgunblaðinu í fyrra-
dag átti lögfræðilegur innheimtu-
kostnaður vegna bréfanna að vera
277 þúsund krónur, en síðar var
það leiðrétt við Norðurljós og það
upplýst að samtals ætti innheimtu-
kostnaðurinn að vera liðlega 2,4
milljónir króna. Sigurður kvaðst vel
geta unað við það að greiða
innheimtukostnað sem væri innan
við 10% af upphaflegum innheimtu-
kröfum.
Landsbanki
segir bréfin
komin í skil
Skuldabréf Norðurljósa
BANASLYS á fiskiskipum
voru sjö í fyrra eða fleiri en
samtals fjögur ár á undan.
Þetta kemur fram í nýrri árs-
skýrslu Siglingastofnunar.
Árið 2000 varð aðeins eitt
dauðaslys, 1999 tvö, ’98 eitt og
’97 tvö. Árið 1996 voru þau hins
vegar níu talsins. Öll dauðaslys
áranna 1997–2000 urðu um
borð í skipum sem voru minna
en 12 metrar á lengd en dauða-
slysin sjö í fyrra urðu öll á skip-
um sem voru lengri en 12 metr-
ar. Þrjú dauðaslysanna urðu
um borð í 12–24 metra skipum
en fjögur í skipum sem voru
lengri en 24 metrar.
Mun færri fiskiskip, þrjú,
fórust hins vegar á síðasta ári
en árið áður, þegar tíu skip fór-
ust. Eitt skip var í stærðar-
flokknum 12–24 m en hin tvö
voru stærri. Árið 2000 voru á
hinn bóginn átta af tíu fiski-
skipum sem fórust undir 12
metrum á lengd.
Tilkynntum slysum til
Tryggingastofnunar fækkaði
enn, fimmta árið í röð. Árið
2001 voru þau 348 en 460 árið
1996.
Banaslys-
um á fiski-
skipum
fjölgar