Morgunblaðið - 26.07.2002, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.07.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ dropsteinarnir myndist þegar hraunið er næstum því storknað. Vökvi í kvikunni, sem hvarfast ekki mjög greiðlega við þær steindir sem til verða í berginu við storknun, kreistist út í holrými og sprungur og drjúpi niður úr loft- inu. Það sem falli til jarðar hlaðist upp og myndi dropsteina. Þetta gerist á tiltölulega stuttum tíma. Ekki hugmyndin að gera hellinn að ferðamannastað Sigurður segir að það sé ekki hugmyndin að gera Árnahelli að ferðamannastað, en sæki menn um leyfi til að fara niður í hellinn og séu tilbúnir að greiða þann kostn- að sem af því hlýst verði orðið við því. Samkvæmt samningnum ber að nota það fé, sem Hellarann- sóknarfélagið fær vegna þessa, til verndunar hraunhella á svæðinu. Hann segir að lengi hafi verið í umræðunni að gera einhvern einn ákveðinn helli aðgengilegri fyrir almenning og lýsa upp. Nefnir hann Arnarker, Raufarhólshelli og hella í Bláfjöllum sem dæmi um ÁRNAHELLIR, einstakurhraunhellir í Leitahrauninorðvestan Þorláks-hafnar, er kenndur við Árna Björn Stefánsson hellaáhuga- mann sem fann hann árið 1985. Árnahellir mun vera með merki- legri hraunhellum vegna ósnort- inna hraunmyndana sem í honum finnast. Hellirinn er yfir 150 metra langur og liggur á um 20 metra dýpi. Breidd hans er um og yfir 10 metrar en frekar lágt er til lofts. Úr hellisloftinu hanga hraunstrá og þarf að gæta þess þegar hell- irinn er heimsóttur að rekast ekki í þau því þau eru stökk og mjög viðkvæm. Hraunstráin eru um 5– 10 mm í þvermál, sum hol að innan og önnur með gifsútfellingum. Lengstu stráin munu vera um 60 cm löng. Á gólfi Árnahellis eru dropsteinar og eru þeir stærstu yf- ir einn metri á hæð og um 7 cm í þvermál. Dropsteinarnir standa í hópum eða breiðum á hellisgólfinu. Sigurður Sveinn Jónsson, for- maður Hellarannsóknarfélags Ís- lands, segir að hraunstráin og hella sem koma til greina. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra undirritaði í gær friðlýsingu hellis- ins en Hellarannsóknarfélag Ís- lands hefur beitt sér fyrir verndun hans síðustu ár. Árnahellir er ann- ar hellir landsins sem er friðlýstur með sérstakri friðlýsingu en Jör- undur í Lambahrauni var frið- lýstur árið 1985. Auk þeirra eru nokkrir hellar á friðlýstum svæð- um sem njóta verndunar. Við hellisop Árnahellis var við sama tækifæri undirritaður samn- ingur milli Náttúruverndar ríkisins og Hellarannsóknarfélags Íslands um ráðgjöf, eftirlit og umsjón með friðlýstum hraunhellum og hraun- hellum á friðlýstum svæðum. Sagði umhverfisráðherra mjög ánægju- legt að þessu samstarfi hefði verið komið á fót. Umsjón með Árnahelli hefur því verið falin Hellarann- sóknarfélagi Íslands fyrir hönd Náttúruverndar ríkisins. Árni Bragason, forstjóri Nátt- úruverndar ríkisins, sagðist ánægður með að loksins skuli gengið frá samkomulagi við Hella- rannsóknarfélagið. Hann vonaðist eftir liðsinni hellaáhugamanna við að gera gersemar í hellum á Snæ- fellsnesi aðgengilegri á næstu ár- um, sagðist gera sér vonir um að nýr heimur myndi opnast þar á næstu árum. Allir þekktir hraunhellar hafa skaðast vegna ágangs Árni, sem hellirinn er nefndur eftir, sagði við friðlýsinguna í gær, að hann hefði ákveðið eftir þennan merka fund árið 1985 að hafa lágt um tilvist hellisins og vinna að friðlýsingu á rólegum nótum. Allir þekktir hraunhellar landsins hefðu skaðast verulega vegna ágangs og viðkvæmar hraunmyndanir hefðu jafnvel verið fjarlægðar kerfis- bundið. Sagði hann að smám sam- an hefði kvisast út hvar hellinn væri að finna og upp úr 1990 hefðu hraunstráin farið að láta á sjá, þó aðeins á þeirri leið sem mest var gengin. Þegar hraunstrá hefðu fundist á leiðinni upp úr hellinum hefði verið ljóst að þetta væri komið úr böndunum og lokaði Hellarannsóknarfélagið hellinum með járnhliði árið 1995, með sam- þykki landeiganda. Til að komast innst í hellinn, þar sem hinar einstöku jarðmyndanir eru, þarf að skríða niður um stutt en þröng göng. Fyrir það op hefur verið lokað með járnplötu sem er læst. Með friðlýsingunni eru heim- sóknir í hellinn og framkvæmdir á svæðinu sem raskað geta hellinum takmarkaðar, nema með leyfi Náttúruverndar ríkisins eða um- sjónaraðila hellisins. Auk þess gildir auglýsing um friðlýsingu dropsteina um hellinn, sem og aðra hella landsins, samkvæmt henni er óheimilt að brjóta eða skemma á annan hátt dropsteins- myndanir. Mennirnir dægurflugur á mælikvarða jarðsögunnar Árni B. Stefánsson minnti við friðlýsinguna á að mennirnir væru dægurflugur á mælikvarða jarð- sögunnar. Jarðmyndirnar hefðu varðveist í tæp 5 þúsund ár, 160 kynslóðir manna, þrátt fyrir jarð- skjálfta og hræringar. „Við erum sjálf um það bil 56. liður frá Óðni, svo myndanirnar eru þrisvar sinn- um eldri en æsir. Megi hellir þessi varðveitast um ókomin ár og verða okkur og komandi kynslóðum til sóma,“ sagði Árni. Árnahellir í Leitahrauni skammt norðvestan Þorlákshafnar friðlýstur Neðanjarðar- frumskógur hraunstráa og dropsteina Morgunblaðið/Nína Björk Sigurður Sveinn Jónsson, formaður Hellarannsóknarfélags Íslands, undirritar samstarfssamning við Náttúruvernd ríkisins við munna Árna- hellis í gær. Samkvæmt samningum tekur félagið að sér ráðgjöf, eftirlit og umsjón með friðlýstum hellum og hellum á friðlýstum svæðum. Til að komast innst í hellinn þarf að skríða um þröng göng. Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra sagðist vera með nokkurn ugg í brjósti við að skríða ofan í gjótu sem þessa á einu mesta jarðskjálftasvæði landsins. Undraheimur hraunstráa og dropsteina opnaðist fyrir umhverfisráðherra og sveitarstjórnar- mönnum sem skriðu niður þröng göng ofan í jörðina og heimsóttu Árnahelli, einn af merkari hraunhellum jarðarinnar, í gær. Hellirinn, sem er mjög viðkvæmur, var friðlýstur í gær til að komandi kynslóðir geti einnig notið hans. EKKI er von á áliti eftirlits- stofnunar EFTA (ESA) vegna ríkisábyrgðar til handa Ís- lenskri erfðagreiningu (ÍE) fyrr en í haust. Alþingi samþykkti sem kunnugt er í vor að heimila fjármálaráðherra að veita Ís- lenskri erfðagreiningu ríkis- ábyrgð á allt að 200 milljóna Bandaríkjadala láni. Ragnheiður Árnadóttir, að- stoðarmaður fjármálaráðherra, segir að ESA sé enn að biðja um og afla gagna þannig að sá þriggja mánaða frestur sem stofnunin hafi til þess veita álit sitt sé ekki enn hafinn. „Menn eru auðvitað að bíða eftir þessu áliti en auk þess er verið að vinna í því í fjármálaráðuneyt- inu að skoða málið áfram. Ég myndi ætla að tíðinda kynni að vera að vænta september.“ ESA og ríkisábyrgð til handa ÍE Álits ekki að vænta fyrr en í haust 18 NEMENDUR hyggjast stunda nám í fornleifafræði á BA-stigi við Háskóla Íslands í vetur, en um nýjung er að ræða og verður fornleifafræðin kennd innan sagnfræðiskorar. Að sögn Helga Þorlákssonar, skorarformanns sagnfræði- skorar, verður fornleifafræðin kennd til 30 og 60 eininga á BA- stigi og verður einnig hægt að stunda nám í fornleifafræði á MA-stigi. Helgi segir að um þessar mundir sé verið að móta fornleifafræðinámið og þeir nemendur sem hafa skráð sig hafi fengið bréf um líklega námstilhögun á BA-stigi. Helgi segir að fram hafi kom- ið að rektor hafi boðið Orra Vé- steinssyni stöðu innan forn- leifafræðinnar við Háskóla Íslands og sé það mál leyst af hálfu skólans. 18 hafa skráð sig í fornleifa- fræðinám BORIÐ hefur á að menn gangi milli húsa og bjóði garðaúðun án þess að vera með tilskilin leyfi eða hafa sótt námskeið hjá Hollustuvernd ríkisins. Garð- heimar vilja eindregið vara fólk við slíku og hvetja til þess að menn sem bjóða úðun séu spurðir um skilríki, segir í fréttatilkynningu frá þeim. Fyrirtækið hefur fengið ábendingar um að undanfarið hafi maður farið á milli garða í Mosfellsbæ og sagst vera að frá Garðheimum að prófa nýtt efni gegn ryðsvepp en fólk er beðið að athuga að hann er ekki á vegum fyrirtækisins. Bjóða úðun garða án leyfis ÍSLENSK skip voru 2.465 tals- ins 1. janúar síðastliðinn, 37 fleiri en árið áður og 48 fleiri en árið 2000. Samtals voru þau 238.493 brúttótonn, sem er rúmlega 10.000 brúttótonnum meira en árið áður og tæplega 2.400 tonnum meira en árið 2000. Þilfarsskip voru 1.136 í janúar en þau voru 1.067 árið 2001 og 1.014 árið 2000. Opnum bátum fækkaði aftur á móti lít- illega, úr 1.398 árið 2000 og 1.361 árið 2001 í 1.329 árið 2002. Þetta kemur fram í ársskýrslu Siglingastofnunar sem er ný- komin út. Skipum í flot- anum fjölgar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.