Morgunblaðið - 26.07.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 26.07.2002, Síða 25
LISTIR/KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 25 BANDARÍSKI leikstjórinn, háðfugl- inn og fyrrverandi kvikmyndatöku- maðurinn Barry Sonnenfeld fer mik- inn á íslenskum kvikmyndamarkaði þessa dagana – á frumsýndar myndir með vikumillibili. Fyrst Men in Black 2, og nú er röðin komin að annarri gamanmynd, Big Trouble, sem frum- sýnd var í Bandaríkjunum í sumar- byrjun. Handritshöfundurinn, Dave Barry, er ekki síður frægur, hann vann til Pulitzer-verðlaunanna fyrir að „nota skopskynið á áhrifaríkan og ferskan hátt til að undirstrika alvar- legri undirtóna í verkum sínum“. Fleira sómafólk kemur til sögunnar því bæði aðalhlutverk og aukahlut- verk þykja vel mönnuð. Það hefur einmitt þótt einn af gæðastimplum verka Sonnenfelds, auk gálgahúmors og mikilla sjónrænna gæða þar sem bakgrunnur hans sem fyrrverandi kvikmyndatökumaður nýtist til fulln- ustu. Dave Barry byggir framvinduna á ævintýrum í kringum ferðatösku. Myndin hefst í flughöfninni í Miami á Flórídaskaganum þegar dularfull, en að sjá ósköp venjuleg, ferðataska kemur rúllandi eftir færibandinu. Gjörspilltur kaupsýslumaður, Arthur Herk (Stanley Tucci), fer fremstur í flokki að handsama gripinn. Um svip- að leyti koma til sögunnar tveir leigu- morðingjar með slatta af blýi í fórum sínum og beita því óspart á kauða. Eiginkona Harks (Rene Russo) ákveður, þreytt á sjónvarpsgóni og áfengissötri, að finna nýjan fé- lagsskap sér til handa og dóttur sinni (Zooey Deschanel). Draumaprinsana finna þær í feðgum, uppgjafa blaða- manninum Henry (Tim Allen) og syni hans Matt (Ben Foster). Hópurinn heldur áfram að bögglast við að hafa uppi á töskunni góðu með tilheyrandi prettum, kænsku og átökum. Til að auka enn á ruglinginn bæt- ast tveir þjófar í hópinn, hálft lög- reglulið Miamiborgar og tveir alrík- islögreglumenn. Við skulum heldur ekki heldur gleyma skynvillta frosk- inum! Leikstjóri: Barry Sonnenfeld (Men in Black I og II, The Addams Family I og II, Get Shorty, Wild, Wild West). Leikarar: Tim Allen (The Santa Clause, Toy Story I og II); Rene Russo (Showtime, Lethal Weapon IV, Tin Cup); Stanley Tucci (Road to Perdition, Big Night, Kiss of Death); Tom Sizemore (Black Hawk Down, Pearl Harbour, Bringing out the Dead). Oft veldur lítil taska stórvandræðum Sambíóin frumsýna Big Trouble með Tim Allen, Rene Russo, Omar Epps, Dennis Farina, Janeane Garofalo, Stanley Tucci, o.fl. Úr Big Trouble, þar sem allt snýst um innihald einnar ferðatösku. EIN vinsælasta myndin á síðasta ári var barna- og fjölskyldumyndin Shrek, frá DreamWorks, fyrirtæki Stevens Spielberg og félaga. Þeir sömu framleiðendur eru komnir með aðra mynd til sýninga á sama mark- aði. Hún nefnist Villti folinn eða Spirit: Stallion of the Cimarron, og verður hún sýnd hérlendis með upp- runalegu, ensku tali og íslenskri tal- setningu. Einsog nafnið bendir til er „aðal- persónan“ í þessari nýju, teiknuðu ævintýramynd, Andi, villtur foli sem í myndarbyrjun reikar frjáls einsog fuglinn um heimahaga sína, víðátt- urnar miklu í Vesturheimi. Hann hefur lítil afskipti af frumbyggjun- um, utan þess að hann á vin í Litla- Gili, ungri indjánastúlku. Andi er pínkulítið skotinn í Regni, ungri og reistri hryssu, blómarósinni í stóðinu sem unir sér vel á undurfögrum víð- áttunum miklu. Dag nokkurn dregur til tíðinda, nýir gestir á sléttunum miklu, bleiknefjar, boða áður óþekktar hættur og breytta tíma. Mikil áhersla er lögð á að fanga hinn frjálsa anda villihestanna sem áður fóru í glæstum stóðum um óbyggðir Villta vestursins og við- skipti hans við aðrar frjálsar sálir: frumbyggjana, indjánana. Myndirn- ar eru dregnar með þessum ásetn- ingi, líkt og tónlist þeirra Hans Zimmers (The Lion King) og popp- arans Bryans Adams. Villti folinn er unninn bæði með fullkomnustu tölvutækni og hin- um sígildu, gamal- grónu handverk- færum fagmannsins: blýanti, litum, pappír. Afrakstr- inum er síðan fléttað saman með nýjustu þrívíddar- tækni undir yfir- umsjón Jeffreys Katzenberg, sem áður stjórnaði hjá Walt Disney fyr- irtækinu. Leikstjóri: Kelly Asbury og Lorna Cook. Talsetning á ensku: Matt Damon, James Crowell, Daniel Studi, Charles Napier, Chopper Bernett, o.fl. Íslensk talsetning: Leikraddir: Sögu- maður: Atli Rafn Sigurðarson Liðsforingi: Magnús Jónsson Litla-Gil: Ólafur Steinn Ingunnarson. Aukaraddir: Valdimar Flygenring, Har- ald G. Haralds, Kristrún Hauksdóttir, Árni Thoroddsen, o.fl. Lög: Stefán Hilmarsson syngur sjö lög úr myndinni sem öll eru byggð á upprunalegum lögum Bryans Adams úr ensku útgáfunni. Villti folinn Sambíóin og Háskólabíó frumsýna teiknimyndina Spirit: Stallion of the Cimarron, eða Villta folann. Myndin kemur bæði með íslensku og ensku tali. Villti folinn í allri sinni dýrð. Nýjasta mynd fram- leiðenda hinnar vinsælu Shrek verður sýnd með ís- lensku og ensku tali. SPENNUMYNDIN Reign of Fire hefst í Lundúnum nútímans. Quinn (Ben Thornton), 12 ára strákpolli, verður fyrir þeim ósköpum að vekja eldspúandi dreka af aldalöngum svefni er hann heimsækir móður sína á byggingasvæði í höfuðborg- inni. Drekinn vaknar við vondan draum og byrjar á að brenna allt og alla í sjónmáli svo eftir standa rúst- ir einar. Tveir áratugir líða. Drekinn hef- ur fjölgað sér, óvætturinn og af- komendur hans hafa nánast eytt öllu lífi á jörðinni. Quinn (Christian Bale) er orðinn slökkviliðsmaður, mikilvægasta starf jarðarbúa sem fylgjast löngum með eldbjarmanum á himinhvelfingunni. Quinn og Creedy (Gerard Burler), nánasti samstarfsmaður hans, gæta þeirra fáu íbúa sem eftir lifa í vel vörðum kastala. Þeir liggja undir stanslaus- um árásum hinna eldspúandi óvina sinna og fer fáliðuðu mannkyninu hríðfækkanndi. Í augum drekanna eru mennirnir 70 kílóa gómsætar steikur, grillaðar að hætti hússins! Kemur til sögunnar Va Zan (Matthew McConaughey), banda- rískur ofurhugi og drekabani, og segist kunna ráð til að gera útaf við ófreskjurnar. Quinn hefur litla trú á ráðabrugginu uns Van Zan sýnir honum forsmekkinn að því sem koma skal. Quinn gerir sér grein fyrir því að stríðið er nánast tapað og samþykkir að lokum áætlanir Van Zan að ráðast á upprunalega skrímslið í Lundúnaborg. Á skal að ósi stemma. Vel þekktur mannskapur stendur að þessari brellu-/vísindaskáldsögu- legu spennumynd, með leikstjórann Rob Bowman (X-Files: The Movie), kvikmyndatökumanninn Adrian Briddle (Aliens, Thelma and Louise, The Mummy, The World is Not Enough) og framleiðendurna Zanuck-hjónin, Richard og Fini, í fararbroddi. Ásamt leikurunum Christan Bale og Matthew McCon- aughey. Leikarar: Matthew McConaughey (A Time to Kill, Amistad, Contact, EdTv, U-571); Christian Bale (American Psycho, Velvet Goldmine, Empire of the Sun); Izabella Scorupco (Golde- neye). Stríðið við drekana Laugarásbíó, Regnboginn, Smárabíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna Reign of Fire með Christian Bale, Matthew McConaughey og Izabellu Scorupco. Himinninn logar í framtíðar- tryllinum Reign of Fire. Nokia 3310 á 9.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 9.900 kr. Þú hringir …með GSM áskrift hjá Íslandssíma. Nokia 3510 á 18.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 18.900 kr. Nokia 3410 á 14.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 14.900 kr. Hringdu í 800 1111, komdu í verslun okkar í Kringlunni eða líttu á islandssimi.is. Með Íslandssíma hringir þú frítt í fjögur númer innan kerfis og á þjónustusvæði okkar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 1 83 33 07 /2 00 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.