Morgunblaðið - 26.07.2002, Síða 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 33
✝ Guðbjörg Helga-dóttir Bergs
fæddist í Reykjavík
6. mars 1919. Hún
lést á Landspítalan-
um laugardaginn 13.
júlí síðastliðinn. For-
eldrar Guðbjargar
voru Elín Bergs hús-
freyja, dóttir Jóns
Thorstensens prests
á Þingvöllum, og
Helgi Bergs frá
Fossi á Síðu, for-
stjóri Sláturfélags
Suðurlands. Systkini
Guðbjargar eru
Helgi Bergs, f. 1920, Halla
Bergs, f. 1922, d. 1994, og Jón H.
Bergs, f. 1927. Guðbjörg ólst upp
hjá foreldrum sínum og systk-
inum á Skólavörðustíg 30 í
Reykjavík. Hún lauk námi frá
Kvennaskólanum í Reykjavík
1936 og frá Den Shurske Hus-
moderskole í Kaupmannahöfn
1939. Hún lauk húsmæðrakenn-
araprófi 1944 og kenndi við Hús-
mæðrakennaraskóla Íslands.
Guðbjörg giftist hinn 2.11.
1945 Kristbirni Tryggvasyni
barnalækni sem lést1983. Börn
Guðbjargar og Kristbjarnar eru:
1) Helgi læknir, f. 25.6.1947, eig-
inkona Sigríður Sigurðardóttir
kennari, börn
þeirra eru: Birna
líffræðingur, f.
1969, eiginmaður
Rögnvaldur J. Sæ-
mundsson verkfræð-
ingur, synir þeirra
eru Sæmundur, f.
1991, Sölvi, f. 1994,
og Kári, f.2001;
Tryggvi læknir, f.
1971, sambýliskona
Ásta Katrín Hann-
esdóttir, sonur
þeirra er fæddur
2002; Halla háskóla-
nemi, f. 1976, sam-
býlismaður Andreas Michaelis
háskólanemi; Kristbjörn háskóla-
nemi, f. 1979, sambýliskona Inga
María Leifsdóttir blaðamaður. 2)
Fanney bókasafns- og upplýs-
ingafræðingur, f. 24.9.1949, eig-
inmaður Gunnar Rafn Einarsson
löggiltur endurskoðandi, synir
þeirra eru Kristbjörn tölvufræð-
ingur, f. 1974, Helgi Pétur verk-
fræðingur, f. 1976, og Einar Jón
verkfræðingur, f. 1978. 3) Halla
sérkennari, f. 24.3.1951, eigin-
maður Kurt Oskar Nielsen hljóð-
færasmiður.
Útför Guðbjargar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Hvað hún var skemmtileg hún
Dúdda tengdamóðir mín, hláturmild
og fyndin, fljót að svara fyrir sig og
skörp. Kunni sögur og vísur. Ég
hitti hana fyrst á heimilinu á Miklu-
brautinni árið 1966 og þar var mér,
þessari hugsanlega tilvonandi
tengdadóttur, strax tekið sem alda-
vini. Ekki spillti að hún mundi eftir
afa mínum, Gunnari frá Selalæk,
sem hafði verið kunnugur Helga
pabba hennar, og rifjaði hún oft upp
alls konar skemmtilegar sögur um
hann. Hún Dúdda hafði sérstakt lag
á að nálgast fólk á þess eigin for-
sendum.
Eftir að við Helgi giftumst bjugg-
um við lengi í risinu á Miklubraut-
inni og var samkomulagið við Dúddu
og Kristbjörn einstaklega gott.
Aldrei kvörtuðu þau undan hávaða
eða neinu slíku, þótt ekki sé laust
við að eitt og annað samkvæmið í
risinu á hippatímanum, reyndar ansi
mörg, komi upp í hugann ef grannt
er skoðað. Og alltaf voru börnin vel-
komin til þeirra hvort sem var að
nóttu eða degi, í lengri eða skemmri
tíma. Systurnar Fanney og Halla
hafa alltaf verið eins konar vara-
mömmur fyrir börnin okkar Helga,
svo ekki sé minnst á foreldrahlut-
verk Dúddu og Kristbjarnar gagn-
vart þeim. Umburðarlyndi þeirra
allra og elska var einstök.
Hvað það var gott að búa í faðmi
stórfjölskyldunnar og ekki voru
börnin gömul þegar þau skriðu eða
kútveltust niður stigann til afa og
ömmu og þar var aldrei komið að
tómum kofunum. Það voru ófáir
kaffisoparnir sem ég drakk með
þeim stöllum Dúddu og Lóu á neðri
hæðinni. Það var eins gott að drífa
sig á morgnana þegar Dúdda
hringdi upp – Lóa er komin. Þá var
nú spjallað. Og þá var hlegið. Og
dáðst að barnabörnum.
Dúdda var lærður húsmæðra-
kennari, eins og það hét, lærði bæði
í Kaupmannahöfn og hér heima.
Hún kenndi svo um tíma í Hús-
mæðrakennarskóla Íslands, en
hætti kennslu þegar hún gifti sig.
Hún var listakokkur og hafði yndi af
að halda veislur og var góð heim að
sækja.
Það æxlaðist þannig að við Helgi
tókum við íbúðinni á Miklubrautinni
og ég hef náttúrulega reynt að halda
uppi merkjum Dúddu. Reynt að
muna allt sem hún kenndi mér. Alla
vega er það rjúpnastellið á jólunum
og ananasfrómasinn á gamlárs-
kvöld, en ég hætti að baka Bessa-
staðakökur þegar Kristbjörn dó.
Hvar skyldi nú annars uppskriftin
vera? Og engin amma Dúdda leng-
ur.
Á námsárunum, þegar við Helgi
bjuggum í Svíþjóð, komum við heim
á sumrin og þá fórum við öll í hérað.
Helgi og Kristbjörn gerðust þá hér-
aðslæknar og ýmsir staðir á landinu
voru teknir fyrir, Patreksfjörður,
Þingeyri, Flateyri, Hvammstangi og
síðast Seyðisfjörður. Þetta voru
skemmtilegir tímar. Auk þess var
Kristbjörn héraðslæknir á Flateyri
eftir að hann hætti störfum sem yf-
irlæknir á Barnaspítala Hringsins.
Þau Dúdda undu sér vel þar og í
hálft ár voru Birna mín og Tryggvi í
fóstri hjá þeim. Ég var þar með
þeim í nokkrar vikur og þá var sofið
í flatsæng og borðaður plokkari upp
á hvern dag og allir ánægðir með
það. Það var farið í kaupfélagið á
hverjum degi og niður á bryggju og
í kirkju til Lárusar á páskunum. Svo
var slett í jólaköku fyrir sjúklinga
sem litu inn eða spjallað við Systu
og Sigrúnu eða skroppið í kaffi til
Rúnu Odds. Svo ekki sé talað um
heimsóknir að Holti eða til Þing-
eyrar með tilheyrandi „smörrebröd“
Camillu og heimsókn í ævintýralega
smiðju Matthíasar. Alltaf þvældust
krakkarnir með í jeppanum, hvernig
sem viðraði og allir vinir. Þetta var
lífið.
Síðustu árin átti Dúdda mín in-
dæla vist á Hjúkrunarheimilinu
Skjóli. Þá var hún farin að kröftum
og minni hennar að mestu þrotið.
Hún mundi þó alltaf ýmsa hluti úr
bernsku sinni, mundi eftir því þegar
hún passaði Onna bróður, þegar
Helgi bróðir kom heim frá námi í
Danmörku og Halla systir fór í
heimsreisuna og þegar hún fór í bíl-
túr með Helga pabba sínum. Hún
kunni líka alltaf gamlar, skemmti-
legar vísur, m.a. um þá Þingvalla-
bræður, móðurbræður sína, og
ýmsa mektarmenn úr Reykjavík
horfinna tíma. Einhvers staðar örl-
aði enn á prakkaralega brosinu
hennar.
Alltaf þótti henni gaman aka um
miðbæ Reykjavíkur og þekkti
bernskuheimili sitt á Skólavörðustíg
30 og ýmsar gamlar byggingar í
Reykjavík. Hún var Reykjavíkur-
dama, en þó áttu bæði Þingvellir,
þar sem móðir hennar ólst upp, og
Kirkjubæjarklaustur og Síða, þar
sem föðurfólkið hennar er, sinn stað
í hjarta hennar.
Ég er þakklát fyrir að börnin mín
skyldu bera gæfu til að kynnast
ömmu Dúddu og njóta elsku hennar
og hlýju. Og ég er þakklát fyrir að
þau fengu að deila með henni og afa
Kristbirni gleði og sorgum, heil-
brigði og heilsuleysi, daglega lífinu.
Það var svo gott að vera henni sam-
ferða.
Með ást og virðingu.
Sigríður Sigurðardóttir.
GUÐBJÖRG HELGA-
DÓTTIR BERGS
Það var ljóst við fyrstu kynni að hún
var ekki hvers manns viðhlæjandi –
en vinföst og vintraust. Þrátt fyrir
að Anna gæti verið þurr á manninn
og væri seintekin lumaði hún á
kímni sem mér er minnisstæð. Hún
sagði mér eitt sinn frá því þegar
Tómas bróðir hennar kom í sína
fyrstu heimsókn til tengdaforeldra
sinna.
Gamli maðurinn, faðir Katrínar,
sem hafði víða farið á sínum yngri
árum, dvaldist m.a. í Bandaríkjun-
um síðasta áratug 19. aldar, þurfti
margs að spyrja um Ísland og svar-
aði Tómas spurningum hans greið-
lega. En þegar kom að því að Tómas
sagði honum að öll timburhús á Ís-
landi væru klædd bárujárni, sem
þótti víst ekki merkilegt bygging-
arefni í Danmörku, sagði gamli mað-
urinn: „Nej, nu skal du gå i seng,
unge mand.“
Ég þakka Önnu nú að leiðarlokum
góð og ánægjuleg kynni og votta
henni virðingu mína og minna.
Freyju og börnum hennar votta ég
einlæga samúð mína og óska þeim
gæfu og gengis.
Ingólfur Geirdal.
Þá hefur Anna föðursystir mín
fengið langþráða hvíld. Við kistu-
lagninguna, á fallegri kveðjustundu
með hennar nánustu, vorum við
réttilega minnt á að andlát Önnu
frænku væri ekki bara endir á löngu
og farsælu lífi hennar hér á jörðu,
heldur einnig ákveðin tímamót í lífi
okkar allra, sem næst henni stóðum.
Þá verður mér fyrst og fremst hugs-
að til dóttur hennar og afkomenda,
sem öll elskuðu hana og dáðu og
sýndu henni einstaka ást og um-
hyggju allt til hins síðasta, en einnig
til okkar systkinabarnanna og ann-
arra nákominna ættingja. Anna er
sú síðasta, sem kveður af átta börn-
um afa og ömmu, þeirra Vigfúsar
Sigurðssonar Grænlandsfara og
Guðbjargar Árnadóttur konu hans.
Öll áttu þau systkinin heimili í
Reykjavík og störfuðu hér í borg-
inni, á milli þeirra ríkti eindrægni og
samheldni og samgangur var alla tíð
mikill á milli heimilanna. Sjónar-
sviptir er að þessari foreldrakynslóð
okkar og vissulega á andlát Önnu
frænku nú eftir að marka ákveðin
þáttaskil hjá okkur mörgum.
Fátt jafnast á við fallegan júlí-
mánuð hér á Íslandi, landið okkar
skartar sínu fegursta, næturnar enn
bjartar og við erum daglega minnt á
hversu yndislegt er að eiga hér
heima. Svo lengi sem ég man eftir
mér er þessi árstími einnig tengdur
Önnu frænku og afmælisdegi henn-
ar – 26. júlí –, en þá var venjan að
líta til hennar og þiggja hjá henni af-
mæliskaffi. Að þessu sinni hefði ver-
ið tilefni til þess venju fremur, – í
dag hefði hún einmitt fyllt níunda
tuginn ef hún hefði lifað og með til-
hlökkun í huga voru lögð drög að því
að samfagna henni á þessum tíma-
mótum. En svo fór þó ekki, á fæð-
ingardegi Vigfúsar föður síns þann
16. þessa mánaðar valdi hún að
kveðja. Anna frænka var löngu
ferðbúin, hugsunin var skýr en lík-
aminn var orðinn lúinn, og ég þykist
vita að hvíldin hafi verið henni mikil
blessun.
Allir þeir sem áttu samleið með
Önnu föðursystur minni og höfðu af
henni einhver kynni geta verið mér
sammála um að hún var engin
venjuleg kona. Hún var einstaklega
heilsteypt og vönduð manneskja og
ég mun alltaf minnast hennar fyrir
það hversu vitur og réttsýn mér
fannst hún ætíð vera. Fáir voru lát-
inni móður minni, Katrínu, jafn kær-
ir og Anna frænka, – vinátta þeirra
var sönn og heil til hinstu stundar.
Það var svo margt sem tengdi þær
og lagði grunn að gagnkvæmri vin-
áttu þeirra og væntumþykju. Þegar
móðir mín minntist fyrstu hjúskap-
arára sinna hér á Íslandi og hversu
margt var hér frábrugðið því sem
hún hafði átt að venjast í fæðing-
arlandi sínu, Danmörku, þá var hún
vön að bæta við: „En ég átti mág-
konu mína að, – það var jú Anna
frænka sem kenndi mér að verða ís-
lensk húsmóðir á íslensku heimili –
til hennar gat ég alltaf leitað.“ Og
Anna frænka kunni svo sannarlega
skil á flestu því, sem laut að heim-
ilishaldi og búsýslu, þar var hún
mikill snillingur og jafnvíg í mat-
argerð og saumaskap. Hún stýrði
mannmörgu heimili með Gunnþóru
systur sinni af mikilli röggsemi og
myndarskap og um nokkurt skeið
ráku þær systur einnig saumastofu
saman.
En þær móðir mín og Anna
frænka áttu sér einnig sameiginleg
hugðarefni önnur en hið daglega
amstur við barnauppeldi og heim-
ilisstörf. Anna hafði búið og starfað
í Danmörku um nokkurt skeið, þar
kynntist hún móðurfólki mínu,
lærði tungumálið og tók slíku ást-
fóstri við bæði land og þjóð að sjald-
gæft má teljast. Þetta var móður
minni mikils virði, ekki síst á árum
seinni heimsstyrjaldarinnar þegar
heimsóknir til vina og ættingja er-
lendis voru eins og fjarlægur
draumur. Alla tíð las Anna danskar
bækur jafnt á við íslenskar – og
þær las hún margar – hún skiptist á
bréfum við móðursystur mína í
Danmörku til margra ára og fylgd-
ist með vegferð dætra hennar allt
til hins síðasta. Þess vegna varð það
henni ómetanlegt og ævintýri lík-
ast, þegar hún mörgum áratugum
seinna í fylgd Freyju dóttur sinnar
og barna hennar, gat heimsótt Dan-
mörku aftur, endurnýjað og styrkt
gömul kynni og leitað þar á vit gam-
alla minninga, sem voru henni svo
kærar.
Þá er komið að kveðjustundu, sem
ber upp á níutíu ára afmælisdag
Önnu frænku. Vissulega hefði verið
ánægjulegt að hafa hana hérna hjá
okkur á þessum tímamótum og öll
eigum við eftir að sakna hennar mik-
ið. En þessi dagur má þó ekki aðeins
verða dagur trega og sorgar, heldur
einnig dagur ljúfra minninga og
góðra fyrirheita. Í dag komum við
saman til þess að heiðra minningu
mætrar konu, sem okkur þótti svo
innilega vænt um, og um leið gefst
okkur einnig tækifæri til þess að við-
halda og styrkja fjölskyldu- og ætt-
artengslin. – Ég veit það er í anda
Önnu frænku og á þann hátt getum
við svo sannarlega sýnt minningu
hennar og þeirra systkina sem á
undan eru gengin, verðugan sóma.
Hvíli hún í friði,
Guðbjörg Tómasdóttir.
hefur ætíð gert. Ég þakka þér árin
öll sem við áttum saman. Hvíl í
friði, elsku afi.
Guðmundur Gunnar
Hallgrímsson.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Með söknuði kveð ég kæran vin,
Gunnar Davíðsson. Kynni okkar
vöruðu í um 20 ár, fyrst í gegnum
vináttu foreldra minna við þau
Gunnar og Stínu en síðar ekki síst
vegna sameiginlegs áhuga okkar
Gunnars á stjórnmálum. Gunnar
var sjálfstæðismaður og vann fé-
lagi sínu vel til fjölda ára. Í öldu-
róti stjórnmálanna getur oft gefið
hressilega á bátinn og þá er gott
að eiga menn eins og Gunnar að.
Menn sem miðlað geta af visku
sinni og reynslu til okkar sem
yngri erum. Þegar Bæjarmála-
félag Hveragerðis var stofnað tók
hann virkan þátt í starfi þess fé-
lags og skipaði meðal annars heið-
urssætið á lista félagsins við bæj-
arstjórnarkosningarnar vorið 1998.
Fáir held ég þó að hafi verið
ánægðari en Gunnar þegar sjálf-
stæðismenn sameinuðust á ný og
hann gat aftur starfað fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. Sjálfstæðismenn í
Hveragerði hafa nú misst einn
sinn besta liðsmann, ég sakna vin-
ar í raun. Samverustundirnar voru
fjölmargar, minningarnar eru góð-
ar. Minningar um yndislegan
mann sem hafði miklar skoðanir.
Mann sem lét sér annt um þá sem
honum þótti vænt um. Mann sem
setti svip sinn á okkar litla sam-
félag síðastliðin 20 ár.
Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd
sjálfstæðismanna í Hveragerði
þakka Gunnari samfylgdina um
leið og ég sendi Kristínu, börn-
unum og fjölskyldum þeirra mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Aldís Hafsteinsdóttir,
Hveragerði.
Fyrir rúmum 20 árum kynntist
ég Gunnari Davíðssyni er þau hjón
fluttu hingað til Hveragerðis og
Gunnar var ráðinn verkstjóri hér í
plássinu, sem þá var þorp en ekki
bær. Gunnar var góður og sam-
viskusamur verkstjóri en hugur
hans stóð til meira sjálfstæðis og
fljótlega stofnuðu þau Kristín
byggingarvöruverslun hér í
Hveragerði og samhliða henni var
Kristín með vefnaðarvöru- og fata-
verslun. Má segja að þau hafi leyst
mikinn vanda okkar Hvergerðinga
með því að veita þessa þjónustu í
fjölda ára.
Gunnar var mikill félagsmaður.
Hann var virkur í Sjálfstæðisfélag-
inu Ingólfi og á lista til sveit-
arstjórnar. Hann var einnig í
Lionsklúbbnum og lá þar ekki á
liði sínu ef eitthvað þurfti að gera.
Sérstaklega minnist ég hvíta-
sunnuhelgar fyrir mörgum árum
er unnið var langt fram á nótt við
að raða og merkja vörur fyrir tom-
bólu. Voru það Gunnar og Stína
sem héldu lengst út um nóttina en
mættu samt fyrst daginn eftir til
að opna tombóluna.
Ógleymanleg var einnig ferð
sem við fórum saman árið 1984 á
vinabæjarmót í Finnlandi og
seinna dvöl í sumarbústað eina
helgi við Vörðufell þar sem við
nutum gestrisni þeirra hjóna.
Samverustundirnar eru ótalmarg-
ar og ánægjulegar. Gunnar og
Hafsteinn, eiginmaður minn, náðu
vel saman og gátu spjallað enda-
laust um landsmálin og allt mögu-
legt sem upp kom.
Þessi góði vinur hefur nú kvatt
þetta jarðlíf og eftir sitjum við
með minningar um góðan og
tryggan vin. Mestur er missir
Stínu minnar. Þau hjón voru af-
skaplega samrýnd og sífellt að
fara eitthvað saman. Ég bið algóð-
an Guð að veita henni og fjölskyld-
unni allri styrk í þeirra miklu
sorg.
Laufey S. Valdimarsdóttir.
Elsku afi, ekkert er erfiðara en
að kveðja þá sem maður elskar.
Mér finnst ekki tímabært að þú
farir en völdin eru ekki í okkar
höndum. Ég á margar minning-
arnar frá Hveragerði. Sérstaklega
fannst mér alltaf gaman að heim-
sækja ykkur ömmu í búðina. Ég
fylltist alltaf stolti, því allir þekktu
þig og mér fannst þú vera mik-
ilvægasti maðurinn í Hveró. Allir
litu upp til þín og þú lést okkur
alltaf líða vel. Mér finnst erfitt að
þurfa að sætta mig við það að ég
mun aldrei heyra þig hlæja aftur,
en ég er heppin að eiga allar þær
góðu minningar sem ég á.
Elsku afi, ég á eftir að sakna þín
óendanlega mikið. Takk fyrir að
vera afi minn og takk fyrir að gefa
mér besta pabba sem hægt er að
óska sér. Ég mun aldrei gleyma
þér.
Þú varst í dag vort ljós og líf,
ver líka’ í nótt vort skjól og hlíf,
þú hvíl í oss, er hvílum vér,
og hvíla lát oss eins í þér.
Þín náðin vakir nótt og dag,
þín náð á ekkert sólarlag.
Í vöku’ og blundi’ hún verndar mig,
í vöku’ og blundi’ eg treysti’ á þig.
Ég sofna í þínu nafni nú,
mér nægir það, að vakir þú.
Ei sakar neitt þín blessuð börn,
þau blunda rótt í þinni vörn.
(V. Briem.)
Þín
Hafdís.