Morgunblaðið - 26.07.2002, Síða 36

Morgunblaðið - 26.07.2002, Síða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Pétur ValdimarSnæland fæddist í Hafnarfirði 10. jan- úar 1918. Hann and- aðist á elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund 27. júní síðastliðinn. Pétur var yngsta barn hjónanna Pét- urs Valdimarssonar Snæland, verslunar- manns, frá Syðra- Samtúni í Kræk- lingahlíð, f. 19.2. 1883, d. 9.11. 1960, og eiginkonu hans Kristjönu Sigurðar- dóttur úr Reykjavík, f. 23.7. 1889, d. 30.9. 1918. Eldri systkini hans, sem öll eru nú látin, voru Baldur, f. 25.2. 1910, d. 11.1. 1996, Iðunn, f. 15.6. 1912, d. 24.4. 1990, Nanna f. 15.6. 1912, d. 1.8. 1992, og Dröfn, f. 10.9. 1915, d. 10.3. 1999. Faðir Péturs var sonur Valdi- mars Friðfinnssonar bónda og verkamanns og Friðriku Friðriks- dóttur frá Arnarstapa í Ljósavatns- skarði. Kristjana, móðir hans, var dóttir Sigurðar Sigurðarsonar í Steinhúsinu, sjómanns og lóðs af Borgarabæjarætt. Kristjana dó úr spænsku veikinni og var Pétur þá tekinn í fóstur af móðursystur sinni Steinunni og manni hennar, Sveini Hjartarsyni bakara í Sveinsbakaríi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Ólst hann þar upp ásamt sex öðrum frændsystkinum sínum sem líkt var ástatt um. Pétur kvæntist 12.6. 1943 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Ágústu Pét- ursdóttur Snæland, f. 9.2. 1915. Ágústa er dóttir Péturs Halldórs- sonar bóksala og borgarstjóra og Erla Kristleifsdóttir, f. 22.10. 1954. Pétur lauk ungur námi í bú- rekstri í Danmörku og var fyrstu starfsárin bússtjóri á Laugalandi í Laugardal í Reykjavík þar sem fósturfaðir hans rak kúa- og svínabú. Á þessum árum stundaði Pétur sundknattleik og keppti fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Berlín 1936. Hann lauk sveinsprófi í plötu- og ketilsmíði frá Stálsmiðj- unni í Reykjavík 1944 og hóf strax eigin rekstur. Rak hann bifreiða- verkstæði, fyrst heima en flutti það síðan á Hálogaland þar sem hann annaðist meðal annars allt viðhald á farartækjum Lögreglunnar í Reykjavík. Þegar verkstæði hans á Hálogalandi brann árið 1950 hafði hann þegar hafið byggingu nýs iðn- aðarhúsnæðis við Vesturgötu 71, þar sem síðar varð miðstöð fyrir- tækis hans. Árið 1951 hóf hann rekstur sem verktaki með allskyns þungavinnuvélar undir nafninu Pétur Snæland hf. Var hann frum- herji í slíkum rekstri og stundaði hann allt til ársins 1958. Árið 1952 stofnaði hann eina af fyrstu svampgúmmíverksmiðjum á Norðurlöndum og framleiddi svamp úr náttúrulegri gúmmímjólk allt til ársins 1967. Á þessum árum hóf hann einnig framleiðslu á vatnsþynnanlegri Linova-plast- málningu og Linotol-gólfsteypu, en hvorttveggja þóttu miklar framfar- ir á sínum sviðum. Árið 1968 stofn- aði hann síðan fyrstu plastsvamp- verksmiðjuna á Íslandi, sem tók við er náttúrusvampur varð of dýr í framleiðslu. Árið 1960 hóf Pétur ásamt fé- lögum sínum uppbyggingu og ræktun Langár á Mýrum. Pétur settist í helgan stein í lok níunda áratugarins. Þau hjónin fluttu á elli- og hjúkrunarheimilið Grund árið 1998. Útför Péturs fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Ólafar Björnsdóttur, Jenssonar yfirkenn- ara. Pétur og Ágústa eignuðust þrjá syni saman en frá fyrra hjónabandi átti Ágústa ungan son sem Pétur ættleiddi og gekk í föð- ur stað. Synir þeirra eru: 1) Pétur Halldórs- son Snæland, f. 17.11. 1938. M.1: Valerie Shane, þau skildu. M.2: Aðalheiður Jóhannes- dóttir, f. 8.1. 1942, þau skildu. Dóttir þeirra er Þóra Laufey, f. 7.4. 1963, m. Magnús Kristinn Halldórs- son, f. 9.8. 1960. Dætur þeirra eru: Laufey, f. 22.11. 1987; Aðalheiður, f. 24.9. 1989; og Ágústa, f. 18.6. 1996. M. 3: Margrét Gunnarsdóttir, f. 15.11. 1946, þau skildu. Dóttir þeirra er Ágústa, f. 7.1. 1970. M.4: Vala Kristjánsson, f. 22.4. 1939. 2) Sveinn Snæland, f. 2.3. 1944, m. Jónína Margrét Guðnadóttir, f. 17.3. 1946. Börn þeirra eru: A) Pét- ur, f. 30.5. 1971, m. Solveig Hulda Jónsdóttir, f. 8.6. 1971. Sonur þeirra er: Jón Pétur, f. 10.7. 2000. B) Tinna Kristín, f. 4.7. 1973, m. Valtýr Guðmundsson, f. 2.2. 1969. Dóttir þeirra er: Ásdís, f. 1.3. 2002. C) Sveinn Orri, f. 28.11. 1981. Unn- usta hans er Guðlaug Ósk Sigurð- ardóttir, f. 21.4. 1981. 3) Halldór Þórður Snæland, f. 29.12. 1946, m. Ásta Birna Benjamínsson, f. 27.12. 1952. Börn þeirra eru: A) Halldór Þór, f. 22.11. 1979. Unnusta hans er Þórdís Steinsdóttir, f. 17.7. 1980. B) Hildur Björk, f. 28.8. 1981. C) Þor- steinn Rafn, f. 6.8. 1985. 4) Gunnar Snæland, f. 1.3. 1950, m. Kristín Nú hefur hann tengdafaðir minn fengið hvíldina. Við sem næst honum stóðum höfðum horft á þennan sterka og stóra og atorkumikla mann hverfa frá okkur smám saman síðastliðið eitt og hálft ár og missa bæði andlegt og líkamlegt þrek. Síðustu mánuðina var hann rúmfastur eftir aðgerð og þegar hann kvaddi að lokum vorum við þess fullviss að sjálfur væri hann hvíldinni fegnastur. Því er söknuðurinn bland- aður þakklæti fyrir það að hann skyldi loks losna úr viðjum þess lífs og fá að fara héðan, saddur lífdaga eftir viðburðaríkt og gott líf, sáttur við guð og menn. Það er líka þakklæti sem mér er efst í huga þegar ég minnist Péturs tengdapabba. Ég var ekki nema tæpra sautján ára þegar ég kom inn í fjölskylduna með Sveini syni hans. Við tengdapabbi höfum því átt samleið bróðurpart ævi minnar og alltaf stóð hann traustur, hlýr og hjálpsamur hvenær sem ég þurfti að leita ásjár hans, í smáu og stóru. Hann var mér að mörgu leyti eins og annar faðir eftir fráfall föður míns fyrir rúmum aldarfjórðungi. Þegar ég sá hann fyrst þótti mér strax mikið til hans koma. Hann var stór maður og glæsilegur og mikill vexti, með mikla og sterka rödd, og það fór ekki á milli mála hver réð ferð- inni þar sem hann var. Jafnframt geislaði af honum einstök blíða og mildi sem nánast var eins og í þver- sögn við mikilúðlegt og ráðsmanns- legt fasið. Í honum sameinaðist þetta tvennt á sjálfsagðan hátt; hvort- tveggja var honum eðlislægt. Þetta var á fyrri hluta sjötta ára- tugarins, á því skeiði í lífi Péturs þeg- ar hann hafði hvað mest umleikis og var með ótal járn í eldinum. Hann stýrði verksmiðjunni sinni með ann- arri hendi og með hinni hafði hann forystu fyrir hópi Reykvíkinga sem stóð að því að reisa laxastiga í Sveðju- fossi í Langá á Mýrum. Þangað var haldið hverja helgi nokkur sumur í röð til að sprengja bergið og steypa stíflur og stigahólf. Pétur stýrði fram- kvæmdum og kallaði til allt sitt skyldulið, Ágústu konu sína, synina fjóra og oft á tíðum einnig vinnumenn og vini. Það var ekkert sem hét að sitja eftir í bænum og verðandi tengdadóttirin fylgdi því að sjálf- sögðu með í vinnubúðirnar. Hinir fé- lagarnir í Braki og brestum, eins og hópurinn kallaði sig, höfðu ekki sama mannafla á að skipa en lágu ekki á liði sínu fyrir því. Þegar allir voru saman komnir var mannskapurinn stundum nálægt tveimur tugum. Pétur sá auð- vitað til þess að allir fengju mat og all- an viðurgjörning í Sveðjukoti, bú- staðnum við fossinn, og sumir þáðu gistingu líka, en það kom auðvitað í hlut kvenfólksins, okkar tengda- mömmu, að annast matseldina og til- heyrandi uppvask. Það var glatt á hjalla í matar- og kaffihléunum í Sveðjukoti, mikið spaugað og hlegið, og foringinn Pétur lék á als oddi. Þarna var hann í essinu sínu meir en nokkru sinni á ævinni, tel ég. Í þessu verkefni sameinaðist framtakssemi hans og útsjónarsemi við verklegar framkvæmdir og yndi hans af samneyti við náttúruna og laxveiðum. Hann útvegaði öll þau vinnutæki sem hann átti og til þurfti og þegar stundir gáfust frá smíði laxastigans var ráðist í vegagerð með- fram ánni beggja vegna. Þeir vegir eru notaðir enn í dag. Verkefni voru óþrjótandi og atorka Péturs var það líka. Þegar smíði laxastigans í Sveðju- fossi lauk var hann stærsti laxastigi sem reistur hafði verið í landinu. Hann stendur sem verðugur bauta- steinn til minningar um stórhug og framkvæmdagleði Péturs og félaga hans. Með þessu stórvirki og öðrum smærri stigum og stíflum í ánni tókst þeim ætlunarverk sitt, að gera Langá laxgenga allt upp undir Langavatn, og varð áin fljótlega með mestu lax- veiðiám landsins. Þegar leið undir lok sjötta áratugarins fór margt að breytast í efnahagslífi þjóðarinnar og um leið breyttust forsendur þeirra sem staðið höfðu í stórræðum, komið upp atvinnurekstri og byggt upp iðnað í landinu á eftirstríðsárunum. Fyrirtæki Péturs, Pétur Snæland hf., fór ekki varhluta af þessum kringumstæðum og á árunum kringum 1970 reri hann lífróður fyrirtækinu til bjargar með dyggri aðstoð konu sinnar. Tókst þeim með elju og harðfylgi að stýra rekstrinum undan þeirri báru. Þá meir en nokkru sinni sýndi hann í verki það æðruleysi sem einkenndi líf hans. Vandamálin voru tekin föstum tökum eins og verkefni sem þurfti að leysa, annað ekki. Eins og hann hafði sjálfur á orði svo ótal sinnum: „Ekkert problem!“ Pétur var alla tíð í mjög nánu sam- bandi við syni sína og um leið og þeir höfðu aldur til fóru þeir að starfa þeir með honum í fyrirtækinu. Þegar yngstu synirnir tveir, Halldór og Gunnar, höfðu lokið háskólanámi réð- ust báðir til starfa hjá fjölskyldufyr- irtækinu og um áratug síðar bættist Sveinn í hópinn. Þegar svo var komið dró Pétur sig æ meir út úr atvinnu- rekstrinum, þótt lengi væri hann þar viðloðandi og legði sitt af mörkum þegar mikið stóð til, svo sem þegar verksmiðjan flutti af Vesturgötu 71 og breytingar á nýju húsnæði undir starfsemina kölluðu á krafta hans og hæfileika. Alla tíð fylgdist Pétur þó mjög náið með, bar hag fyrirtækisins fyrir brjósti og lagði sonum sínum lið á allan þann hátt sem hann mátti. Þegar um hægðist bæði í atvinnu- rekstrinum og framkvæmdum við Langá áttu þau Ágústa mörg ár á átt- unda og níunda áratugnum þar sem þau nutu ávaxtanna af annríki fyrri ára. Þau kusu þá að verja nær öllum stundum á sumrin í Sveðjukoti. Húsið var orðið rúmlega þrjátíu ára gamalt þegar þau tóku við því; þar var í fyrstu ekkert rennandi vatn og húsið var alla tíð án rafmagns svo ekki var munaðinum fyrir að fara. En nú hófst nýtt skeið í lífi þeirra. Pétur dyttaði að og lagfærði kotið innan sem utan og bætti við útibyggingum undir vist- ir og verkfæri. Í sameiningu ræktuðu þau hjónin og hlúðu að landinu um- hverfis bústaðinn. Pétur gróðursetti urmul af trjám á þessu tímabili og þess sést nú fagurlega stað þar sem upp eru vaxin lerkitré, fura og greni innan um náttúrulegt birkikjarrið sem veita munu skjól og yndi um ókomna framtíð. Þetta voru líka ár óteljandi lax- veiðidaga, sem féllu í hlut þeirra sem áttu land að ánni. Pétur var laxveiði- maður af guðs náð og miðlaði þekk- ingu sinni áfram til sona sinna frá því þeir voru smástrákar og þarna gátu þeir feðgar veitt saman af hjartans lyst um árabil. En Pétur var ekki þeirrar gerðar að halda sínu aðeins fyrir sig. Hann naut þess að geta boð- ið vinum sínum í laxveiði og var óspar á það. Fengu ekki aðeins vinir Péturs og Ágústu að njóta þessara fríðinda með þeim heldur líka vinir og vanda- menn sonanna þegar svo bar undir. Þau hjón höfðu mjög ólík áhugamál en voru þrátt fyrir það einstaklega samrýmd og áttu mjög kærleiksríkt samband alla tíð. Í Sveðjukoti virtist mér þau sameina hugðarefni sín, hvort með sínum hætti, ást sinni á náttúrunni svo úr varð einstakur sam- hljómur hjóna sem höfðu lifað tímana tvenna í margvíslegum skilningi. Þarna varð þeirra sælureitur og hon- um fengu allir afkomendurnir að deila með þeim í ótal heimsóknum. Eiga allir í fjölskyldunni sínar einstöku minningar frá þessum árum. Pétur og Ágústa áttu um fjörutíu ára skeið heimili sitt á Túngötu 38, en þar voru foreldrahús Ágústu og heim- ili frá því hún var barn. Um miðjan ní- unda áratuginn réðust þau hjón í það stórræði að byggja sér hús til ellinnar út við sjóinn í Skerjafirði í félagi við yngsta son sinn, Gunnar, og Kristínu konu hans. Þegar selja átti gamla fjöl- skylduheimilið varð það úr að við Sveinn keyptum húsið, við mikinn fögnuð barnanna sem hvergi vildu frekar eiga heima en í húsi afa og ömmu. Meðan nýja húsið var í smíð- um áttum við heima undir sama þaki í nærfellt tvö ár, afi og amma, við hjón- in og börnin okkar þrjú. Þessi ár í svo náinni sambúð hnýttu samband okkar fullorðna fólksins sterkum vináttu- böndum. Það var ævinlega skemmti- stund að setjast niður fyrir kvöldmat- inn og spjalla um daginn og veginn. Pétur var mikill húmoristi og sá ævinlega það spaugilega í hversdags- legustu viðburðum. Ágústa gaf hon- um ekkert eftir í því efni og það var oft hlegið mikið á þessum stundum, en líka skeggrætt um alvarlegri hluti. Mér finnst að það hafi auðgað líf mitt að fá að kynnast þeim á þennan hátt sem fullorðin manneskja. Fyrir utan allar ánægjustundirnar með þeim reyndi vissulega líka á tillitsemi okkar allra við þessar kringumstæður og tel ég að geðprýði og viðmót tengda- pabba hafi ekki hvað síst átt sinn þátt í því að við stóðumst raunina og kom- um frá prófinu með betri fjölskyldu- PÉTUR SNÆLAND '   8                !  66 #*   B$  57,,1D' 2      )%"#$#' <  ;                                       4 .B8 !   6E $+)5' 1#* #  1 , %#  )# 1 ,  1#*%# ##- ,* F *  )#  %# +,1#**    %# 1 ,  #5 %#   1#**   /'  )#%# $($C@"## ( #!'  )#* ,$ ## '  )#%# ( #   * ,"$    )#* #$,)#%# +, #5 -)7 * % #$,1#*67 #' <   ;      ;    8       8       0  (8        !   :=(    :,73  $+)5'    ;        9!# 6 4 2   ,6$ ", ##( $#:  * ( #:  * :  # &# %# ##  ##  )#* !"#### ( # %# $ #  )  :  %# ( $#,6$:  *  )# :  %#' <   ;        ;   8        8                 ( !.!   ,&# '    ;           !"##!$#* !#!"##$%# 1 . ## %#  ,6% # * '

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.