Morgunblaðið - 26.07.2002, Qupperneq 37
tengsl en áður. Þessi sambúðarár
þriggja kynslóða urðu líka til þess að
börnin eignuðust enn nánara sam-
band við afa sinn og ömmu en ella
hefði orðið. Einkum fékk yngsti sonur
okkar, Sveinn Orri, sem var tæpra
tveggja ára þegar við fluttum á Tún-
götuna, ríkulega að teyga af þeim
kærleik og athygli sem barnabörn
jafnan njóta hjá afa og ömmu. Þegar
svo við bættist að þau höfðu hann í
sinni umsjá á daginn, meðan foreldr-
arnir voru við vinnu, urðu böndin enn
sterkari. Hann hélt síðan áfram að
vera í pössun hjá þeim hluta úr degi
þegar þau voru flutt í Skildinganesið
og allt fram á barnaskólaaldur. Afi
hafði alltaf nægan tíma til að sinna
honum; sótti þann stutta oftar en ekki
í leikskólann og þær voru ófáar ferð-
irnar sem þeir fóru saman um Öskju-
hlíðina, sá gamli á tveimur jafnfljót-
um en afastrákurinn ýmist skokkandi
við hliðina eða á hjólinu sínu.
Pétur hafði einstakt samband við
börn og þess nutu barnabörnin auð-
vitað í fyrsta sæti, en þessi eiginleiki
hans kom líka fram í sambandi hans
við alls óskyld börn. Þau sem áttu
heima í nánd við hann, einkum eftir að
hann settist í helgan stein og var jafn-
an heima við, drógust að honum og oft
kom það fyrir að eitthvert barnið í
grenndinni bankaði upp á til að spyrja
hvort hann vildi koma út að leika með
þeim. Það var hlýjan og einlægt bros-
ið sem dró börn að honum, en líka það
að hann gaf sér tíma til að tala við þau
eins og fólk og jafningja og talaði
aldrei niður til þeirra; fékk þeim ein-
hver verkefni sem þeim fannst skipta
máli og þau verða meiri af. Þannig var
hann að eignast nýja unga vini fram á
síðustu ár.
Pétur og Ágústa bjuggu síðustu
fjögur árin á Elliheimilinu Grund. Þar
höfðu þau eigin íbúð til umráða uns
Pétur missti heilsuna og fluttist á
hjúkrunardeild. Mér er minnisstætt
að Pétri leist ekki alltof vel á þessa
ráðagerð konu sinnar í upphafi, en
þegar til átti að taka sá hann fljótt
hversu farsæl þessi ráðstöfun var og
hann þreyttist ekki á að dásama það
yndislega fólk sem annaðist þau hjón-
in og gerði þeim lífið svo létt. Hann
líkti dvölinni á Grund við fimm
stjörnu lúxushótel og sagði hverjum
sem heyra vildi: „Hvað við erum
heppin!“
Mér finnst ég hafa verið heppin að
eignast Pétur Snæland að tengdaföð-
ur. Guð blessi minningu hans.
Jónína Margrét Guðnadóttir.
Hann elsku afi minn, Pétur V. Snæ-
land, hefur nú kvatt þennan heim.
Þegar ég horfi aftur til allra áranna
sem ég hef fengið að njóta með þess-
um yndislega manni koma svo marg-
ar hugsanir og góðar minningar upp í
hugann sem sefa söknuðinn.
Afi hafði til dæmis þann fágæta
leiðtogahæfileika að geta hvatt mann
til dáða og sagt manni fyrir verkum
þannig að manni fannst maður ráða
ferðinni og eiga frumkvæðið sjálfur.
Eitt atvik sem mér er minnisstætt er
þegar ég var fárra ára gamall og var
að sníkja af honum uppáhaldsnammið
mitt – líklega ekki í fyrsta skipti.
Hann stöðvaði bílinn fyrir utan
sjoppu á Vesturgötunni og mér til
mikillar skelfingar lagði hann til að ég
færi inn í sjoppuna og útvegaði
nammið sjálfur. Eftir nokkra stund
tókst honum að sannfæra mig um að
ég gæti þetta og sagði mér hvað ég
þyrfti að gera. Ég gleymi því aldrei
hve stoltur og fullur sjálfstrausts ég
var þegar ég kom brosandi út úr
sjoppunni, prílaði upp í afabíl og
gæddi mér á namminu sem ég hafði
ákveðið að kaupa aleinn og óstuddur.
Líklega vorum við báðir jafn stoltir af
afreki dagsins.
Það var alltaf skemmtilegt að vera
með afa, ekki síst þegar farið var upp í
Langá. Maður var ekki margra ára
gamall þegar maður hafði margoft
ekið jeppa yfir ána, rennt fyrir lax,
keyrt jarðýtu og gert ýmislegt annað
sem barn „þurfti“ að gera. Auk þess
að vera ógleymanleg skemmtun fyrir
lítinn dreng hafa allir þessi smásigrar
sem hann lagði upp fyrir mann reynst
ómetanlegt veganesti síðar í lífinu.
Hann Pétur afi minn var góðhjart-
aður, einlægur, örlátur og skemmti-
legur maður sem sá og trúði á hið
góða í hverjum manni. Áræði hans,
úrræðasemi og athafnasemi voru
aðdáunarverð. Hann hefur alla tíð
verið og mun alla tíð vera mér inn-
blástur og fyrirmynd.
Guð blessi besta afa í heimi.
Pétur S. Snæland.
Kær frændi, Pétur V. Snæland, er
látinn. Honum, yngsta barni afa og
ömmu, tengjast margar minningar,
flestar gleði og fjöri en líka athafna-
semi og dugnaði. Fjörinu fylgdi að
hann átti það til að tala mjög hratt.
Eitt sinn kom hann snemma morguns
heim til að hitta pabba. Pétur sagði
eitthvað í flýti og enginn skildi. Þá
skrifaði hann þetta en þá með slíkri
fljótaskrift að pabbi lét lyfjafræðing
lesa það og þá stóð: Baldur ertu með á
skyttirí? Svona var hraðinn og gam-
anið sem fylgdi alla tíð þessum föð-
urbróður mínum. Áhugi á bílum var
okkur sameiginlegur og hjá Pétri,
sem varð búfræðingur og síðar plötu-
og ketilsmiður, urðu bílar að miklu
starfi. Pétur rak um tíma bílaverk-
stæði, fyrst í grennd við Trípolí bíó á
Melunum og síðar inni við Háloga-
land. Helsti viðskiptavinurinn var lög-
reglan í Reykjavík. Eftir stríð keyptu
Íslendingar fjölda jeppa af varnarlið-
inu. Í efni til varahluta í þá voru m.a.
fluttir inn nokkrir sjójeppar. Ein-
hverjir þeirra munu hafa verið nýttir
til siglinga en þann glæsilegasta
þeirra gerði Pétur upp og byggði á
hann tvískipta yfirbyggingu. Þegar
m/s Gullfoss kom nýr til landsins árið
1950 olli það miklu uppnámi við höfn-
ina þegar Pétur kom akandi niður
eina verbúðarbryggjuna og steypti
jeppanum í sjóinn. Óttuðust ýmsir
sjónarvotta að þarna yrði slys, en
þegar bíllinn flaut og tók vel á skrið
létti fólki. Mikla athygli vakti síðan
þegar Pétur hringsigldi Gullfoss á
ytri höfninni og fagnaði með þessu
komu skipsins.
Merkast í bílasögu Péturs var sú
verktakastarfsemi sem hann rak með
mikilli fjölbreytni um árabil. Pétur og
G.G. verktaki sem enn rekur mikla
þungavinnubílastöð urðu fyrstir til
þess að taka upp umfangsmikinn
rekstur með margvíslega bíla. Und-
irstaða þess flota sem þeir voru með
voru trukkar frá hernum. Hjá Pétri
voru þetta sex hjóla og þó flestir tíu
hjóla trukkar. Á þessa bíla, eða grind-
ur þeirra voru settar steyputunnur,
kranar, loftpressur og gröfur svo eitt-
hvað sé nefnt. Meðal meiriháttar
verkefna var m.a. lagning háspennu-
línu frá Steingrímsstöð til Reykjavík-
ur. Í þessum rekstri gekk oft mikið á,
bíll eða tæki bilaði og þá varð að koma
því í lag með hraði til að ljúka verki.
Ef erfitt var að ná hlut í sundur til við-
gerðar eða saman, þá var sagt að við-
kvæðið hjá Pétri væri, bara að brenna
það eða bara að rafsjóða það. Hug-
urinn var mikill og viljinn til að skila
verkum fljótt og vel. Í upphafi verk-
takastarfsins brann bílaverkstæðið á
Hálogalandi og þar með sjójeppinn
frægi ásamt fleiru. Ekki varð þetta til
að stöðva Pétur sem í þetta sinn kom
sér fyrir á horni Vesturgötu og Ána-
nausta þar sem hann byggði fjögurra
hæða verksmiðjuhús. Í því var hann
með verkstæði vinnuvélanna og fljót-
lega einnig gúmmísvampverksmiðju,
málningarverksmiðju, framleiðslu á
gólfefnum og saumastofu. Síðar einn-
ig plastsvamp. Pétur var þannig
brautryðjandi á ýmsum sviðum verk-
legra framkvæmda og iðnaðar og í
öllu þessu stóð eiginkonan, Ágústa
Halldórsdóttir Snæland, með honum
af ljúfmennsku og lítillæti. Ég naut
þess að umgangast reksturinn í verk-
smiðjnni talsverðan tíma þar sem ég
vann í nágrenninu auk þess að faðir
minn starfaði hjá Pétri bróður sínum
nokkur ár. Einnig naut ég frændsem-
innar þegar ég hóf eigin rekstur og
þurfti á aðstöðu að halda við upphaf
hennar. Þá var verkstæði Péturs mér
velkomið til athafna.
Að leiðarlokum er mér efst í huga
þakklæti til Péturs fyrir hans fjör og
gleði og þá hlýju vinsemd sem hann
ávallt sýndi mér. Ágústu, sonum
þeirra og tengdadætrum og öðrum
vandamönnum votta ég samúð okkar
hjónanna.
Kristinn Snæland.
Fleiri minningargreinar um Pét-
ur Snæland bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 37
✝ Þórunn Matt-híasdóttir fædd-
ist á Patreksfirði
hinn 6. janúar 1929.
Hún lést 21. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru þau
Kristín Ragnheiður
Kristjánsdóttir og
Matthías Guðmunds-
son lögregluþjónn.
Hinn 25. desem-
ber 1952 giftist Þór-
unn Pétri Valdi-
marssyni, f. 3. ágúst
1926. Foreldrar
hans voru Valdimar
Stefánsson stýrimaður og Hólm-
fríður Helgadóttir húsfrú. Börn
Þórunnar og Péturs eru: 1)
Valdimar Viðar, f. 22.6. 1950, d.
18. 9. 1966; 2) Ragnheiður Krist-
ín, f. 6.2. 1952, maki
Tómas Sveinbjörns-
son, f. 18.6. 1948.
Börn þeirra eru: a)
Viðar, maki Anna
Karen Kristjáns-
dóttir og eiga þau
tvö börn, Tómas
Hróa þriggja ára og
Ösp tveggja ára.
Áður átti Viðar son,
Steinar, níu ára. b)
Sigurður Svein-
björn.
Þórunn starfaði
lengst af sem
sjúkraliði á Landa-
koti og síðast á elli- og hjúkr-
unarheimilinu Grund.
Útför Þórunnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Í dag er kvödd hinstu kveðju mág-
kona mín Þórunn Matthíasdóttir, eft-
ir rúmlega mánaðar legu á gjörgæslu
á Landspítalanum í Fossvogi.
Heilsa Lólóar, en það var hún
gjarnan nefnd meðal skyldmenna og
vina, hafði ekki verið góð hin síðari ár
og mótstaða við frekara álagi sjúk-
dóma því lítil.
Lóló fæddist 6. janúar 1929 á Pat-
reksfirði en flutti til Reykjavíkur árs-
gömul með foreldrum sínum, Matt-
híasi E. Guðmundssyni kennara og
síðar lögregluþjóni og Ragnheiði
Kristínu Kristjánsdóttur frá Eyrar-
húsum við Tálknafjörð. Góðar ættir
stóðu að henni sem voru Víkingslækj-
ar- og Hvammsætt í föðurætt og öfl-
ugur ættbogi í móðurætt, en móður-
amma hennar var systir Ólafs
Jóhannessonar konsúls og útgerðar-
manns á Patreksfirði.
Lóló fluttist með fjölskyldu sinni til
Akureyrar haustið 1939 og var þar
búsett öll unglingsárin en fluttist til
Reykjavíkur 1949 og giftist 2. jóladag
það ár Pétri Valdimarssyni hafnar-
verði, og eignuðust þau tvö börn,
Valdimar Viðar og Ragnheiði Krist-
ínu, en Valdimar Viðar misstu þau
ungan, eða í ágúst 1966, í vinnuvélas-
lysi og var hann öllum mikill harm-
dauði.
Lóló gerðist sjúkraliði en starfaði
mest í lyfjaverslun bæði á Akureyri
og í Reykjavík, lengst af í Ingólfs-
apóteki.
Ég minnist með þakklæti þeirra
daga þegar ég kom fyrst ein til Ak-
ureyrar að heimsækja fjölskyldu
mannsins míns tilvonandi, hve vel
mér var tekið og ekki síst af Lóló
minni sem var jafnaldra mín og
þreyttist hún ekki á að sýna mér bæ-
inn sinn af miklu stolti, og allt það
markverðasta sem þar var að sjá.
Henni þótti líka gaman að sýna mér
glæsilegu fötin sem móðir hennar
hafði saumað. Það var undravert
hvað móðir hennar gat galdrað mikið
úr litlu efni með skærum og saumavél
og aðeins haft til hliðsjónar mynd úr
tískublaði eða riss á pappír. Listræns
saumaskapar tengdamóður minnar
urðu ungir sem eldri innan fjölskyld-
unnar aðnjótandi meðan henni entist
heilsa.
Á sjúkrahúsinu naut Lóló einstakr-
ar umhyggju og hlýju. Það þökkum
við af heilum hug. Ég og fjölskylda
mín sendum fjölskyldu hennar okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Ég geymi minningar um kæra
mágkonu.
Ásta S. Hannesdóttir.
Kær mágkona er látin og minning-
arnar sækja á, því margs er að minn-
ast eftir svo langa samleið.
Það eru rösklega 50 ár síðan ég
hitti Lóló fyrst. Pétur kom heim með
hávaxna, glæsilega unga konu, sem
hann hafði kynnst á Akureyri. Í þá
daga fylgdi alvara málum þegar pilt-
ur bauð stúlku hátíðlega inn á heimili
foreldra sinna og bað mömmuna að
tjalda því besta.
Þau gengu svo í hjónaband á annan
dag jóla 1949 og byrjuðu að búa í lítilli
íbúð á efstu hæðinni hjá okkur. Því
varð samgangurinn mikill. Svo komu
börnin, fyrst Viðar og síðan Ragn-
heiður, og þau urðu augasteinar okk-
ar allra. Sambandið var alltaf náið,
því þau fluttu aldrei langt í burtu og
bjuggu mestan sinn búskap vestan
lækjar, enda var bæði gleði og sorg
deilt eftir bestu getu.
Gleðistundanna er ljúfast að minn-
ast og eins dillandi hlátursins hennar
Lólóar á góðum stundum. Þær minn-
ingar vil ég hafa efstar í sjóðnum
mínum.
Sorgin kom til þeirra óboðin og
snerti okkur hin líka óþyrmilega,
þegar Viðar lést af slysförum aðeins
16 ára.
Tíminn er sagður lækna öll sár, en
misvel. Sólargeislarnir birtust þegar
Ragnheiður og Tómas eignuðust tvo
drengi, Viðar og Sigga Björn, og ekki
varð gleðin og birtan minni þegar svo
þrjú langömmu- og afabörn bættust
við. Það var mikil gleði og stolt í öllu
sem varðaði hópinn hennar. Það er
komið að leiðarlokum um sinn og því
viljum við systkinin og fjölskyldur
okkar þakka samfylgdina.
Elsku Pétur, Ragnheiður, Tommi,
og fjölskyldan öll, við biðjum góðan
Guð að styrkja ykkur í sorginni og
blessa ykkur í framtíðinni. Friður
Guðs fylgi þér, Lóló mín.
Fríða.
Mig langar til að skrifa nokkrar
línur til minningar um hana Lóló,
eins og hún var oftast kölluð. Lífs-
hlaup hennar verður rakið af öðrum,
mér fróðari, en fyrir mér var hún
bara mamma hennar Ragnheiðar
æskuvinkonu minnar, en við kynnt-
umst á 13. árinu. Við Ragnheiður hóf-
um vinskap okkar í miðri unglinga-
byltingu, þar sem Bítlar, Rollingar,
Kinks o.fl. voru goðin okkar. Allt var
að breytast. Það urðu til unglingar
með sína eigin unglingamenningu.
Það kallaði á þátttöku allra sem vildu
teljast normal. Foreldrar okkar
beggja voru hálftvístígandi yfir
breytingunum sem urðu á okkur. Við
gengum með toppinn ofan í augu,
máluðum okkur með kolsvörtum
augnháralit og kórónuðum sköpunar-
verkið með hvítum sanseruðum vara-
lit. Við urðum meistarar í að mála
okkur í strætó án spegils. Þetta voru
tímar Panntyggjós og þrásetna á
Hressó, þar til Teddi dyraskelfir vís-
aði okkur á dyr. Það voru takmörk
fyrir því hversu eitt djúsglas gaf
langan seturétt. Ég held af reynslu
minni sem móðir að foreldrar okkar
hafi ekki vitað hvaðan á sig stóð veðr-
ið. Lóló skildi samt meir en margur.
Það var stelpa í Lóló, enda leit hún út
fyrir að vera ekki deginum eldri en
tuttugu. Pabbarnir voru dálítið
strangari á þessum tíma, mömmurn-
ar redduðu okkur oft fyrir horn.
Nema þegar þeim ofbauð að sjálf-
sögðu.
Ég held að við Ragnheiður höfum
verið taldar til vandræðagemsa
vegna stöðugra uppátækja sem í dag
þættu ekki tiltökumál. Við stukkum
einu sinni upp í Akraborgina, bara í
bríaríi, og misstum af henni til baka
og komumst ekki heim fyrr en daginn
eftir. Foreldrar okkar beggja biðu á
kajanum þungir á brún þegar Akra-
borgin kom að landi. Það átti að að-
skilja okkur. Við þóttum ómögulegar
hvor í annarrar félagsskap. Kvenleg-
ar útgáfur af Knold og Tot.
Það var yndislegt að koma heim til
Lólóar þegar hún var að baka og
sýsla í eldhúsinu. Hún hlustaði á
Óskalög sjúklinga eða sjómanna og
flautaði eins og atvinnuflautari með
lögunum. Lóló var alltaf lekker, hún
hafði stíl. Hún var falleg kona, reisu-
leg í framgöngu og ósjálfrátt bar
maður virðingu fyrir henni. Stundum
tók hún okkur á beinið og reyndi að
leiðbeina okkur. Einkum man ég eftir
þegar við vinkonurnar höfðum hlaðið
framan í okkur kökumeiki af dekkstu
tegund og ég þakka mínum sæla fyrir
að eiga ekki mynd af þeirri hörmung-
arsýn.
Minningar mínar um Lóló eru í
sinemaskóp. Ég man meira að segja
lyktina þegar hún bakaði. Þvílíkur
ilmur, algjört namminamm.
Ragnheiður kom sér upp ferða-
grammófóni og við sátum með hann
og fullt af litlum plötum sem mömmu
hennar höfðu áskotnast í næðingnum
í Nauthólsvík. Á þeim tíma var alltaf
kalt í Nauthólsvík. En sólin skein
samt og okkur fannst við geta allt, við
myndum lifa að eilífu.
Það er orðið nokkuð langt síðan að
við Lóló hittumst en þegar leiðir okk-
ar lágu saman síðast drukkum við
kaffi og áttum maraþonsamræður
um fortíðina og hlógum eins og smá-
stelpur. Lóló var stór þáttur í lífi
mínu á unglingsárunum. Þá þekkti ég
hana best. Ég er þakklát fyrir þau
kynni.
Viðar, eina systkini Ragnheiðar, dó
í hörmulegu slysi þegar við vorum á
unglingsárunum og ég gat ekki betur
séð en að þessi litla fjölskylda tæki á
þeim harmleik með reisn og æðru-
leysi. Ragnheiður var ein eftir, for-
eldrum sínum dýrmætari en nokkru
sinni, og ég veit að hún hefur verið í
nánu og góðu sambandi við þau bæði
og lengi vel hafa þau búið í sama húsi.
Það er huggun fyrir Pétur föður
hennar að hafa Tomma og Ragnheiði
svo nálægt sér, nú þegar hann sér á
bak lífsförunaut sínum, þar sem
hjónaband þeirra spannar rúma hálfa
öld.
Elsku Ragnheiður, missir þinn er
mikill. Ég veit að þú áttir ekki betri
og nánari vinkonu en mömmu þína.
Ég samhryggist ykkur innilega, þér,
Tomma, pabba þínum, börnum og
barnabörnum.
Ég og fjölskylda mín sendum ykk-
ur innilegar samúðarkveðjur á þess-
um sorgardegi.
Megi almættið vaka yfir ykkur.
Jenny Anna Baldursdóttir.
ÞÓRUNN
MATTHÍASDÓTTIR
'
;
!
=B
- "511 3
-0# 0
8
=
(
B #$,,#"$ - ,**
- ,* '!#%# 1#* ',*
1#*
'!#%# )!##*
#"$ !#!#* # #%#
$ , #* )7 !#*
. # %#
6 #67 #%6 #6 #67 #'