Morgunblaðið - 30.07.2002, Side 6

Morgunblaðið - 30.07.2002, Side 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Varalitaútsala hjá NO NAME Verð áður kr.1.406,- Verð nú kr. 695,- Meira en 50% afsláttur Gildir út júlímánuð Ath: Einungis er hægt að velja úr ákveðnum litum ÚTSÖLUSTAÐUR: „ÞAÐ HEFUR einhver misskilningur komið upp varðandi það hvenær þessu yrði lokið og við höfum sett orðsendingar á húsin, sem hafa verið hnituð, þess efnis að tilkynnt verði með formlegum hætti þegar kerfið verði orðið virkt,“ segir Sveinn Guðmundsson, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Landssam- bands sumarhúsaeigenda. Í Morgunblaðinu á sunnudaginn kom fram að öryggiskerfið, sem Landssamband sumarhúsaeigenda hefur haft forystu um að setja upp og ætlað er að auka öryggi sumarbú- staða og eigenda þeirra ef vá ber að höndum, hefur ekki enn verið tekið í notkun. Meira en tvö ár eru séu síðan landssambandið hóf sölu á öryggis- númerum og virðast margir standa í þeirri trú að það flýti fyrir því að hjálp berist frá lögreglu, sjúkrabílum og slökkviliði ef Neyðarlínunni er gefið upp öryggisnúmer bústaðarins. Kerfið hefur hins vegar ekki enn ver- ið tekið í notkun. Ekkert kemur hins vegar fram um það á heimasíðu landssambandsins, þar sem öryggis- kerfið er kynnt, að kerfið er enn óvirkt. „Það kann að vera að einhverjir hafi misskilið þetta og haldið að um leið og númer væri komið á hús væru þeir tengdir. En öll okkar skilaboð hafa verið með öðrum hætti.“ Umfangsmikið verkefni með þátttöku margra Sveinn segir þetta vera stærra verkefni en menn hugðu í fyrstu en að verkefninu komi Fasteignamat ríkis- ins, Vegagerðin, Landmælingar Ís- lands og Neyðarlínan 112. Forgöngu og umsjón í málinu hafi Landssam- band sumarbústaðaeigenda haft. Byrjað hafi verið að huga að þessu verkefni fyrir um þremur árum og niðurstaðan hafi orðið hnitsetning sumarhúsa sem nú sé senn að ljúka. „Þetta hefur kostað alveg gríðarlega fjármuni og við náum ekki einu sinni inn fyrir kostnaði. Við tökum á okkur allan kostnað við hnitun sumarhús- anna, Vegagerðin hnitar alla vegina, Fasteignamatið sér um alla tækni- vinnu í sambandi við skrárnar og ut- anumhald, Landmælingar leggja til allar landfræðilegar upplýsingar og Neyðarlínan tekur þetta allt án end- urgjalds inn í sitt kerfi.“ Sveinn tekur fram að greitt sé fyrir þjónustuna, þ.e. hnitun og númer, í eitt skipti fyrir öll eða 7.595 kr. með vsk. fyrir hnitunina og númer fyrir þá sem eru í Landssambandi sumarbú- staðaeigenda en fyrir utanfélags- menn sé verðið 12.210 kr. „Hitt er svo annað mál,“ segir Sveinn, „að við hefðum viljað að þetta hefði gengið hraðar fyrir sig en verk- ið reyndist einfaldlega vera miklu stærra og kostnaðarsamara en við sáum fyrir. Við sjáum þó fram á það núna að geta klárað verkið um miðjan september og við munum tilkynna það með mjög áberandi hætti, í blöð- um, sjónvarpi og með öðrum hætti.“ Sveinn segir að menn hafi gert sér grein fyrir því að það væri glapræði að hnita eingöngu þau hús sem vildu vera með þannig að ákvörðun hafi verið tekin um að hnita öll sumarhús. Öll sumarhús verða hnituð „En að sjálfsögðu getum við ekki virkjað þá í kerfinu sem ekki hafa sagt já fyrr en þeir hafa sjálfir með formlegum hætti tekið ákvörðun um það. Við getum ekki annað því við verðum að fá leyfi þeirra til þess. En ég hvet alla til þess að taka þátt í þessu verkefni því það skilar sér svo margfalt til framtíðar. Ég reikna með að einhvern tíma verði það sett í lög að öll sumarhús verði að vera hnituð. Og ég sé það fyrir mér að í framtíð- inni muni byggingarfulltrúi á hverj- um stað sem tekur út húsin hnita þau um leið.“ Sveinn segir það gríðarlega mik- ilvægt að sumarhúsafólk eigi greiðan aðgang að neyðarþjónustu ef vá beri að höndum. „Við náum ekki einu sinni að hafa inn fyrir kostnaði. Alla okkar vinnu, sem er gríðarmikil, afhendum við Fasteignamatinu sem vinnur þetta áfram inn í Neyðarlínuna enda er þetta samstarfsverkefni margra aðila. Sumarhúsafélög á Norðurlönd- unum og víðar fylgjast með þessu því að þetta verkefni virðist vera hið fyrsta sinnar tegundar.“ GPS-hnitsetning sumarhúsa reyndist stærra verkefni en reiknað var með Áformað að kerfið verði tekið í gagnið í september FIMMTÁN strákar úr A-Húna- vatnssýslu stofnuðu fótboltalið í sumar til að geta farið á knatt- spyrnumótið REY CUP sem lauk á sunnudag. Liðið þeirra UMFB Geislar fékk tvenn verðlaun á mótinu en þar keppti á fimmta hundrað unglinga, þar á meðal úr unglingaliðum ensku liðanna Bolt- on og Stoke City. Strákarnir fengu verðlaun fyrir að vera skemmtileg- asta og háttvísasta liðið. „Vinur minn sá auglýsingu í blaði og við ákváðum að fara,“ segir Ólafur Freyr Birkisson, stórhuga Austur-Húnvetningur og annar frumkvöðlanna. „Við náðum að skrapa saman peningum á þessum 15 dögum sem við höfðum til að greiða skráningargjaldið. Við skráðum okkur áður en við vorum búnir að safna saman í hóp.“ Komu brosandi af öllum leikjum Síðan var haldinn fundur í Húna- vallaskóla, þar sem leikmenn liðs- ins sækja skóla. „Þar mættu for- eldrar sem höfðu áhuga á að leyfa krökkunum sínum að fara og við náðum að koma saman 15 manna hópi. Við ætluðum að gera þetta bara sjálfir en svo tóku feður okk- ar völdin. Við vorum ekkert búnir að ákveða að æfa eða neitt en þeir skipu- lögðu æfingar. Þetta voru svolítið sérstakar æfingar, við spiluðum fótbolta í klukkutíma og fengum okkur svo að borða. Gerðum eng- ar teygjuæfingar eða neitt svoleiðis,“ segir Ólafur Freyr. Á mótinu kepptu m.a. lið frá Bolton og Stoke City, en Ólafur Freyr segir að leikmönnum Geisla hafi verið sama á móti hvaða liðum þeir lentu. „Fótbolti er bara til að hafa gaman af. Við vorum örugg- lega eina liðið sem kom brosandi af öllum leikjum. Það var ótrúlegt hvernig sumir þjálfararnir voru, öskrandi á leikmennina,“ segir Ólafur sem fannst íþróttaandinn ekki alltaf svífa yfir vötnum. Þeir fengu lánaða búninga frá Gróttu-KR. Ólafur Freyr segir að leikmennirnir hafi komið úr tveimur ungmennafélögum, Ungmennafélagi Ból- hlíðinga og Ung- mennafélaginu Geislum, nafnið er því samansett úr þessum tveimur nöfnum. Hann segist gera ráð fyrir því að keyptir verði nýir búningar á liðið keppi það aftur á næsta móti. Ólafur Freyr segir að liðið hafi ekki æft nein leikkerfi eða leik- fléttur eins og hin lið- in. Einnig hafi þeir að- eins haft einn markmann og þrjá varamenn. „Þegar við komum inn í hálfleik gátu hin liðin skipt nýju liði inn á, komið inn með óþreytta menn. Ég er viss um að ef við hefð- um haft eitthvert kerfi hefðum við getað unnið þá. Við töpuðum ekki nema 2-1 á móti Fjölni sem vann riðilinn. Við töpuðum úrslita- leiknum okkar 5-3 og flest mörkin sem við fengum á okkur voru klaufamörk,“ segir Ólafur Freyr. Morgunblaðið/Jim Smart „Við vorum örugglega eina liðið sem kom brosandi af öllum leikjum,“ segir Ólafur Freyr. Fótboltaliðið Geisli vakti athygli á REY CUP Höfðu aldrei æft knattspyrnu Ólafur Freyr Birkisson SKIPULAGSSTOFNUN fellst, með skilyrðum, á stækkun álvers ÍSAL í Straumsvík í allt að 460.000 tonna framleiðslu á ári. Stofnunin telur nauðsynlegt að vel verði fylgst með mengun frá álverinu með viðeigandi vöktun hvað varðar tíðni, vöktunar- þætti og staðsetningu mælistaða. Þá telur hún að fyrir liggi raunhæfar hugmyndir um mótvægisaðgerðir, leiði vöktun í ljós óviðunandi um- hverfisáhrif. Úrskurð Skipulagsstofn- unar má kæra til umhverfisráðherra, kærufrestur er til 4. september 2002. Skilyrðin sem ÍSAL er sett að upp- fylla eru að fyrirtækið standi að reglubundnum mælingum á styrk brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti í þeim hluta íbúðabyggðar í Hafnar- firði sem er hvað næst álverinu. Leiði vöktun í ljós að styrkur brennistein- stvíoxíðs sé yfir umhverfis- eða við- vörunarmörkun, skuli ÍSAL grípa til viðeigandi ráðstafana. Þá er fyrirtæk- inu gert að mæla styrk flúors reglu- lega á þeim stöðum þar sem þess er helst að vænta að viðmiðunarmörkum verði náð utan þynningarsvæðis. Séð verði til þess að útblástursmörk flú- ors verði nægjanlega lág til að unnt verði að tryggja að ársmeðaltal flúors í lofti fari ekki yfir 0,3 µg/m³ utan nú- verandi þynningarsvæðis á landi. Skipulagsstofnun gerir einnig að skilyrði að áður en komi til leyfisveit- inga fyrir tímabilið 2008–2012 hafi ÍSAL samráð við iðnaðarráðuneytið um mótvægisaðgerðir vegna losunar flúorkolefnissambanda 2008–2012 umfram þau mörk sem ríkisstjórn Ís- lands hefur markað stefnu um varð- andi losun flúorkolefnissambanda frá álverum vegna skuldbindinga sam- kvæmt Kyoto-bókuninni. Einnig að ÍSAL afli upplýsinga um styrk sýaníðs frá flæðigryfjum í sam- ráði við og undir eftirliti Hollustu- verndar ríkisins, áður en ákvörðun verður tekin um framtíðarfyrirkomu- lag förgunar kerbrota samanber kröf- ur í tilskipun Evrópusambandsins. Segir í niðurstöðukafla úrskurðarins að þrátt fyrir að álver hafi verið rekið í Straumsvík til þriggja áratuga „virð- ist enn ósvarað þýðingarmiklum spurningum um hugsanleg áhrif loft- borinnar mengunar og kerbrota- gryfja á sjó og lífríki sjávar“. Framkvæmdir vegna fyrri áfanga hefjast næsta ár Núgildandi starfsleyfi álversins veitir heimild til allt að 200.000 tonna ársframleiðslu, en núverandi fram- leiðsla versins er 170.000 tonn á ári. ÍSAL áformar stækkun álversins í tveimur áföngum. Í fyrri áfanga á að stækka verið í allt að 330.000 tonn og er gert ráð fyrir að hefja framkvæmd- ir við hann á næsta ári, fáist orka tím- anlega til rekstrarins. Í síðari áfanga á að stækka verið upp í allt að 460.000 tonna álfram- leiðslu á ári. Er talið að gangsetning annars áfanga gæti hafist 2007 en tímasetning er háð undirbúningi mögulegra virkjunarkosta. Gert er ráð fyrir að föstum störfum að loknum fyrri áfanga fjölgi um 180 og um 140 til viðbótar að loknum síð- ari áfanga. Miðað við núverandi reynslu er gert ráð fyrir að ársverk- um muni fjölga um 8% umfram fjölda starfa og því verði fjölgun ársverka tæplega 350. Útreikningar sýni að fyrir hvert nýtt ársverk í álverinu skapist 2–2,8 ársverk í óbeinum og af- leiddum störfum. Skipulagsstofnun fellst á stækkun álvers ÍSAL með skilyrðum Vel verði fylgst með mengun frá álverinu TÆPLEGA tvítugur ökumaður sem lögreglan á Blönduósi stöðvaði í fyrrakvöld játaði að hafa reykt hass nokkru áður. Það gerði einnig piltur á svipuðu reki sem var farþegi í bílnum. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð ásamt stúlku sem var með þeim í bílnum en sleppt að loknum yfirheyrslum. Blóð- sýni var tekið úr ökumanninum en hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Játuðu fíkni- efnaneyslu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.