Morgunblaðið - 30.07.2002, Side 22

Morgunblaðið - 30.07.2002, Side 22
Smárabíó, Regnboginn og Borg- arbíó Akureyri frumsýna á morg- un The Sweetest Thing með Cameron Diaz, Christinu Apple- gate, Thomas Jane og Jason Bateman. ÞAÐ er engum blöðum um það að fletta að Cameron Di- az er ein af vinsælustu stjörnum samtímans. Hún er ekki orðin þrítug (stórafmæl- ið er 30. ágúst, nk., ef ein- hver ætlar að kíkja í heim- sókn), en á að baki fjölda frægra gangmynda. Nýja myndin hennar, The Sweetest Thing, setur Diaz í nokkuð kunnuglega aðstöðu því hún leikur Christinu Walters, stúlku sem jafnan slítur ástarsam- böndunum og skilur kærastana eftir í öngum sínum. Christina er orðin langleið á öllum sínum sam- bandsslitum þegar hún fer á næt- urklúbb í San Fransisco ásamt vinkonum sínum, Jane (Selma Blair) og Courtney (Christina Applegate). Þar hittir hún Peter (Thomas Jane) og nú snúast hlut- irnir við því hann yfirgefur stað- inn, hún situr eftir, ástfangin upp fyrir haus. Courtney finnst hræðilegt að sjá bestu vinkonu sína þjást út af Pet- er og grípur til sinna ráða. Heldur ásamt Christinu útá þjóðveginn til að hafa uppá Peter. Þær komast að því að hann býr í smábæ í Kali- forníu og þangað er sett stefnan. Á meðan lendir Jane í höfnun hjá kærastanum og ætlar sér ekki að sitja aðgerðalaus. En heimurinn getur verið undarlega lítill. Stund- um kemur það sér vel, stundum illa. Hlutverk Christinu þykir sem skrifað fyrir hæfileika og útlit Di- az en hún þótti sýna góða gam- anleikhæfileka í There’s Some- thing About Mary, mynd Farrellybræðra. Leikarar: Cameron Diaz (Mask, A Life Less Ordinary, Being John Malkovich, Charlies Angels, Vanilla Sky); Christina Applegate (The Big Hit, Mars Attacks!, Just Visiting); Thomas Jane (Boogie Nights, Deep Blue Sea, Magnolia); Selma Blair (Scream 2, Cruel Intentions, Legally Blonde). Leikstjóri: Roger Kumble (Cruel Intentions I og II). Cameron Diaz (í miðið) ásamt vinkonum sínum í kvikmyndinni Sweetest Thing. Litla sæta ljúfan góða LISTIR 22 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is HÖNNUN LIST KÓR Flensborgarskóla, sem skip- aður er nemendum skólans undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg, vann fyrstu verðlaun í einum flokki í alþjóðlegu kórakeppninni Certamen Internacional de Habaneras y Polifonía, sem lauk um helgina í Torrevieja á Spáni. Kórinn hlaut fyrstu verðlaun í flokki pólífónískra verka frá eigin landi, fyrir flutning sinn á íslenska þjóðlaginu Veröld fláa í útsetningu Hafliða Hallgríms- sonar. Alls tóku 23 kórar þátt í mótinu, margir frá Spáni en einnig voru þar m.a. kórar frá Kína, Arg- entínu, Venesúela og Rússlandi. „Fyrir tveimur árum var ég með Kór Flensborgarskóla á kóramóti ungmennakóra í Kanada, þar sem staddur var framkvæmdastjóri keppninnar hér í Torrevieja. Hann bauð okkur að koma og taka þátt í þessari keppni árið eftir, en ég af- þakkaði. Okkur var þá boðið að koma árið eftir, sem við þáðum,“ sagði Hrafnhildur Blomsterberg kórstjóri í samtali við Morgunblaðið. Kórnum var boðið á mótið, sem hófst 20. júlí, og var greitt fyrir hann fæði og upphald af hálfu keppninnar, en kórfélagar greiddu ferðakostnað sjálfir. Keppt var í spænskum þjóðlög- um, pólífónískum lögum bæði spænskum og erlendum, og í pólífónískum lögum þess lands sem kórarnir eru frá. Síðastnefndi liður- inn er sá sem Kór Flensborgarskóla vann til verðlauna í, en allir kórarnir kepptu í öllum liðum keppninnar. „Við fluttum Veröld fláa sýnir sig, íslenska þjóðlagið í útsetningu Haf- liða Hallgrímssonar, sem framlag okkar í þeim hluta sem við unnum,“ segir Hrafnhildur. „Ég valdi það lag þar sem mér finnst útsetningin góð og kórinn hefur sungið það áður. Lög þeirrar þjóðar sem við vorum að heimsækja eru auðvitað mjög ólík okkar, og ég vildi velja lag sem væri mjög íslenskt. Það vegur líka þungt að kórnum þykir gaman að syngja það. Lagið hafði því allt til að bera sem ég vildi sýna.“ Keppnin fór fram í gamalli salt- geymslu í Torrevieja sem breytt hefur verið í tónleikasal utan dyra. „Þetta er einstaklega skemmtilegur staður niðri við höfnina. Þar rúmast 1.000 áheyrendur, og var selt inn á keppnina. Það er uppselt á keppnina í hvert skipti sem keppt er og áheyr- endur mega láta í ljós skoðun sína. Kórnum var mjög vel fagnað til dæmis þegar þau sungu spænsku þjóðlögin, þó að við ynnum ekki þá keppni,“ segir Hrafnhildur. Kórinn var valinn til að syngja á gala-tónleikum síðastliðinn laugar- dag, þar sem úrslit keppninnar voru jafnframt kynnt. Einnig hélt kórinn tvenna tónleika á eigin vegum utan við Torrevieja, sem báðum var mjög vel tekið að sögn Hrafnhildar. Keppninni var útvarpað beint á Net- inu en hún verður sýnd í spænska sjónvarpinu eftir viku. Kór Flensborgarskóla undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg vann fyrstu verðlaun í alþjóðlegri kórakeppni. Kór Flensborgarskóla hlutskarpastur í keppni á Spáni Fyrstu verðlaun fyrir íslenskt þjóðlag TÓNLIST eftir 20. aldar tón- skáld verður flutt á næstu Þriðjudagstónleikum í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20.30. Það er Tríó Andrésar Gunnlaugssonar ásamt Kristjönu Stefánsdóttur djasssöngkonu sem flytja tón- listina og hefur dagskráin yf- irskriftina Djassrómantík. Tríóið skipa, auk Andrésar sem leikur á gítar, Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari og Rene Winter trommuleikari. Ís- lendingarnir hafa víða komið við á ferli sínum, bæði heima og að heiman. Þá hefur Hollending- urinn Rene Winter ekki látið sitt eftir liggja en hann hefur m.a. leikið með mörgum helstu djasstónlistarmönnum Hollands og er fastur meðlimur í hljóm- sveitum eins og Bob Wijnen Trio, West Coast Big Band, og Kvartett Lils Machintosh, sem hlaut Edison-verðlaunin árið 2000. Rene nam djasstrommuleik við Konunglega tónlistarháskól- ann undir leiðsögn Clarence Becton, Erik Ineke og Marcel Serierse og fleiri. Árið 1999 lauk Rene námi og hóf að starfa sem atvinnutónlistarmaður. Djassrómantík í listasafni ENDURÚTHLUTAÐ hefur verið úr Kvikmyndasjóði Íslands fyrir þetta ár og var ákveðið síðdegis í gær að Stella í framboði, kvik- mynd Guðnýjar Halldórsdóttur, hlyti óskipt það fé sem sjóðurinn hefur til ráðstöfunar nú, alls 35 milljónir króna. Meirihluti stjórn- ar Kvikmyndasjóðs Íslands stað- festi ákvörðun úthlutunarnefndar, sem í eiga sæti Þorfinnur Ómars- son, Anna G. Magnúsdóttir og Christof Wehmeier, en formaður stjórnarinnar, Vilhjálmur Egils- son, greiddi atkvæði á móti tillög- unni. „Valið var erfitt og það voru nokkur mjög álitleg verkefni sem komu til greina,“ sagði Þorfinnur Ómarsson í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. „Niðurstaða úthlutun- arnefndar um að veita Stellu í framboði eftir Guðnýju Halldórsdótt- ur það fé sem til ráð- stöfunar var, var þó einróma.“ Úthlutað er úr Kvikmyndasjóði öðru sinni í ár, vegna þess að kvikmyndargerðar- menn, sem hlutu vil- yrði fyrir styrkjum ár- ið 2001, reyndust ekki geta lokið fjármögnun kvikmynda sinna. „Skilyrðið er að mynd- irnar nái að ljúka fjármögnun. Í þeim tilfellum sem það tókst ekki, voru fyrirhugaðar greiðslur felldar niður og fundin ný verkefni til að styrkja,“ sagði Þorfinnur. Síðast var úthlutað úr sjóðnum 18. janúar í ár. Sjóðnum bárust á þeim tíma 48 umsókn- ir um framleiðslu á bíómyndum og 24 um- sóknir um þróun á bíó- myndum. Í gær var valið úr þeim umsókn- um sem sjóðnum bár- ust fyrir úthlutun í janúar og hlutu ekki styrk, en ekki auglýst sérstaklega eftir umsóknum fyrir endurúthlutunina. Veitt úr Kvikmyndasjóði Íslands öðru sinni í ár Guðný Halldórsdóttir Stella í framboði hlaut 35 milljónir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.