Morgunblaðið - 30.07.2002, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HÓPUR starfsmanna SPRONstofnaði sl. laugardag einka-hlutafélag, StarfsmannasjóðSPRON ehf., sem gerði stofn-
fjáreigendum í sparisjóðnum tilboð um
kaup á stofnfé þeirra. Í tilkynningu sem
félagið sendi frá sér á laugardag segir:
„Starfsmannasjóður SPRON ehf., sem
er einkahlutafélag í eigu starfsmanna
SPRON, hefur gert stofnfjáreigendum til-
boð um 4,5-falt endurmetið nafnverð fyrir
hvern stofnfjárhlut. Starfsmannasjóður-
inn býðst til þess að greiða fyrir stofnfjár-
hlutina með reiðufé eigi síðar en tveimur
vikum eftir að skilyrðum hefur verið full-
nægt. Sparisjóðirnir, Sparisjóðabanki Ís-
lands, Kaupþing banki hf. og ýmsir fjár-
festar mynda saman fjárhagslegan
bakhjarl tilboðsins.
Með tilboðinu vill Starfsmannasjóður-
inn tryggja að SPRON verði hér eftir sem
hingað til sjálfstæð eining sem hefur það
að markmiði að stuðla að framgangi og
vexti sparisjóðsins. Tilgangurinn er einnig
að treysta stöðu starfsmanna og veita
þeim kost á að koma með beinni og nánari
hætti en áður að stjórn og skipulagi spari-
sjóðsins.
Tilboð Starfsmannasjóðsins er sett
fram með því skilyrði að kaup á a.m.k. 51%
af heildarstofnfé SPRON gangi eftir og
verði samþykkt af stjórn SPRON. Þá er
áskilið að Fjármálaeftirlitið fallist á fyr-
irætlanir bjóðanda og að Starfsmanna-
sjóðurinn og fjárfestar sem vinna með
honum verði samþykktir sem eigendur
virks eignarhluta í SPRON. Tilboðið gildir
til mánudagsins 29. júlí 2002 kl. 24.
Starfsmannasjóður SPRON hf. hefur
sent stofnfjáreigendum í SPRON áður-
greint tilboð og óskað eftir því að þeir
framselji stofnfjárhluti sína með umrædd-
um fyrirvörum. Jafnframt hefur verið ósk-
að eftir umboði vegna atkvæðagreiðslu á
fundi stofnfjáreigenda mánudaginn 12.
ágúst 2002.“
Þar kemur einnig fram að í stjórn
Starfsmannasjóðs SPRON ehf. eru Ari
Bergmann Einarsson útibússtjóri sem er
formaður stjórnar, Harpa Gunnarsdóttir,
forstöðumaður starfsmannaþjónustu, Jó-
hannes Helgason fulltrúi, Sigríður Einars-
dóttir þjónustustjóri og Þorvaldur F.
Jónsson útibússtjóri.
Stofnfjáreigendum sent bréf
Í bréfi Starfsmannasjóðs SPRON ehf.
til stofnfjáreigenda segir:
„Starfsfólk SPRON hefur ákveðið að
stofna einkahlutafélag, Starfsmannasjóð
SPRON ehf., og fá hóp sparisjóða og ann-
arra fjárfesta í lið með sér til þess að kaupa
SPRON með það að markmiði að verja
vöxt sparisjóðsins og sjálfstæði hans á
komandi árum. Þess vegna sendum við þér
meðfylgjandi tilboð um kaup á hlut þínum
fyrir 4,5-falt framreiknað nafnverð hans,
sem er talsvert hærra tilboð en þér hefur
borist frá Búnaðarbanka Íslands í sam-
vinnu við nokkra stofnfjáreigendur
SPRON.
Margir sparisjóðir hafa þegar gefið vil-
yrði um að koma til liðs við okkur, ásamt
Sparisjóðabanka Íslands, Kaupþingi og
fjölmörgum öðrum fjárfestum úr röðum
einstaklinga og fyrirtækja. Sameiginlegt
markmið okkar allra er að slá skjaldborg
um núverandi starfsemi SPRON og skapa
um leið fordæmi fyrir því hvernig starfs-
fólk og stofnfjáreigendur annarra spari-
sjóða geti varist óvinveittri yfirtöku á borð
við þá sem Búnaðarbankinn hefur stefnt
að. Meðfylgjandi er kaupsamningur ásamt
umboði fyrir þriðja aðila til að fara með at-
kvæði þitt á fundi stofnfjáreigenda
SPRON sem haldinn verður 12. ágúst nk.
Líkur virðast vera á því að stofnfjáreig-
endum sparisjóða geti verið heimilt að
selja hlut sinn á hærra verði en framreikn-
uðu nafnverði. Enda þótt núgildandi tilboð
Búnaðarbankans hafi ekki hlotið sam-
þykki Fjármálaeftirlitsins er ljóst að
bankinn ætlar sér að halda yfirtökutil-
raunum sínum áfram. Næsta skref í þeim
efnum er að fá stofnfjáreigendur í lið með
sér til þess að fella núverandi stjórn og
velja sparisjóðnum nýja forystu. Starfs-
fólk SPRON hefur ítrekað lýst yfir fyllsta
trausti á stjórn fyrirtækisins og í orrahríð
undanfarinna daga hefur sú afstaða ekkert
breyst. Fundur stofnfjáreigenda ræður
úrslitum um framtíð stjórnar og um leið
framtíð SPRON og von okkar er sú að nið-
urstaða hans verði afgerandi stuðningur
við það farsæla starf sem unnið hefur verið
á vegum Sparisjóðs Reykjavíkur og ná-
grennis.
Starfsfólk SPRON hefur með margvís-
legum hætti fundið fyrir hlýjum hug og
öflugum stuðningi stofnfjáreigenda. Þess
vegna væntum við þess að þú sért fús til að
taka meðfylgjandi tilboði og standa með
okkur í baráttunni fyrir áframhaldandi
starfsemi SPRON og um leið sparisjóð-
anna í landinu.
Við heitum á samstöðu þína í þeim efn-
um og munum gera allt sem í okkar valdi
stendur til að halda þér upplýstum um
framvindu baráttu okkar á næstu dögum.
Með bestu kveðju og von um öflugan
stuðning, fyrir hönd starfsmannasjóðs
SPRON ehf.,“ segir í lok bréfsins, sem
undirritað er af stjórnendum félagsins.
Bréfinu fylgir einnig tafla með svohljóð-
andi texta: „Í töflunni hér að neðan getur
þú séð upphæð tilboðsins eftir því hversu
marga stofnfjárhluti þú átt. Ef t.d. hjón
eiga bæði hámarkshlut þá eiga þau 40 hluti
sem gefur kr. 6.251.400,00 kr.“
(Tafla 1)
Kauptilboð Starfsmannasjóðs
SPRON ehf.
Samhliða þessu var stofnfjáreigendum
sent eftirfarandi kauptilboð:
„Starfsmannasjóður SPRON ehf., sem
er einkahlutafélag í eigu starfsmanna
SPRON, gerir hér með tilboð í stofnfjár-
eign yðar í SPRON. Bakhjarlar félagsins í
þessum viðskiptum eru sparisjóðir, Kaup-
þing banki hf. og Sparisjóðabanki Íslands.
Starfsmannasjóður SPRON ehf. býðst
til að kaupa hvern 25.000 króna stofnfjár-
hlut yðar á genginu 4,5. Endurmetið nafn-
verð hvers stofnfjárhlutar miðað við árs-
byrjun 2002 er 34.730 kr., sem þýðir að
boðnar eru 156.285 kr. fyrir hvern stofn-
fjárhlut.
Með tilboði þessu hyggst bjóðandi
tryggja að SPRON verði eftir sem áður
sjálfstæð rekstrareining með það að mark-
miði að stuðla að framgangi og vexti spari-
sjóðsins. Tilgangur bjóðanda er jafnframt
að treysta stöðu starfsmanna og veita
þeim kost á að koma að stjórn og skipulagi
vinnuveitanda síns.
Tilboð þetta er sett fram með því skil-
yrði að kaupin verði samþykkt af stjórn
SPRON, að fundur stofnfjáreigenda af-
nemi hámarkseignarhlut hvers stofnfjár-
eiganda skv. 5. gr. samþykkta SPRON og
að Fjármálaeftirlitið fallist á fyrirætlanir
bjóðanda og að bjóðandi og nefndir bak-
hjarlar þess verði samþykktir sem eigend-
ur virks eignarhluta í SPRON, skv. 10.,
sbr. 14. gr. laga nr. 113/1996 um viðskipta-
banka og sparisjóði. Jafnframt áskilur
bjóðandi sér rétt til að falla frá tilboðinu
samþykki ekki eigendur að a.m.k. 51% af
heildarstofnfé tilboð Starfsmannasjóðs
SPRON ehf. Bjóðandi mun greiða fyrir
stofnfjárhlutina með reiðufé eigi síðar en
tveimur vikum eftir að skilyrðum þessum
hefur verið fullnægt, gegn framsali stofn-
fjárbréfa.
Tilboð þetta gildir til mánudagsins 29.
júlí 2002 kl. 24. Þeir sem samþykkja til-
boðið skulu skila því undirrituðu og vott-
festu á skrifstofu Starfsmannasjóðs
SPRON ehf., Ármúla 13A, Reykjavík, eigi
síðar en á miðnætti mánudaginn 29. júlí
nk.
Samhliða er þess óskað að [...], eða þeim
stofnfjáreiganda, sem hann felur að koma
fram, verði veitt umboð til að fara með at-
kvæði yðar á fundi stofnfjáreigenda í
SPRON, sem haldinn verður á Grand hót-
eli, Reykjavík, mánudaginn 12. ágúst 2002,
kl. 17.
Með vinsemd og virðingu.
F.h. Starfsmannasjóðs SPRON ehf.“
Búnaðarbanki lýsir sig reiðubúinn
að hækka tilboð sitt
Bankaráð Búnaðarbanka Íslands hf.
sendi á sunnudag frá sér yfirlýsingu vegna
tilboðs hins nýja einkahlutafélags starfs-
manna SPRON í stofnfé í sparisjóðnum.
Yfirlýsing bankaráðsins fer hér á eftir:
„Vegna tilboðs nýs einkahlutafélags
starfsmanna SPRON í stofnfé í spari-
sjóðnum vill bankaráð Búnaðarbanka Ís-
lands hf. taka fram eftirfarandi:
Búnaðarbank
samkomulag við
SPRON um ka
stofnfjár á geng
um það gengi
óheimilt væri að
til að greiða fyri
Nú hefur n
stuðningi Kaup
og annarra spar
gert stofnfjáre
þeirra á gengin
sparisjóða er í
stofnfé SPRON
sem að þessu ti
endurteknar yf
SPRON á unda
mæti tilboðs Bú
Bankaráð
hyggst ekki ta
stæðulausra yf
SPRON og ste
sitt á genginu 4
á sínum tíma va
um samkvæmt.
málaeftirlitið te
sparisjóða til ka
boð hins nýja
skapast aðrar
Búnaðarbankan
að Fjármálaefti
lega mun Búna
sitt í 5,5.“
Segja til
sjóðsin
Stofnfjáreige
tilboð í allt stof
Búnaðarbankan
um bréf á sunn
Starfsmannasjó
svohljóðandi:
„Okkur stofn
hefur nú borist t
á genginu 4,5 fr
ehf., sem sagt er
starfsfólk SPRO
tilboðinu er sag
gerðina séu sp
hf. og Sparisjó
liggur, að þetta
stjórnenda SPR
Við blasir a
þessu útspili er
stofnfjáreigendu
hluti sína á hær
stofnverði, eins
Ástæðan er sú,
sá fyrirvari, að
51% af stofnfén
að gera þetta ti
ar til að nægileg
ur falli frá sölu t
lágmark náist e
af neinum kaup
en nafnverðinu.
Á undanförnu
irritaðir staðið u
stjórnendum SP
um að kaupa
genginu 4. Hafa
um að brjóta g
banka og sparisj
ar sjálfir ákveði
sem eigið fé s
kaupa út stofn
Annars vegar e
SPRON, sem f
Kaupþingi bank
Íslands hf., og h
sparisjóða, sem
heilagt og eigið
málflutning stjó
ur. Í deilunum
verið sammála
enda er skýrum
lögum. Kaup sa
munu því aldrei
greindur fjöld
þykkti það.
Ef það á ann
hinir nýju tilbo
eigið fé sparisjó
eigendur í öðru
en stofnverði, g
unum stjórna, k
sig við stofnfjár
því að láta spari
Þeir sem takast á um stofnfjárhluti í Spari
ÁtÁtök um yfirráð yfir Spari-sjóði Reykjavíkur og ná-grennis hörðnuðu enn um
helgina þegar hópur starfs-
manna SPRON stofnaði
einkahlutafélag og gerði
stofnfjáreigendum tilboð.
Þeir sem takast á sendu frá
sér yfirlýsingar í gær og
um helgina.ALÞINGI TAKI Í TAUMANA
Þau átök sem staðið hafa yfirum Sparisjóð Reykjavíkurog nágrennis undanfarnar
vikur eru komin út yfir öll skyn-
samleg mörk. Fólk þarf ekki ann-
að en lesa þann fjölda yfirlýsinga,
bréfa, samþykkta og álitsgerða,
sem berast frá deiluaðilum og birt
eru m.a. í Morgunblaðinu í dag, til
viðbótar við það mikla magn af
efni, sem birzt hefur í blaðinu að
undanförnu, til þess að sjá út í
hvers konar vitleysu þetta mál er
komið.
Kjarni málsins er þessi: Alþingi
gerir ákveðnar breytingar á lögum
um viðskiptabanka og sparisjóði
til þess að gera þeim sparisjóðum
sem vilja mögulegt að stofna
hlutafélög um rekstur sparisjóð-
anna. Með þeim hætti átti að auð-
velda sparisjóðunum að ná í aukið
starfsfé og verða samkeppnisfær-
ari við bankana. Ljóst var og er að
innan sparisjóðahópsins hafa
menn alls ekki verið á einu máli
um það hvort það væri líklegt til
árangurs en það er allt önnur
saga. Áhrifamiklir forystumenn
meðal sparisjóðamanna hafa þvert
á móti verið þeirrar skoðunar að
hlutafélagavæðing sparisjóðanna
mundi leiða til ófarnaðar.
Grundvallarmarkmið Alþingis
var að opna möguleika fyrir hluta-
félagavæðingu sparisjóðanna án
þess að til yrði nýtt gjafakvóta-
kerfi. Um það markmið sagði
Morgunblaðið í forystugrein um
þetta mál hinn 27. júní sl.:
„Þegar umræður hófust um
hugsanlega hlutafélagavæðingu
sparisjóðanna fyrir nokkrum árum
efndi Morgunblaðið til töluverðra
umræðna á síðum blaðsins um
þetta mál. Þá voru deilur um
kvótakerfið í sjávarútvegi í há-
marki og Morgunblaðið benti á, að
menn gætu ekki selt það sem þeir
ættu ekki. Augljóst var að ef ekki
væri rétt staðið að hlutafélaga-
væðingu sparisjóðanna væri hætta
á að þar gæti orðið til nýr gjafa-
kvóti. Stofnfjáreigendur í spari-
sjóðum gætu eignast hlutdeild í
eigin fé sparisjóðanna án þess að
hafa nokkru sinni lagt fram fjár-
muni til þess að eignast þá hlut-
deild. Eigið fé sparisjóðanna á Ís-
landi nemur á annan tug milljarða
króna. Fyrirsjáanlegt var að sú
gífurlega eignatilfærsla, sem varð
í skjóli kvótakerfisins, gæti end-
urtekið sig við hlutafélagavæðingu
sparisjóðanna. Af þessum sökum
var lögð á það rík áherzla við laga-
setningu á Alþingi að koma í veg
fyrir að nýtt gjafakvótakerfi yrði
til við áformaða hlutafélagavæð-
ingu sparisjóðanna.“
Í greinargerð þeirri sem Fjár-
málaeftirlitið sendi frá sér 19. júlí
sl. kom í ljós, að sú stofnun taldi
Alþingi ekki hafa tryggt þetta
markmið nægilega vel í þeirri lög-
gjöf sem sett var um þetta efni.
Fjármálaeftirlitið staðfesti í
greinargerð sinni það sem hér hef-
ur verið sagt um markmið löggjaf-
ans. Í greinargerðinni segir: „Með
öðrum orðum gera lögin ekki ráð
fyrir því, að stofnfjáreigandi fái
hlutdeild í uppsöfnuðu eigin fé
sjóðsins nema hugsanlega í gegn-
um arðgreiðslu, enda eru stofn-
fjáreigendur ekki eigendur spari-
sjóðs með líkum hætti og
hluthafar eru eigendur að hluta-
félagi.“
Hins vegar kemur í ljós að
Fjármálaeftirlitið telur að löggjaf-
anum hafi ekki tekizt að tryggja
þetta markmið því að í greinar-
gerðinni segir: „Verður ekki séð
að í viðskiptum stofnfjáreigenda
við þriðja aðila um kaup á stofn-
fjárhlut setji löggjöf bann við því,
að viðskipti þeirra fari fram á
hærra verði en nafnverði endur-
metnu.“
Þetta er gatið í löggjöfinni. Við-
brögðin við því geta ekki verið þau
að hundsa vilja og markmið Al-
þingis, sem Fjármálaeftirlitið seg-
ir raunar að megi rekja allt aftur
til ársins 1915 og gefa færi á að
nýta smugu í löggjöfinni, sem út-
sjónarsamir menn hafa komið
auga á. Viðbrögðin hljóta þvert á
móti að verða þau að bæta úr þeim
galla, sem er á löggjöfinni, úr því
að hún megnar ekki að tryggja að
markmið og vilji Alþingis nái fram
að ganga.
Almenningur í þessu landi
stendur agndofa frammi fyrir því
sjónarspili sem nú stendur yfir um
SPRON með yfirlýsingum og
gagnyfirlýsingum frá deiluaðilum.
Fólk furðar sig á að mistök af því
tagi, sem hér hafa augljóslega orð-
ið við löggjafarstarfið, geti yfir-
leitt orðið á hinu háa Alþingi. Ekki
verður ástandið betra þegar
landsmenn standa frammi fyrir
þeim darraðardansi nokkurra
stórra viðskiptablokka í kringum
bankana sem hefst ef ekkert verð-
ur að gert.
Alþingi verður að taka í taum-
ana. Þingmenn allra flokka hafa
lýst vilja til að þingið taki löggjöf-
ina um sparisjóðina til skoðunar á
ný í ljósi þess, sem gerzt hefur,
strax í upphafi þings. Valgerður
Sverrisdóttir viðskiptaráðherra
hefur gefið áþekkar yfirlýsingar.
Alþingi verður að taka í taum-
ana. Það er skylda þess og hlut-
verk. Skýr yfirlýsing frá ríkis-
stjórn eða þingflokkum um að
slíkt verði gert mundi hugsanlega
verða til þess að draga úr þeim
óvenjulega illvígu og stóryrtu deil-
um, sem staðið hafa yfir og munu
að óbreyttu halda áfram um völdin
yfir SPRON.
Það er mikið umhugsunarefni
fyrir deiluaðila og stjórnmála-
mennina hvort það sé sjálfsagt að
fólkinu í landinu sé misboðið með
þeim hætti sem nú er gert vegna
þessa máls. Það er óhætt að full-
yrða, að fólkinu sem sín á milli
kallar sig venjulegt fólk og lætur
að jafnaði ekki að sér kveða nema í
kjörklefanum á fjögurra ára fresti
þyki nóg komið.