Morgunblaðið - 30.07.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 30.07.2002, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 25 ki Íslands hf. gerði í lok júní ð fimm stofnfjáreigendur í aup bankans á meirihluta ginu 4,0. Ákvörðun bankans byggðist á því mati að ð nýta eigið fé sparisjóðsins ir stofnfé. nýtt einkahlutafélag, með pþings, Sparisjóðabankans risjóða, að því er upplýst er, eigendum tilboð í stofnfé nu 4,5. Í því felst að eigið fé í reynd nýtt til að kaupa N. Þannig er ljóst að þeir ilboði standa hafa að engu firlýsingar forsvarsmanna anförnum vikum um ólög- únaðarbankans. Búnaðarbanka Íslands aka þátt í hringekju inni- firboða í stofnfjárhluti í ndur við upphaflegt tilboð ,0. Tilboð Búnaðarbankans ar ábyrgt, yfirvegað og lög- . Ef, á hinn bóginn, Fjár- elur heimilt að nýta eigið fé aupa á stofnfé, eins og til- hlutafélags gengur út á, forsendur fyrir verðmati ns á SPRON. Fari því svo irlitið telji þessa aðferð lög- aðarbankinn hækka tilboð lboð Starfsmanna- ns ekki standast endurnir fimm, sem gerðu fnfé SPRON með fulltingi ns, sendu stofnfjáreigend- nudag í framhaldi af tilboði óðs SPRON ehf. Bréfið er nfjáreigendum í SPRON tilboð í stofnfjárhluti okkar rá Starfsmannasjóði Spron r vera einkahlutafélag, sem ON hafi ákveðið að stofna. Í gt, að bakhjarlar við tilboðs- parisjóðir, Kaupþing banki óðabanki Íslands hf. Fyrir a tilboð er gert að undirlagi RON. ð megintilgangurinn með r að koma í veg fyrir, að ur nái að selja stofnfjár- rra verði en framreiknuðu og við höfum boðið þeim. að í báðum tilboðunum er ð tilboðsgjafi nái að kaupa nu í sparisjóðnum. Með því ilboð nú vonast tilboðsgjaf- ga margir stofnfjáreigend- til okkar, þannig að tilskilið ekki og þar með verði ekki pum á stofnfé á hærra verði um vikum höfum við und- undir stöðugum árásum frá PRON vegna tilboðs okkar hluti stofnfjáreigenda á a þeir ítrekað sakað okkur gegn lögum um viðskipta- sjóði. Nú hafa þeir hins veg- ið að standa að tilboði, þar sparisjóða er notað til að nfjáreigendur á yfirverði. er þar um að ræða eigið fé felst í eignarhluta hans í ka hf. og Sparisjóðabanka hins vegar eigið fé annarra m hlýtur að teljast jafnhá- fé SPRON ef miða má við órnar SPRON síðustu vik- að undanförnu hafa allir um að slíkt sé ólögmætt, m orðum kveðið á um þetta í amkvæmt þessu nýja tilboði i geta gengið eftir, þó að til- di stofnfjáreigenda sam- nað borð væri unnt, eins og oðsgjafar ráðgera, að nota óðs til að kaupa út stofnfjár- m sparisjóði á hærra verði gætu þeir, sem sparisjóð- komið sér saman um að losa reigendur í sjóðunum með isjóðina kaupa þá út á víxl á hærra verði en stofnverði. Eftir sætu þá sparisjóðir, sem í heildina hefðu úr minna eigin fé að spila en fyrr, en hefðu í staðinn losað sig við stofnfjáreigendurna. Það er svo athyglisvert að skoða þetta nýja útspil og atburði sem því tengjast í ljósi málflutnings stjórnenda SPRON undanfarna daga eftir að umsögn Fjár- málaeftirlitsins lá fyrir 19. júlí 2002. 1. Þeir hafa haldið því fram, að tilboð okkar geti ekki gengið eftir, þar sem það tryggi ekki að sparisjóðurinn sjálfur fái hlutdeild í þeirri verðmætaaukningu, sem í því felist, að greiða meira en nafnverð fyrir stofnfé. Í fréttatilkynningu 19. júlí 2002 töldu þeir að umsögnina mætti túlka þannig, að væru greiddir 2 milljarðar króna fyrir 10% hlut stofnfjáreigenda ætti að greiða 18 milljarða fyrir hin 90%. Í hinu nýja tilboði er ekki gerð nein grein fyrir hvernig svara eigi þessum sjónarmiðum. 2. Þeir hafa haldið því fram, að stjórn SPRON sé óheimilt að samþykkja sölu á stofnfé til okkar, þar sem hagsmuna spari- sjóðsins af hlutdeild í kaupverðinu væri ekki gætt. Hafa þeir gengið svo langt, að telja það felast í umsögn Fjármálaeftirlits- ins, að eftirlitið myndi grípa inn í atburða- rásina og ógilda slíkt samþykki. Við blasir því, að núverandi stjórn SPRON myndi ekki samþykkja sölu á stofnfé á grundvelli hins nýja tilboðs, þar sem hún sýnilega tel- ur sér það óheimilt að lögum. 3. Það er einkar athyglisvert, að hinir nýju tilboðsgjafar virðast hafa fengið óhindraðan aðgang að skrá sparisjóðsins yfir stofnfjáreigendur, þrátt fyrir að stjórn sparisjóðsins hafi talið óheimilt að veita okkur slíkan aðgang og hafi kært til Hæstaréttar úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, sem heimilaði aðganginn. Verður ekki betur séð en einkahlutafélag- ið, sem tilboðið gerir, hafi fengið að nýta sér skrána á tölvutæku formi til að koma út tilboðsbréfinu til stofnfjáreigenda. Fyr- ir liggur vitneskja um, að Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri hafi boðað starfsmenn til fundar eftir hádegi í gær, laugardag, og þar hafi verið tekin ákvörð- un um stofnun einkahlutafélagsins og til- boðsgerðina. Um kvöldmat voru bréfin komin til stofnfjáreigenda. Við blasir að einkahlutafélagið hefur fengið óhindraðan aðgang að skránni og nýtingu hennar með sama hætti og sparisjóðurinn sjálfur stæði að verki. Þar með hefur þessum aðila, sem ekki er í hópi stofnfjáraðila í SPRON, ver- ið veittur aðgangur, sem stjórnin hefur neitað stofnfjáreigendum um. Er það þó skýrt í samþykktum sjóðsins, að einungis stofnfjáreigendur skuli hafa aðgang að skránni. 4. Engar upplýsingar liggja fyrir um þann lögaðila sem gerir nú tilboðið til stofnfjáreigendanna. Helst má skilja, að þetta sé einkahlutafélag, sem eftir er að stofna. Engar upplýsingar eru veittar um félagið, svo sem um fjárhæð hlutafjár, þrátt fyrir að verið sé að gera tilboð um kaup á stofnfé, sem í heildina gæti numið vel yfir 2 milljörðum króna. Ekki hefur verið, svo vitað sé, sent erindi til Fjármála- eftirlitsins til að fá samþykki við hæfi til- boðsgjafans, en samkvæmt lögum er skylt að afla slíks samþykkis fyrirfram. Það hlýtur að teljast hæpið hvað sem öðru líð- ur, að ætlast til þess að stofnfjáreigendur samþykki tilboð frá slíkum aðila. Þegar á allt þetta er litið vaknar sá grunur, að sparisjóðsstjórinn hafi haft frumkvæði að þessu nýja útspili, án þess að hafa fyrst haft um það samráð við stjórn SPRON. Alltént er ljóst að hug- myndin þverbrýtur gegn þeim þunga mál- flutningi sem formaður stjórnarinnar hef- ur farið fram með á opinberum vettvangi undanfarnar vikur. Nú síðast í Morgun- blaðinu í dag, sunnudag, ítrekar hann þá skoðun, að stjórn SPRON sé óheimilt að samþykkja viðskipti með stofnfé, sem þó hreyfa ekki við eigin fé sparisjóðs, eins og nýja tilboðið gerir. Frá upphafi þessa máls hafa stjórnend- ur SPRON barist með oddi og egg gegn því, að stofnfjáreigendur ættu þess kost, að selja stofnfé sitt á hærra verði en fram- reiknuðu stofnverði, sem þeir sjálfir höfðu ætlað stofnfjáreigendum. Þetta hafa þeir gert í þeim eina sýnilega tilgangi að vernda völd þau og áhrif, sem þeir hafa haft með því að fara með yfirráðin yfir eig- in fé sparisjóðsins. Þessa hagsmuni hafa þeir tekið fram yfir hagsmuni stofnfjáreig- endanna, sem þeir þó sækja umboð sitt til. Markmið hins nýja tilboðs er af sama toga. Takist þeim að fá samþykki nægilega margra stofnfjáreigenda við því hefur þeim tekist að koma í veg fyrir, að við náum að kaupa af þeim fjölda sem nauð- synlegt er til að kaup okkar geti gengið. Enginn selur þá neitt. Þeir munu þá sitja áfram með yfirráðin yfir eigendalausa fénu og halda þar með völdunum sem það hefur fært þeim og þeir hafa varið með svo heiftúðugum hætti sem raun ber vitni. Til- gangi þeirra verður náð. Það er nauðsynlegt, að brýna stofnfjár- eigendur í Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis á að láta ekki blekkjast. Þeir verða að sameinast um að taka tilboði okkar ef þeir á annað borð vilja ná fram sölu á hærra verði en stofnverði. Svo sem fram kemur að framan byggist tilboð einkahlutafélagsins á því, að unnt sé að nota eigið fé sparisjóðs til að kaupa stofnfé í öðrum sparisjóði á yfirverði. Það er í sjálfu sér með ólíkindum, að þessi aðili skuli setja fram tilboð á þessum grundvelli miðað við málflutning undanfarinna vikna. Nú á að nota féð, sem lög kveða á um að nýtast skuli í þágu menningar- og líknar- mála í hinum ýmsu byggðum landsins, til að kaupa út stofnfjáreigendur í því eina sýnilega markmiði, að tryggja völd og áhrif stjórnenda sparisjóðs í Reykjavík. Þetta hefur okkur aldrei dottið í hug að hægt væri að gera. Sé þetta heimilt breyt- ast allar forsendur fyrir þeim hugmyndum um viðskipti með stofnfé sem við og Bún- aðarbankinn höfum lagt til grundvallar, því þá er unnt að nota eigið fé SPRON til að kaupa stofnfé í næsta sparisjóði á yf- irverði og svo koll af kolli. Þetta væri í sjálfu sér fjárhagslega hagkvæm niður- staða fyrir stofnfjáreigendur, því aðferðin felur það í sér að þeir geti fengið miklu meiri hlutdeild í eigin fé sparisjóðanna en talið hefur verið heimilt hingað til. Þó að við teljum nær útilokað, að aðferðin stand- ist lög, höfum við fengið Búnaðarbankann til að gera sérstaka fyrirspurn til Fjár- málaeftirlitsins um þetta. Komi í ljós, að þetta sé heimilt, mun bankinn greiða stofnfjáreigendum í SPRON viðbót við kaupverðið sem nemur viðbótargengi 1,5, þannig að heildarverð til þeirra miðist þá við gengið 5,5. Meðfylgjandi er yfirlitstafla sem sýnir tölulegan samanburð á þeim til- boðum sem fram hafa komið. (Tafla 2) Innan sólarhrings eða svo munum við senda þér nýjan kaupsamning til undirrit- unar standi vilji þinn til þess. Kemur hann í stað fyrri samnings, sem sendur var sl. föstudag, 26. júlí 2002. Óskum við þá eftir að samningurinn verði undirritaður sem fyrst, helst ekki síðar en miðvikudaginn 6. ágúst 2002, og sendur til lögmanns okkar Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. á Skólavörðustíg 6B, pósthólf 47, 121 Reykjavík. Reykjavík, 28. júlí 2002, Ingimar Jóhannsson, Pétur H. Blöndal, Sveinn Valfells, Gunnlaugur M. Sig- mundsson, Gunnar A. Jóhannsson.“ Starfsmannafélag SPRON sendir frá sér yfirlýsingu Stjórn starfsmannafélags SPRON sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu á síð- degis á sunnudag vegna bréfs fimmmenn- inganna: „Stjórn starfsmannafélags SPRON vill leiðrétta þær rangfærslur sem koma fram í bréfi frá 5-menningunum svokölluðum, til stofnfjáreigenda SPRON, sunnudaginn 28. júlí. Þar er því haldið fram að Guð- mundur Hauksson sparisjóðsstjóri hafi boðað starfsmenn til fundar eftir hádegi laugardaginn 27. júlí 2002. Hið rétta er að starfsmenn, sem velt hafa þeirri hugmynd fyrir sér að starfs- mannasjóður SPRON keypti meirihluta stofnfjár SPRON, fengu stjórn starfs- mannafélagsins til liðs við sig til þess að boða til skyndifundar starfsmanna. Á þessum fundi var tekin ákvörðun um að stofnað yrði félag til að gera tilboð í stofnfé SPRON, með því markmiði að tryggja óbreytta starfsemi SPRON og standa vörð um starfsöryggi starfsmanna. Reykjavík, 28. júlí 2002. Stjórn starfsmannafélags SPRON, Regína Vilhjálmsdóttir, Smári Hrólfsson, Viglín Óskarsdóttir, Ágústa Hjartar, Jónína Pálsdóttir.“ Stjórnarfundur SPRON samþykkir tvær ályktanir Stjórn SPRON kom saman til fundar í hádeginu í gær þar sem lagt var fram svar Fjármálaeftirlitsins frá því í gær við fyr- irspurn frá stjórn SPRON og jafnframt samþykkti stjórnin tvær yfirlýsingar. Sú fyrri er svohljóðandi: „Á stjórnarfundi Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis, sem haldinn var mánu- daginn 29. júlí 2002, var samþykkt eftirfar- andi yfirlýsing vegna yfirtökutilrauna Búnaðarbankans og fimm stofnfjáreig- enda í SPRON: Stjórn SPRON hefur frá upphafi lýst þeirri skoðun sinni að yfirtökutilboð Bún- aðarbankans standist ekki lög. Svar Fjár- málaeftirlitsins í dag við fyrirspurn stjórn- arinnar og lögfræðiálit Sigurðar Líndal, sem unnið var fyrir stjórn SPRON, stað- festa þá skoðun að stjórn sparisjóðsins beri að hafna framsali á stofnfjárhlutum sem byggist á tilboði Búnaðarbankans. Þrátt fyrir að eftir því hafi verið leitað hef- ur Fjármálaeftirlitið heldur ekki staðfest samning Búnaðarbankans og fimmmenn- inganna. Rennir það enn frekari stoðum undir þá afstöðu stjórnar SPRON að henni hefði aldrei verið heimilt að fallast á yfirtökutilboð Búnaðarbankans. Með því hefði hún einfaldlega brotið lög. Frá því að Fjármálaeftirlitið úrskurðaði að ekki væri bannað í lögum að selja stofnfé í sparisjóðum á hærra verði en uppreiknuðu nafnverði hefur stjórn SPRON reynt að fá skýr svör frá stjórn- völdum um réttarstöðu sparisjóðsins og stofnfjáreigenda hans. Verði sá skilningur á lögunum viðurkenndur mun stjórn SPRON ekki leggjast gegn viðskiptum með stofnfé SPRON á þeim grunni og leita hagkvæmustu kosta sem völ er á fyrir sparisjóðinn og stofnfjáreigendur hans.“ Síðari yfirlýsing stjórnarinnar er svo- hljóðandi: „Á stjórnarfundi Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis, sem haldinn var mánu- daginn 29. júlí 2002, var eftirfarandi yf- irlýsing vegna vantrauststillögu, sem borin hefur verið fram á stjórnina, sam- þykkt: Fjármálaeftirlitið hefur með bréfi 29. júlí 2002 svarað fyrirspurn stjórnar SPRON um heimild stjórnar til sam- þykktar framsals stofnfjárskírteina, sem gerð yrðu á grundvelli samnings Búnaðar- banka Íslands hf. og fimm stofnfjáreig- enda í SPRON frá 25. júní sl. Fjármálaeft- irlitið fer í svari sínu yfir helstu niðurstöður sínar og segir síðan afdrátt- arlaust: „Með hliðsjón af framangreindu taldi Fjármálaeftirlitið að stjórn spari- sjóðsins bæri að hafna framsali.“ Sveinn Valfells hefur borið fram van- trauststillögu á stjórn SPRON og er ástæðan fyrir flutningi hennar sögð sú, að stjórn SPRON „hyggist ekki samþykkja viðskiptasamninga með stofnfé í spari- sjóðnum, sem gerðir verða á grundvelli samnings okkar fimm stofnfjáreigenda við Búnaðarbanka Íslands hf.“ Því þurfi að víkja núverandi stjórn frá og kjósa aðra stjórn „sem ekki hefur þá fyrirfram af- stöðu til viðskipta á þessum grundvelli, sem núverandi stjórn hefur lýst sig hafa, heldur verður reiðubúin til að hlíta meiri- hluta stofnfjáreigenda“. Tillaga um vantraust á stjórn fyrir þær sakir einar að hún neiti að brjóta lög er al- varleg. Ennþá alvarlegra er að hún skuli runnin undan rifjum fyrirtækis í eigu þess sama ríkisvalds og lögin setur. Stjórn SPRON mun hér eftir sem hingað til fara í hvívetna að lögum og hún er sannfærð um að vilji stofnfjáreigenda hvað það varðar er jafneindreginn.“ Athugasemdir vegna einkahluta- félags starfsmanna Stofnfjáreigendurnir fimm sem gert hafa tilboð í allt stofnfé SPRON sendu í gær frá sér frekari athugasemdir vegna frétta af stofnun einkahlutafélags starfs- manna SPRON. Yfirlýsing þeirra er svo- hljóðandi: „Fimm stofnfjáreigendur sem gert hafa tilboð í allt stofnfé SPRON óska eftir að gera eftirfarandi athugasemdir vegna frétta um einkahlutafélag starfsmanna SPRON. 1. Ekki hefur verið gefið upp hve mikið hlutafé er í félaginu. Ekki er komin til- kynning til hlutafélagaskrár um stofnun félagsins. Óstofnað einkahlutafélag getur ekki stofnað til löggerninga. 2. Hlutafé verður, að sögn væntanlegs formanns félagsins, greitt inn með þeim hætti, að stofnendurnir, sem eru sagðir vera starfsmenn SPRON, leggja inn í fé- lagið stofnfé sitt í sparisjóðnum á genginu 4,5. Ekki virðist vera um að ræða frekari hlutafjárframlög. Meðal annars hefur sér- staklega verið sagt, að Kaupþing banki hf., Sparisjóðabanki Íslands og aðrir spari- sjóðir muni ekki leggja hlutafé inn í félag- ið, enda væri þá með augljósum hætti ver- ið að nýta eigið fé sparisjóða til að kaupa stofnfé á hærra verði en nafnverði. Það banna lögin. 3. Formaðurinn segir að taka eigi 400 milljón króna lán. Til tryggingar greiðslu þess hyggjast hluthafarnir setja hlutafé sitt í félaginu að veði. Með þeim hætti er í reynd verið að veðsetja stofnféð, enda mun einkahlutafélagið ekki eiga neinar aðrar eignir. Samkvæmt 18. gr. laga um banka og sparisjóði er veðsetning stofn- fjárhlutar í sparisjóði óheimil. 4. Á þessum grundvelli sendir óstofnað einkahlutafélagið út bindandi tilboð til allra stofnfjáreigenda í SPRON um kaup á stofnfé á genginu 5,5. Ef allir stofnfjáreig- endur samþykktu væri þetta félag búið að taka á sig skuldbindingar að fjárhæð um 2,7 milljarðar króna. 5. Það er augljóst, að stofnun einka- hlutafélags starfsmannanna og tilboðs- gerð þess er hrein leiksýning. Stofnfjár- eigendur í SPRON munu aldrei geta selt stofnfé sitt þessum aðila. Leiksýningin er sýnilega sett á svið til að blekkja stofnfjár- eigendur frá því að selja fimmmenning- unum stofnfé sitt. Forsenda tilboðs fimm- menninga er að þeir nái að kaupa að minnsta kosti meira en helming stofnfjár- ins í sparisjóðnum. Láti nægilega margir stofnfjáreigendur blekkjast verður því ekkert af neinum kaupum á stofnfé.“ isjóði Reykjavíkur og nágrennis gerðu stofnfjáreigendum ný kauptilboð um helgina tökin um SPRON harðna enn                                                      !   "                                       # $   %&     % '    #  !( "      %&        # $   #  (!(       Tafla 1. Tafla 2.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.