Morgunblaðið - 30.07.2002, Síða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 35
ATVINNUHÚSNÆÐI
Til leigu
atvinnuhúsnæði
1. Tvö góð skrifstofuherb. í miðbænum.
Kaffiaðstaða og snyrting.
2. 400 fm skrifstofuhúsnæði í góðu húsi
við Austurvöll.
3. 1.500 fm skrifstofu/þjónustuhúsnæði
neðst við Borgartún. Mjög góð stað-
setning. Malbikuð bílastæði.
4. 600 fm lagerhúsnæði, þar af 100 fm
skrifstofur við Garðatorg, Garðabæ.
5. 500 fm húsnæði fyrir matvælaiðnað
með kælum og frystum í Hagkaups-
húsinu Garðatorgi, Garðabæ. Næg
bílastæði, góð gámaaðstaða.
6. Til leigu 10 bílastæði við Tryggva-
götu, v/Naustið.
Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf.
Upplýsingar gefur Karl í síma
892 0160.
FYRIRTÆKI
Snyrtifræðingar
Ein flottasta snyrtistofa í Reykjavík til
sölu. Frábært tækifæri.
Upplýsingar í síma 698 7277.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Útboð KAR-11A
Slóðagerð við Kárahnjúkastíflu
Undirbúningsverk 2002
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í slóðagerð
m.a. að fyrirhuguðu stæði bráðabirgðabrúar,
borun og sprengingar á áformuðu námusvæði
ásamt því að hlaða og þjappa tilraunafyllingu
sem og gryfjugröft á fyrirhuguðu fram-
kvæmdasvæði við Kárahnjúkastíflu.
Útboðið er með fyrirvara um framkvæmdaleyfi
sveitarstjórna.
Helstu magntölur:
Fastur gröftur fyrir vegslóða 50.000 m3
Bergboltar 200 stk.
Steypustyrktarnet 500 kg
Verklok eru 1. desember 2002, verkið er áfanga-
skipt.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands-
virkjunar, innkaupadeild, Háaleitisbraut 68,
103 Reykjavík, frá og með miðvikudeginum
31. júlí nk. gegn óafturkræfu gjaldi kr. 7.000
fyrir hvert eintak.
Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 21. ágúst
2002 kl. 11:00, á sama stað, að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
Útboð KAR-14a
Gerð vegslóða vegna Kárahnjúkavirkjunar
Undirbúningsverk 2002
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í gerð veg-
slóða og graftar að gangamunnum Aðganga
1 á Teigsbjargi og Aðganga 2 við Axará. Jafn-
framt vinnu við fyllingar með hæfu efni í vinnu-
búðareiti hjá viðkomandi gangamunnum
ásamt gerð og frágangi á vatnsbólum og
rotþróm.
Útboðið er með fyrirvara um framkvæmdar-
leyfi sveitarstjórna.
Helstu magntölur:
Laus gröftur 37.000 m3
Fastur gröftur 10.000 m3
Fyllingar í vegslóða 36.000 m3
Fyllingar í vinnubúðareiti 46.000 m3
Rotþró (10.000 l) 2 stk
Skolplögn (ø 110 PVC/PEH) 100 m
Vatnslögn (PN 10, PEH 50 mm) 500 m
Bergboltar 200 stk.
Steypustyrktarnet 500 kg
Verklok á vegslóðum og búðareitum er 15. nóv-
ember 2002 en frágangi að öðru leyti 1. desem-
ber 2002.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands-
virkjunar, innkaupadeild, Háaleitisbraut 68,
103 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum
1. ágúst nk. gegn óafturkræfu gjaldi kr. 4.000
fyrir hvert eintak.
Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 21. ágúst
2002 kl. 14:00, á sama stað, að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
SMÁAUGLÝSINGAR
TILKYNNINGAR
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur,
Síðumúla 31,
s. 588 6060.
Miðlarnir, spámiðlarnir og hug-
læknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen, Bíbí Ólafsdóttir,
Ingibjörg Þengilsdóttir, Erla
Alexandersdóttir, og Garðar
Björgvinsson michael-miðill
starfa hjá félaginu og bjóða fé-
lagsmönnum og öðrum uppá
einkatíma.
Upplýsingar um félagið, einka-
tíma og tímapantanir eru alla
virka daga ársins frá kl. 13—18.
Utan þess tíma er einnig hægt
að skilja eftir skilaboð á sím-
svara félagsins.
Netfang: mhs@vortex.is .
Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur
starfar í nánum tengslum við Sál-
arrannsóknarskólann á sama stað.
SRFR.
KENNSLA
■ www.nudd.is
FÉLAGSLÍF
31. júlí miðvikudagskvöld.
Sumarkvöld við Tröllafoss í
Leirvogsá í Mosfellssveit.
Um 3 klst. ganga. Brottför frá
BSÍ kl. 19.30. Verð 1.000/1.200.
Verslunarmannahelgi 2002
með FÍ:
Fjölskylduhelgi í Þórsmörk 2.—
5. ágúst; göngur, leikir, grill.
Hraðganga um Laugaveginn
2.—5. ágúst. Fossar í Þjórsá
3.—4. ágúst (uppselt). Lónsör-
æfi 31. júlí—3. ágúst (uppselt).
Þjórsárver 2.—7. ágúst (upp-
selt).
Trússferð um Laugaveginn
1. ágúst, 3 sæti laus. Kjalvegur
hinn forni 7. ágúst, nokkur sæti
laus. Norðurárdalur — Hjalta-
dalur 10. ágúst, nokkur sæti
laus. Þverbrekknamúli —
Karlsdráttur - Hvítárnes 9.—
11. ágúst, helgarferð, ný ferð.
Fimmvörðuhálsganga
9.—11. ágúst.
Sími FÍ 568 2533. www.fi.is,
textavarp RUV bls. 619.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
✝ Jóna GuðbjörgGuðmundsdóttir
fæddist í Reykjavík
13. desember 1920.
Hún lést á Drop-
laugarstöðum
sunnudaginn 21. júlí
síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sesselja Stef-
ánsdóttir húsfreyja í
Reykjavík, dóttir
Stefáns Hannesson-
ar smiðs og sjó-
manns frá Litla-
Botni í Hvalfirði og
Guðrúnar Matthías-
dóttur veitingakonu í Reykjavík
frá Fossá í Kjós og Guðmundur
Jónsson verkstjóri í Reykjavík,
sonur Jóns Jónssonar sjómanns
Tjarnarkoti í Vogum og Salvar-
ar Guðmundsdóttur húsfreyju
og verkakonu úr Kópavogi.
Systkini Guðbjargar eru: Ívar
f. 1912, d. 1996, Kristín f. 1913,
d. 2001, Hans f. 1914, d. 1967,
Guðfinna f. 1917, d. 1994, Guð-
mundur f. 1919, Magnúsína f.
1922, Arndís f. 1924, d. 2001,
Jón f. 1926, d.1975 og Susie f.
1929.
Guðbjörg ólst upp í Reykja-
vík. Faðir hennar lést þegar hún
var níu ára og var
hún þá sett í fóstur
til hjónanna Guð-
laugar Jónsdóttur
og Ólafs Eyjólfs-
sonar að Saurbæ á
Kjalarnesi. Hjá
þeim átti hún heim-
ili þar til hún fór að
sjá fyrir sér sjálf.
Guðbjörg giftist
24. nóvember 1941
Óskari Þóri Guð-
mundssyni f. 8. júlí
1920. Þau slitu sam-
vistir. Barn þeirra
er Sölvi f. 15.8.
1942 eiginkona Oddný J. Eyj-
ólfsdóttir og eiga þau einn son.
Guðbjörg giftist 1. febrúar
1948 Guðmundi Guðmundssyni
f. 19. júlí 1924, d. 12. nóvember
1972. Synir þeirra eru: 1) Páll
Helgi f. 15.9. 1947 eiginkona
Guðleif Guðlaugsdóttir, eiga þau
tvo syni, einn fósturson og fimm
barnabörn. 2) Guðmundur f. 4.
10. 1956, eiginkona Sigríður
Arna Kristmundsdóttir, eiga
þau þrjú börn. Fyrir átti Guð-
mundur eina dóttur.
Útför Guðbjargar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 15.
Afrekskona er látin.
Guðbjörg móðursystir mín er í
mínum huga stærri og meiri forkur
en kvenhetjur fornsagnanna til
samans. Gugga, eins og hún var
ætíð nefnd af frændgarðinum, hefir
staðist þá raun að berjast áfram,
án þess að líta um öxl, með þeirri
fötlun sem á hana var lögð fyrir
naumlega hálfri öld. Heilablóðfall,
sem olli bæði lömun og málleysi,
laust hana er hún gekk með yngsta
son sinn. Gugga lá máttvana alla
meðgönguna og aðeins augun voru
virk. Sonur hennar fæddist heill á
húfi og baráttan hófst við að koma
sér á fæturna. Þrotlausar æfingar
og talkennsla til fleiri ára gerðu
henni fært að bjarga sér til flestra
verka og sjá um sitt heimili. Það
var stór missir þegar Guðmundur,
maður hennar, lést fyrir um það bil
þrjátíu árum. Guðmundur var
dugnaðarforkur þrátt fyrir að hann
var einnig mikill sjúklingur. Eftir
lát hans hélt Gugga heimili ein.
Gugga frænka átti jafnt bjart-
sýni, stórt skap og óbilandi kjark
að ættarfylgju. Gugga gat allt og
þáði ógjarnan aðstoð frá öðrum:
Fólk á förnum vegi hljóp gjarnan
til og rétti henni hönd yfir snjó-
skafl eða upp í strætó; þá reisti
hún höfuðið með votta af þótta og
viðkvæðið var jafnan stutt og lag-
gott; ég get sjálf!
Gugga var afkastamikil hann-
yrðakona, hún hafði unnið við
saumaskap uns hún veiktist. Gugga
hafði verið rétthent en nú var
hægri höndin alveg ónýt. Ekki var
látið þar við sitja̧vinstri höndin var
burðugri og nú tók hún við hlut-
verki þeirrar hægri og afrakstur-
inn lét ekki á sér standa. Postulíns-
málun, fínasta bróderí og hvers
kyns saumaskapur streymdi frá
henni. Það var ótrúlegt að sjá hana
þetta mikið fatlaða við hannyrð-
irnar og liggja einhver firn af lista-
verkum eftir hana hjá ættingjum
og vinum.
Gugga var víðsigld eins og sagt
var í denn. Hún ferðaðist mikið
með Guðmundi, manni sínum, á
meðan hans naut við og eins fór
hún árlega, oftast til sólarlanda,
meðan kraftar leyfðu. Gugga reykti
til fleiri ára (það er líka ættar-
fylgja). Hún lét þó af þeim ósið fyr-
ir mörgum árum; sagðist frekar
vilja ferðast fyrir andvirði tóbaks-
ins. Ég spurði hana nokkrum árum
eftir að hún hætti að reykja hvort
hana langaði aldrei í sígarettu.
Alltaf var svarið sem ég fékk: En
ég vel að fara til útlanda fyrir aur-
ana.
Gugga var laus við alla vellu,
hún var afar viljug líkt og systkini
hennar öll og orðskrípið að nenna
var ekki til í orðaforða þeirra: Það
gátu verið ótal ástæður fyrir því að
hlutirnir voru ekki gerðir, en þau
nenntu öllu.
Gugga hafði yndi af börnum og
sýndi sínar mýkstu hliðar þegar
hún var að passa barnabörnin og
hjalaði við þau. Synirnir þrír, sem
allir hafa verið boðnir og búnir til
þess að hjálpa mömmu sinni, hafa
oft orðið fyrir vonbrigðum með það
hve Gugga var mikill sjálfbirging-
ur; þeir hefðu gjarnan viljað fá að
dekra svolítið meira við mömmu
sína og samkvæmt öllum kokka-
bókum hefði hún átt að veita sér
þann munað að rella svolítið í þeim.
Guggu frænku mun ég minnast
sem hetju og einsog áður er sagt
hef ég ekki heyrt um þær konur að
þær hafi skákað frænku minni;
Gugga hefði ekki séð eftir hárkoll-
unni allri hefði hún verið beðinn
um streng í boga.
Kæra frænka! Ég bið þér góðrar
ferðar í hinsta sinn.
Anna Agnars.
JÓNA GUÐBJÖRG
GUÐMUNDSDÓTTIR
<0
)0
0;; 5% % FG
5%( %-(
;
#
)=% %
+ 0 -% % -.%//%
" % #
*$
0;; .%(3
% % "
4 -5% %
+
&
&%
'& . !#