Morgunblaðið - 30.07.2002, Side 38

Morgunblaðið - 30.07.2002, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                            BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÓLYGINN sagði um listamanninn Tedda að hann væri sterkastur á svellinu í kjálkunum. Þetta er ekki bara vegna þess að Teddi er málglað- ur og skemmtilegur með afbrigðum þegar hann opnar munninn (sem er ósjaldan), heldur líka vegna þess að hann setur þannig fram sjónarhorn sitt, hárfínt næmi og mikið sjálf- sprottið mannvit að hvert einfalt orð fær djúpa merkingu og víðfeðma skír- skotun. Ólyginn hefði mátt bæta því við að það er einmitt þessi einfalda fram- setning sem er líka aðal hans í mynd- listinni, en þar segir hann tíðindi af efnismassanum eins og hann birtist í rekaviði, ryðguðum járnbútum og jafnvel í fölskum tönnum sem eru klumsa í marmaramassa (en sem al- kunna er situr sá massi þétt í sjálfum sér, súpersvalur og fáskiptnari um annarra hagi en annað grjót). Þessi tíðindi af efnismassanum eru margs konar. Þau segja flest af reynslunni að vera til í ýmsum veðr- um, en eru yfirleitt (og það eru töfrar Tedda) háspekilega grundvallandi um hvernig efni sest að í rýminu, hrifsar það til sín og gerir sig að stabílum granna í tilvistarpúslinu. Þessir grannar bíða þín í Perlunni hvern dag fram í húmandi kvöldið þar til áttunda ágúst. Hittu þá. Og ef þú hittir Tedda um leið topparðu tvisvar. GUÐBRANDUR GÍSLASON, framkvæmdastjóri. Teddi í Perlunni Frá Guðbrandi Gíslasyni: Morgunblaðið/Sverrir Teddi við eitt verka sinna í Perlunni. HÖFUÐBÓLIÐ Útskálar í Garði hefur frá fornu fari verið kirkja og til skamms tíma prestsbústaður. Það á sér merka sögu og ætti skilið að sýnd væri meiri virðing en nú er gert. Það tekur mig mjög sárt að sjá hvernig komið er fyrir prestsetrinu gamla. Málið er mér skylt þar sem ég er þar fæddur og uppalinn. Faðir minn, Guðmundur Guðmundsson, var þar sóknarprestur í 34 ár, eða til 1986 er hann lét af starfi. Í tíð síðari presta fór staðnum mjög aftur og lítt skeytt um viðhald. Prestsetrið, byggt 1980, er eða öllu heldur var falleg og reisuleg bygg- ing sem hýsti m.a. barnaskólann þar til skólahúsið í Gerðum var byggt. Húsið er friðað en fyrir nokkrum ár- um var allt innanhúss, veggir, gólf og loft rifið og fleygt út. Hvers vegna veit ég ekki. Skilst mér að það hafi kostað ráðuneytið 10 milljónir króna. Vandaðir gamaldags ofnar lágu fyrir utan og ekkert hugsað um að varðveita. Ég tel að allir velunnarar staðarins eigi heimtingu á að vita hvað ráðamenn sem sjá um prests- setur landsins ætla sér. Er verið að bíða eftir því að húsið grotni algjör- lega niður og fjúki? Vinsamlegast sýnið staðnum meiri sóma. Hann á það skilið. BARÐI GUÐMUNDSSON, Vitastíg 8a, Reykjavík. Merkilegt hús í hættu Frá Barða Guðmundssyni: Útskálar í Garði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.