Morgunblaðið - 01.09.2002, Side 10
10 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á LEIÐTOGAFUNDIESB í Gautaborg í júní ífyrra var ákveðið, aðstefnt skyldi að því aðljúka fyrir árslok 2002
aðildarviðræðum við þau umsóknar-
ríki, sem uppfyllt hefðu aðildarskil-
yrðin og treystu sér til að ganga í
sambandið í ársbyrjun 2004, og þar
með tímanlega til að hinar nýju aðild-
arþjóðir geti tekið þátt í að kjósa nýtt
Evrópuþing. Næstu kosningar til
þess fara fram um mitt ár 2004. Þetta
markmið var ítrekað á leiðtogafund-
inum í Laeken í Belgíu í desember.
Þar sem gera má ráð fyrir að stað-
festingarferli aðildarsamninganna
taki um eitt ár þurfa þeir því að vera
frágengnir ekki seinna en snemma
árs 2003. Ef þetta gengur eftir yrði
klofningur kalda stríðsins í álfunni
endanlega yfirunninn – á fimmtánda
árinu frá því Berlínarmúrinn féll. Hið
„sameiginlega evrópska hús“, títt til-
vitnuð draumsýn Mikhaíls Gorbat-
sjovs fyrrverandi sovétleiðtoga verð-
ur þá loks orðið fokhelt.
Mikið í húfi
Samninganefndir ESB og hinna til-
vonandi nýju aðildarríkja eru því
undir miklu álagi þessa dagana.
Hvert einasta atriði sem samið er um
getur haft bein áhrif á líf milljóna
manna og sett stjórnvöldum bæði í
hinum tilvonandi sem og núverandi
aðildarríkjum sambandsins nýja regl-
uramma sem þau þurfa að taka tillit
til um ókomna tíð.
Það er mikið í húfi. Í þeim tíu ríkj-
um, sem stefna að því að ljúka aðild-
arviðræðum í ár – Eistlandi, Lett-
landi, Litháen, Póllandi, Tékklandi,
Slóvakíu, Ungverjalandi, Slóveníu,
Kýpur og Möltu – búa um 75 milljónir
manna samtals, sem með inngöng-
unni í ESB munu jafnframt verða
hluti af Evrópska efnahagssvæðinu,
EES. Það mun stækka úr 382 millj-
óna manna markaðssvæði (þar af búa
4,8 milljónir í EFTA-ríkjunum í EES;
Íslandi, Noregi og Liechtenstein) í
457 milljóna manna markaðssvæði,
þar sem ríkja munu frjálsir flutningar
á vinnuafli, fjármagni, vörum og þjón-
ustu.
Þar við eiga svo síðar eftir að bæt-
ast Rúmenía og Búlgaría, með sam-
tals rétt rúmlega 30 milljónir íbúa.
Það er hins vegar stærri spurning,
hvort nokkurn tímann mun koma til
þess að Tyrkland fái fulla aðild, þrátt
fyrir að leiðtogar ESB hafi á árinu
2000 lýst landið tilvonandi aðildarríki
og tyrknesk stjórnvöld hafi sýnt að
þeim er full alvara með að hrinda í
framkvæmd þeim umbótum sem
þeim eiga að duga til að fallizt verði á
að hefja aðildarviðræður. Í Tyrklandi
búa nú um 66 milljónir manna og fer
íbúafjöldinn – ólíkt því sem gerist víð-
ast hvar annars staðar í Evrópu –
allört vaxandi.
Vanmáttugt efnahagslíf
Þessar tölur fá þó lítið eitt aðra
merkingu þegar litið er til upplýsinga
um efnahagslíf núverandi og tilvon-
andi aðildarríkja. Þjóðarframleiðsla
allra 12 tilvonandi aðildarríkjanna
(þ.e. án Tyrklands), mæld í evrum,
samsvarar þjóðarframleiðslu Hol-
lands (miðað við tölur frá 1999 og
2000). Mælt með kaupmáttarstuðli
(PPS) voru þjóðartekjur á mann á
árinu 2000 í mið- og austur-evrópsku
umsóknarríkjunum tíu um 39% af
meðaltali þjóðartekna á mann í nú-
verandi 15 ESB-ríkjum. Það er ljóst
að það mun taka hin fátæku fyrrver-
andi kommúnistaríki Mið- og Austur-
Evrópu áratugi að komast á sama vel-
megunarstig og vesturhluti álfunnar.
En þau binda einmitt vonir við að
ESB-aðildin flýti fyrir þessari þróun.
Hagspár gera flestar ráð fyrir að á
næstu árum og áratugum verði hag-
vöxtur í nýju aðildarríkjunum að jafn-
aði mun meiri en í þeim gömlu. Það
muni þó taka nýju aðildarríkin allt að
40 ár eða jafnvel lengur að ná sömu
meðalþjóðartekjum á mann og íbúar
núverandi 15 aðildarríkja njóta. En
fyrir því að slík jöfnun velmegunar í
álfunni muni nást er heldur engin
trygging, sbr. þá staðreynd að þjóð-
artekjur á mann í Grikklandi eru nú
jafn fjarri ESB-meðaltalinu og þegar
landið gekk í sambandið fyrir rúmum
20 árum.
Lítil viðskipti
við Ísland
Vöruviðskipti Íslands við þessi lönd
eru enn lítil. Á árunum 1998-2000 var
verðmæti innflutnings frá mið- og
austur-evrópsku umsóknarríkjunum
tíu á bilinu fimm til sjö milljarðar
króna á ári, eða á bilinu 2,8 til 3,5% af
heildarinnflutningi til landsins. Út-
flutningur er enn minni; á sama tíma-
bili var hann á bilinu 0,8 til 1,1 millj-
arður króna, sem samsvarar á bilinu
0,54 til 0,7% heildarútflutnings. Þó
hafa um árabil verið í gildi fríverzl-
unarsamningar við þessi ríki, sem
EFTA gerði við þau.
Nokkur íslenzk fyrirtæki hafa farið
út í nokkrar fjárfestingar í þessum
löndum, einkum í Eystrasaltslöndun-
um þar sem norrænir fjárfestar eru
mjög áberandi, en þær eru þó hverf-
andi sem hlutfall af heild erlendra
fjárfestinga í umræddum löndum.
Hvers vegna stækkun?
Rétt er, áður en lengra er haldið, að
rifja upp aðalröksemdirnar fyrir því
að Evrópusambandið opni raðir sínar
fyrir fyrrverandi kommúnistaríkjun-
um í Mið- og Austur-Evrópu.
Í kjölfar falls Berlínarmúrsins og
hruns „austurblokkarinnar“ eins og
áhrifasvæði Sovétríkjanna í austur-
hluta Evrópu var gjarnan kallað,
komust leiðtogar ESB að þeirri nið-
urstöðu að það væri bæði beinlínis
siðferðileg skylda Evrópuþjóða og
jafnframt nauðsynlegt fyrir stöðug-
leikann í álfunni að yfirvinna hinn
sögulega klofning kalda stríðsins með
varanlegum hætti. Bezta leiðin til
þess væri að opna raðir Evrópusam-
bandsins fyrir hinum nýju lýðræðis-
ríkjum í austurhluta álfunnar. Þannig
var markið sett á að færa út svæði
friðar, stöðugleika og velmegunar í
álfunni, öllum Evrópuþjóðum til
hagsbóta.
Þá eru líka tínd til efnahagsleg rök.
Verulegs efnahagslegs ávinnings sé
vænzt af stækkuninni, strax frá
fyrsta degi aðildar fyrir tilvonandi
nýju aðildarríkin, sem þar með fá að
njóta til fullnustu kosta innri mark-
aðarins sem og stuðningsáætlana
sambandsins við atvinnuþróun og
uppbyggingu, en meira til lengri tíma
litið fyrir hin eldri. Áþreifanlegasti
ávinningur hinna síðarnefndu er
stærri „heimamarkaður“ fyrir fram-
leiðsluvörur þeirra og þjónustu og
þannig aukinn hagvöxtur og fjölgun
starfa. Loks muni stækkunin augljós-
lega auka áhrif ESB í alþjóðakerfinu,
sem á tímum hnattvæðingar komi öll-
um aðildarríkjunum vel. Þessar rök-
semdir er þarft að hafa í huga við
hvers konar skoðun stækkunarferlis-
ins.
Efasemdum um að stækkunin til
austurs sé fýsileg svara formælendur
hennar gjarnan með því að benda á
hverjar afleiðingarnar yrðu af því að
hætta við allt saman, þ.e. að halda
Mið- og Austur-Evrópuríkjunum ut-
an við sambandið.
Íslenzk stjórnvöld hafa ítrekað lýst
stuðningi sínum við stækkunarferli
Evrópusambandsins. Nýjasta dæmið
um það eru ummæli Halldórs Ás-
grímssonar utanríkisráðherra á ráð-
herrafundi Norðurlandanna og
Eystrasaltsríkjanna þriggja sem
Lokaspretturinn hafinn að samningum um stækkun Evrópusambandsins til austurs
Morgunblaðið/Auðunn
Séð yfir Prag Stefnt er að því að um 75 milljónir Mið- og Austur-Evrópubúa bætist í hóp borgara Evrópusambandsins
og Evrópska efnahagssvæðisins á árinu 2004. Fjölgar þá aðildarríkjum ESB úr 15 í 25.
Stefnt er að því að ljúka
fyrir lok þessa árs samn-
ingaviðræðum um Evr-
ópusambandsaðild átta
ríkja í Mið- og Austur-
Evrópu, auk Miðjarð-
arhafseyríkjanna Möltu
og Kýpur. Nú á loka-
spretti viðræðnanna er tekizt á um viðkvæmustu
og erfiðustu úrlausnarefnin. Af þessu tilefni hefur
Auðunn Arnórsson heimsótt höfuðborgir flestra
umsóknarríkjanna og tekið saman greinaflokk um
stækkun ESB til austurs. Í þessari upphafsgrein
lýsir hann aðildarviðræðunum almennt. Í grein-
unum sem á eftir fylgja verður sjónum beint að
fyrrverandi austantjaldsríkjunum sem bíða að-
ildar, frá Eistlandi í norðri til Slóveníu í suðri.
Stökkbreyting á
skipulagi Evrópu