Morgunblaðið - 01.09.2002, Qupperneq 26
LISTIR
26 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju
fagnar 20 ára afmæli sínu, en hann
var stofnaður 7. september árið 1982.
Viðburðaríkur vetur er framundan og
hefst með afmælistónleikum annað
kvöld í Hallgrímskirkju kl. 20. Í des-
ember flytur kórinn Jólaóratóríu
Bachs með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands og Elía eftir Mendelssohn á
Kirkjulistahátíð í maí 2003. Þá munu
afmælisrit og geisladiskar með fjöl-
breyttu efni líta dagsins ljós.
„Kórnum var hóað saman með
stuttum fyrirvara til að syngja lítinn
sálm í Bachkantötu á tónleikum með
ungum þýskum barítonsöngvara,
Andreasi Schmidt að nafni og á und-
anförnum tveimur áratugum hefur
Mótettukórinn fetað heillastigu og er
löngu kominn í röð fremstu kóra á Ís-
landi,“ segir Halldór Hauksson einn
af kórfélögunum.
„Kórfélagar og stjórnandi þeirra,
Hörður Áskelsson, hafa ákveðið að
halda veglega upp á tímamótin og því
hefur komandi starfsár á sér mikinn
hátíðarblæ,“ segir Halldór.
Óttusöngvar á vori
á afmælistónleikum
Fyrsti viðburður vetrarins eru sér-
stakir afmælistónleikar á sunnudags-
kvöld, sem eru um leið lokatónleikar
Sumarkvölda við orgelið að þessu
sinni. Flutt verður tónlist sem hefur
komið mikið við sögu Mótettukórsins
í gegnum árin. Meginverkið á efnis-
skránni eru Óttusöngvar á vori eftir
Jón Nordal, en þeir hljómuðu fyrst í
flutningi félaga úr Mótettukórnum í
Skálholtskirkju sumarið 1993. Í Óttu-
söngvunum stíga einsöngvararnir
Sigrún Hjálmtýsdóttir og Sverrir
Guðjónsson á svið með kórnum ásamt
organistanum Douglas A. Brotchie,
Ingu Rós Ingólfsdóttur sellóleikara
og Eggerti Pálssyni slagverksleikara.
„Önnur verk á tónleikunum eru
Kvöldbænir Þorkels Sigurbjörnsson-
ar, sem voru samdar fyrir Mótettu-
kórinn, og sálmarnir Víst ertu, Jesú,
kóngur klár, Dýrð, vald, virðing og
Svo stór synd engin er. Texti allra
þessara verka er eftir Hallgrím Pét-
ursson, sem er til marks um þann sess
sem höfundur Passíusálmanna skipar
í íslenskri trúarmenningu og í efnis-
skrá Mótettukórsins,“ segir Halldór.
„Mótettukórinn mun flytja tvö af
stórvirkjum kórbókmenntanna með
Sinfóníuhljómsveit Íslands í vetur,
annars vegar Jólaóratóríu Johanns
Sebastians Bachs á aðventutónleikum
SÍ í byrjun desember, og hins vegar
óratóríuna Elía eftir Felix Mendels-
sohn á Kirkjulistahátíð í lok maí 2003.
Á síðarnefndu tónleikunum fær kór-
inn gamla kórfélaga til liðs við sig og
er vonast til að söngvararnir verði á
annað hundrað talsins. Íslenskir og
erlendir einsöngvarar koma fram við
bæði tækifærin og er sérlega ánægju-
legt að hinn gamli og góði vinur kórs-
ins, Andreas Schmidt, sem nú er í
fremstu röð söngvara í heiminum,
skuli verða með í báðum verkunum.“
Tónlist Bachs hefur ætíð verið fyr-
irferðarmikil á efnisskrám Mótettu-
kórsins og á því verður ekki gerð nein
undantekning á afmælisárinu. „Auk
Jólaóratóríunnar mun kórinn flytja
allar mótettur meistarans á lokatón-
leikum Kirkjulistahá-
tíðar næsta vor. Mót-
ettukórinn hefur
glímt við þessi vand-
fluttu og sígildu verk
frá fyrstu tíð og hefur
einu sinni áður flutt
þau öll á tónleikum.
Að þessu sinni mun
nýsamin tónlist
tengja mótetturnar
og mynda einskonar
tónlistarbrýr á milli
þeirra. Að loknum
tónleikunum á
Kirkjulistahátíð er
stefnt að því að flytja
þessa efnisskrá á
Bachslóðum í Saxlandi og í Prag, höf-
uðborg Tékklands.“
Afmælisrit og geisladiskur
Ný tónlist verður einnig á dagskrá
EBU-tónleika sem Ríkisútvarpið
sendir út til fjölmargra landa í desem-
ber. Þá munu Mótettukórinn og
Schola cantorum endurflytja Jóla-
óratóríu Johns A. Speights ásamt ein-
söngvurum og Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands. Verkið var frumflutt í fyrra.
„Auk þessa viðamikla tónleika-
halds og messusöngs í Hallgríms-
kirkju, sem er mikilvægur þáttur í
starfinu, mun Mótettukórinn láta til
sín taka á útgáfusviðinu á afmælis-
árinu. Gefið verður út afmælisrit sem
rekur sögu kórsins og út koma geisla-
diskar með söng kórsins. Þar ber ef til
vill hæst Passíu eftir Hafliða Hall-
grímsson, sem Mótettukórinn flytur
ásamt kammersveit og einsöngvurun-
um Mary Nessinger og Garðari Thór
Cortes. Diskurinn verður gefinn út á
heimsvísu af hinu þekkta finnska út-
gáfufyrirtæki Ondine í byrjun næsta
árs.“
Mótettukórinn er að leita að nokkr-
um nýjum söngvurum nú í byrjun
vetrarstarfsins og verða inntökupróf
á miðvikudag og á föstudasg kl. 17–
19. Áhugasamir skrái sig í Hallgríms-
kirkju.
Mótettukór Hallgrímskirkju
Tvær orator-
íur og mótett-
ur Bachs á
afmælisári
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Mótettukór Hallgrímskirkju fagnar tuttugu ára afmæli með hátíðartónleikum í dag.
Jón Nordal Andreas Schmidt
„KLASSÍSK verk hafa skipað veglegan sess
á verkefnaskrá leikhússins undanfarin ár.
Nú verður nokkur breyting þar á því lögð
er áhersla á leikrit sem sprottin eru úr
samtímanum, bæði ný erlend og íslensk
verk og verða sex ný spennandi íslensk
leikrit væntanlega frumsýnd í vetur“ segir
Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri.
„Óvenju mörg íslensk verk sem flest hver
gerast í íslenskum samtíma. Þau taka dálít-
ið hressilega á samskiptum fólks á okkar
dögum. Úti í Evrópu eru yngri höfundar að
skrifa um þennan hráa veruleika samtím-
ans. Nú þurfum við ekki að flytja inn þessi
verk þar sem við erum að fá verk frá okk-
ar eigin höfundum um þetta efni.“ Á stóra
sviðinu verður fyrsta frumsýning á Lífið
þrisvar sinnum eftir Yasminu Reza.
„Þetta er nýtt verk eftir eitt vinsælasta
leikskáld samtímans, höfund Listaverksins
sem Þjóðleikhúsið sýndi við frábærar und-
irtektir fyrir fáum árum.“ Leikstjóri er
Viðar Eggertsson Halti Billi eftir Martin
McDonagh gerist á afskekktri eyju á vest-
urströnd Írlands. Þar telst til stórtíðinda
þegar gæs bítur í rófuna á ketti. Billi,
„bæklaði strákurinn sem starir á kýr“, læt-
ur sig dreyma um að komast burt. Skyndi-
lega býðst óvænt tækifæri til að kynnast
hinum stóra heimi. Leikstjóri er Þórhallur
Sigurðsson. Með fullri reisn eftir Terrence
McNally og David Yazbek er nýr banda-
rískur söngleikur, byggður á hinni geysi-
vinsælu kvikmynd The Full Monty. Jerry er
atvinnulaus og fráskilinn og ef honum tekst
ekki að afla fjár til að borga meðlagið
verður honum meinað að umgangast son
sinn. Þá fær hann fáránlega, geggjaða… og
frábæra hugmynd. Leikstjóri er Kenn Old-
field. Rauða spjaldið er nýtt leikrit eftir
Kjartan Ragnarsson og Sigríði Margréti
Guðmundsdóttur.
„Á ég að gæta bróður míns eða á hann
að gera það sjálfur?“ er meginspurning
verksins. „Þetta er áleitið og nærgöngult
spennuleikrit um knattspyrnukappa, sjón-
varpsstjörnur og lífið á bak við glans-
myndir fjölmiðlanna. Beint úr íslenskum
samtíma.“ Leikstjóri er Kjartan Ragn-
arsson. Allir á svið! er breskur farsi eftir
Michael Frayn sem frumsýndur verður eftir
áramót.
Fimm ný íslensk verk á litlu sviðunum
Stefán segir að í vetur verði sérstök
áhersla lögð á flutning nýrra íslenskra
verka. Þau eru Laugavegur brennur eftir
Bjarna Jónsson. Þar er fjallað um íslenskt
nútímafólk sem er staðráðið í að búa sem
best í haginn fyrir sjálft sig og framkvæmir
með hugsunina eina að vopni en veit ekki
fyrr en tilfinningarnar skella í bakið á því.
Og þeir sem ekki halda haus, þeir fara í
kaf… Viðar Eggertsson leikstýrir.
Viktoría og Georg er nýtt leikrit eftir
Ólaf Hauk Símonarson sem frumsýnt verð-
ur nú í september.
Verkið byggist á ástarsambandi sænsku
skáldkonunnar Viktoríu Benedictsson og
danska bókmenntajöfursins Georgs Brand-
esar. Árið 1888 framdi Viktoría sjálfsmorð
á hótelherbergi í Kaupmannahöfn. Hver
var orsök þessa harmleiks? „Þetta er sterkt
verk um átök kynjanna.“ Leikstjóri er Hlín
Agnarsdóttir Rakstur er leikrit eftir Ólaf
Jóhann Ólafsson sem gerist árið 1969 á lít-
illi rakarastofu í miðbæ Reykjavíkur.
Fyrstu mennirnir eru að lenda á tunglinu,
hárið að síkka og pilsin að styttast! Ver-
öldin breytist á ógnarhraða og breyting-
arnar bjóða sumum upp á ný tækifæri en
ógna öðrum. „Nýtt og seiðmagnað verk
sem kemur á óvart.“ Pabbastrákur heitir
nýtt leikrit eftir Hávar Sigurjónsson. Þar
segir frá föður sem á erfitt með að sætta
sig við þá staðreynd að sonur hans er sam-
kynhneigður. „Þetta er ögrandi og óvenju-
legt verk um fordóma og ást í ýmsum
myndum. Leikstjóri er Hilmar Jónsson. Frá
fyrra leikári verða teknar upp fjórar sýn-
ingar. Veislan eftir Thomas Vinterberg og
Mogens Rukov, Með fulla vasa af grjóti eft-
ir Marie Jones, Jón Oddur og Jón Bjarni
eftir Guðrúnu Helgadóttur og Karíus og
Baktus eftir Thorbjörn Egner.
Frumsýningar í leiksmiðju
„Þá er ótalin starfsemi Leiksmiðju Þjóð-
leikhússins sem er ætlað að vera vett-
vangur framsækinnar leiklistar og tilrauna
af ýmsu tagi. Í vetur erum við að uppskera
frá starfi leiksmiðjunnar á síðasta ári þar
sem aðaláherslan var lögð á höfundana og
hlutverk þeirra í leikhúsinu. Afrakstur þess
má sjá með ýmsum hætti í leikhúsinu í vet-
ur. Nú eru fjórir höfundar á starfslaunum,
Birgir Sigurðsson, Karl Ágúst Úlfsson,
Linda Vilhjálmsdóttir og Páll Baldvin Bald-
vinsson. Þá höfum við keypt verk í smíðum
af Hrafnhildi Hagalín og Kristjáni Þórði
Hrafnssyni. Í leiksmiðjunni verður boðið
upp á ýmsar óvæntar sýningar og uppá-
komur, jafnt innan leikhússins sem utan.
Meðal verkefna er óvenjulegt en snjallt
verk eftir hið unga efnilega skáld Sigtrygg
Magnason, leikrit bresku skáldkonunnar
Söru Kane, leikverk eftir tvo unga argent-
ínska höfunda og ítalski einleikurinn
Nítjánhundruð eftir Allessandro Baricco,“
segir Stefán Baldursson að lokum.
Starfsár Þjóðleikhússins að hefjast
Íslensk og erlend
samtímaverk
Morgunblaðið/Arnaldur
Leikendur, höfundur og aðstandendur fyrstu tveggja sýninganna í Þjóðleikhúsinu í haust.