Morgunblaðið - 01.09.2002, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 33
sé að bola honum frá völdum. Hvort og hvenær
kemur að því á að ráðast af allsherjar forgangs-
röðun okkar í þjóðaröryggismálum. Helsta for-
gangsverkefni okkar sem stendur, líkt og forset-
inn hefur ítrekað lagt áherslu á, er baráttan
gegn hryðjuverkum. Sem stendur myndi árás á
Írak stefna þeirri alþjóðlegu baráttu sem við höf-
um hafið gegn hryðjuverkum í hættu og jafnvel
gera út af við hana.“
Scowcroft bendir á að stríðsrekstur myndi
verða þungur baggi á bandarísku efnahagslífi og
raunar heimsins alls. Þá sé ekki hægt að útiloka
að Saddam beiti gjöreyðingarvopnum sínum.
Hugsanlegt sé að hann muni ráðast gegn Ísrael
er gæti kallað á ísraelska gagnárás, jafnvel með
kjarnavopnum. Þá megi ekki gleyma að líklega
tæki langt og umfangsmikið hernám við af stríð-
inu.
Langalvarlegust séu þó áhrifin á baráttuna
gegn hryðjuverkum og á stöðu Bandaríkjanna í
Mið-Austurlöndum.
James A. Baker ritar grein í The New York
Times um síðustu helgi. Hann dregur ekki í efa
að rétt sé að stuðla að stjórnarskiptum í Írak og
segir að líklega sé eina leiðin til þess að beita
herafli. Hins vegar leggur hann áherslu á að það
verði að gera með réttum hætti. Baker segir
m.a.: „Þótt Bandaríkin munu örugglega ná
markmiðum sínum verðum við að leggja áherslu
á að við stöndum ekki ein í þessari baráttu og
forsetinn á að hafna ráðgjöf þeirra er leggja slíkt
til. Kostnaðurinn yrði meiri á öllum sviðum og
það sama á við um hina pólitísku áhættu, jafnt
innanlands sem utan, ef við stöndum ein uppi að
lokum eða þá ásamt einum til tveimur ríkjum.“
Baker leggur til að Bandaríkin berjist fyrir því
að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki
stutta og hnitmiðaða ályktun þar sem þess er
krafist að Íraksstjórn leyfi umfangsmikið vopna-
eftirlit hvar sem er, hvenær sem er og án nokk-
urra undantekninga og að leyft verði að beita öll-
um tiltækum meðulum til að ná fram þessu
markmiði. Baker heldur áfram: „Þótt tæknilega
séð hafi Sameinuðu þjóðirnar nú þegar lagalegt
vald til að grípa til aðgerða gegn Írak hefur það
dregið úr því valdi að ekki var gripið til aðgerða
um leið og Saddam henti vopnaeftirlitsmönnun-
um út. Að fara fram á nýtt leyfi er nauðsynlegt,
jafnt pólitískt sem í reynd, og mun auðvelda okk-
ur að afla alþjóðlegs stuðnings.“
Baker rifjar upp að árið 1990 hafi því einnig
verið haldið fram að það væri hættulegt að fara
fram á leyfi Sameinuðu þjóðanna og eiga á hættu
að beiðninni yrði hafnað. Hann segir að með því
að fara þessa leið nái Bandaríkin siðferðilegum
undirtökum í umræðunni og þau ríki sem kjósa
að greiða atkvæði gegn slíkri ályktun verði að
gera grein fyrir því, hvers vegna þau styðji út-
lagastjórn og útbreiðslu gjöreyðingarvopna. Og
jafnvel þótt ályktun af þessu tagi yrði ekki sam-
þykkt gæti Bandaríkjastjórn, á grundvelli 51.
greinar stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem
tryggir rétt ríkja til að beita sjálfsvörn, vegið
kosti og galla þess að grípa til aðgerða upp á eig-
in spýtur.
Hann segir einnig að ekki megi horfa fram hjá
því að það, hvernig stefna Bandaríkjanna í deilu
Ísraela og Palestínumanna hafi verið túlkuð víðs
vegar um heim, auðveldi ekki málin. Það megi
ekki gerast að sú deila verði tengd við málefni
Írak. Því verði Bandaríkin að þrýsta rækilega á
um breytingar í anda þeirrar ræðu er Bush flutti
í júní síðastliðnum.
Andstaða í
Evrópu
Þrátt fyrir að Banda-
ríkjastjórn virðist
staðráðin í því að
stuðla að stjórnar-
skiptum hefur henni orðið lítið ágengt í að afla
sér stuðnings meðal helstu bandamanna sinna.
Jafnvel breska stjórnin, sem yfirleitt hefur stað-
ið við hlið Bandaríkjastjórnar í málum sem þess-
um, er vægast sagt tvístígandi í stuðningi sínum.
Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hefur
lýst sig andvígan hernaðaraðgerðum en Edmund
Stoiber, kanslaraefni CDU/CSU í kosningunum í
haust, hefur ekki viljað útiloka þann kost. Þá hef-
ur Jacques Chirac Frakklandsforseti lýst því yf-
ir að hann telji að öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna verði að fjalla um málið.
Enginn stuðningur virðist heldur vera við að-
gerðir meðal arabaríkja. Sádí-Arabía hefur lýst
því yfir að ekki verði fallist á að Bandaríkin noti
herstöðvar sínar þar í hernaði gegn Írak. Egypt-
ar, sem hafa sömuleiðis verið einn helsti banda-
maður Bandaríkjanna í þessum heimshluta, hafa
lýst yfir andstöðu við áform Bandaríkjastjórnar.
Þá má heldur ekki gleyma því að í Bandaríkj-
unum sjálfum á sér nú stað mikil umræða um
málið. Jafnvel í Repúblikanaflokknum eru mjög
skiptar skoðanir um hvað beri að gera, líkt og
greinar Bakers og Scowcrofts eru til marks um.
Þótt George W. Bush og áhrifamenn í stjórn
hans séu sannfærðir um réttmæti þess að hefja
árásir á Írak hefur þeim ekki tekist að sannfæra
þá bandamenn sem þeir verða að hafa sér við
hlið ef til átaka kemur. Skoðanakannanir í
Bandaríkjunum sýna sömuleiðis fram á að dreg-
ið hafi úr stuðningi við aðgerðir meðal almenn-
ings.
Það væri vægast sagt varhugavert ef Banda-
ríkin myndu ráðast gegn Írak án þess að um það
ríkti sæmileg sátt. Slíkt hefði hættulegt fordæm-
isgildi í heimsmálum. Væntanlega myndu önnur
ríki vísa til þessa í framtíðinni ef þau telja sér
stafa ógn af nágrannaríki. Væri til dæmis rétt-
lætanlegt að Indland myndi stuðla að stjórn-
arskiptum í Pakistan með herafli?
Í sjálfu sér dregur enginn í efa að Bandaríkin
muni hafa sigur í slíkri baráttu. Hins vegar gæti
stríð kostað miklar fórnir. Þótt sumir ráðgjafa
Bush hafi haldið því fram síðastliðið ár að hægt
verði að sigra Saddam Hussein með tiltölulega
litlum tilkostnaði væri hættulegt að treysta á
slíkt. Mun líklegra er að senda verði hundruð
þúsunda hermanna til Persaflóa og að þúsundir
muni falla. Líkt og Scowcroft bendir á er ekki
hægt að útiloka að Hussein muni beita gjöreyð-
ingarvopnum. Og hvað á að taka við að stríðinu
loknu? Hyggjast Bandaríkin ein og óstudd her-
nema og byggja upp Írak á nýjan leik?
Saddam Hussein er vissulega meðal hættuleg-
ustu leiðtoga veraldar. Árum saman hefur hann
virt ályktanir Sameinuðu þjóðanna að vettugi.
Hann hefur beitt efnavopnum gegn sinni eigin
þjóð. Sú tilhugsun að hann ráði yfir kjarnorku-
vopnum er skelfileg. Bandarískur einleikur gæti
hins vegar ekki síður haft alvarlegar afleiðingar.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Við Lakagíga
Yfirlýsingar síðustu
daga eru þess eðlis
að erfitt er að sjá
hvernig hægt verð-
ur að breyta um
stefnu nema til komi
stórkostlegar til-
slakanir af hálfu
íraska leiðtogans
eða þá að atburðir
annars staðar í
heiminum geri að
verkum að fresta
verði herförinni
gegn Saddam
Hussein.
Laugardagur 31. ágúst