Morgunblaðið - 01.09.2002, Side 46

Morgunblaðið - 01.09.2002, Side 46
46 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í SUMAR hefur eftirlit lögreglu með umferðinni verið aukið mjög og er það vel. Mér virðist ein tegund far- artækja þó hafa orðið útundan. Það eru hestakerrur og þá sérstaklega tveggja hesta kerrurnar. Öll vitum við um þann stóra hóp fólks sem heldur hesta, ekki síst umhverfis þéttbýlið á suðvesturhorni landsins. Hestamenn þurfa oft að flytja gæð- inga sína milli hestamannamóta og ýmissa samkoma og nota til þess kerrur. Þær eru hinsvegar í misjöfnu ástandi. Mjög margar fá ekki reglu- lega skoðun og er það reynsla mín úr umferðareftirlitinu að ástand nokk- urs meirihluta þeirra er óviðunandi. Úr þessu þarf að bæta. Margoft sjást kerrur þar sem hliðar og gaflar eru skröltandi lausir og virðast vera að liðast í sundur. Sjaldnast er ljósa- búnaðurinn í lagi, númeraplötur vantar og ef þær eru til staðar eru 3–5 ára gamlir skoðunarmiðar á þeim. Ökumenn virðast margir keyra á 90 – 110 km hraða með þær og er ekki gæfulegt að horfa á eftir þeim þar sem þær dingla til og frá. Það er merkilegt að fólk borgar stórfé fyrir hestana og reiðtygin en leggur svo dýrin í stórhættu með flutningum milli staða. Nú þegar fer að skyggja verða ljóslausar hesta- kerrur enn hættulegri. Stórir jeppar þurfa líka auka- spegla fyrir tveggja hesta kerrur Í sumar hefur komið í ljós að ástandið með aukaspegla á fólksbíl- um hefur stórbatnað. Ökumönnum sem ekki sjá aftur fyrir sig vegna fellihýsa eða tjaldvagna hefur stór- fækkað og er það vel. Það er ljóst að ökumenn stærri jeppa sjá yfir felli- hýsið og þurfa ekki framlengingar á hliðarspegla. Annað kemur á daginn þegar um er að ræða 2 hesta kerrur. Það þarf yfirleitt stærri jeppa til að Hestakerrur til vandræða í umferðinni Frá Jóni Gröndal: NÝJASTA slagorð í Evrópumálum kemur frá Kristjánsborgarhöll og nýrri stjórn í Danmörku, þ.e. „frá Kaupmannahöfn til Kaupmanna- hafnar". Sama slagorð var notast við af fyrirrennurunum í flokki jafnað- armanna á valdastóli. Þetta sama slagorð var í notkun um Evrópu- stefnuna, sem Danmörk framfylgir núna og í næstu framtíð. Um stækkun Evrópusambandsins til austurs, er reyndar fjallað í nútíð, líkt og málið sé nánast frágengið og endanlega ákveðið. Þetta má lesa í nýlegu hátíðarriti Norræna fjárfest- ingarbankans, sem Jón Sigurðsson, aðalbankastjóri hans, ritstýrir af sóma. Hér er um að ræða bókina Í austurleið (s. I Österled). Hún fjallar umfram annað um „austur- stækkun“ Evrópusambandsins (ESB) og afstöðu Danmerkur og Norðurlanda til ESB-stækkunar. „Austurstækkun“ ESB verður að veruleika Það væri sem hringnum væri lok- að ef Dönum tækist í desember 2002 að lúka stækkunarferli ESB. Sú vinna mun vera löngu hafin og nær sem sagt hámarki á s. hl. þessa árs. Eftir stæðu þá, utan við ESB, þau þrjú ríki, sem slíka náð hljóta tæpast að þessu sinni: Rúmenía, Búlgaría og Tyrkland. Með inngöngu tíu nýrra aðildarríkja í ESB væri tryggt að þau fengju rétt til að kjósa þing- menn á Evrópuþingið árið 2004. Einhverjum kann að þykja sem það sé tröllaukið átak að tryggja inn- göngu þeirra tíu Evrópuríkja sem um er fjallað. En ekki er það hægt að ráða af skrifum hins mikilhæfa forsætisráð- herra Finnlands, Paavo Lipponen, í ofangreindri bók. Raunin er sú að stækkun ESB er Norðurlandaþjóð- unum mjög mikilvæg og því meir sem tímar líða fram. Eins er þess að geta að umsókn- arríkin tvö, Rúmenía og Búlgaría (Tyrkland situr hjá við aðildarvið- ræðurnar), hafa ekki svo mjög kvartað yfir því hlutskipti sínu. Það felst í aukaaðild að ESB og þar með utangarðsstöðu landanna í Suðaust- ur-Evrópu. Ekki skal fjallað drýg- indalega hér um þá hina sömu ut- angarðsstöðu, sem Íslandi er búin með aukaaðild að ESB og lögfest er með EES-samningnum. Evrópusamband- ið í Austurvegi Frá Kjartani Emil Sigurðssyni: Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.