Morgunblaðið - 01.09.2002, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 01.09.2002, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í SUMAR hefur eftirlit lögreglu með umferðinni verið aukið mjög og er það vel. Mér virðist ein tegund far- artækja þó hafa orðið útundan. Það eru hestakerrur og þá sérstaklega tveggja hesta kerrurnar. Öll vitum við um þann stóra hóp fólks sem heldur hesta, ekki síst umhverfis þéttbýlið á suðvesturhorni landsins. Hestamenn þurfa oft að flytja gæð- inga sína milli hestamannamóta og ýmissa samkoma og nota til þess kerrur. Þær eru hinsvegar í misjöfnu ástandi. Mjög margar fá ekki reglu- lega skoðun og er það reynsla mín úr umferðareftirlitinu að ástand nokk- urs meirihluta þeirra er óviðunandi. Úr þessu þarf að bæta. Margoft sjást kerrur þar sem hliðar og gaflar eru skröltandi lausir og virðast vera að liðast í sundur. Sjaldnast er ljósa- búnaðurinn í lagi, númeraplötur vantar og ef þær eru til staðar eru 3–5 ára gamlir skoðunarmiðar á þeim. Ökumenn virðast margir keyra á 90 – 110 km hraða með þær og er ekki gæfulegt að horfa á eftir þeim þar sem þær dingla til og frá. Það er merkilegt að fólk borgar stórfé fyrir hestana og reiðtygin en leggur svo dýrin í stórhættu með flutningum milli staða. Nú þegar fer að skyggja verða ljóslausar hesta- kerrur enn hættulegri. Stórir jeppar þurfa líka auka- spegla fyrir tveggja hesta kerrur Í sumar hefur komið í ljós að ástandið með aukaspegla á fólksbíl- um hefur stórbatnað. Ökumönnum sem ekki sjá aftur fyrir sig vegna fellihýsa eða tjaldvagna hefur stór- fækkað og er það vel. Það er ljóst að ökumenn stærri jeppa sjá yfir felli- hýsið og þurfa ekki framlengingar á hliðarspegla. Annað kemur á daginn þegar um er að ræða 2 hesta kerrur. Það þarf yfirleitt stærri jeppa til að Hestakerrur til vandræða í umferðinni Frá Jóni Gröndal: NÝJASTA slagorð í Evrópumálum kemur frá Kristjánsborgarhöll og nýrri stjórn í Danmörku, þ.e. „frá Kaupmannahöfn til Kaupmanna- hafnar". Sama slagorð var notast við af fyrirrennurunum í flokki jafnað- armanna á valdastóli. Þetta sama slagorð var í notkun um Evrópu- stefnuna, sem Danmörk framfylgir núna og í næstu framtíð. Um stækkun Evrópusambandsins til austurs, er reyndar fjallað í nútíð, líkt og málið sé nánast frágengið og endanlega ákveðið. Þetta má lesa í nýlegu hátíðarriti Norræna fjárfest- ingarbankans, sem Jón Sigurðsson, aðalbankastjóri hans, ritstýrir af sóma. Hér er um að ræða bókina Í austurleið (s. I Österled). Hún fjallar umfram annað um „austur- stækkun“ Evrópusambandsins (ESB) og afstöðu Danmerkur og Norðurlanda til ESB-stækkunar. „Austurstækkun“ ESB verður að veruleika Það væri sem hringnum væri lok- að ef Dönum tækist í desember 2002 að lúka stækkunarferli ESB. Sú vinna mun vera löngu hafin og nær sem sagt hámarki á s. hl. þessa árs. Eftir stæðu þá, utan við ESB, þau þrjú ríki, sem slíka náð hljóta tæpast að þessu sinni: Rúmenía, Búlgaría og Tyrkland. Með inngöngu tíu nýrra aðildarríkja í ESB væri tryggt að þau fengju rétt til að kjósa þing- menn á Evrópuþingið árið 2004. Einhverjum kann að þykja sem það sé tröllaukið átak að tryggja inn- göngu þeirra tíu Evrópuríkja sem um er fjallað. En ekki er það hægt að ráða af skrifum hins mikilhæfa forsætisráð- herra Finnlands, Paavo Lipponen, í ofangreindri bók. Raunin er sú að stækkun ESB er Norðurlandaþjóð- unum mjög mikilvæg og því meir sem tímar líða fram. Eins er þess að geta að umsókn- arríkin tvö, Rúmenía og Búlgaría (Tyrkland situr hjá við aðildarvið- ræðurnar), hafa ekki svo mjög kvartað yfir því hlutskipti sínu. Það felst í aukaaðild að ESB og þar með utangarðsstöðu landanna í Suðaust- ur-Evrópu. Ekki skal fjallað drýg- indalega hér um þá hina sömu ut- angarðsstöðu, sem Íslandi er búin með aukaaðild að ESB og lögfest er með EES-samningnum. Evrópusamband- ið í Austurvegi Frá Kjartani Emil Sigurðssyni: Alltaf á þriðjudögum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.