Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Segir hún að mikil eyðilegging hafi blasað við þegar þau hjónin komu að bústaðnum eftir innbrotið. Allt hafi verið brotið sem hægt var að brjóta. Rauðvínsflöskur og sígar- ettustubbar hafi legið á víð og dreif og ummerki hafi verið eftir fíkni- efnaneyslu. Hjónin hringdu strax í lögreglu og tilkynntu um innbrotið. Hjónin komust degi síðar að því að nágranni þeirra hafði tekið eftir bíl í grennd við bústaðinn nóttina fyrir innbrotið og hafði skrifað niður hjá sér bílnúmerið. Lögreglu var til- kynnt um þetta og höfðu eigend- urnir sjálfir upp á nafni, heimilis- fangi og kennitölu eiganda bílsins. Þegar ekkert hafi heyrst frá lög- reglunni tæpri viku síðar var aftur haft samband við lögreglu og hafði yfirmaður hjá rannsóknarlögregl- KONA sem á sumarbústað í grennd við höfuðborgina, sem brotist var inn í vorið 2001, upplýsti innbrotið upp á eigin spýtur. Ákvað hún að taka málið upp hjá sjálfri sér, þar sem henni fannst rannsóknin hvorki ganga né reka hjá lögreglu. Lög- reglan hafi haft lítinn tíma til að sinna málinu og telur konan að mál- ið væri líklega enn óupplýst ef hún hefði ekki tekið það upp á sína arma. Lögregla aðhafðist t.d. ekk- ert þótt hún hafi fengið uppgefið númer á bíl sem var lagt í grennd við bústaðinn nóttina fyrir innbrot- ið. Vonast til að málið verði öðrum borgurum hvatning Þrír ungir menn fengu skilorðs- bundna dóma fyrir innbrotið í upp- hafi þessa árs. Konan segist vona að mál hennar geti orðið öðrum borgurum hvatning til að vinna að framgangi réttvísinnar. unni þá ekkert heyrt um málið. Eigendurnir tilkynntu þá hver væri skráður fyrir bílnum og var eigandi hans, ungur maður, kallaður inn til yfirheyrslu. Hann sagðist alsaklaus, en gaf upp gælunöfn vina sinna sem voru með honum í bílnum nóttina sem innbrotið var framið. Segir konan að lögreglan hafi tal- ið að ómögulegt væri að hafa upp á vinum mannsins, þar sem þeir höfðu einungis gælunöfn í höndun- um. Vildi hún þá að lífsýni yrði tek- ið af eiganda bílsins, sem væri hægt að bera saman við sígarettustubba sem tæknideild lögreglunnar hafði tekið til rannsóknar eftir innbrotið. Lögregla sagði það hins vegar dýrt að taka lífsýni. Var margsinnis haft samband við lögregluna en alltaf fékkst sama svar, að ólíklegt væri að málið upplýstist. Ákvað hún þá að tala við föður eiganda bílsins og fékk upplýsingar um að vinir sonar hans byggju í nágrannasveitar- félagi. Eftir nokkra eftirgrennslan, m.a. með hjálp skólayfirvalda, fann hún út hverjir vinirnir væru. Hin ráðagóða kona lét þá lögreglu vita hverjir þessir vinir eiganda bílsins væru og voru þeir kallaðir til lög- reglu í yfirheyrslu þar sem þeir við- urkenndu að hafa verið með eig- anda bílsins en harðneituðu að hafa komið nokkuð nálægt innbrotinu. „Mér fannst það bara ekki við- unandi að einhverjir pörupiltar gætu komist upp með það að fara inn á heimili okkar hjóna og leggja það í rúst án þess að nokkuð væri að gert þegar fyrirlá að þarna væru sönnunargögn sem innihéldu lífsýni og það var alveg víst að þetta væru þessir þrír drengir því bíllinn sást þarna. Varla voru þeir í náttúru- skoðun. Ég gekk því mjög fast eftir því að það yrðu tekin lífsýni af þeim,“ segir hún. Að lokum gafst lögreglan upp undan þrýstingi og var ákveðið að kalla piltana þrjá til lífsýnatöku og var kveðinn upp dómsuppskurður þar um. Viðurkenndu þeir þá að hafa verið þarna að verki, en for- sprakkinn hafði verið staðinn að verki í öðrum innbrotum. Þeir fengu á sig skilorðsbundna dóma í upphafi þessa árs, tveir þeirra til þriggja mánaða og forsprakkinn til sex mánaða, auk þess sem þeim var gert að greiða tryggingafélagi hjónanna skaðabætur. Sumarbústaðareigandi upp- lýsti innbrot upp á eigin spýtur Segir að rannsókn málsins hafi hvorki gengið né rekið hjá lögreglu UM 500 erlendir námsmenn munu stunda nám við Háskóla Íslands í vetur. Þar af eru um 250 skipti- nemar og um 250 stúdentar á eigin vegum, að sögn Guðnýjar Gunn- arsdóttur, alþjóðafulltrúa við Há- skólann. Til samanburðar stund- uðu um 250 erlendir stúdentar nám við Háskólann árið 1997. Árlegur kynningarfundur Há- skólans fyrir erlenda stúdenta var haldinn í hátíðarsal skólans í gær, en þar bauð rektor skólans, Páll Skúlason, námsmennina velkomna. Auk þess var stúdentunum kynnt öll aðstaða skólans, s.s. tölvuver og námsráðgjöf. Erlendu nemendurnir koma víða að en flestir eru þeir frá Norð- urlöndunum, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Skiptinemarnir koma ýmist á eigin vegum, eins og áður sagði, eða á vegum stúdenta- skiptaáætlana á borð við Erasmus, Nordplus og Isep, en einnig fara stúdentaskipti fram við einstaka skóla, m.a. í Bandaríkjunum, Kan- ada, Ástralíu og Japan. Flestir stunda erlendu nemendurnir nám við heimspekideil Háskólans, að sögn Guðnýjar, en einnig eru vin- sæl námskeið meðal þessara stúd- enta í verk- og raunvísindadeild. „Ástæðan fyrir því að við getum tekið á móti svona mörgum stúd- entum er sú að æ fleiri námskeið eru kennd á ensku,“ útskýrir Guðný. Segir hún að flestar deildir Háskólans bjóði nú námskeið á ensku. Leist vel á námskeiðin Fred Qusu frá Ghana kom fyrst hingað til lands á vegum AUS – al- þjóðlegra ungmennaskipta, en hef- ur nú í hyggju að klára nám í við- skiptafræði við Háskóla. Hann segir að hann hafi valið HÍ vegna þess að honum hafi litist vel á nám- skeiðin sem þar eru í boði. Hann telur að það muni ekki koma að sök þótt hann sé ekki búinn að læra íslensku; námsbækurnar séu flestar á ensku og hann muni fá að- stoð við að þýða glósur úr kennslu- tímunum. Þá sé hann í íslensku fyr- ir útlendinga. Hann segir aðspurður að hann sé búinn að kynnast mörgum íslenskum náms- mönnum og er bjartsýnn á að hon- um eigi eftir líða vel hér á landi, þau ár sem hann verði við háskól- ann. Vinkonurnar Cally Paddisson og Nocola Flaridge koma frá Bright- on í Bretlandi, en þar stunda þær nám við háskólann í Sussex. Þær eru á Íslandi á vegum evrópsku skiptinemasamtakanna Erasmus og munu sækja námskeið í mann- fræði við HÍ. Þau námskeið verða síðan metin í námi þeirra í Sussex. Aðspurðar segjast þær m.a. hafa valið Ísland vegna þess að þær hafi aldrei búið hér áður. „En ég kom líka hingað vegna norðurljós- anna,“ segir önnur þeirra. Þá segja þær ekki loku fyrir það skotið að þær eigi eftir að gera lokaverkefni um Ísland við háskólann í Sussex. Áhugi á goðafræði Að lokum ræddi Morgunblaðið við bandarískan háskólanema, sem kýs að kalla sig Frog, en hann er frá háskólanum í Minnesota í Bandaríkjunum. Frog segist hafa lært finnsku og þýsku og að hann hafi mikinn áhuga á því að læra ís- lensku líka. Hann stundar því nám í íslensku fyrir útlendinga. Ætlun hans er að vera eitt ár á Íslandi. Hann segist m.a. stunda nám í goðafræði í Minnesota og segist vilja læra íslensku til að geti betur nálgast sögur sem fjalli um nor- ræna goðafræði. Bandaríski háskólaneminn Frog. Cally Paddison og Nicola Claridge eru skiptinemar frá Bretlandi. Guðný Gunnarsdóttir, alþjóðafulltrúi hjá HÍ. Morgunblaðið/Kristinn Fred frá Ghana. Um 500 erlendir stúdentar við HÍ SAMTÖK um kvennaathvarf hafa stefnt erfingjum Einars Sigurðssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, til greiðslu á 4,5 milljónum króna. Krafan er studd þeim rökum að erf- ingjarnir hafi auðgast með óréttmætum hætti þegar þeir gengu að forkaupsrétti sínum að húsinu Bárugötu 2. Í stefnunni kemur fram að Kvennaathvarfið keypti húsið af klausturreglunni í nóvem- ber árið 2000. Kaupverðið var 39 milljónir sem hafi verið nokkru fyrir neðan markaðs- verð á þeim tíma og fram hafi komið hjá systrunum að með því að selja húsið undir mark- aðsverði vildu þær styrkja Kvennaathvarfið. Eftir að kaupsamningi var þinglýst kom í ljós að erfingjar Einars töldu sig eiga forkaupsrétt að húsinu. Hæstiréttur staðfesti for- kaupsrétt erfingjanna Málið fór fyrir dóm og lyktaði með því að Hæsti- réttur staðfesti forkaupsrétt erfingjanna. Vegna mála- rekstursins fékk lögmaður Kvennaathvarfsins, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., dómkvadda matsmenn til að leggja mat á markaðsvirði hússins og töldu þeir það vera 43,5 milljónir. Kvenna- athvarfið krefst nú þess að erfingjarnir greiði mismun- inn á kaupverði og matsverði, 4,5 milljónir króna. Að öðrum kosti sé um ólögmæta auðgun erfingjanna að ræða enda til- heyri gjöf St. Jósefssystra þeim ekki. Erfingjar greiði mis- mun á mats- verði og kaupverði VEGAGERÐIN hefur auglýst út- boð vegna byggingar nýrrar brúar á Þjórsá, en byggingunni á að vera að fullu lokið í septemberlok að ári liðnu. Brúin er 170 metra löng, 11 metra breið, úr stáli og steinsteypu, en fram kemur að hún sé byggð í níu höfum og sé yfir farvegi árinn- ar borin uppi af 78 metra löngum boga úr stáli og steinsteypu. Tilboðum á að skila fyrir 30. september næstkomandi. Núver- andi brú var byggð árið 1950 og er því orðin meira en hálfrar aldar gömul, en gerðar hafa verið end- urbætur á henni með tilliti til jarð- skjálfta. Hún mun standa áfram og þjóna umferð hestamanna, að því er fram kemur í framkvæmdafrétt- um Vegagerðarinnar. Þar segir ennfremur að það skaði heldur ekki að hafa varaleið yfir Þjórsá á þess- um mikilvæga stað í samgöngukerf- inu. Gamla brú- in stendur áfram Brú yfir Þjórsá boðin út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.