Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 47 DAGBÓK Nissan Terrano Luxury Til sölu Nissan Terrano Luxury, nýskráður í ágúst ‘00. Dísel, ekinn aðeins 19 þús. km, sjálfskiptur, þjónustubók, 31“ dekk o.fl. aukahlutir. Verð 2.950 þús. Upplýsingar í síma 862 8526 Buxur með röndum frá 1.990 Velúrbuxur frá 3.490 Bómullarpeysur frá 2.990 Velúrpeysur frá 3.490 Laugavegi 54, sími 552 5201 Smart í ræktina Margir litir mörg snið BRESKU feðgarnir Robert og Philip King hafa í sam- einingu skrifað nokkrar óvenjulegar bridsbækur, sem líklega væri rétt að kalla bridsreyfara eða brids- leikrit. Um er að ræða skop- stælingar á frægum sögu- og kvikmyndapersónum eins og Frankenstein og James Bond, og eru spila- þrautirnar fléttaðar inn í frásögnina. Faðirinn, Ro- bert, er leikritahöfundur og sér væntanlega um þá hlið textans, en Philip er spilari í landsliðsflokki og velur spil- in. Philip tók þátt í opna heimsmeistaramótinu í Kan- ada, sem nú er nýlokið, en sveit hans heltist snemma úr lestinni í keppninni um Ros- enblum-bikarinn. Hér er þó spil úr mótinu sem Philip mun lengi muna: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ G7532 ♥ 108 ♦ 94 ♣G874 Vestur Austur ♠ 86 ♠ KD1094 ♥ ÁDG9762 ♥ K ♦ 75 ♦ K1063 ♣D10 ♣963 Suður ♠ Á ♥ 543 ♦ ÁDG82 ♣ÁK52 Spilið kom upp í riðla- keppninni og mótherjar Philips voru Indónesarnir í sveit Munawars, sem spilaði síðar úrslitaleikinn við ítölsku Lavazza-sveitina. Philip var með sterku spilin í suður og þurfti að glíma við hindrunarsögn vesturs í hjarta: Vestur Norður Austur Suður 3 hjörtu Pass Pass 3 grönd !? Pass Pass Pass Það þarf mikla skáldagáfu til að láta sér detta í huga að segja þrjú grönd með þrjá hunda í hindrunarlit mót- herjanna. En sögnin er ekki alvitlaus. Hindranir á þriðja þrepi eru sjaldnast byggðar á þremur efstu í litnum, svo það var með líkum að norður eða austur ættu a.m.k. eitt háspil í hjarta. Ef háspilið var í austur gat það verið ás- inn blankur, sem stíflar lit- inn, eða kóngurinn, en þá er alls óvíst að vestur spili litn- um út frá ÁD. Í AV voru þekktasta par Indónesa, Lasut og Man- oppo. Og viti menn – Lasut kom út með spaða. Philip tók ÁK í laufi og drottningin féll. Hann tók á laufgosa og spilaði tígulníu úr borði – tí- an og drottning. Aftur fór Philip inn í borð á lauf og svínaði tígulgosa. Átta slagir í húsi, en Philip var ekki ánægður. Hann þóttist vita hvernig í hjartalitnum lægi og spilaði hjarta! Lasut botnaði ekki neitt í neinu og lét lítið í slaginn. Manoppo í austur fékk á kónginn blankan og gat tekið þrjá spaðaslagi, en varð svo að spila tígli frá Kx og gefa fría svíningu. Ef að líkum lætur fer þetta spil í næstu bók feðg- anna. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert rómantískur og uppá- tækjasamur, fljótur að hugsa og fylgist alltaf með. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þér kemur það til hugar í dag að þú ert mjög ánægður með stöðugleika flestra sambanda þinna. Þér finnst auðvelt að sjá hið mannlega í fólki. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hlutirnir ganga vel fyrir sig í vinnunni í dag. Þú veist hvernig þú átt að notfæra þér hæfileika þína út í ystu æsar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú tekur skynsamlega á mál- unum í dag og því er þetta góður dagur til að ræða vandamál innan sambands. Þú ert raunsær og lætur ekki blekkjast af heimskulegum hugsjónum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Allt sem þú festir kaup á í dag fyrir einhvern í fjölskyldunni eða heimili þitt á eftir að koma sér vel. Það verður eitt- hvað sem þú átt eftir að njóta um ókomna tíð. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vertu opinn gagnvart góðum ráðum frá þér eldri mann- eskju í dag. Þú sparar þér bæði tíma og sársauka með því að læra af mistökum og reynslu annarra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Leiðbeiningar eða skipanir frá yfirmönnum eru með íhaldssömum hætti í dag. Þú gætir á sama hátt komið með trausta hugmynd sem sparar peninga til þeirra sem fara með völdin. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Áætlanir þínar um ferðalög eða frekari menntun eru raunhæfar. Framkvæmdu það sem þú vonast til að geta gert því þú átt aldrei eftir að sjá eftir því. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ættir virkilega að hugsa um að leggja til hliðar fjár- muni fyrir harðari tíð. Þú átt eftir að komast að því að það sem þú sparar í dag verður himnasending á morgun. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sambönd sem hefjast í dag einkennast af stillingu og stöðugleika. Þrátt fyrir ald- ursmun eða mismunandi bak- grunn á sambandið eftir að veita þér mikinn stuðning. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Sam- starfsfélagar virða það sem þú segir vegna þess að það er skynsamlegt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Skapandi hugmyndir sem þú hefur hugleitt um lengri tíma virðast nú loksins fram- kvæmanlegar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hjálp frá öðrum kemur sér vel á heimilinu á einhvern hátt. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ÞÚ VEIZT Þú veizt, að ég spyr ei um endurást, þær ungu, þær spyrja og vona. – Ég lærð hlýt að vera við líf þetta að fást, ég lít út sem háöldruð kona. Og þó að þú finnir í þögn og í hljóm, að þrár eru í djúpinu faldar, þú veizt, að ég býð þér ei visnuð blóm, varirnar fölnaðar, kaldar. En það má hver vita, að ég elska þig enn, að án þess mitt líf væri dauði. Það gætu engir bætt, hvorki guð eða menn, ef glataði eg hjarta míns auði. Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum 1. d4 d5 2. Rf3 c6 3. c4 dxc4 4. e4 b5 5. a4 e6 6. b3 Bb4+ 7. Bd2 Bxd2+ 8. Dxd2 cxb3 9. axb5 Rf6 10. Rc3 0-0 11. Bd3 e5 12. dxe5 Rfd7 13. Bc4 De7 14. 0-0 Rxe5 15. Rxe5 Dxe5 16. Bxb3 Bb7 17. f4 Dc5+ 18. Kh1 cxb5 19. f5 Rc6 20. f6 Hfd8 21. Rd5 g6 22. Dg5 Kh8 23. Hac1 Df8 24. Hcd1 Ra5 25. Ba2 Rc4 26. Re7 Hxd1 27. Hxd1 Hd8 28. He1 a6 29. h4 Hd4 30. Dc5 Dd8 31. Bxc4 Hxc4 32. Dg5 Df8 33. Hd1 Bxe4 Staðan kom upp á Skákþingi Íslands, landsliðsflokki, sem lauk fyrir skömmu á Seltjarnarnesi. Bragi Þorfinnsson (2.362) hafði hvítt gegn Helga Áss Grétarssyni (2.505). 34. Dh6! Bxg2+. Ör- væntingarfull tilraun í miklu tímahraki en svartur hefði orðið mát eftir 34. – Dxh6 35. Hd8+. Framhaldið varð: 35. Kg1 Hc8 36. Rxc8 Dc5+ 37. Kxg2 Dc2+ 38. Hd2 Dc6+ 39. Kg1 Dc1+ 40. Kf2 Dc5+ 41. Ke2 De5+ 42. Kd1 Da1+ 43. Ke2 De5+ 44. De3 Dxf6 45. Rd6 a5 46. Dd4 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Hlutavelta Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 5. september, er sjötugur Árni Sigurbergsson, Langagerði 13, Reykjavík. Eiginkona hans er Elín Hrefna Hann- esdóttir. Í tilefni dagsins taka þau og fjölskylda þeirra, á móti ættingjum og vinum í Félagsmiðstöðinni í Hæðargarði 31 milli kl. 17 og 19. Morgunblaðið/Jim Smart Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 1.770 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Hólmfríður Lára Þórhallsdóttir og Dagný Isafold Kristinsdóttir. Morgunblaðið/Arnaldur Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu 2.215 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Númi Davíðsson og Ísold Davíðsdóttir.            FRÉTTIR TOURETTE-samtökin verða með opið hús fimmtudagskvöldið 5. sept- ember kl. 20.30 í Hátúni 10b, kaffi- teríunni á jarðhæð. Gestur samtakanna á opna húsinu verður Laufey Gunnarsdóttir, þroskaþjálfi á kennsludeild Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Hún er þar í nýju starfi sem ráð- gefandi þroskaþjálfi fyrir börn í grunnskólum Reykjavíkur, sem eru með ýmiss konar væga taugafræði- lega þroskaröskun, svo sem Asper- ger, Tourette, ofvirkni o.fl. Laufey mun segja frá þessu nýja starfi og einnig frá starfi sínu í Svíþjóð og svara fyrirspurnum auk þess sem hún mun sýna erlent myndband og kynna bók eftir prófessor Melvine Levine. Þessi opnu hús eru mánað- arlega að vetrinum, fyrsta fimmtu- dag hvers mánaðar, og gefst fólki þá tækifæri til að koma saman og fjalla um Tourette-málefni. Fræðslufundur Tourette-samtakanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.