Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝLIÐINN ágústmánuður var fremur þungbúinn á landinu, að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings. Úrkoma var í meira lagi en hiti nærri meðaltali. Sólskinsstundir voru vel undir meðaltali og hefur þannig ekki sést jafnlítið til sólar í ágúst á Ak- ureyri frá árinu 1989, eða í 13 ár. Trausti segir sumarmánuðina þrjá hafa verið í meðallagi, júní hafi verið sérlega hlýr og hitamet þann mánuð verið slegin víða um land en síðan hafi júlí og ágúst verið í kringum meðaltalið. Ekki sé hægt að tala um mikið rigningarsumar þó að veðrið hafi verið með þungbúnara móti. „Bæði í júlí og ágúst komu góðir dagar þannig að við þurfum ekkert að gefa sumrinu sérlega vond eftir- mæli. Júní fær góða einkunn, sér í lagi á Suður- og Vesturlandi fyrri hluta mánaðarins. Við fáum ekki svo góðan hálfan mánuð nema á margra ára fresti,“ segir Trausti en dagana 3. til 17. júní stóð yfir einstakur hlý- indakafli. Dagana 10. og 11. júní fuku hitamet víða um land, t.d. var 22,4 gráðu hiti í Reykjavík þann 11. sem er hæsti júníhiti sem mælst hefur. Trausti hefur gefið júlímánuði þá einkunn að tíðarfar hafi ekki verið fjarri meðallagi en um mikinn hluta landsins hafi verið drungalegt. Að- spurður hvort ekki sé lengur hægt að treysta á júlímánuð sem aðalsum- arleyfistímann segir Trausti að það hafi í raun aldrei verið hægt. Meðalhiti í Reykjavík í ágústmán- uði var 10,2 stig sem er í meðallagi. Á Akureyri var meðalhitinn einnig 10,2 stig sem er 0,2 gráðum yfir meðal- lagi. Meðalhiti á Hveravöllum var 6,7 stig, en 10,6 í Akurnesi í Hornafirði. Úrkoma í Reykjavík mældist 76,8 mm í ágúst og er það um fjórðungi umfram meðallag, úrkomudagar voru tveimur fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoman 49,1 mm sem er um 40% umfram meðallag og úrkomudagar voru fjórum fleiri en í meðalári. Í Akurnesi mældist úr- koman 81,1 mm. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 127 í ágústmán- uði og er það 28 stundum minna en í meðalári, en á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 96 og er það hið minnsta í ágúst frá 1989. Ágústmánuður var fremur þungbúinn líkt og sumarið í heild Ekki sést jafnlítið til sólar í ágúst í 13 ár á Akureyri GATNAMÁLASTJÓRI Reykjavík- ur segir ekkert óeðlilegt við að bíla- lestir myndist á álagstímum í um- ferðinni og segir ástand í erlendum borgum af sömu stærð og Reykjavík yfirleitt verra. Samkvæmt mælingum Gatna- málastofu er umferðin í borginni í lágmarki um verslunarmannahelgi en eykst svo jafnt og þétt til ágúst- loka um leið og aðstæður til aksturs versna með minnkandi birtu. Þegar skólarnir byrja um mánaðamótin ágúst/september kemur síðan tals- verður kippur í umferðina eins og ökumenn á höfuðborgarsvæðinu hafa sjálfsagt flestir orðið varir við. Víða myndast bílalestir á fjölförnum gatnamótum, ekki síst við fram- haldsskóla og háskóla enda eru þetta fjölmennir vinnustaðir. Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri segir að í sjálfu sér sé ekkert óeðlilegt við að biðraðir myndist á álagstímum. Væri gatna- kerfið hannað þannig að ekki yrðu biðraðir á mestu álagstímum á morgnana og seinnipartinn yrði gatnakerfið of umfangsmikið. „Það er ekkert óeðlilegt að gera ráð fyrir því að á álagstímum myndist bið- raðir. Það verður á hinn bóginn að gæta að því að það taki ekki óeðli- lega langan tíma að koma sér á milli staða, jafnvel á mestu annatímum. Ef litið er til borga erlendis af svip- aðri stærð og Reykjavík má sjá sama ástand og hér og yfirleitt er ástandið þar verra,“ segir hann. Að- spurður segir hann að vafalaust megi finna gatnamót sem þurfi að laga og víða hefði verið æskilegra að grípa til aðgerða fyrr. Nefnir hann t.d. breikkun Gullinbrúar og mislæg gatnamót Miklubrautar og Skeiðar- vogs sem dæmi um aðgerðir sem hefði þurft að ráðast í fyrr en gert var. Telur hann að við Gullinbrú sé nú eðlilegt ástand þótt þar myndist biðraðir á álagstímum. Sigurður segir að verið sé að kanna mögu- leika á breytingum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar og hefur m.a. komið til tals að reisa þar mislæg gatnamót. Ekk- ert hefur þó verið ákveðið í þeim efnum. Sigurður segir að miðað við það hvernig gatnamótin eru núna, sé lítið hægt að gera til að greiða fyrir umferð. Þannig myndu t.d. beygjuljós til vesturs af Kringlu- mýrarbraut lengja biðraðir á Miklu- braut. Að öllu jöfnu gangi umferðin í borginni vel fyrir sig. Miklar tafir geti hins vegar orðið þegar slys verður á stofnbraut á háannatíma og t.d. önnur akreinin lokast. „Þá ertu kominn í biðraðir sem geta kostað þig verulegan tíma,“ segir Sigurður. Erfitt að bæta við bílastæðum Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að við framhaldsskóla og há- skóla er víða skortur á bílastæðum fyrir nemendur. Þeir fara ferða sinna í auknum mæli á einkabíl og þótt víða hafi verið bætt við bíla- stæðum dugir það ekki alltaf til. Sig- urður segir að í eldri hverfum hafi skipulagsyfirvöld einfaldlega ekki séð fyrir þessa miklu bílaeign sem nú er staðreynd. Skólastjórnendur reyni eftir mætti að leysa vanda- málin en víða sé óhægt um vik að bæta við bílastæðum. Nemendur leggja því gjarna í nærliggjandi íbúðahverfum við misgóðar undir- tektir íbúanna. Gatnamálastjórinn í Reykjavík segir að umferðin í borginni gangi yfirleitt vel Ekkert óeðlilegt við bílalestir á háannatíma Morgunblaðið/Júlíus „Það er ekkert óeðlilegt að gera ráð fyrir því að á álagstímum myndist biðraðir. Það verður á hinn bóginn að gæta að því að það taki ekki óeðli- lega langan tíma að koma sér á milli staða, jafnvel á mestu annatímum,“ segir Sigurður I. Skarphéðinsson, gatnamálastjóri Reykjavíkur. STOFNANIR og samtök sem unnið hafa að fíkniefnavörnum eru í dag veikari en áður en um- fangsmiklum, ríkisstyrktum átökum var hleypt af stokkun- um. Þetta er álit Þórarins Tyrf- ingssonar, yfirlæknis á Vogi. Hann segir áhuga unglinga á vímuefnum hafa aukist í mörg ár og hafi hann aldrei verið meiri en nú. Það sama er að gerast víða um heim og ungum fíkniefnaneytendum, sem koma í meðferð hjá SÁÁ, fjölgar stöð- ugt. Orsökin er samtvinnun margra þátta, s.s. að auðveld- ara er að nálgast efnin og fram- boðið og fjölbreytileikinn er meiri. Mikið í húfi „Við erum þátttakendur í al- þjóðlegri þróun sem hefur stefnt í eina átt alveg frá Bítla- árunum, þ.e. að vímuefnaneysla hefur aukist,“ segir Þórarinn. „Það verður ekkert lát á því. Hvað varðar okkar varnir má segja að áhrif nýlegra átaka, sem gerð voru hjá ríkisstjórn og sveitarfélögum og er nú lok- ið, hafi verið á báða vegu. Stofnanir og frjáls félagasam- tök í landinu sem fyrir voru og sinna forvörnum, eru að því að mér virðist, veikari eftir þessi átök en þau voru fyrir. Fjár- magnið fer í stóru átaksverk- efnin, í stað þess að styrkja til dæmis SÁÁ. Við vorum með forvarnadeild en urðum að leggja hana af.“ Þórarinn segir þessi átök einnig hafa verið til góðs og hafi þau komið í veg fyrir enn frekari fíkniefna- neyslu. Hann telur að efla mætti fíkniefnavarnir frekar með ýmsum hætti, en segir fjármuni skorta til verkefnisins. „Það mætti t.d. hækka framlagið til forvarna í gegnum Forvarnar- sjóð sem er nú 50 milljónir. Það mætti hækka það strax í 500 milljónir, það er það mikið í húfi. Með þeim hætti væri t.d. hægt að koma fólki inn í skólana sem gæti greint fyrstu einkenni um vímuefnavanda- mál meðal skólafólks.“ Áhugi ungs fólks á fíkniefnum aldrei ver- ið meiri að mati SÁÁ Fé vantar til for- varna HÁHYRNINGURINN Keikó, sem heldur til í Skálavíkurfirði í Noregi, fékk nokkuð færri heimsóknir á þriðjudag en deginum áður þótt ekki sé þar með sagt að Keikó- umræðan sé horfin úr fjölmiðlum. Í norska blaðinu Adressavisen var t.d. velt upp þeirri spurningu hvort hvalir væru eins gáfaðir og af er látið úr því Keikó synti ótilneyddur inn í lögsögu hvalveiðiþjóðar. Hval- veiðiþjóðin norska hefur engu að síður tekið Keikó fagnandi þrátt fyrir að sumir telji að honum sé of- viða að lifa með frelsinu. Betra sé að hafa hann í umsjá manna þar sem tryggt sé með fóðrun hans eða drepa hann til að fyrirbyggja að hann verði hungurmorða við nátt- úrulegar aðstæður. Norski hvala- sérfræðingurinn Nils Øien hefur verið áberandi í umræðunni að und- anförnu og er þeirrar skoðunar að Keikó sé ekki fær um að lifa sjálf- stæðu lífi í sjónum. Øien sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Keikó skapaði ennfremur vanda- mál með veru sinni í Skálavík- urfirði þar sem hann ógnaði laxeldi í firðinum. Øien sagði að Keikó skelfdi fiskinn í kvíunum með þeim afleiðingum að fiskurinn væri hætt- ur að éta. „Þetta skapar að sjálf- sögðu vandamál í fiskeldinu,“ segir Øien. Telur Keikó ekki mikilvægan í vísindalegu tilliti Aðspurður segir hann að fiski- ræktendur mættu bregðast við slík- um ógnunum upp að vissu marki og skjóta t.d. seli sem ógnuðu fiskeld- inu en þegar um hvali væri að ræða þyrfti að fá leyfi hjá yfirvöldum. Aðspurður um hvort Keikó nyti einhverrar friðhelgi út frá vísinda- sjónarmiði, sagðist Øien ekki telja svo vera. „Keikó er ekki mikil- vægur í vísindalegu tilliti. Honum hefur verið haldið föngnum í um 20 ár og hefur alið mestan sinn aldur með fólki, sem hefur alið önn fyrir honum. Hann tilheyrir ekki sam- félagi háhyrninga og ég efast um að hann geri það nokkurn tíma. Eftir svo langan tíma með mönnum þekkir hann ekki lengur merkjamál háhyrningasamfélaganna.“ Þjálfarar Keikós hafa verið í Noregi til að fylgjast með honum og fagna minnkandi straumi gesta til hans er haft eftir Colin Baird þjálfara Keikós í Dagsavisen. Enn- fremur hefur sjávardýrasafnið í Álasundi hvatt fólk til að láta Keikó í friði. Baird telur óréttlætanlegt að drepa Keikó svo fremi sem þjálf- arar hans séu til staðar og verk- efnið um frelsun hans sé enn í gangi. Óheimilt að skjóta Keikó án leyfis yfirvalda Reuters Keikó sést hér á „spjalli“ við forvitna bátsverja á Skálavíkurfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.