Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ skortir átakanlega skilning hjá ráðamönnum þjóðarinnar á hlutverki og gildi borgarinnar fyrir þróun íslensks samfélags. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á fyr- irlestri sem hún hélt í gær og bar yfirskriftina „Höfuðborgin – sam- viska þjóðarinnar“. Í erindi sínu gagnrýndi hún að fjárframlög frá ríki til borgar hefðu ekki haldist í hendur við þann vöxt sem orðið hefur á höfuðborgarsvæðinu. Þá sagði hún íslenska byggða- pólítík í dag einkennast af því að reynt væri að styðja við atvinnu og þjónustu sem víðast sem aftur ylli því að flestir bæir á landinu væru vanbúnir til að laða til sín fólk og fyrirtæki. Á Íslandi væri hins vegar bara ein borg sem yrði að vera kjölfesta fyrir landið allt. Fjölmenni var á fyrirlestrinum sem Sagnfræðingafélagið og Borgarfræðasetur stóðu fyrir en erindið var hið fyrsta í röð fyr- irlestra undir yfirskriftinni „Hvað er borg?“ sem þessi félög standa fyrir í vetur. Sérkennileg afstaða Íslendinga til borgarinnar Ingibjörg hóf erindi sitt á því að ræða afstöðu Íslendinga til borgarinnar og sagði hana alla tíð hafa verið nokkuð sér- kennilega. Fáir Reykvíkingar, sem hefðu alist upp í borginni, virtust hafa rótgróna átthaga- tilfinningu á sama hátt og lands- byggðarfólk hefði gagnvart sín- um heimahögum, né fyndu þeir til stolts yfir borginni sinni líkt og íbúar gamalla stórborga er- lendis hefðu gjarnan. Skýringa væri hugsanlega að leita í því að þeir sem hefðu búið í Reykjavík hefðu annars vegar verið haldnir sektarkennd gagn- vart landsbyggðinni, fyrir að að hafa flutt úr sinni heimasveit, og hins vegar minnimáttarkennd gagnvart útlöndum yfir því að borgin skuli ekki vera stærri en hún er. Þá hefði umræða og fjöl- miðlaumfjöllun um borgina verið á neikvæðum nótum og til þess fallin að benda á annmarka borg- arlífsins frekar en þá möguleika sem það býr yfir. Tvískinnungur einkennir umræðu um byggðastefnu Ingibjörg sagði ljóst að höf- uðstaðurinn hafi átt erfitt upp- dráttar um aldir og hann hafi varla átt að fá að verða til frem- ur en annað þéttbýli. „Þegar ein- okun var tekin upp á Íslandi var kveðið á um að siglt skyldi á 22 hafnir á landinu en fljótlega urðu ýmsir til að benda á að þessi mikla dreifing verlsunarninnar væri ekki til þess fallin að skapa grundvöll fyrir þróun kaupstaða sem staðið gætu undir nafni,“ sagði Ingibjörg og rifjaði upp að Skúli Magnússon hafi lagt til að hætt yrði að senda skip á svo margar hafnir heldur skyldi siglt á 5–6 aðalhafnir í landinu. „Fyrir 250 árum var sem sagt kominn fram sá tvískinnungur sem enn einkennir alla umræðu um íslenska byggðastefnu og enginn endir virðist á, þ.e. menn vildu eiga sem skemmsta leið í verslun en af því hlaut að leiða að verslunarstöðum fjölgaði og að þeir yrðu vanmáttugir. Hins vegar vildu menn hafa þá sem fæsta til að þeir næðu að eflast. Íslensk byggðapólítík í dag er sama merki brennd, þ.e. reynt er að styðja við þjónustu og atvinnu sem víðast sem aftur veldur því að flestir bæir á landinu verða jafnvanbúnir til að takast á við það verkefni að laða til sín fólk og fyrirtæki.“ Hún ræddi um hversu nauðsyn- legt það hafi verið fyrir vel- gengni landsins að byggja upp höfuðstað sem varð miðstöð stjórnkerfis, menntunar og at- vinnulífs. „Samt litu menn svo á – og gera jafnvel enn – að vöxtur og viðgangur Reykjavíkur sé blóðtaka fyrir sveitir landsins. [...] Er ekki mál að linni og við- urkennt verði að íslensk þjóð muni ekki standast samkeppni við útlönd nema hún geti boðið upp á fallegt og kraftmikið borgarsam- félag fyrir nútímalegt fólk og fyrirtæki.“ Skortur á læknum, hjúkr- unarrýmum og löggæslu Hún benti á að miklir fólks- flutningar hafi fylgt uppbyggingu borga víða um heim og gagn- rýndi að ríkisvaldið í flestum löndum hafi tekið litla ábyrgð á þeim félagslegu úrlausnarefnum sem þeim fylgdu. Þannig haldist fjárframlög frá ríkinu ekki í hendur við fjölgunina. „Í Reykja- vík – og eftir atvikum á höfuð- borgarsvæðinu öllu – verðum við t.d. áþreifanlega vör við þetta í skorti á heimilislæknum, en 20 þúsund Reykvíkingar munu vera án heimilislæknis, skorti á hjúkr- unarrýmum en nú skortir 281 hjúkrunarrými á höfuðborg- arsvæðinu en 41 úti á landi, í vanbúinni löggæslu en mun fleiri íbúar eru á bak við hvern lög- reglumann í Reykjavík á síðasta ári en fyrir 20 árum og líka mun fleiri en í öðrum höfuðborgum á Norðurlöndum og svo mætti lengi telja. Skortur á þjónustu og ör- yggi getur reynst okkur skeinu- hætt því það eru einmitt lífs- gæðin í borgum sem munu skipta sköpum um samkeppnishæfni þeirra. Það er þó ekki verst held- ur hitt að svo virðist sem það skorti átakanlega skilning hjá ráðamönnum þjóðarinnar á hlut- verki og gildi borgarinnar fyrir þróun íslensks samfélags.“ Hugvit ekki þróað í einangrun Í erindinu sagði Ingibjörg enn- fremur að í hinu alþjóðlega sam- félagi væri þekking, menntun, upplýsingar, rannsóknir og færni það hráefni sem máli skiptir í viðskiptum. Hins vegar þróuðu menn ekki hugvit með sér í ein- angrun heldur í mannfjölda. Þess vegna muni þær borgir sem nái að laða til sín og mennta hæfi- leikaríkt fólk blómstra. „Á Íslandi er bara ein borg – eitt borgarsvæði – og þessi borg verður að vera kjölfesta fyrir landið allt.“ Hún sagði því mikilvægt verk- efni að viðurkenna sérstöðu borg- arinnar og móta stefnu um upp- byggingu samkeppnishæfs borgarsamfélags. Nýtt að- alskipulag Reykjavíkurborgar væri grunnur að slíkri stefnumót- un. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opnaði fyrirlestraröðina „Hvað er borg?“ Húsfyllir var á fyrirlestrinum sem fór fram í Norræna húsinu. Ráðamenn þjóðarinnar skortir skiln- ing á gildi borgarinnar Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði fáa Reykvíkinga, sem hefðu alist upp í borginni, hafa rótgróna átthagatilfinningu á sama hátt og landsbyggðarfólk hefði gagnvart sínum heimahögum. VEGAGERÐIN er að hefja fram- kvæmdir við Hafnarfjarðarveg þar sem hann liggur um gjána í Kópa- vogi. Verður vegurinn breikkaður til að koma fyrir aðrein frá rampinum við Digranesveg niður undir brúna yfir Nýbýlaveg. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Reykjanesi, verður Hafnarfjarðar- vegurinn fluttur á þessu svæði inn í miðeyjuna á veginum þannig að hægt sé að koma aðreininni fyrir. Verður leyfilegur hámarkshraði á Hafnarfjarðarveginum lækkaður á meðan vinnuvélar verktaka eru að störfum. Að öðru leyti segir Jónas ekki verða tafir á umferð vegna framkvæmdanna. Verkinu á að vera lokið fyrsta nóv- ember næstkomandi og er heildar- kostnaður við verkið áætlaður um 25 milljónir króna. Það er Arnarverk ehf. sem er verktaki við verkið. Þá er smíði húss yfir gjána einnig að hefjast og í tengslum við þá fram- kvæmd verður steyptur veggur í miðeyju Hafnarfjarðarvegar og til hliðar við veginn báðum megin. Seg- ir Jónas mega búast við einhverjum truflunum á umferð vegna þessara framkvæmda en það verði aðallega að nóttu til. Vinna við aðrein að hefjast Kópavogur Morgunblaðið/Þorkell Leyfilegur hámarkshraði á Hafnarfjarðarvegi verður lækkaður meðan á framkvæmdum stendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.