Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SENN líður að lok- um ríkjaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í Jóhannesarborg hefur hugtakið sjálfbær þróun verið á vörum tugþúsunda fulltrúa frá 190 þjóðum síð- ustu daga. Hugtakið er skilgreint strax á annarri síðu í fram- kvæmdaáætlun þeirri sem liggur fyrir þinginu og þjóðarleið- togar undirrita vænt- anlega á næstu dög- um. Skilgreiningin er skýr: Sjálfbær þróun er samþætting þriggja þátta, efna- hagsþróunar, félagslegrar þróunar og náttúruverndar, eða eins og stendur í framkvæmdaáætluninni: „ – economic development, social development and environmental protection“. Hér hefur þessi skil- greining ekki vafist fyrir neinum. Efnahagsþróun Á heimsþinginu í Jóhannesar- borg fékk ég í hendur stefnu ís- lenskra stjórnvalda um sjálfbæra þróun frá 2002–2020. Það er ekki laust við að maður hrökkvi í kút við lestur á skilgreiningu þeirra á hugtakinu. Þar er sjálfbær þróun skilgreind sem samþætting efna- hagsvaxtar, félagslegrar velferðar og náttúruverndar eða eins og stendur í íslensku skýrslunni: „economic growth, social welfare and environmental protection“. Hér er á ferðinni greinilegur áherslumunur, en hann þarf þó ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hefur með stefnu ríkis- stjórnarinnar í orkumálum og um- hverfisvernd síðustu ár. Afleiðing Margt hefur verið sett hér fram um sjálfbæra þróun í töluðu og rit- uðu máli en hvergi hefur verið lögð slík einhliða áhersla á „efna- hagsvöxt“ sem hluta af hugtakinu. Þvert á móti hefur ítrekað komið fram að varast beri að taka efna- hagslega þáttinn fram yfir fé- lagslegu og umhverf- islegu þættina. Sú tilhneiging hefur ver- ið eitt af vandamálun- um við að koma sjálf- bærri þróun í framkvæmd og í mörgum tilfellum valdið stórskaða. Má þar t.d. vitna í orð Mikhails Gorbachevs þar sem hann segir í The Guardian í ágúst 2002: „Sem leiðtogi þjóðar minnar sá ég frá fyrstu hendi hvaða áhrif það hefur þegar langtímaumhverfisá- hrif eru sett til hliðar fyrir skjótfenginn pólitískan eða efnahagslegan ávinning. Sovétrík- in þurftu að taka afleiðingunum af verstu umhverfisslysum í heimi, sem voru bein afleiðing af rangri ákvarðanatöku …“ Sovétstefna? Spyrja má hvort íslensk stjórn- völd séu ekki að falla í svipaða gryfju og Sovétríkin með sinni heimatilbúnu skilgreiningu á sjálf- bærri þróun. Hver atlagan af ann- arri hefur verið gerð að helstu náttúruperlum landsins þar sem illa ígrunduð og vafasöm efnahags- sjónarmið eru tekin fram yfir óum- deilanleg náttúruverndargildi. Nægir þar að nefna Eyjabakka- svæðið, sem tókst að bjarga á ell- eftu stundu, og Kárahnjúkavirkj- un, sem þegar hefur verið samþykkt, þótt viðurkennt sé að hún valdi gífurlegum og óaftur- kræfum umhverfisáhrifum. Nú síð- ast beinist atlagan að Þjórsárver- um, sem eru á friðlýstu svæði og njóta verndar samkvæmt RAMS- AR-sáttmálanum og samningnum um líffræðilega fjölbreytni sem Ís- lendingar hafa staðfest. Ef heldur sem horfir verður þess ekki langt að bíða að réttlætanlegt þyki að fórna Gullfossi á altari efnahags- vaxtar. Náttúran Ljóst er að núverandi stjórnvöld ætla ekki að staldra við í herferð sinni gegn náttúru Íslands. Að mínu mati er nú svo komið að það eina sem bjargað getur Íslandi frá áframhaldandi náttúruspjöllum er einbeittur vilji þjóðarinnar. Mót- mæli fólkið í landinu ekki kröft- uglega er hætta á að þess verði ekki langt að bíða að umræðan um náttúruvernd verði marklaus. Það má til sanns vegar færa að með umskiptum umhverfisráðherra á niðurstöðu Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Kára- hnjúkavirkjunar hafi stjórnvöld sett viðmið sem réttlætt geta allar framkvæmdir ef þau sjá í þeim efnahagslegan ávinning. Það er sárgrætilegt að horfa á ráðamenn misnota lýðræðislegt vald sitt með slíkum hætti. Ég vil skora á ís- lensku þjóðina að rísa upp og mót- mæla virkjana- og stóriðjustefn- unni, þar sem nú síðast er ráðist inn á friðlýst svæði Þjórsárvera. Einhvers staðar hljóta mörkin að vera. Ráðherrar Hér í Jóhannesarborg hafa margir unnið gott starf og lagt sitt að mörkum við að leysa umhverf- isvanda heimsins. Í því felst hins vegar mótsögn að ráðherrar sem standa fyrir hernaðinum gegn ís- lenskri náttúru í skjóli efnahags- legs ávinnings skuli mæta hér til að skrifa undir yfirlýsingar og áætlanir um sjálfbæra þróun, sem eru í mikilli mótsögn við gerðir þeirra heima fyrir. Framtíðin í þínum höndum Ólöf Guðný Valdimarsdóttir Umhverfi Hver atlagan af annarri, segir Ólöf Guðný Valdi- marsdóttir, hefur verið gerð að helstu nátt- úruperlum landsins. Höfundur er formaður Landverndar. ÞAÐ hefur verið ánægjulegt að vera í Samfylkingunni og taka þátt í uppbygging- arstarfi á vinstrivæng íslenskara stjórnmála. Ekki veitir nú af að eiga öflugan flokk til mótvægis við frjáls- hyggjuflokkana tvo sem eru um þessar mundir að selja og selja og einkavæða og einka- væða. Það er ekki langt síð- an Samfylkingin var stofnuð, en andstæð- ingar hennar hafa gert allt til að gera sem minnst úr henni. Samfylkingin fékk 17 þingmenn í sínum fyrstu alþing- iskosningum og var kynjaskiptingin á þingflokknum þannig að við eigum nú 9 konur á þingi og 8 karla. Við getum verið ánægð með þetta og stefnum hærra. Fremstur meðal jafningja Síðasta skoðanakönnun sem nú birtist og var gerð af Gallup mælir okkur í 26% og er það þriðji mán- uðurinn í röð sem Samfylkingin hlýt- ur það fylgi og er samkvæmt þessu næststærsti flokkur landsins. Sam- fylkingin er orðin traustur og ábyrg- ur flokkur, sem fólk treystir fyrir stjórn landsins. Það er greinilegt. Frá síðustu kosningum hefur fólk- ið í Samfylkingunni verið að slípa sig saman og hefur það gengið allvel. Við kusum okkur formann sem hefur líka staðið sig mjög vel, verið fremst- ur meðal jafningja og enginn vafi er á að helsta ástæðan fyrir umskiptum flokksins er þraut- seigja hans. Hann hef- ur stýrt Samfylking- unni í gegnum þá pólitísku ósjóa, sem hún hefur hefur lent í og stappað stálinu í flokkinn og félagana. Við finnum í honum mann, sem þekkir til aðstæðna fólksins í sveitum landsins, fólks- ins í sjávarplássunum, bæjunum og borginni. Ég bendi líka á að þegar flokkurinn var stofnaður, í miklum öldudal eftir erfiðasta árið í sögu hreyfingar- innar, voru ýmsir nefndir til sögunn- ar sem formenn, þar á meðal Ingi- björg Sólrún borgarstjóri. Það kom að lokum í hlut Össurar. Aðrir en hann og Tryggvi lögðu ekki í áhætt- una því það var hreinlega ekki víst að flokkurinn lifði erfiðleikana af sem hann var þá í. Skýr stefna Nú er svo komið að Samfylkingin, sem áður var gagnrýnd fyrir óljósa stefnu, er með langskýrustu pólitík- ina. Hér hafa orðið gífurlega mikil umskipti og tel ég að þeir sem fara með forystu í Samfylkingunni hafi lyft grettistaki. Nú vilja þeir líka vera með sem ekki lögðu mikið á sig til að koma flokknum og formann- inum til aðstoðar þegar Samfylking- in var að mælast í 11–14%. Þeir sem stóðu á hliðarlínunni vilja ólmir kom- ast í liðið. Menn flykkjast í framboð fyrir Samfylkinguna um þessar mundir. Þetta er mjög ánægjuleg þróun og sýnir hversu vel okkur hef- ur miðað. Sáðkornin, sem flokkurinn hefur sáð á síðustu misserum, hafa spírað, skotið frjóöngum, og eru tekin að vaxa upp úr moldinni. Fólkið í land- inu er ánægt með uppskeruna. Það er ánægt með okkur. Össur og Ingibjörg Ég álít Össur Skarphéðinsson einn seigasta stjórnmálamann lands- ins. Sóknarfærin sem Samfylkingin á birtast í könnun Kremlar.is sem sýnir að kæmi Ingibjörg borgar- stjóri til liðs við forystusveitina gæti fylgi Samfylkingarinnar farið úr 26% í 34%. Þetta eru líka mjög góðar fréttir. Forystusveit, þar sem Össur og Ingibjörg Sólrún færu fremst í hópi jafningja, væri líkleg til að ná mjög góðum árangri. Þau hafa líka unnið vel saman frá dögum stúd- entapólitíkurinnar. En stjórnmálin eru þess eðlis að þau þola ekki bið og óvissu. Það gæti skaðað flokkinn ef skapaðar væru væntingar, sem ekki ganga eftir. Skýrar línur eru jafn mikilvægar í landsmálunum og í borginni. Það veit ég að borgarstjóri skilur. Styrkur Samfylkingarinnar Karl V. Matthíasson Stjórnmál Stjórnmálin eru þess eðlis, segir Karl V. Matthíasson, að þau þola ekki bið og óvissu. Höfundur er alþingismaður. ALKUNN er sagan um manninn, sem var kallaður þjófur, eftir að stolið var frá honum. Hún kemur í hugann, þegar litið er til þess, hvernig Alfreð Þor- steinsson, borgar- fulltrúi R-listans og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR), kýs að fjalla um mig og nýjar höfuð- stöðvar fyrir OR. Dæmi um það birtist í Morgunblaðinu 4. sept- ember. Í fyrsta lagi kvartar Alfreð undan því, að fjölmiðlar hafi ekki fjallað nægilega mikið um úrslit borgarstjórnarkosn- inganna í vor með tilliti til Sjálfstæð- isflokksins. Spurning er, hvort nægi- lega mikið hafi verið fjallað um þá staðreynd, að aðeins munaði örfáum atkvæðum, að Alfreð nyti stuðnings til framboðs innan eigin flokks og ekki var strikað oftar yfir nokkurt nafn á kjördag en hans. Í öðru lagi leggur Alfreð endur- reisn Þjóðminjasafnsins að jöfnu við þá ákvörðun að reisa OR höfuðstöðv- ar. Er það fráleitt. Ekki er ágrein- ingur um nauðsyn þess að endur- reisa Þjóðminjasafnið. Leysa hefði mátt húsnæðismál OR án þessara dýru stórframkvæmda. Þegar Alfreð nefnir fjárhæðir og ár vegna framkvæmda við Þjóð- minjasafnið, birtir hann tölur, sem ég þekki ekki. Upphaf endurreisnar Þjóðminjasafns má rekja til áramóta 1990–1991. Ef litið er á heildarfjár- hag þessa verkefnis, kostnað fram á síðasta vor og áætlaðan kostnað til loka þess, þ.m.t. frágang lóðar, hönn- un sýningar og gerð ytra byrðis sýn- ingarinnar og búnaðarkaup vegna þess, auk kostnaðar safnsins vegna flutnings og framkvæmda í Vestur- vör í Kópavogi, þar sem hinar nýju, traustu geymslur safnsins eru, og að Lyngási í Garðabæ, þar sem skrif- stofur safnsins eru tímabundið, ásamt framkvæmdakostnaði, sem til féll við safnhúsið, áður en endur- bygging þess hófst, var áætlaður heildarkostnaður 1.287 milljónir króna sl. vor. Heildarkostnaður við endurbyggingu safnhússins við Suð- urgötu var í vor áætlaður 890 millj- ónir króna, en í frumáætlun bygg- inganefndar Þjóðminjasafns Íslands frá júní 1990 um endurbætur á húsi safnsins var gert ráð fyrir að kostn- aður næmi 675 milljónum króna. Hvaðan Alfreð hefur upplýsingar um að kostnaður við endurbyggingu safnhússins fari yfir 1400 milljónir kemur ekki fram í grein hans. Þá er í raun ómarktækt að bera áætlunina frá 1990 saman við það, sem nú er verið að gera eða hefur verið gert í þágu safnsins. Í þriðja lagi gerir Alfreð því skóna, að ég megi ekki gagnrýna áform um líkamsræktarstöð í höfuðstöðvum OR vegna þess að í sömu byggingu og hýsir menntamálaráðuneytið séu sturtur og gufubað fyrir starfsmenn stjórnarráðsins. Má draga þá álykt- un af orðum hans, að ég hafi tekið ákvörðun um þessa aðstöðu í þessari stjórnarráðsbyggingu, vegna þess að ég vann í húsinu sem mennta- málaráðherra. Ég hafði einfaldlega engin afskipti af þess- um kjallaraherbergj- um, þau voru í húsinu, þegar ég kom þar til starfa og eru undir forsjá umsýslumanna fasteigna ríkisins. Í fjórða lagi segist Alfreð tilbúinn að hitta mig í umræðuþáttum, hvar og hvenær sem er, en ég hafi ekki verið á lausu fyrir Rás 2, þegar honum hentaði. Enn veit ég ekki til hvers Alfreð er að vísa. Haft var samband við mig í síðustu viku af Rás 2 og ég beðinn að ræða við Alfreð. Ég var að búa mig undir að gera það en þá sagði þáttarstjórn- andi mér, að Alfreð vildi ekki hitta mig í umræðum. Eftir að grein Al- freðs birtist í Morgunblaðinu varð hún tilefni til þess, að Rás 2 hafði samband við mig með tölvupósti og skýrði ég bréfritara frá því, að ég mundi svara Alfreð í Morgun- blaðinu. Eins og lesendur Morgunblaðsins sjá, eiga þessi skrif í raun ekkert er- indi í umræður um höfuðstöðvar OR, frekar en ef ég færi að ræða störf Al- freðs við sölu varnarliðseigna. Verið er að þyrla upp ryki í stað þess að ræða efni málsins. Athyglisvert er, að Alfreð hefur vaðið fyrir neðan sig, þegar hann ræðir um kostnað við þetta mikla mannvirki. Hann kemst þannig að orði, að samkvæmt „síðustu áætlun“ sé kostnaður við OR-húsið 2.485 milljónir króna. Í orðunum felst, að fleiri áætlanir komi, því að Alfreð veit sem er, að ekki eru öll kurl enn komin til grafar, til dæmis er ekki í þessari áætlun gert ráð fyrir kostn- aði við að leggja hita í bílastæði við höfuðstöðvarnar. Inn í heildardæmið vegna höfuð- stöðvanna vantar einnig kostnað við kaup á húsi fyrir framkvæmdasvið OR undir verkstæði, skrifstofur og vinnuflokka, það er 4⁄5 hluta af Rétt- arhálsi 4 fyrir 395 milljónir króna, en starfsmannaaðstaða í nýju höfuð- stöðvunum á að nýtast fyrir þá, sem vinna að Réttarhálsi 4. Ekki hefur verið lokið við að innrétta húsnæðið að Réttarhálsi 4 eða tengja húsin, en kostnaður við þær framkvæmdir hefur að sögn forstjóra OR einungis verið gróflega áætlaður um 150 milljónir króna. Séu þessar tölur, sem allar eru op- inberar frá OR, lagðar saman kemur í ljós, að kostnaður við nýjar höfuð- stöðvar er að minnsta kosti kominn í 3.030 milljónir króna. Alfreð og dýru höfuð- stöðvarnar Björn Bjarnason Höfundur er alþingismaður og borg- arfulltrúi og situr í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Stjórnmál Þyrlað er upp ryki, seg- ir Björn Bjarnason, til að fela meira en þriggja milljarða króna kostnað við höfuðstöðvar OR. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.