Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 11 ÍSLENSKIR smalar hafa sumir hverjir fengið aðstoð erlendra ferðamanna við göngur og réttir enda vaxandi áhugi meðal almenn- ings á þessari fornu iðju. Á nokkrum stöðum hafa bændur boðið ferða- mönnum að koma með í göngur, ljá þeim reiðskjóta og útbúa þá með nesti og jafnvel nýja skó til fararinn- ar, gegn gjaldi. Á öðrum og fámenn- ari stöðum þurfa bændur hins vegar að borga smölum sínum fyrir greið- ann. En réttirnar nálgast, samt sem áður, og með söngbækur og heitt kakó á brúsa í farteskinu flykkjast borgarbúar til sveita og fylgjast með vöskum bændum draga fé sitt í dilka. En engar verða réttir án smalamennsku. Misjafnt hvernig mönnun í smalamennsku gengur „Það er auðvelt að fá menn í lengri göngur í stórum afréttum, sem standa jafnvel í marga daga,“ segir Ólafur Dýrmundsson, ráðu- nautur hjá Bændasamtökunum. „Þá verða göngurnar heilmikið ferðalag og fólk viljugt að taka þátt. Það virð- ist eftirsóknarvert sport að vera á hestbaki í göngum. Styttri smala- mennskur, þær sem taka aðeins einn dag eða svo, er erfiðara að manna, en í þeim þurfa smalar oft að fara um fótgangandi. Það virðist ekki eins eftirsóknarvert. Á þeim stöðum þar sem byggðir eru strjálar og fáir bændur, er farið að bera á því að fólk vanti í styttri göngur.“ Ólafur segir að með auknum áhuga almennings, Íslendinga jafnt sem útlendinga, hafi nokkrir aðilar innan ferðaþjónustu bænda svo og ferðaskrifstofur gert út á göngur og réttir við góðar undirtektir. „Áhugi útlendinga hefur aukist og hingað koma árlega á vegum ferðaskrif- stofa einstaklingar og jafnvel hópar til þess að fara í réttir. Útlending- arnir sækja líka í göngur. T.d. hefur Ferðaþjónustan á Geitarskarði í Langadal skipulagt ferðir lengi. Þau hafa verið með ferðir í stóðsmölun og stóðrétt í Skrapatungurétt.“ Ólafur telur að þjónusta sem þessi verði til þess að lengja ferðamanna- tímann, „og við ættum hiklaust að markaðssetja göngur og réttir. Þetta er mjög sérstakt fyrirbrigði, Við finnum ekki neitt í heiminum sem er sambærilegt göngum og réttum á Íslandi. Það hefur nú flest breyst frá upphafi Íslandsbyggðar, en göngur og réttir hafa lítið breyst. Búfjáreigendur eru enn skikkaðir til að leggja til menn í smalamennsku. Þetta er það sem gengur næst her- þjónustu á Íslandi, í raun og veru! Við erum með fjallkónga og leitar- stjóra og þeir hafa alger yfirráð yfir sínum mönnum, þeir eru eins og herforgingjar.“ Höfuðborgarbúar sækja í réttir í nágrenni borgarinnar Lítil breyting hefur verið á fjölda rétta undanfarin ár þrátt fyrir að sauðfé hafi fækkað töluvert, segir Ólafur. „Það er réttað nokkurn veg- inn á sömu stöðum og verið hefur lengi. Smölun og réttir eru verk sem þarf alltaf að vinna, afréttirnar og beitilöndin eru nokkurn veginn þau sömu. Göngurnar styttast ekkert við það þótt fénaði fækki.“ En mannfólkið sækir réttir í auknum mæli þó að færra sé um fer- fætlingana. „Fjöldi fólks af höfuð- borgarsvæðinu sækir í réttir, marg- ir fara í næsta nágrenni en einnig í Borgarfjörðinn, á Suðurlandið og víðar. T.d. eru Þverárrétt í Þver- árhlíð, Tungnaréttir, Reykjaréttir á Skeiðum, Hrunaréttir og aðrar stór- ar réttir á þessu svæði vinsælar.“ –En þvælast borgarbörnin ekki bara fyrir? „Það eru alltaf allir velkomnir að fylgjast með í réttunum. Þó er ekki til þess ætlast að aðkomumenn fari inn í almenninginn meðan á réttun- um stendur.“ Ólafur segir að víða sé gert ráð fyrir gestum, seldar veitingar og boðið upp á salernisaðstöðu. Hann segir algengt að félög aldraðra, starfsmannahópar og leikskólar fari í skipulagðar ferðir í réttir. „Það er mjög jákvætt að fara með börnin, kaupstaðarfólkið er alltaf að losna úr tengslum við sveitirnar. En í réttum sjá börnin gömul vinnubrögð og komast í snertingu við náttúruna og landið í leiðinni.“ Víða um land má finna stóra af- rétti, t.d. sá sem smalað er af í Þver- árrétt í Borgarfirði, þar sem réttað verður 16. september. „Ég hygg að sú rétt sé einna fjárflest í landinu,“ segir Ólafur. „Svo eru feikilega stór- ir afréttir í Húnavatnssýslum og í Suður-Þingeyjarsýslu og víða á Suð- urlandi.“ Sóknarfæri í menningar- tengdri ferðaþjónustu Á sumum stöðum hefur verið smalað til sömu réttar svo árum og áratugum skiptir. Ýmsar réttir hafa verið gerðar upp í þeim tilgangi að nýta þær áfram. „Reykjaréttir á Skeiðum voru byggðar upp fyrir nokkrum árum,“ segir Ólafur. „Þær eru hlaðnar úr hrauni. Skaftholts- rétt í Gnúpverjahreppi skemmdist illa í jarðskálftunum en strax var hafist handa við endurbyggingu hennar. Hraunsrétt í Aðaldal er hlaðin úr hrauni og verið er að gera hana upp. Deilur risu um hvort gera ætti hana upp og nota áfram eða leggja niður og byggja á öðrum stað. Þau sjónarmið urðu ofan á að hún skildi endurnýjuð og notuð áfram.“ Aðrar réttir hafa aflagst af ýmsum sökum, svo sem vegna þess að þær hafa fallið inn á verndar- svæði, eins og t.d. Gjáarétt í Heið- mörk, sem ferðalangar þar um slóð- ir þekkja vel. Ólafur segir gamlar réttir opna sóknarfæri í menningartengdri ferðaþjónustu. „Það er viðleitni sums staðar til að skrá heiti rétt- anna og minjar. Réttir eru hluti af menningarlandslaginu. Þetta er eitt af því sem menningartengd ferða- þjónusta ætti að koma að, skrá og sýna fólki.“ Fyrstu fjárréttir þessa hausts verða á Síðu og í Skagafirði á morgun Réttir eru hluti af menningar- landslaginu Ljúfa lífið á fjöllum er senn á enda hjá flestu fé sem nú er verið að smala í réttir um land allt. Þær réttir sem ríða á vaðið þetta árið eru Fossrétt á Síðu og Gróf- argilsrétt í Skagafirði. Morgunblaðið/RAX Réttað verður í Fossrétt á morgun en hana sækja ætíð mörg börn. TENGLAR ..................................................... www.bondi.is                 ! "# $ "! %  "& $ %  % &  $ %'(   %'(     %'(      "# %!   )  %!  *+',!  - *.(/0 1  2 $ 1    "# "# 1(    )   )  ,+' 3       "#   (       "#    3  ( & $    3               )   *.! (  .'( +  .'( .'  $ . ( 1     '   "' " )  '  1    4   5' !    ! 5       & 5'     5      1     !  !    &     !   1 / '//      )          )   1& &     &  $    "#      $ /   ) +         6    /    7  )    ) )  )  )    )  )  3(&   1   3  85''  3  ) (/ )  3  3   "# 9  9   : / %  ;< /   => /   ;; /   => /  =? / 3' =: / !   ;; /  =? / %&  < /   ;; /   => / 3' =: / %&  < /  =? /  ;= / "  =< /   => /  @=    => /   A / %&  =@ /  : /  ;= /   ;; /   => / "  =A /  =? /  : /  ;= / "  =A /   ;; /  ;= /  =? /   A / "  ;@ / "  ;@ / "  =< / %&  =@ /  : /  =? /  : /  =? / "  =< /   => /   => /  : /  =? / %&  =@ / %&  =@ /  =? /   ;; /   => /  =? / "  =< / 3' ;? /           ,+' 3      .! ( '  1   $ "! %!   +',!  3(&   1   .'( +  .'(  !  !   1   9  9  ;= / //    ;= / //    ;= / //     ;; / 5    ;; / //     ;; / //   =@BCC   ;; /   =<BCC "  ;@ /  "  ;@ /  3' ;? /          1& &  5      &      (     /   ) +    '   3  ) (/ )  )    )  )  " 85' 3  85''   =? /    =? /   =<BCC   =: /   =>BCC   ;; / //     ;; /  =CBCC  ;A /  =@BCC  ;A /   =@BCC  > !  =CBCC  > !  ==BCC   < !  =CBCC B +  & D      HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð héraðsdóms um að maður sem sakaður er um hrottafengna líkams- árás á ungan mann í Hafnarstræti í maí sl. sitji í gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans, þó ekki lengur en til 19. nóvember. Maðurinn sem varð fyrir líkams- árásinni lést af áverkum sínum 2. júní sl., rúmri viku eftir að ráðist var á hann. Í úrskurði héraðsdóms kem- ur fram að flest vitni að árásinni hafi borið að annar mannanna hafi „margsinnis slegið hann með kreppt- um hnefa í andlit og höfuð og marg- sinnis sparkað í höfuð hans, bæði með hné og fæti.“ Árásin sást í öryggismyndavélum Þá beri vitnum flestum saman um að þegar maðurinn reyndi að standa upp, sýnilega mjög vankaður, hafi hinn árásarmaðurinn hlaupið að hon- um og sparkað í háls hans eða bringu með þeim afleiðingum að hann skall aftur fyrir sig með höfuðið í götuna. Sá fyrri hefur játað að hafa lent í átökum við manninn en neitað því að hafa veist að honum með þeim hætti sem flest vitni lýsa. Í úrskurði hér- aðsdóms kemur fram að árásin sást allvel úr öryggismyndavélum lög- reglunnar og eru upptökur úr þeim meðal gagna málsins. Rannsókn málsins er lokið og hafa málsgögn verið send ríkissaksókn- ara. Brotið sem mennirnir eru sak- aðir um varðar allt að 16 ára fangelsi. Í gæslu- varðhaldi þar til dóm- ur fellur HÓPUR tæplegra tvítugra pilta veittist að þrítugum Reykvíkingi á myndbandaleigunni Laugarásvídeói á Dalbraut 1 á mánudagskvöld en varð frá að hverfa eftir að hann tók til varna. Að sögn sjónarvottar virðist sem forsprakki árásarmannanna hafi ek- ið aftan á bifreið mannsins fyrr um daginn. Var hann ósáttur við málalok og taldi að maðurinn hefði hemlað of skyndilega og þannig valdið umferð- aróhappinu. Á myndbandaleigunni atyrtu hann og félagar hans mann- inn og fór svo að til átaka kom á milli þeirra. Piltarnir réðust nokkrir að manninum, sem tókst að verjast og hafði loks forsprakkann undir, en við það tvístraðist hópurinn. Lögregla var kölluð til og tók hún niður nöfn þeirra sem í hlut áttu. Á meðan söfn- uðu piltarnir liði, m.a. með sms-send- ingum, og höfðu á orði að þeir myndu bíða eftir því að maðurinn kæmi út. Eftir nokkurt þóf gáfust þeir upp á biðinni og hurfu á braut. Maðurinn hlaut minniháttar skrámur og ekki er vitað til þess að piltarnir hafi meiðst að ráði. Réðust að manni en urðu frá að hverfa ÞRÍR feðgar sem grunaðir eru um alvarlega líkamsárás á ungan mann við Eiðistorg 2. ágúst, voru í gær úrskurðaðir í áframhaldandi gæslu- varðhald til 18. september í Héraðs- dómi Reykjavíkur að kröfu lögregl- unnar í Reykjavík. Um er að ræða karlmann um fimmtugt og tvo syni hans um tví- tugt, en allir hafa þeir áður komið við sögu lögreglunnar. Þeir voru handteknir strax í kjölfar árásarinn- ar og úrskurðaðir í gæsluvarðhald stuttu síðar. Gæsluvarðhaldsúr- skurðurinn í gær var kærður til Hæstaréttar af mönnunum eftir uppkvaðningu hans. Gæsluvarðhald framlengt til 18. september ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.