Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VIÐ reynum eftir bestugetu að gæta öryggisokkar án þess að kastafyrir róða helstu gildum lýðræðis og mannlegra samskipta, þau skipta okkur miklu. Verkefnið er erfitt við aðstæðurnar sem við búum við en við gerum okkar besta,“ segir sendiherra Ísraels á Íslandi, Liora Herzl. „Ísraelar eiga ekkert sökótt við venjulega Palest- ínumenn, það eru hermdarverka- mennirnir sem við berjumst gegn. Báðar þjóðirnar eru fórnarlömb í þessum átökum.“ Sendiherrann, sem hefur aðsetur í Ósló, er í heimsókn hér á landi en Herzl tók við embætti í ársbyrjun. Mikla athygli og gagnrýni hefur vakið undanfarna daga að Ísr- aelsher hefur nú með fulltingi hæstaréttar landsins rekið tvö systkin látins hryðjuverkamanns af Vesturbakkanum í tveggja ára út- legð á Gaza vegna þess að þau veittu manninum aðstoð við hermdarverk- in meðal annars við að útbúa sprengjur fyrir sjálfsmorðingja. Herzl er spurð hvort verjandi sé að beita slíkri refsingu og hvort Ísrael- ar hafi yfirleitt lögsögu á hernumdu svæðunum. „Við segjum að fólkið hafi verið flutt af staðnum á annan og þetta er liður í baráttu gegn sjálfsmorðs- sveitunum,“ svarar hún. „Liðsmenn þeirra hafa aðeins eitt markmið: að drepa óbreytta borgara. Stjórn okk- ar stendur andspænis því verkefni að auka öryggi borgaranna. Við vitum að það er nær útilokað að stöðva sjálfsmorðingjana þegar þeir eru búnir að spenna sprengju- beltið um mittið og á leið til Ísraels til að sprengja sig þar. Annaðhvort þurfum við að finna verkstæðin þar sem þeir fá búnaðinn eða fólkið sjálft sem stendur fyrir þessu. Og einnig er hægt að hræða almenning, fá hann til að hætta að hjálpa sprengjumönnunum. Mannréttindi að fá að lifa Málin sem þú nefndir eru þrjú, tveir Palestínumenn voru fluttir til Gaza en hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að sá þriðji hefði brotið svo lítið af sér að ekki bæri að refsa honum með þessum hætti. Metið var hve bein afskipti fólksins hefðu verið þegar hermdarverkamennirn- ir voru aðstoðaðir. Sannað þótti að systkinin tvö hefðu fyllilega vitað hvað sprengjumennirnir ætluðu sér að gera. Sá þriðji rétti líka hjálp- arhönd en rétturinn taldi að hann hefði ekki vitandi vits stuðlað að hryðjuverki. Dómararnir þurfa að vega og meta tvennt, annars vegar mannréttindi Palestínumannanna og hins vegar öryggi gagnvart hryðjuverkum. Niðurstaða okkar er að rétturinn til að fá að lifa sé einnig hluti af mannréttindum og ef til vill undirstaða allra mannréttinda. Og ákvæði í alþjóðalögum eru skýr, framferði hryðjuverkamanna telst til stríðsglæpa og brota gegn mannkyninu.“ – Hvað með þá sem æsa til hryðjuverka, verða þeir líka reknir af heimilum sínum? „Þetta er góð spurning. Hvers konar hjálp fellur undir hugtakið að aðstoða við hryðjuverk og hve mikil þarf hún að vera? Ég er ekki hæsta- réttardómari. En tvímenningarnir hjálpuðu sjálfsmorðingjunum við að fremja þessi verk. Ég held að rétt- urinn njóti viðurkenningar sem sjálfstæður aðili, eins og venjan er í lýðræðislöndum og Palestínumenn hafa oft áður látið hann úrskurða í sínum málum og oft hafa þeir unnið. Þeir vita að rétturinn er ekki undir stjórn stjórnmálamanna og flokka. Í þessum málum var niðurstaðan sú að fullnægjandi vísbendingar væru um raunverulega sekt. Hvert mál fyrir sig er kannað.“ – Hvað gerið þið ef palestínskur almenningur svarar með því að ögra hernum, t.d. með því að þúsundir manna fari að búa til sprengjubelti fyrir opnum tjöldum, ætlið þið þá að reka þúsundir manna burt? „Ekkert af þessu mun gerast. Ég held að þróunin verði allt önnur, við höfum þegar séð dæmi, að vísu of fá, um að Palestínumenn séu farnir að líta svo á að intifada-uppreisnin hafi verið mistök. Glæpir sjálfsmorð- ingjanna gegn mannkyninu muni ekki færa þjóðinni neitt. Gert var ráð fyrir að ísraelskt samfélag væri svo veikt að það myndi hrynja þeg- ar sjálfsmorðssveitinar færu að herja í borgum okkar en þeim sjálf- um til furðu komust þeir að því að samfélagið býr yfir miklum, innri styrk. Og þegar okkur finnst að sjálfri tilveru okkar sé ógnað erum við fús að berjast. En meirihluti Ísraela vill ekki aðeins stöðva sjálfsmorðsárásirnar heldur einnig að samskiptin við Palestínumenn batni og friðarviðræður hefjist á ný. En því miður fá hermdarverka- menn of mikinn stuðning frá sam- félagi sínu og þann stuðning verður að stöðva. Og þeir fá líka stuðning frá leiðtogum þjóðarinnar. Við höf- um ekki enn séð neina umtalsverða stefnubreytingu í þeim efnum frá Arafat eða undir- mönnum hans, þeir reyna ekki að stöðva hryðjuverk. Reglur um hern- að brotnar Fylgt er ákveðnum leik- reglum í stríði en hryðjuverkamenn hunsa þær allar. Þeir eru ekki í einkennisbúningi hermanna, starfa leynilega, koma sér fyrir innan um óbreytta borg- ara.“ – Ekki í einkennisbúningi, seg- irðu. En ef þeir reyndu að stofna her með öllum ytri einkennum slíkra stofnana myndu Ísraelar þá sætta sig við það? „Ég átti við að lög um vopnuð átök hafa yfirleitt verið samin með það í huga að tveir herir berðust, herir þar sem tiltölulega auðvelt er að greina á milli deiluaðila. Við eig- um í stríði. Annars vegar er her sem allir sjá að er á staðnum, sjón- varpsmenn taka myndir af liðs- mönnum hans. Hins vegar eru hermdarverkamenn, þeir lát taka myndir af sér við að vopnin, sprengjubúnaðinn og Það eina sem almenningur niðurstaðan: Sprengingar í sjálfsmorðin, drápin á óbre borgurum.“ – Palestínumenn segjast hernumin þjóð. Hafa menn teknu landi ekki oft barist me um aðferðum en viðurkennda lögum um stríðsrekstur, skemmdarverkum og hryðju um? Það gerðu menn í heimsstyrjöld gegn Þjóðverju „Palestínumenn eru ekk numin þjóð, þeir eru núna stjórn annarra. Deilt er um y landsins þeirra, fyrir 1967 Jórdanir Egyptar Vesturbak um og Leysa þar una um yfi og eina sem ekki g er ofbeldi. Þegar ópumenn bera ástandið sam hernám í heimsstyrjöldinni kolranga samlíkingu að ræð amska Jihad, Hamas og j Arafat eru ekki eins og gyði seinni heimsstyrjöld.“ – Palestínumenn segja að vilji ræða við ykkur en fyrst þið að draga herinn burt af sv þeirra. „Það er rétt, þeir segja þet þeir vilja að herinn fari án þ búið sé að leysa öryggisvand in. Þeir vilja ekki gefa neina ingu fyrir því að hætt verði á á Ísrael. Engin ábyrg ríkis gæti kvatt herinn heim án þ búið sé að semja um slíkt og um landamærin.“ Báðar þjóðirnar fórnar- lömb Sendiherra Ísraels, Liora Herzl, segi samtali við Kristján Jónsson að liðsme Palestínustjórnar séu farnir að gera umbætur og draga úr spillingu. En þe geri enn engar umtalsverðar tilraun til að stöðva hryðjuverkamenn. Morgunblaðið/Kristinn Ingva Liora Herzl: „Hvort eigum við að trúa Arafat þegar hann segi milljón „píslarvotta“ muni ráðast á Jerúsalem eða Arafat þe hann harmar að sjálfsmorðingjar skuli hafa drepið Ísraela?“ ’ Þeir vilja ekkigefa neina trygg- ingu fyrir því að hætt verði árás- um á Ísrael. ‘ ENGIN STÆÐI Það fer ekki framhjá neinum þeimsem ekur framhjá skólabygg- ingum á höfuðborgarsvæðinu að skólastarf er hafið á nýjan leik. Yf- irfull bílastæði, bílar á gangstéttum og umferðarhnútar að morgni dags þegar nemendur og starfsmenn mæta í skólann eru ótvíræð merki þess að haustið er komið. Á mal- arvöllunum fyrir neðan háskóla- svæðið standa bílarnir þétt í röð eft- ir röð. Það er svo sem ekki nýtt vanda- mál að bílastæði framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu séu þéttsetin. Með hverju árinu virðist þetta vandamál fara vaxandi eftir því sem algengara verður að nemendur koma akandi í skólann. Þetta vandamál má líklega að miklu leyti rekja til aukinnar vel- megunar í samfélaginu. Þótt bíla- eign framhaldsskólanema hafi ekki verið almenn fyrir tuttugu til þrjátíu árum er hún að verða það í dag. Raunar er þetta vandamál ekki ein- ungis bundið við skólabyggingar. Oft virðist vegakerfi höfuðborgar- svæðisins eiga erfitt með að anna umferð þegar hún er hvað mest. Það er engin einföld lausn til á þessu vandamáli. Gjaldtaka á bíla- stæðum við framhaldsskólana kem- ur ekki í veg fyrir að bílum sé lagt ólöglega á gangstéttum eða grasböl- um. Líklegt er að gjaldtaka muni auka á vandann á sumum stöðum í stað þess að draga úr honum og að fleiri nemendur muni sækja í bíla- stæði við íbúðarhús og verslanir og koma þannig í veg fyrir að íbúar og þeir, sem eiga erindi í viðkomandi verslanir, geti lagt bílum sínum. Hugsanlega má leysa hluta vand- ans með bættum almenningssam- göngum. Reynslan sýnir hins vegar að margir munu eftir sem áður kjósa að ferðast um á einkabílnum. Varla verður því hjá því komist að gera auknar kröfur um fjölda bíla- stæða við skólabyggingar og þjón- ustustofnanir. Ef til vill er skynsam- legasta lausnin sú að fjölga bíla- stæðahúsum í stað þess að láta bílastæðin breiða úr sér endalaust út um borgarlandið. Það gæti eflaust létt á vandanum víða, s.s. við Há- skóla Íslands. Þannig hyggst Versl- unarskólinn reisa bílastæðahús sam- hliða því að þriðja skólabyggingin verður reist á skólalóðinni. Þegar upp er staðið blasir hins vegar við að aldrei verður hægt að tryggja að all- ir geti lagt við dyr stofnana og fyrir- tækja. Við Íslendingar verðum því líklega að venja okkur á það í aukn- um mæli að þurfa að ganga örlítinn spöl til að komast á leiðarenda. UNGLINGAR OG FÍKNIEFNI Áundanförnum árum hefur ver-ið lagt í fyrirferðarmiklarherferðir gegn neyslu ólög- legra eiturlyfja og hefur þeim eink- um verið beint til unglinga. Þrátt fyr- ir þetta er því nú haldið fram að áhugi unglinga á fíkniefnum hafi aldrei ver- ið meiri en um þessar mundir. Í frétt í Morgunblaðinu í gær er greint frá því að á heimasíðu samtakanna SÁÁ komi fram að áhugi unglinga birtist í jákvæðum viðhorfum þeirra gagn- vart neyslunni auk þess sem framboð á fíkniefnum hafi vaxið stöðugt og úr- valið orðið fjölskrúðugra: „Þegar þetta tvennt fer saman, aukið fram- boð og aukinn áhugi unglinga á vímu- efnum, láta afleiðingarnar ekki á sér standa. Vímuefnaneysla unglinga hefur aldrei verið meiri og aldrei hafa jafnmargir unglingar komið til með- ferðar vegna vímuefnavanda.“ Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir í samtali við Morgunblað- ið í dag að áhugi unglinga á fíkniefn- um hafi verið að aukast jafnt og þétt á undanförnum árum og sú þróun sé í takt við það, sem sé að gerast víða um heim. „Við erum þátttakendur í alþjóð- legri þróun sem hefur stefnt í eina átt alveg frá Bítlaárunum, þ.e. að vímu- efnaneysla hefur aukist,“ segir Þór- arinn. „Það verður ekkert lát á því. Hvað varðar okkar varnir má segja að áhrif nýlegra átaka, sem gerð voru hjá ríkisstjórn og sveitarfélögum og er nú lokið, hafi verið á báða vegu. Stofnanir og frjáls félagasamtök í landinu sem fyrir voru og sinna for- vörnum eru, að því er mér virðist, veikari eftir þessi átök en þau voru fyrir.“ Hvað sem því líður virðist ljóst að þau átök, sem gripið hefur verið til, hafa ekki skilað árangri þrátt fyrir stór orð í upphafi. Eiturlyf eru eitt alvarlegasta vandamál íslensks samfélags. Það er mikil ógæfa að ánetjast fíkniefnum og getur kostað lífið. Ekki er nóg með að fíkniefnaneysla hefur verið að aukast, heldur hefur aukin harka færst í fíkniefnaviðskipti eins og iðu- lega hefur komið fram í fréttum. Ekki er langt síðan Morgunblaðið birti frásagnir af því að menn væru beinlínis pyntaðir þegar verið væri að rukka fíkniefnaskuldir. Þrælar fíkniefnanna skemma ekki aðeins sjálfa sig, þeir leggja fjöskyldur sín- ar í rúst og leiðast oft út á glæpa- brautina. Áhugi á eiturlyfjum verður ekki til í tómarúmi. Áhrif úr dægurmenn- ingu samtímans eiga þar einhvern hlut að máli, en unglingar komast heldur ekki yfir eiturlyf nema hafa aðgang að þeim og það er skelfilegt til þess að hugsa að þeir, sem hagn- ast á að flytja inn eiturlyf, skuli eiga greiða leið að æsku landsins. Það er erfitt að sjá hvernig það má vera að viðhorf unglinga til eiturlyfja geti verið jákvæð eftir þann linnulitla áróður, sem dunið hefur á þeim um skaðsemi eiturlyfja undanfarið, og sú spurning vaknar hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis. Það ætti ekki að vera mikill vandi að sýna fram á það hví- líkur bölvaldur eiturlyf geta verið. Málflutningurinn verður að vera í samræmi við raunveruleikann þann- ig að hann stangist ekki á við það, sem unglingarnir hafa fyrir augun- um, og þeir geti sett það í samhengi við eigin reynslu. Forvarnarstarf gegn eiturlyfjum verður ekki unnið í skorpuvinnu. Því verkefni lýkur aldrei og það þolir enga bið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.