Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 15 MENNINGARHÁTÍÐIN Ljósa- nótt í Reykjanesbæ verður fjöl- breyttari og stærri en áður. Hátíðin hefst í dag og stendur yfir í fjóra daga en sem fyrr er aðaldagskráin á laugardeginum. Þá siglir víkinga- skipið Íslendingur undir Bergið og flugeldasýning lýsir upp Grófina þar sem kvölddagskráin er. Undirbúningsnefnd Ljósanætur kynnti dagskrána á blaðamanna- fundi í gær. Gefinn hefur verið út bæklingur með atburðum og öðrum gagnlegum upplýsingum fyrir gesti og þær er einnig að finna á vef há- tíðarinnar, www.ljosanott.is. Sem dæmi um umfang hátíðarinn- ar að þessu sinni má geta þess að á dagskránni eru yfir 50 menningar- og listviðburðir og um 20 hljóm- sveitir koma fram. Þá stendur hátíð- in yfir í fjóra daga, frá fimmtudegi og fram á sunnudag, en hefur aðeins staðið yfir í einn dag á fyrri Ljósa- nóttum. Sumar myndlistarsýning- arnar standa áfram, jafnvel út sept- embermánuð. Segir Steinþór Jóns- son, bæjarfulltrúi og formaður und- irbúningsnefndar, að Ljósanótt sé orðin ein af stærri menningarhátíð- um landins. Ljósanefndin leggur áherslu á að á dagskránni séu atriði við hæfi allra, meðal annars barnanna. Því er margt í boði fyrir þau, auk sýninga og tónlistaratriða, einnig íþróttir og leikir, kvikmyndir, margs konar uppákomur, götuleikarar og eld- gleypar verða á ferðinni og dans- leikir eru um allan bæ. Þá eru versl- anir opnar lengur en venjulega og ýmsar uppákomur í fyrirtækjum bæjarins. Bæjarstjórnarband og Íslendingur Dagskráin hefst í dag, fimmtu- dag, með ýmsum atburðum frá klukkan 13. Ljósanótt er síðan sett formlega klukkan 15 með opnun myndlistarsýningar í Svarta pakk- húsinu við Hafnargötu í Keflavík. Meðal atburða á föstudeginum má nefna útitónleikana Afsakið hlé við Hafnargötu. Aðstandendur tón- leikanna gefa út safndisk með lögum frá öllum listamönnunum sem fram koma og gefa hann tónleikagestum. Þá er Gunnar Þórðarson með tón- leika í Stapa, tónleika sem hann nefnir frá Hólmavík til Keflavíkur. Aðalhátíðarhöldin eru á laugar- deginum, eins og á fyrri Ljósanótt- um. Fjölmörg atriði eru á dagskrá víðsvegar um Reykjanesbæ allan daginn. Hátíðin nær hápunkti með kvölddagskrá á laugardagskvöldið en hún verður á grasbakkanum við minnismerki sjómanna við Hafnar- götu. Þar má nefna að svokallað Bæjarstjórnarband, sem skipað er bæjarfulltrúum með Árna Sigfússon bæjarstjóra í broddi fylkingar, leik- ur nokkur lög. Síðan er bryggju- söngur og víkingaskipið Íslendingur siglir undir Bergið, kveikt er á lýs- ingu Bergsins og að vanda lýkur formlegri dagskrá kvöldsins með flugeldasýningu rétt eftir klukkan tíu. Áfram eru uppákomur og dans- leikir fram á nótt. Á sunnudeginum gefst fólki kost- ur á að skoða Íslending í höfninni, sýningar verða opnar og samkirkju- leg stund trúfélaga verður í Kirkju- lundi. Búnir undir fleira fólk Steinþór Jónsson segir erfitt að áætlað hversu margir komi á Ljósa- nótt að þessu sinni. Í fyrra var áætl- að að upp undir 20 þúsund manns hefðu tekið þátt í hátíðinni. Segir Steinþór að dagskráin sé betri og fjölbreyttari en áður og margt hafi orðið til að kynna hana, meðal ann- ars koma Íslendings til Reykjanes- bæjar, samkeppnin um Ljósanætur- lagið og vefur hátíðarinnar. Því væru menn búnir undir að taka á móti sama fjölda og síðast og jafnvel fleirum. En mikilvægast væri að hátíðin færi vel fram og fólk nyti þess sem fram væri boðið. Valgerður Jónsdóttir menningar- fulltrúi segir að undirbúningsnefnd- in hafi gert allt sem í hennar valdi stæði til að gera Ljósanótt sem besta en það gæti ráðist af veðri hvernig aðsóknin yrði. Steinþór læt- ur þess getið að alltaf hafi verið gott veður á Ljósanótt og veðurspáin fyrir laugardaginn bendi til hins sama. Fjögurra sólarhringa menningarhátíð, Ljósanótt í Reykjanesbæ, hefst í dag Yfir fimmtíu menningar- og listviðburðir á dagskrá Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Halldór Jóhannesson, framkvæmdastjóri sönglagakeppni Ljósanætur, afhendir ljósanefnd fyrsta diskinn með lögunum úr keppninni sem Halldór gefur út. Steinþór Jónsson tekur við disknum ásamt Stefáni Bjarkasyni, Valgerði Guðmundsdóttur og Jóhanni D. Jónssyni úr nefndinni. Diskurinn verður til sölu á Ljósanótt. Reykjanesbær  Leikritið Gesturinn eftir Eric- Emmanuel Schmitt verður sýnt í Frumleikhúsinu á laugardag. Þetta er samstarfsverkefni Leikfélags Reykjavíkur og leikhópsins Þíbilju. Listamaður Reykjanesbæjar, Gunn- ar Eyjólfsson, leikur aðalhlutverkið, sjálfan Sigmund Freud. Með önnur hlutverk fara Ingvar E. Sigurðsson sem leikur gestinn, Jóna Guðrún Jónsdóttir leikur dótturina og Krist- ján Franklín Magnús leikur nasist- ann. Leikstjóri er Þór Tulinius.  Sýningin Ástin og lífið verður í Bíósalnum í Duushúsum á laug- ardag. Verkið er tileinkað ástinni og lífinu og túlkað með ljósum, tónlist og sögum. Þrír listamenn taka þátt í uppsetningunni, Sigurborg Kr. Hannesdóttir sagnakona, Birgir Sig- urðsson ljósalistamaður og Tatu Kantomaa tónlistamaður. Efni sýn- ingarinnar er sótt á Suðurnesin og m.a. má nefna að Rauðhöfði kemur þar við sögu.  Í Austursal Duushúsa verður á Ljósanótt opnuð sýning á vegum Listasafns Reykjanesbæjar. Þar sýnir myndlistarmaðurinn Einar Garibaldi og kallar hann sýninguna Blað 18 – Reykjanes. Einar hefur sýnt víðs vegar um heim. Listasafn Reykjanesbæjar hefur verið hús- næðislaust til þessa en hefur nú fengið inni í þessum sal í Duus- húsum.  Upphafshópur myndlistarfélags Baðstofunnar verður með sýningu að Hafnargötu 34 í Keflavík á Ljósa- nótt. Þetta eru 10 félagar sem byrj- uðu á námskeiðum í málun á vegum Baðstofunnar árið 1975 og eru ennþá starfandi við list sína. Lista- mennirnir heita: Ásta Árnadóttir, Ásta Pálsdóttir, Guðmundur Mar- íasson, Hreinn Guðmundsson, Jón Ágúst, Sigmar Vilhelmsson, Sigríð- ur M. Rósinkarsdóttir, Soffía Þor- kelsdóttir, Steinar Geirdal og Þór- unn Guðmundsdóttir.  Á útisviði við Hafnargötu verða tónleikar á föstudagskvöldinu undir heitinu Afsakið hlé. Þar koma fram ýmsar popphljómsveitir af Suð- urnesjum og Land og synir reka svo lestina. Þarna spila meðal annars Gálan, Rúni Júl, Fálkarnir og Rými.  Bylgja Dís Gunnarsdóttir, ung sópransönkona úr Keflavík, verður með einsöngstónleika í Kirkjulundi á föstudagskvöldinu. Tónleikana nefn- ir hún Svartar rósir. Undirleikari hennar er Lára Rafnsdóttir. Meðal atriða Ljósanætur HANDVERK og hönnun opnar sýningu í Framsóknarhúsinu í Keflavík í dag. Sýningin er lið- ur í dagskrá Ljóasnætur. Sýningin byggist á fimm sýn- ingum sem Handverk og hönn- un hélt í sýningarsal sínum í Reykjavík á síðasta ári en hún hefur áður verið sett upp á Ísa- firði og í Ólafsvík. Sýningin stendur til 15. sept- ember og er opin alla daga frá kl. 13 til 17. Á henni er fjöl- breytt handverk og listiðnaður eftir 25 aðila. Handverk og hönnun með sýningu Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.