Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 43 NÝ ENSKUNÁMSKEIÐ eru að hefjast Hringdu í síma 588 0303 FAXAFENI 8 www.enskuskolinn.is * 7 vikna námskeið * Áhersla á talmál * Fjölbreytt námskeið í boði * Innritun í fullum gangi ÞAÐ er engin vanvirðing við íslenska laxa þótt eftirfarandi veiðisaga frá Noregi sé skráð. Hún er skemmti- lesning fyrir íslenska veiðimenn sem glaðbeittir sporðtaka 4 punda laxa sína og telja sig hafa himin höndum tekið ef þeir landa 12 til 14 punda tveggja ára hrygnu. Hvað þá stærri fiski. Orri Vigfússon sagði okkur þessa sögu af vini sínum einum, Joe Wells frá Bandaríkjunum, sem var að veið- um í Alta í Noregi um miðja síðustu viku. Hann var á miðsvæðum árinnar og átti að veiða í hyl sem heitir Sand- iakoski, en að sögn Orra eru hyljir í Alta allir með finnskum nöfnum því finnskir aðilar hófu rekstur veiði- svæðanna á sínum tíma. Nú skal það tekið fram, að margar norskar ár eru frægar fyrir stórlax- astofna sem eru ekkert líkir íslensk- um stofnum. Á meðan nokkrir 20 til 26 punda veiðast hér á landi á sumri hverju er fjölda slíkra fiska landað í Noregi og þykir ekki tiltökumál. Stóru boltarnir þar eru slangur af 30 til 40 punda löxum og stundum slæð- ast með fiskar yfir 40 pund og þá er það orðið tiltökumál í Noregi. Erfiðir leiðsögumenn En Wells fór með tveimur leið- sögumönnum á bát út á hylinn Sand- iakoski og áður en þeir komu yfir besta tökusvæðið var karlinn búinn að setja í „helvíti stóran fisk“, eins og Orri orðaði það. Eftir langa og stranga glímu var 56 punda laxi land- að. Wells vildi nú bara fara heim í hús, fá sér drykk, róa sig niður og njóta stundarinnar, en þá fóru norsku leið- sögumennirnir í fýlu og sögðu að það ætti eftir að reyna besta tökustaðinn. Wells lét þá tilleiðast og á umrædd- um besta tökustað setti karlinn aftur í „helvíti stóran fisk“, sem reyndist eftir harða glímu vera 52 punda tröll. Enn og aftur þráði Wells það nú heitast að fá að tylla sér í hæginda- stól með glas í hendi og njóta stund- arinnar, enda orðinn lúinn eftir at- ganginn, en aftur fóru þeir norsku í fýlu og létu þess getið að þeir hefðu séð „helvíti stóran fisk“ kafa með bakið upp úr meðan síðari glíman stóð yfir. Með miklum semingi lét Wells undan og var nú róið yfir miðin í þriðja skipti og enn og aftur tók „helvíti stór fiskur“, sem reyndist vera slétt 50 pund! Þegar hér var komið sögu sagði Wells stopp og tók ekki í mál að renna aftur, enda lítið eftir af vakt- inni og þrekinu. Á einum eftirmið- degi hafði hann sett í og landað þremur löxum, 56, 52 og 50 punda! Þessum löxum var öllum sleppt og þá spyrja menn kannski hvort eitt- hvað hafi verið að marka vigtaráætl- un. Því er til að svara, að á Alta eru þar til gerðar töskur sem löxum sem á að sleppa er smeygt inn í. Taskan er síðan vegin með innihaldinu, þ.e.a.s. laxinum, og í búnaðinum er einnig málband. Það fylgdi þó ekki þessari sögu hversu langir laxarnir voru. Hins vegar er ljóst að þeir voru vigtaðir nákvæmlega. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Einn flottur úr Haffjarðará. Tryggvi Ársælsson með 16 punda hæng úr veiðistaðnum Kúlu á rauða Frances nr. 10. Þessi fiskur var 93 cm og var líklega u.þ.b. 18 punda, nýgenginn. Móðir allra veiði- sagna UM þessar mundir fagnar Hólaskóli 120 ára afmæli sínu. Ákveðið var að tileinka heilt ár þessum tímamótum með vissum hápunktum þó. Í maí, þegar hið eiginlega afmæli var, hóf- ust hátíðahöldin og var þá opnuð sýning um þróun staðarins auk þess sem nemendur voru brautskráðir af hrossabraut. Hinn 7. september verður síðan hápunktur afmæl- ishaldsins. Dagskráin verður fjölbreytt og hefst hún með brautskráningu nem- enda af öllum brautum kl. 14 í Hóla- dómkirkju, því næst verður afmæl- iskaffi að hætti Hólaskóla og eftir það verður hin eiginlega afmæl- isdagskrá í kirkjunni. Þar ávarpa gesti meðal annarra Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Nefnd landbúnaðarráðherra skilar skýrslu um framtíð Hólaskóla og fylgir henni úr hlaði. Valgeir Bjarnason aðstoð- arskólameistari stiklar á stóru í sögu skólans. Gísli Pálsson, bóndi á Hofi í Vatnsdal og sérstakur vel- unnari skólans, verður heiðraður. Sagt verður frá hinu forna Hóla- mannafélagi, sem er félag vel- unnara skólans. Félag þetta verður formlega endurvakið fyrr um dag- inn. Laufey Sigurðardóttir og Páll Eyjólfsson leika á fiðlu og gítar. Í maí verður svo lokaatburður af- mælishaldsins en þá verður haldin þverfagleg ráðstefna Hólaskóla og samstarfsstofnana hans hérlendis sem erlendis. Öllum er velkomið að taka þátt í þessum viðburðum. Hátíð á Hólum STJÓRN Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík skorar á Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttir að svara kalli kjós- enda og fara fyrir lista Samfylking- arinnar í Reykjavík í næstu al- þingiskosningum. Í áskorun frá Ungum jafnaðarmönnum segir: „Ungir jafnaðarmenn telja að nú sé sögulegt tækifæri til að gjörbreyta landslagi íslenskra stjórnmála þann- ig að Samfylkingin taki við ótvíræðu forystuhlutverki í landsmálunum og bindi enda á stjórnarfar stöðnunar og efnahagsstjórnar í þágu hinna fáu. Þegar slíkt tækifæri gefst verða allir að leggja sitt af mörkum og þar hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lykilhlutverki að gegna.“ Áskorun til Ingibjargar Sólrúnar METAÐSÓKN var að námskeiðum Endurmenntunar HÍ fyrir lögfræð- inga á liðnu vori og er hlutfall þeirra óvenjuhátt á starfstengdum námskeiðum. Hátt í tvö hundruð löglærðir háskólamenn sóttu sér þá endurmenntun og var það tvöföldun í aðsókn frá fyrra ári. Á haustmisseri er hátt í tug nám- skeiða í boði fyrir lögfræðinga hjá Endurmenntun HÍ og eru þau hald- in í samstarfi við lagadeild HÍ. Þetta eru námskeið um ný barna- verndarlög, hlutverk og ábyrgð stjórnenda í hlutafélögum, lagaum- hverfi rafrænna viðskipta og mál- flutning á ensku svo fátt eitt sé nefnt. Þá eru fjölmörg önnur starfstengd námskeið í boði sem snúa að lagasetningu og fram- kvæmd laga svo sem um alþjóð- legan skattarétt og vernd persónu- upplýsinga. Frekari upplýsingar um námskeið fyrir lögfræðinga eru á vefslóðinni www.endurmenntun.is og þar er jafnframt hægt að skrá sig. Lögfræðingar iðnir í endurmenntun HAUSTFUNDUR þingflokks og landsstjórnar Framsóknarflokks- ins verður haldinn á Selfossi dag- ana 5. og 6. september. Á fund- inum verður stjórnmálaviðhorfið til umræðu, þingstörfin framundan og komandi alþingiskosningar. Í tengslum við fundinn er boðað til opins stjórnmálafundar á Hótel Selfossi að morgni föstudags, kl. 9.30, þar sem ráðherrar og þing- menn Framsóknarflokksins sitja fyrir svörum. Allir eru velkomnir. Að umræðufundinum loknum tekur við lokaður vinnufundur þingflokks og landsstjórnar í að- draganda kosninga. Áætlað er að haustfundi ljúki um kl. 16. Opinn stjórnmála- fundur á Selfossi RAFLAGNIR Íslands ehf. tekur nú þátt í Íslensku sjávarútvegssýning- unni í fyrsta sinn. Bjarni H. Matth- íasson, framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins, segir mikilvægt fyrir fyrir- tæki að taka þátt og vera sýnileg á svo viðamikilli sýningu. „Við höfum áður tekið þátt í minni vörusýningum en lítum á Ís- lensku sjávarútvegssýninguna sem mikilvægt tækifæri til að koma okk- ar vörum og þjónustu á framfæri.“ Raflagnir Íslands hefur gert um- boðssamninga við stór og leiðandi fyrirtæki í vinnustaðabúnaði, s.s. FAMI sem býður upp á heildar- lausnir hvað varðar hillukerfi, skúffukerfi, skápa, vinnuborð, plastvörur og annað tengt vinnu- staðabúnaði. Í rafvörum og raftæk- um hefur fyrirtækið gert samninga við öflug fyrirtæki á hverju sérsviði og má þar nefna FERM rafmagns- verkfæri og loftpressur. Morgunblaðið/Þorkell Taka þátt í sjávarútvegs- sýningunni í fyrsta sinn FUNDUR í borgarmálaráði Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík verður haldinn fimmtu- daginn 5. september kl. 20 í Hafn- arstræti 20. Farið verður yfir stöðu mála og hvað gerst hefur frá því að kosning- um lauk í vor. Einnig verður til um- ræðu tillaga stjórnar að skiptingu málefna í málefnahópa í Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði í Reykjavík. Fundurinn er opinn fé- lögum, segir í fréttatilkynningu. VG ræðir borgarmálin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.