Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES JÓN Valgeir Williams er Suð- urnesjatröllið eftir að að hafa sigrað í aflraunakeppninni sem fram fór á Suðurnesjum um helgina. Aflraunakeppnin Suðurnesja- tröllið fór fram um helgina í vægast sagt misjöfnu veðri. Fresta varð greinum sem áttu að vera á sunnudeginum í Grindavík fram á mánudag vegna veður- ofsans. Keppnin fór fram á þrem- ur stöðum að þessu sinni, í Hafn- arfirði, Sandgerði og Grindavík. Jón Valgeir Williams vann af- gerandi sigur í þessari keppni, en hann er á leið til Malasíu eftir tæpa viku sem fulltrúi Íslands í keppninni Sterkasti maður heims og hlaut titilinn Austfjarðatröllið fyrir skemmstu. Í öðru sæti varð Grétar Guðmundsson og Unnar Garðarsson og Terry Walsh deildu þriðja sæti. Í Hafnarfirði var keppt í skóg- arhöggi, þar fór Jón Valgeir sér hægt þar sem hann slasaðist illa í þeirri grein í fyrra þegar öxin skrapp í fótinn á honum. Í kasti yfir rá kastaði Jón Val- geir hæst en Grétar Guðmunds- son lengst. Blautt lóðið skrapp úr greipum Grétars og hentist í átt að áhorfendum sem áttu fótum fjör að launa, en sem betur fer sluppu allir ómeiddir. Einn helsti aðdáandi sigurveg- arans, Davíð Óskar Davíðsson, lét sig ekki vanta á þessa keppni frekar en aðrar. Jón Valgeir til- einkaði honum sigurinn þar sem Davíð átti 10 ára afmæli á laug- ardaginn. Keppt var í átta greinum að þessu sinni; skógarhöggi, bíl- drætti, kasti yfir rá, drumbalyftu, bóndagöngu, krossfestulyftu, herkúlesarhaldi og hleðslu. Ljósmynd/Jens Fylkisson Suðurnesjatröllið, Jón Valgeir Williams, trónir yfir aðra keppendur og hjá honum stendur aðdáandi hans, Davíð Óskar Davíðsson, sem heiðr- aður var í tilefni afmælis síns. Jón Valgeir er Suðurnesjatröllið Sandgerði/Grindavík NÝSKIPAÐ umhverfisráð Sand- gerðis hefur í fyrsta skipti veitt við- urkenningar fyrir falleg hús og garða. Viðurkenningarnar voru af- hentar við hátíðlega athöfn á dög- unum. Margir húseigendur í Sandgerði hafa verið að vinna að endurbótum á girðingum og smíða sólpalla við hús sín og hafði umhverfisráðið því úr fjölda húsa og garða að velja. Jóhann Harðarson og Sólrún Anna Símonardóttir fengu viður- kenningu fyrir endurnýjun og um- hverfi hússins Strandgötu 18 en þar eru starfræktar listasmiðjan Ný- Vídd og kertasmiðjan Jöklaljós. Friðrik Björnsson og Þórhildur Sig- urðardóttir fengu viðurkenningu fyrir skjótan frágang á nýbyggðu húsi og lóð á Suðurgötu 22. Valborg Jónsdóttir og Högni Jensson hlutu viðurkenningu fyrir gamalt hús, Hjarðarholt, sem stendur við Tún- götu 19, en því og lóðinni umhverfis hefur verið haldið vel við. Oddnýjarbraut 1 hlaut útnefn- inguna verðlaunagarður Sandgerðis 2002 en hann er í eigu hjónana Birg- is Kristinssonar og Maríu Björns- dóttur. Ljóst er að mikil vinna ligg- ur í garðinum enda er hann glæsilegur og ekki síður bakgarð- urinn. Garðinn prýðir fjöldi styttna og smádýra sem setja sérstakan svip á umhverfið. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson María Björnsdóttir og Birgir Kristinsson í verðlaunagarðinum. Fallegasti garðurinn við Oddnýjarbraut 1 Sandgerði FJÖLMENNT var á hverfahátíð sem haldin var fyrir nokkru á sól- björtu síðsumarkvöldi á Fljótsdals- héraði. Þá hittust íbúarnir, snæddu sam- an grillbras og fylktu undir fánum liði á Vilhjálmsvöll, þar sem keppt var í ýmsum þrautum. Egilsstaðabæ og dreifbýli Fljóts- dalshéraðs var skipt upp í hverfi. Skipaðir voru höfðingjar í hverju þeirra og voru þeir ábyrgir fyrir að velja grillstaði, sjá um framkvæmd samneytisins og skipuleggja skrúð- göngur á Vilhjálmsvöll, auk þess að sjá um að sérstakir fánar væru búnir til fyrir hverfin. Sigurvegarar hverfaleikanna hlutu veglegan far- andbikar að launum og voru hylltir af fleiri hundruð manns sem skemmtu sér konunglega fram í myrkur. Hverfahátíð er nýbreytni í Ormsteiti 2002, en sú hátíð var nú haldin tíunda árið um allt Fljótsdals- hérað. Íbúarnir sprella á hverfahátíð Morgunblaðið/Steinunn Ármannsdóttir Egilsstaðir VEL miðar með allar þær breytingar sem hafa verið gerðar á höfninni á Arnarstapa í sumar. Búið er að end- urhlaða og lengja varnargarðinn sem mun nú veita skjól gegn suð-austanáttinni. Höfnin sjálf hefur verið dýpkuð til að auðvelda innsigl- ingu í hana og nú er verið að vinna að því að breyta ak- veginum niður að henni. Hann var á sínum tíma hogginn úr berginu með handafli og stærsta grjótið sprengt sund- ur með dínamíti. Nú eru það nútíma vinnuvélar sem vinna þetta verk á auðveldan hátt. Vinnan við varnar- garðinn og breytingar á akveginum eru í höndum verk- takafyrirtækisins Stafnafells. Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Vel hefur miðað á Stapanum Hellnar ÞRÁTT fyrir að fyrsta haustlægðin sé komin og farin og fleiri eigi eflaust eftir að sigla í kjölfarið, halda erlendir skútusiglarar áfram ferðum sínum hér við land. Einn slíkur kom til Húsavíkur á dög- unum og þar var á ferð gamalreynd- ur enskur sigl- ingakappi, Will- iam W. Kerr að nafni. William er ekki með öllu ókunn- ugur siglingum við Ísland því hann hefur siglt hingað nokkrum sinnum áður. Þá hefur hann einnig siglt með Íslendingum og spurðist fyrir um það við komuna hvort maður að nafni Börkur Arnviðarson byggi á Húsavík. Kom þá upp úr krafsinu að Börkur hafði siglt með karli fyrir um tuttugu árum eða svo. Því miður hef- ur téður Börkur ekki búið á Húsavík um árabil þannig að ekki varð af end- urfundum þeirra að þessu sinni. William hélt frá Skotlandi á skútu sinni Assent í júní og sagðist hafa sagt konu sinni að hann kæmi heim fyrir septemberlok. Hann er búsettur í Wellington í Somerset á Suður-Eng- landi og áætlar að halda áfram heim á leið þegar veður leyfir. Enskur skútukarl í heimsókn Húsavík William W. Kerr BETUR fór en á horfðist er eldur kom upp í Sandvíkingi ÁR 14 við bryggju í Þorlákshöfn í fyrrinótt. Einn skipverja, Mykhaylo Buzuk- in, svaf um borð og vaknaði hann við brunalyktina og gat gert við- vart um brunann. Mykhaylo, sem er frá Úkraínu sagðist sofa mjög laust og hann hefði vaknað við mjög súra og vonda lykt, enginn tími hefði verið til að taka neitt með sér, bara forða sér og kalla eftir hjálp. Sig- urður Gunnarsson, skipstjóri sagði að best þætti sér að ekki hefði orð- ið manntjón, tjónið virðist í fljótu bragði minna en ætla hefði mátt í upphafi. Sigurður sagði ennfremur að mikill hiti hefði verið afturí og stýrisvélin sem þar er hefði verið farin að bólgna út og leka olíu svo ekki hefði mátt tæpara standa. Kviknaði í frystiskáp Eldurinn kom upp í frystiskáp sem er í geymslu aftast í skipinu en þaðan hefði hann komist inn í matvælageymslu en ekki náð að breiðast út. Slökkvilið Þorláks- hafnar sem kallað var út laust fyr- ir klukkan þrjú, náði fljótlega að slökkva eldinn. Sigurður skipstjóri sagðist reikna með að viðgerð gæti tekið 2 til 3 mánuði og mesta tjón- ið væri ef til vill vegna rekstr- arstöðvunar. „Við erum nýlega hættir á lúðuveiðum og vorum til- búnir að fara á net,“ sagði Sig- urður. Þórður Jónsson ehf. frá Bíldudal á og gerir Sandvíking út. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Sigurður Gunnarsson, skipstjóri á Sandvíkingi ÁR 14, virðir fyrir sér skemmdirnar sem urðu í brunanum síðastliðna nótt. Skipverji vakn- aði við brunalykt Þorlákshöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.