Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÉG hef oft velt því fyrir mér hvaða sjónarmið liggja að baki því hvaða stjórnmálaflokk hver og einn kýs að styðja. Ég hef áð- ur komið inn á þessi mál og komst þá svo að orði, að sumir fengju flokkinn „sinn“ í tannfé og aðrir í arf og flestir vildu varð- veita þá hluti en fleira kemur til og torskilið að kom- ast að hinum raunverulegu ástæð- um. Hér gætu átt vel við upphafsorð Björns Bjarnasonar, fyrrverandi menntamálaráðherra í grein hans í Mbl. 31. ágúst. „Viðjar vanans eru ýmsum fjötur um fót“. Stjórnmál sem slík eru hluti af sjálfu lífinu, þar sem þau á ótal sviðum koma inn á efnahagslega afkomu hvers og eins. Það er því vandskilið, að margt lág- launafólk, sem vart hefur til hnífs og skeiðar skuli kjósa Sjálfstæðisflokk- inn, flokk sem ljóst og leynt vinnur að því að skipta þjóðinni í tvennt, þ.e. að gera hina ríku ríkari og hina fá- tæku fátækari. Það er mikil blekking og nánast orðskrípi þegar þeir kalla sig flokk allra stétta. Það er ekki nóg að skreyta sig á tyllidögum með hljómfagurri stefnuskrá og fara ekk- ert eftir henni. Þegar núverandi ráðamenn flokksins voru að ryðja sér braut til valda kallaði Matthías Bjarnason fyrrverandi ráðherra þá stuttbuxnadrengina, ég held að klæðnaður þeirra á þroskastiginu sé í sama farveginum hvað fram- kvæmdir flokksins snertir. Það er ömurlegt hlutverk Fram- sóknarflokksins, sem telur sig fé- lagshyggjuafl, að hafa stutt Sjálf- stæðisflokkinn í nær átta ár við að rýra kjör þeirra sem minnst mega sín. Það er sama hvaða leikfléttum og reiknikúnstum þessir flokkar beita, þá er það staðreynd, sem ekki verður hrakin, að aldraðir hafa ekki notið sömu hlutdeildar af góðærinu, sem aðrir þjóðfélagsþegnar. Svo oft hafa verið færð fram rök fyrir þeim fullyrðingum mínum hér að framan, að óþarft er að rifja það upp hér og nú. GUÐMUNDUR JÓHANNSSON, eftirlaunaþegi. Flokkstryggð eða hvað? Frá Guðmundi Jóhannssyni: Guðmundur Jóhannsson AÐ undanförnu höfum við hlustað á og orðið vitni að umræðu um hvað kaupmáttur aldraðra hefur aukist miklu minna en annarra frá byrjun síðasta áratugar síðustu aldar. Það hefur verið talað um að miðað við lágmarkslaun verkamanna þyrfti ellilífeyrir að hækka um 18 til 20% til að hann næði sama hlutfalli árið 2000 og var árið 1990, og síðan þá hefur þessi munur haldið áfram að aukast. Þá hafa komið fram margar sann- anir fyrir því að skattleysismörk hafa ekki fylgt launa- eða verð- lagsþróun á þessu tímabili og munar þar þúsundum eða tugum þúsunda króna á mánuði. Nýlega var sagt í fréttum, að það kostaði ríkið 26,5 milljarða ef skattleysismörkin væru eins og þau voru ákveðin í lögum 1988, en ekki hefur verið farið eftir þeim lögum og þeim var síðar breytt. Það er því augljóst að ríkið hefur hækkað skatta á eldra fólki, um nokkra milljarða á ári og því til sann- inda má benda á eftirfarandi stað- reyndir: Árið 1990 voru skattleysis- mörk kr. 53.988, en árið 2002 kr. 67.468, árið 1990 voru ellilífeyrir, tekjutrygging og eingr. kr. 32.461, en árið 2002 kr. 55.794. Lágmarks- laun verkamanna voru árið 1990 kr. 42.124 en árið 2002 eru þau kr. 94.692. Af þessu má vera ljóst að greiddur er skattur af miklu lægri launum nú en áður. Á þessu áðurnefnda tímabili komu skerðingarákvæði Almannatrygg- inga til framkvæmda og hefur með þeim verið viðhaldið miklum kjara- skerðingum hjá flestum ellilífeyris- þegum. Einnig hafa orðið miklar hækkanir á læknaþjónustu og lyfja- kostnaði á þessu sama tímabili, og biðlistar eftir hjúkrunarplássi fyrir aldraða lengst úr hófi fram. Á þessu sama tímbili hafa stjórn- völd talað um góðæri í landinu og hafa þingmenn og ráðherrar talað um að þeir bæru hag aldraðra fyrir brjósti og kaupmáttur ellilífeyris al- mannatrygginga til aldraðra hafi aukist, en þeir gleyma alltaf að segja að kaupmáttur launa allra annarra hafi aukist miklu meira. En stjórn- völd gátu lækkað skatta á fyrirtækj- um um tæp 40 prósent eða úr 30 pró- sentum í 18 og eru þessi fyrirtæki nú að skila hagnaði upp á hundruð millj- óna króna og jafnvel nokkra millj- arða, en það var ekki hægt að gera neitt til að létta undir með öldruðum og öryrkjum, sem margir búa við og undir fátækramörkum. Þetta tímabil er það tímabil sem núverandi forsætisráðherra hefur setið og á þessu tímabili eða rétt fyr- ir það voru stofnuð mörg félög eldri borgara, svo og landssamband þeirra. Þetta eru einkennilegar til- viljanir. Eru stjórnvöld og ráðamenn það mikið á móti samtökum okkar eldri borgara, að við verðum að búa við miklu minni aukningu kaupmáttar en aðrir? Er málflutningur, og baráttuað- ferðir, samtaka okkar þannig að hann virkar neikvæður og ótrúverð- ugur þeim sem hann heyra? Þannig mætti lengi spyrja, en við þessum spurningum fást sjálfsagt ekki svör, en það er staðreynd að þrátt fyrir baráttu samtaka okkar hefur alltaf sigið meira og meira á ógæfuhliðina hjá okkur í kaupmátt- arlegu tilliti undanfarin misseri, við borið minna úr býtum en aðrir. Er ekki orðið tímabært fyrir ráð- herra, alþingismenn og aðra, sem telja sig vinna að málum okkar, að fara að endurskoða afstöðu sína til góðæris okkar aldraðra og öryrkja? Það eru kosningar í nánd og við er- um sjálfsagt um eða yfir 30 þúsund atkvæði. KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON, form. Félags eldri borgara í Kópavogi. Góðæri aldraðra Frá Karli Gústafi Ásgrímssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.