Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Carr kemur og fer í dag. Þerney, Vigri, Vædd- eren, Tokuju Maru og Mánafoss koma í dag. Björn RE, Dettifoss, Freyja, Helgafell og Bro Atland fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vetr- arstarfið er að hefjast skráning stendur yfir í eftirtalin námskeið: leikfimi, postulínsmáln- ing, myndmennt, enska, og jóga ef næg þátttaka fæst. Skráning og upp- lýsingar í afgreiðslu, s. 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9 leik- fimi, kl. 9.45–10 helgi- stund, kl. 11 boccia, kl. 13.30 gönguhópur, lengri ganga. Púttvöll- urinn er opin kl. 10–16 alla daga. Allar upplýs- ingar í s. 535 2700. Myndlist byrjar mánu- daginn 16. sept. kl. 16. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–09.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 almenn handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13. bók- band, 14–15 dans. Þriðjudaginn 17. sept- ember kl. 12.30. Haust- litaferð í Skorradalinn. Ullarselið á Hvanneyri heimsótt. Kaffiveitingar á Hvanneyri. Skráning og greiðsla í síðasta lagi miðvikudaginn 11. sept. Allir velkomnir. Uppl. í síma 568 5052. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 bað- þjónusta, kl. 9–16.45 op- in handavinnustofan, kl. 14–15 söngstund, hár- greiðslustofan opin kl. 9–16.45 alla daga nema mánudaga. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- snyrting, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Leikfimi karla byrjar 5. sept. kl. 13, leikfimi kvenna er byrjuð. Leikfimi karla verður á þriðju- og fimmtudögum, leikfimi kvenna á mánu- og mið- vikudögum. Skráning í hópastarfið hefst 9.–10. og 11. sept. kl. 14–15 í Félagsmiðstöðinni í Kirkjuhvoli. Kynning á félagsstarfinu á haust- önn verður í Kirkjuhvoli 12. sept. kl. 14. Fótaað- gerðarstofan í síma 899 4223. Garðakórinn- æfinar eru byrjaðar á mánud. kl. 17–19 í Kirkjuhvoli. Allir vel- komnir. Ferð eldri borgara á Akranes 14. sept. Skráning hjá Arn- dísi s. 565 7826 og 895 7826. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Boccia kl. 13. Á morgun brids kl. 13.30 og púttmót við púttklúbb Hrafnistu á Hrafnistuvelli, mæting kl. 13. Orlofsferð að Höfðabrekku 10.–13. sept. nokkur herbergi laus, hafið samband við Hraunsel, s. 555 0142. Glerskurður, skráning hafin í Hraunseli. Bilj- ardstofan opinn virka daga kl. 13.30 til 16 skráið ykkur í tíma í Hraunseli, s. 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Fimmtu- dagur: Brids kl. 13. Op- ið húsið hjá Félagi eldri borgara laugardaginn 7. september kl. 14–16 í Ásgarði, Glæsibæ. Kynning á starfi og markmiði félagsins. Fé- lagar eru hvattir til að mæta og takið nýja fé- laga með. Réttarferð í Þverárrétt 15. sept- ember. Leiðsögumaður Sigurður Kristinsson. Einnig verður komið í Reykholt og að Deild- artunguhver. Brottför frá Ásgarði kl. 12. Skráning hafin á skrif- stofu FEB. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, s. 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Boccia kl. 13.30. Leirnámskeiðið byrjar í dag og einnig smíðar og útskurður. Upplýsingar í síma 553 6040. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 böðun, kl. 9–16.30 nám- skeið í glerskurði, kl. 10 leikfimi, kl. 9–16.30 hár- greiðslustofan opin. Samkvæmisdansar byrja 10. okt. Lands- bankinn aðra hverja viku. Sviðaveisla verður 20. sept. kl. 12. Kynning á vetrarstarfi í Fé- lagsmiðstöðinni verður fimmtudaginn 12. sept. kl. 13.30, súkkulaði og rjómaterta í kaffinu. Akstursþjónusta í fé- lagsmiðstöðina, sími 568 3132 Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, umsjón Lilja G. Hall- grímsdóttir, djákni í Fella- og Hólakirkju, frá hádegi spilasalur og vinnustofur opin. Mynd- listarsýning Huga Jó- hannessonar stendur yfir. Glerskurður hefst þriðjud. 10. sept. Um- sjón Helga Vilmund- ardóttir. Veitingar í Kaffi Bergi föstudaginn 6. sept. dansleikur, hljómsveit Hjördísar Geirs. Grettir Björns- son og Ragnar Páll sjá um góða stemningu. Húsið opnað kl. 19.30. Allir velkomnir. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.55 leik- fimi, handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–15. Kynning á starfsemi í félagsheimilinu Gjá- bakka sept. til des. í dag. kl. 14. FEBK, Hana-nú og ýmsir áhugamannahópar kynna sína starfsemi, auk þess sem skráning og kynning á fyrirhug- uðum námskeiðum fer þar fram. Allir vel- komnir. Kaffi og heima- bakað meðlæti á boð- stólum. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið alla virka daga kl. 9–17 hádegismatur, kaffi og heimabakað meðlæti. Hraunbær 105. Kl. 9 al- menn handavinna og keramik, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé- lagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, kl. 14 fé- lagsvist. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13–16.45 leir, kl. 10–11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 handavinna. Mánud. 16. sept. kl. 13– 16 verður kórinn með fyrstu æfingu vetrarins, nýir félagar velkomnir. Miðvikud. 18. sept. kl. 13–16 byjar fyrsti tré- skurðartími vetrarins. Mósaik byrjar í dag, 5. sept., kl. 13. Mynd- mennt byrjar miðvikud. 4. sept. Mósaik byrjar fimmtud. 5. sept. kl. 13. Miðvikud. 18. sept. kl. 13–16 byjar fyrsti tré- skurðartíminn. Hand- verkssýning og skoð- unarferð um Grafarvog: Mánud. 9. sept. kl. 13 verður farið á hand- verkssýningu í félags og þjónustumiðstöðina í Hvassaleiti. Kaffiveit- ingar að lokinni sýn- ingu. Síðan verður farið í skoðunarferð um Graf- arvog undir leiðsögn Önnu Lísu Guðmunds- dóttur frá Árbæj- arsafni. M.a. farið í Grafarvogskirkju Bryggjuhverfi og fleira. Upplýsingar og skrán- ing í ferðir og á nám- skeið s. 562 7077. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði. kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, körfu- gerð og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia æfing, kl. 13 handmennt almennt og frjáls spil. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánudaga og fimmtudaga. Vin- samlegast mætið til skráningar kl. 12.45 spil hefst stundvíslega kl. 13. Nýir þátttakendur velkomnir. Gigtarfélagið. Hóp- þjálfun Gigtarfélagsins fer af stað aftur eftir sumarfrí mánud. 9. sept. Hádegisleikfimi, létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Skráning og uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Minningarkort Hrafnkelssjóður (stofn- að 1931) minningarkort afgreidd í símum 863- 6611 og 565-6611. Í dag er fimmtudagur 5. sept- ember, 248. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Ég hefi elskað yður, eins og faðirinn hefur elskað mig. Verið stöðugir í elsku minni. (Jóh. 15, 9.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 klippa til, 4 krumla, 7 gróði, 8 kvenselurinn, 9 kusk, 11 bára, 13 eirðar- laus, 14 snögg, 15 vand- ræði, 17 autt, 20 öskur, 22 eldiviðurinn, 23 tusk- an, 24 illa, 25 geta neytt. LÓÐRÉTT: 1 snauta, 2 fastheldni, 3 keyrir, 4 hárknippi, 5 krydd, 6 ránfugls, 10 hljómar, 12 ílát, 13 títt, 15 tvístígur, 16 festi saman, 18 stórsjór, 19 mál, 20 sprota, 21 lýsisdreggjar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 rangtúlka, 8 orkan, 9 listi, 10 grá, 11 norpa, 13 teigs, 15 skálk, 18 snart, 21 orm, 22 gjarn, 23 áræða, 24 rannsakar. Lóðrétt: 2 askar, 3 gunga, 4 útlát, 5 kasti, 6 þorn, 7 eims, 12 pól, 14 ern, 15 segl, 16 álaga, 17 konan, 18 smára, 19 afæta, 20 tían. Víkverji skrifar... Í SUMAR var stofnuð þverpólitískhreyfing sjálfstæðissinna í Evr- ópumálum sem fékk hið hástemda nafn Heimssýn. Formaður samtak- anna, Ragnar Arnalds, fyrrv. þing- maður, var áberandi í fjölmiðlum fyrstu daganna eftir stofnfundinn og lýsti hann samtökunum sem hópi fólks sem ætti það sameiginlegt að telja að hag Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins. Í heilsíðu- auglýsingu frá Heimssýn sem birtist í dagblöðum um þetta leyti mátti lesa að samtökin hvöttu til opinnar um- ræðu um Evrópu- og alþjóðamál. Slagorðið var: „Ræðum málin.“ Í auglýsingunni voru jafnframt nöfn 100 stofnfélaga sem komu úr ýmsum áttum þótt sjálfstæðismenn og vinstri grænir væru þar mest áberandi. Fljótlega fjaraði undan umræðu um samtökin eins og gengur og það síð- asta sem Víkverji las um þau í fjöl- miðlum var að ritstjóri vefritsins Pólitíkur.is hafði tryggt sér lénið heimssyn.is á Netinu. Olli þetta félag- inu nokkrum vandræðum í byrjun en málið fékk þó farsæla lausn. Síðan þá hefur Víkverji ekkert heyrt af sam- tökunum og finnst honum það svolítið furðulegt í ljósi slagorðsins fyrr- nefnda. Getur verið að félagar í sam- tökunum séu að ræða Evrópumálin sín á milli og hafi hreinlega ekki tíma til að ræða við aðra? Eða áttu áhuga- samir kannski að hafa frumkvæðið að því að hafa samband við stofnfélag- ana og ræða málin við þá? Hver sem ástæðan er vonar Víkverji að sam- tökin láti aftur á sér kræla og verði til þess að efla umræðu um Evrópu- og alþjóðamál – sem flestir virðast vera sammála um að þurfi að ræða, hvort sem menn eru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu, hlynntir eða hlutlausir. x x x ÍSÍÐASTA mánuði var þess minnstað 25 ár eru liðin frá andláti Elvis Aaron Presley sem var og er óum- deildur konungur rokksins. Aðdá- endur minntust hans hver með sínum hætti, sumir flugu langar leiðir til að vera við heimili kóngsins í Graceland í Memphis-borg í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum meðan aðrir létu sér nægja að skella plötu á fóninn og rifja upp gamlar minningar. Í sjónvarps- fréttum mátti sjá og heyra Elvis flytja sín frægustu lög og jafnan var látinn fylgja með myndbútur af eft- irhermum sem gerðu sitt besta til að líkja eftir goðinu. Víkverja finnst allt- af jafn furðulegt hversu margar Elv- is-eftirhermur eru til í heiminum. Þó að Elvis sé einhver frægasta og dáð- asta rokkstjarna sögunnar þá eru margir sem eru ekki síður þekktir og dáðir. Samt er nú frekar sjaldgæft að hermt sé eftir þeim með sama hætti og hermt er eftir Elvis. Víkverji man t.d. ekki eftir einni einustu John Lennon eftirhermu og veit ekki til þess að Jim Morrison eigi sér hundruð eða þúsundir „tvífara“. Víkverja finnst ekki síður undarlegt að allar Elvis-eftirhermur sem hann hefur séð líkja eftir kóngnum á því tímabili ferils hans sem hvað minnst- ur ljómi er yfir, nefnilega Vegas- tímabilinu sem svo mætti kalla, þegar Elvis var nokkuð yfir kjörþyngd og klæddist pólýester-fötum á tónleik- um. Hvers vegna hermir enginn eftir Elvis þegar hann var ungur og sprækur og mjaðmahnykkirnir svo stórkostlegir að ungar konur hnigu í yfirlið af hrifningu? Spíttað á Ægisíðunni ÞETTA er heiti á frábærri skemmtun sem hópur áhugamanna um hraðakst- ur stundar á Ægisíðunni. Sem kunnugt má vera er Ægisíðan, frá Hofsvalla- götu að Suðurgötu, lang- besta kvartmílubrautin í borginni og þótt víðar væri leitað. Það sem skiptir auð- vitað mestu máli þegar maður gefur bensínið í botn er að brautin sé bein, breið og hindranalaus. Ægisíðan er svo sannarlega sniðin fyrir hraðakstur og því ætti að halda útivistarfríkum í skefjum og banna börnum að þvælast í fjörunni. Það má þó gera sér leik úr því að sveigja framhjá hægfara göngufólki og börnum á hjólum og skautum. Nú legg ég til að Ægisíðan verði tileinkuð kappakst- urshetjum okkar lands og mælist til þess að gangandi, hjólandi og hlaupandi fólk finni sér annan öruggari stað ef það vill ekki verða fyrir bíl. Ásdís Olsen. Laugalækjarskóli – árgangur 1958 NÚ er komið að því að ár- gangur 1958 í Laugalækj- arskóla eigi 30 ára ferming- arafmæli. Af því tilefni er ætlunin að koma saman og eiga skemmtilega kvöld- stund og rifja upp gamlar minningar. Tekið verður á móti hópnum á Players í Kópavogi 4. október nk. frá kl. 20 og síðar um kvöldið verður dansleikur með hljómsveitinni Hunangi. Viljum við hvetja ferm- ingarsystkinin til að mæta vel og eiga góða stund sam- an. Skólafélagar úr árgangi ’58. Spurning um veðurfar Í AUSTUR-EVRÓPU hafa gengið yfir verstu flóð sem um getur í 100 ár, ef ég man rétt, og standa enn yfir. Þá stendur upp allskonar lið og hefur hátt um gróður- húsaáhrif, mengun, út- blástur bifreiða, umgengn- ina, sorp, meðferðina á móður nátturu o.fl. og þetta er það sem veldur þessum náttúruhamförum. Allt er það gott og blessað. En sem sagt, við erum að eyðileggja allt í kringum okkur sem er alveg skelfi- legt ef satt er. En spurningin er, hver er þá ábyrgur fyrir flóðun- um sem fyrir 100 til 150 ár- um skullu á þessu svæði? Ekki voru þá bílar og mengun í sama mæli og nú. Pétur H. Skaptason. Frábær þjónusta ÉG kom í apótekið Lyfju við Lágmúla að leita að vöru sem mig vantaði og af- greiddi mig þar stúlka sem heitir Jóhanna. Veitti hún mér miklar og gagnlegar upplýsingar varðandi það sem ég var að leita að og vil ég koma á framfæri þökk- um til hennar fyrir frábæra þjónustu og Lyfju fyrir að hafa svona góðan starfs- kraft. Sigrún. Tapað/fundið Filma fannst á Kanarí Á TÍMABILINU 14.–21. febrúar sl. fannst filma í náttborðsskúffu á íbúðar- hótelinu Green Se á Kan- arí. Á filmunni eru m.a. myndir teknar í stórborg, á jólum á Íslandi og á Kanarí. Þeir sem kannast við að hafa gleymt filmu þarna vinsamlega hafi samband við Brynju í síma 451 2242 eða 451 2353. Barnagleraugu týndust BARNAGLERAUGU með brúnleitri umgjörð með gylltu í týndust á leiðinni frá Foldaskóla upp í Frostafold. Skilvís finnandi hafi samband í síma 567 5096. Fundarlaun. Lítið tvíhjól týndist LÍTIÐ fjólublátt tvíhjól með hjálpardekkjum týnd- ist frá Sólvallagötu 68 sl. fimmtudag. Eigandi er þriggja ára og saknar hjóls- ins mikið. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið hafi samband í síma 562 1175. Dýrahald Kettlingar fást gefins ÁTTA vikna kettlingar fást gefins, kassavanir. Upplýs- ingar í síma 557 1582 eða 893 3751. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÞEGAR við hjónin höfum lagt leið okkar austur í Vopnafjörð höfum við tekið eftir því hversu snyrtilegt þar er um að litast. Húsin eru vel mál- uð og allt nánasta um- hverfi er hið snyrtileg- asta. Þar er einnig frábær sundlaug og er hún snyrtileg með eindæmum. Þar ræður ríkjum hinn elskulegasti sundlaug- arvörður sem er fús til þess að gefa upplýsingar um það sem ferðamenn þurfa að vita. Hann býður einnig upp á kaffi sem smakkast vel. Við viljum bara segja: Til hamingju, Vopnfirðingar, með öll ykkar snyrtimenni. Haukur og Kristín, Borgarfirði. Snyrtimenni í Vopnafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.