Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 35 KENNSLA HEFST MÁNUDAGINN 9. SEPTEMBER. Brautarholti 4 46. starfsár Við kennum alla venjulega samkvæmisdansa fyrir fullorðna, unglinga og börn yngst fjögurra ára. Auk þess eru sérnámskeið í eftirtöldu: Kántrýdansar Innifalin er bók með lýsingu á 21 dansi. Social Foxtrott Danslegur björgunarhringur - allir karlmenn ættu að læra þennan dans.Tangó Við höfum lært argentínskan, finnskan, franskan og tangó frá Suður-Kóreu. Við kennum tangóinn sem 90% af veröldinni dansar og þekkir. Tjútt Við kennum gamla góða íslenska tjúttið. Suður-amerískir dansar Í þessum hópi eru eingöngu kenndir suður- amerískir dansar. Gömlu dansarnir Þarna lærið þið polka, skottís, marsúka og alla gömlu góðu dansana.Línudans Þarna fáið þið amerískt par sem kennir rúmbu, cha cha og fleiri dansa sem og línudans. Gestakennarar Tim og Rachel. Salsa Við kennum tvær tegundir af salsa, salsa frá Kúbu og salsa frá Kólumbíu. Gestakennari Carlos Mendes. Konu„beat” Flottar danshreyfingar og líkamsrækt fyrir konur á öllum aldri. Freestyle Ekta freestyle dansar, enginn jazzballett. Þú getur mætt einu sinni eða tvisvar sinnum í viku. Strákar: Sértími í freestyle fyrir ykkur, þar sem eingöngu strákar kenna. Brúðarvalsinn Kenndur í einkatíma. Innritun fer fram í símum 552 0345 og 551 3129 milli kl. 16 og 22 daglega til 8. september. Mosfellsbær og Suðurnes - Innritun og upplýsingar í sömu símum. Erla freestyle - salsa. Emmi freestyle. Geymið auglýsinguna SKÓLASTARF er hafið og tugþúsundir nemenda um land allt setjast á skólabekk. Stærsti skóli landsins er Háskóli Íslands en í honum nema og starfa um 10.000 manns. Nemar við Háskóla Íslands eiga sér Stúdentaráð sem sinnir hagsmunabar- áttu stúdenta. Ég vil fyrir hönd Stúdenta- ráðs bjóða alla ný- nema við HÍ vel- komna til starfa og segja þeim stuttlega frá þeirri þjónustu sem Stúdentaráð sinnir. Skrifstofa Stúdentaráð er með skrifstofu í Stúdentaheimilinu við Hringbraut. Hún er opin alla virka daga frá kl. 9–17. Þangað geta allir nemendur leitað vanti þá upplýsingar eða að- stoð varðandi háskólann og há- skólasamfélagið. Á skrifstofunni starfa auk mín, lánasjóðsfulltrúi sem aðstoðar stúdenta varðandi námslán hjá LÍN, alþjóðafulltrúi, jafnréttisfulltrúi, og framkvæmda- stjóri Stúdentaráðs. Þjónusta Stúdentaráðs er viðamikil og stendur skrifstofan öllum stúdent- um opin. Réttindabaráttan snertir mörg svið og þannig má nefna að innan Stúdentaráðs starfa sex nefndir. Þær eru menntamála- nefnd, hagsmunanefnd, lánasjóð- snefnd, atvinnulífsnefnd, jafnrétt- isnefnd og alþjóðanefnd. Nýr meirihluti Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, fer með meirihluta í Stúdentaráði en Vaka tók við hinn 15. mars síðastliðinn. Sakir þess að nýr meirihluti hefur tekið til starfa munu stúdentar með áþreifanleg- um hætti finna fyrir nýjum vinnu- brögðum og ferskum vindum í hagsmunabaráttu stúdenta. Kjör námsmanna á náms- lánum hafa batnað til mikilla muna en óvenjugóðir samning- ar náðust við Lána- sjóðinn í ár. Skólaárið hefst af krafti og verður stúdentum boðið upp á fjöl- breytta dagskrá til að ná upp góðri stemn- ingu fyrir komandi vetur. Skóli snýst um meira en bækur og mun Stúdentaráð í samvinnu við nem- endafélög innan skól- ans kappkosta að lífið í Háskólanum sé skemmtilegt. Spennandi dagskrá Dagana 9.–13. september verður haldin sérstök nýnemavika með það að leiðarljósi að bjóða nýja stúdenta velkomna og kynna fyrir þeim Háskólann. Dagskrá vikunn- ar er fjölbreytileg og þannig má nefna að haldin verður spurninga- keppni milli deilda innan HÍ sem kallast Kollgátan. Stúdentaráð heldur tölvu- námskeið og spænskt kvöld verður haldið í samvinnu við Kólumbus heppna, félag spænskunema. Þá verður bjórkvöld í Stúdentakjall- aranum en staðurinn hefur fengið andlitslyftingu og getur nú betur þjónað hlutverki sínu. Fótbolta- mótið HM 2002 verður á sínum stað fyrir þá sem áhuga hafa á fót- bolta og sérstök fjölskylduhátíð verður haldin á Stúdentagörðun- um. Nýr meirihluti í Stúdentaráði leggur mikla áherslu á að bæta hag foreldra sem eru í námi, en í ljós hefur komið að fjórðungur há- skólanema á börn og því þarf að sinna þeim hópi stúdenta betur en gert hefur verið. Nýnemavikunni lýkur svo á glæsilegum Stúdentadegi föstu- daginn 13. september. Þá verður keppt til úrslita í Kollgátunni, pylsupartí verður í tjaldi fyrir framan aðalbyggingu þar sem Reykjavik Beat Generation mun spila fyrir stúdenta. Sama dag verða einnig úrslit í HM 2002 og þá verður keppt um það hver sterkasti stúdentinn er. Kvöldinu lýkur svo með allsherjarháskóla- partíi á Astró. Allar upplýsingar um Nýnemaviku og Stúdentadag er hægt að nálgast á www. stud- ent.is. Stúdentablaðið Stúdentaráð heldur úti fréttavef fyrir stúdenta en slóð vefjarins er www.student.is. Á vefnum geta stúdentar treyst því að hægt sé að fá fréttir af hagsmunabaráttu stúdenta sem og almennar upplýs- ingar um starfsemi Stúdentaráðs. Stúdentaráð gefur auk þess út Stúdentablaðið mánaðarlega. Nýr meirihluti í Stúdentaráði setur markið hátt og nú mega stúdentar eiga von á því að fá Stúdentablaðið með Morgunblaðinu. Blaðinu verð- ur að auki dreift í allar byggingar Háskólans. Dreifingin verður því mun betri en áður og er það liður í því að gera veg Stúdentablaðsins sem mestan. Það er von mín að Nýnemavika og Stúdentadagur verði til að ná upp stemningu í háskólasamfé- laginu og að framundan sé góður vetur í Háskóla Íslands. Stúdentar boðnir velkomnir til starfa Brynjólfur Stefánsson Stúdentaráð Stúdentar munu með áþreifanlegum hætti, segir Brynjólfur Stef- ánsson, finna fyrir nýj- um vinnubrögðum og ferskum vindum. Höfundur er formaður Stúdentaráðs. LANDSSAMBAND kúabænda eru ekki tilbúið til þess að gefa Íslendingum þumlung eftir þegar kemur að því að ná fram sparnaði á heimilum lands- manna. Á aðalfundi fé- lagsins í lok ágúst var ályktað harðlega gegn því að Íslendingar ættu kost á því að fá land- búnaðarvörur á kristi- legu verði – einokun skal áfram vera kjörorð þessa hóps; kverkatak eru vinnubrögð kúa- bænda. Þessu hyggjast bændurnir ná fram með því að leggjast gegn aðild Íslendinga að Evrópusambandinu. Eins og Bjartur í Sumarhúsum meta þessir menn sjálfstæði sitt svo mikils að þeir átta sig ekki á því hversu mikinn óleik þeir eru í raun að vinna sér og sínum. Íslenskur landbúnaður er hvorki samkeppnishæfur né í samkeppni. Vegna tolla íslenskra stjórnvalda á erlendar landbúnaðarvörur þurfa ís- lenskir neytendur að greiða að með- altali um 40 prósent meira fyrir land- búnaðarvörur en nágrannar okkar innan Evrópusambandsins. Þrátt fyrir það að íslenskar landbúnaðar- vörur séu mun dýrari en sömu vörur innan ESB eru styrkir íslenskra stjórnvalda til landbúnaðar um 32.000 krónur á hvern Íslending. Inn- an ESB nema styrkir um 8.000 krón- um á hvern íbúa. Ávinningur fyrir bændur Á sama tíma og aðild Íslands að ESB myndi þýða verulegan ávinning fyrir heimilin í landinu, gleyma kúa- bændur því að hér er um verulegan ávinning að ræða fyrir þá sömuleiðis. Vissulega er ekki pláss fyrir alla bændur á markaðnum sem til yrði eftir inngöngu Íslands í ESB en eftir stæðu þó þeir sem eitthvað kunna á búskap og rekstur. Í skýrslu utanrík- isráðuneytisins um inngöngu Íslands í sambandið kemur fram að styrkir til íslensks landbúnaðar gætu numið um 5 milljörðum króna á ári. Til viðbótar við þá gætu komið tímabundnir og viðvarandi styrkir íslenskra stjórn- valda, líkt og gert var bæði í Finn- landi og Svíþjóð. Þessa styrki væri hægt að nota á meðan verið væri að samkeppnishæfa landbúnaðinn í al- þjóðlegu markaðsumhverfi. Þá er ekki ólíklegt að Ísland fengi einhverj- ar undanþágur frá landbúnaðar- stefnu sambandsins kæmi til inn- göngu, á sama hátt og Svíar og Finnar fengu varanlega undanþágu frá stefnunni á grundvelli þess að stunda landbúnað á norðlægum slóð- um. Þá er það fjarstæðukennt að ætla að með inngöngu í ESB sé Ísland að kalla yfir sig áður óþekkta sjúkdóma í íslenskum búfénaði. Sambandið tek- ur klárlega afstöðu með löndum sem eiga sérstöðu að gæta líkt og Ísland og hægt væri að grípa til ýmissa verndaraðgerða til þess að koma í veg fyrir að hingað bærust sjúkdóm- ar á borð við gin- og klaufaveiki. Ótti Landssambands kúabænda er heim- óttarlegur og gefur til kynna að menn hafi ekki unnið heimavinnuna sína. Innganga Íslands í ESB myndi þýða að íslenskir bændur sæju sér ekki annað fært en að hagræða í rekstri sínum – þyrftu að búa sig und- ir samkeppni. Það skiptir þó öllu meira máli að á sama tíma myndu þeim opnast fjölmörg sóknarfæri inn- an þess markaðar sem er stærsti innflytjandi landbúnaðarvara og matvæla í heiminum – innri markaðar ESB sem nú er varinn sókn- um íslenskra bænda með tollum. Engin ástæða er til þess að óttast að sótt yrði að ís- lenskum landbúnaði úr öllum áttum. Íslenski markaðurinn er lítill og hagkvæmnin í því að flytja hingað vörur er takmörkuð. Fjarlægð Íslands frá öðrum lönd- um ESB kæmi íslensk- um bændum til góða og ljóst að sú búbót sem aðild Íslands að ESB yrði, muni því miður ekki skila sér að fullu til íslenskra neytenda. Þau rök að íslensk landbúnaðar- framleiðsla sé betri en erlend er að sjálfsögðu marklaus. Auk þess sem dýralækna- og heilbrigðisyfirvöld hér á landi og innan ESB gera ákveðnar kröfur til landbúnaðarvara, eru það neytendur sem eiga lokaút- spilið. Þær vörur, sem uppfylla ekki þær gæðakröfur sem til þeirra eru gerðar, eru einfaldlega ekki keyptar. Að reka bóndabæ er nákvæmlega það sama og að reka fyrirtæki. Ef fyrirtækið þitt er ekki arðbært ferðu á hausinn. Þú sækir ekki um styrk til þess að geta haldið áfram að reka það með tapi þótt skiljanlegt sé að fólk fái styrki svo hægt sé að búa það undir samkeppni. Ályktun Landssambands kúa- bænda og afstaða íslenskra stjórn- valda er ekki til þess fallin að bæta hag heimilanna í landinu. Afstaða þeirra er eins og saga mannsins, sem sáði í akur óvinar síns – í þeirra tilviki eigin skammsýni – allt sitt líf, dag og nótt. Slík er saga sjálfstæðustu mannanna í landinu. Sjálfstæðustu menn landsins Ómar R. Valdimarsson Höfundur er fjölmiðlafræðingur og ritstjóri vefrits Ungra jafnaðarmanna, Pólitík.is. Landbúnaður Að reka bóndabæ, segir Ómar R. Valdimarsson, er nákvæmlega það sama og að reka fyrirtæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.