Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Íslenskukennari Vegna forfalla vantar nú þegar íslenskukennara í Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Launakjör fara eftir samningum KÍ og fjármálaráðuneytis. Upplýsingar veita Gísli Ragnarsson aðstoðar- skólameistari og Brynja Baldursdóttir kennslu- stjóri í síma 520 1600. Skólameistari. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Starfsfólk í grunnskóla Laust starf í Setbergsskóla Skólaliði (50%) vantar sem fyrst til að vinna með nemendum í heilsdagsskóla eftir hádegi. Allar upplýsingar gefur skólastjóri í síma 565 1011. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði. „Au pair“ — Danmörk („Ung pige i huset") 3ja manna fjölskylda, Jakob, Marlene og 5 ára sonur þeirra Jonathan, óskar eftir ungri dönsku- mælandi manneskju til að aðstoða við dagleg heimilisstörf, ásamt umhirðu 2 hesta og 3 hunda, á tímabilinu sept. 2002 til ágúst 2003. Þau búa á sveitabýli nálægt Fredensborg. Vinnutími er ca 40 tímar á viku. Bíll til umráða, íbúð og góð laun. Ökuskírteini er nauðsyn. Frekari uppl. í síma 0045 4846 1098, +22557302. Skriflegar umsóknir sendist til Dyrelæge Marlene Fuglsang, Grönholtsvej 80, 3480 Fredensborg, Danmörku eða á jakob@fmtas.dk . Við Háskólann á Akureyri er laus til umsóknar hálf staða aðjúnkts í lögfræði Aðjúnktnum er ætlað að sjá um kennslu í lög- fræði við rekstrar- og viðskiptadeild. Umsækjandi skal hafa meistarapróf eða sam- bærilega menntun í viðkomandi fræðigrein. Málflutningsréttindi sem héraðsdómslögmað- ur eru æskileg ásamt reynslu af kennslu við háskóla. Umsókn skal fylgja í þríriti greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, vísindastörf, stjórnunar- og kennslureynslu. Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara á Akureyri og fjármálaráðherra. Mót- taka allra umsókna verður staðfest, umsækj- endur fá tækifæri til að gera athugasemdir við dómnefndarálit og þeim verður tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknarfrestur um starfið er til 23. septem- ber nk. og skulu umsóknir berast Háskólanum á Akureyri, skrifstofu rektors, Sólborg v/ Norðurslóð, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar gefur Bjarni P. Hjarðar, deildarforseti rekstrar- og viðskiptadeildar, í síma 463 0941, netfang bh@unak.is . R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skeifan — til leigu Eitt glæsilegasta og best staðsetta 800 m² verslunarhúsnæðið í Skeifunni til leigu. Upplýsingar í síma 894 7997. KENNSLA Frá Tónlistarskóla Kópavogs Skólasetning og afhending stundaskrár verður í Salnum fimmtudaginn 5. september kl. 17.00. Skólastjóri. TIL SÖLU Kaffihús til sölu Huggulegt kaffihús við Laugaveg til sölu. Nýlegar innréttingar og tæki. 38 sæti. Auðveld kaup. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658. Nátthagi garðplöntustöð, Ölfusi, 45 mínútna akstur frá Reykjavík Góðar plöntur á hagstæðu verði t.d.: Gljámispill 60 cm í 2,5 lítra pottum 790 Gljámispill 40 cm í 1,5 lítra pottum 595 Alparifs 50—60 cm í 2 lítra pottum 790 Blátoppur 40 cm í 2 lítra pottum 790 Gul blómstrandi Bjarmabergsóley klifurplanta 1.485 Garðagullregn 2—2,5 m í 20 lítra pottum 7.920 Harðgert hengibirki 1—1,25 m m/hnaus 1.890 Litríkt Hélurifs í 2 lítra pottum 1.090 Loðkvistur 40 cm hár í 2 lítra pottum 1.485 Himalayaeinir „Bláa teppið“ í 2 lítra pottum 1.290 Alaskaaspir m/hnaus 1,75—2,5 m háar 1.990 Fallegt Emblubirki m/hnaus 1 m hátt 990 Hreggstaðavíðir í bökkum, 1 árs, 35 pl. á 1.900 Útlitsgallað greni 80—100 cm í 2 lítra pottum, aðeins 900 Rússalerki 50—60 cm í 1,5 lítra pottum, aðeins 300 Yllir í 2 lítra pottum aðeins 600 Blóheggur, 1—1,5 m hár, aðeins 600 Er óhætt að planta núna? Já besti tíminn! Alltaf nógu rakt. Við plöntum, þegar veður leyfir, allan ársins hring og margt, margt fleira. Sjá vefsíðu: www.natthagi.is — sími 483 4840. TILKYNNINGAR Tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Grundartanga, Borgarfirði Hreppsnefnd Skilmannahrepps auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafn- arsvæðisins á Grundartanga samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr 73/1997. Breytingin felst í því að lóðamörk og lóðastærðir lóða 2, 4 og 6 á hafnarsvæðinu breytast. Breytingartillagan verður til sýnis á hrepps- skrifstofunni að Hagamel 16, Skilmannahreppi, á skrifstofutímum og hins vegar á Teiknistofu Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts, Merkigerði 18, Akranesi, alla virka daga frá kl. 10:00—16:00 frá 6. september 2002 til og með 4. október 2002. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuni að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athuga- semdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til kl. 16:00 föstudaginn 18. október 2002 og skal skila þeim til Hreppsskrifstofu Hvalfjarðar- strandarhrepps, Hlöðum, Hvalfjarðarstrandar- hreppi, 301 Akranesi. Hver sá, sem eigi gerir athugasemd við breytingartillöguna fyrir tilskil- inn frest, telst samþykkur henni. Oddviti Skilmannahrepps. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi iðnaðarlóðar Norðuráls hf. á Grundartanga, Borgarfirði Hreppsnefndir Hvalfjarðarstrandarhrepps og Skilmannahrepps auglýsa hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi iðnaðarlóðar Norður- áls hf. á Grundartanga samkvæmt 25. gr. skipu- lags- og byggingarlaga nr 73/1997. Breytingin felst í því, að iðnaðarlóð Norðuráls hf. stækkar úr 83,3 ha í 129,1 ha, breyting verð- ur á aðkomu einkabifreiða að lóð Norðuráls og jarðvegshóll norðan verksmiðjunnar hækk- ar. Þessi deiliskipulagsbreyting er í samræmi við matsskýrslu á umhverfisáhrifum vegna stækkunar verksmiðju Norðuráls hf. úr 180.000 í 300.000 tonna ársframleiðslu. Breytingartillagan verður til sýnis á Hrepps- skrifstofunum annars vegar að Hagamel 16, Skilmannahreppi og hins vegar að Hlöðum, Hvalfjarðarströnd, á skrifstofutímum og einnig á Teiknistofu Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts, Merkigerði 18, Akranesi alla virka daga frá kl. 10:00—16:00 frá 6. september 2002 til og með 4. október 2002. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuni að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athuga- semdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til kl. 16:00 föstudaginn 18. október 2002 og skal skila þeim til Hreppsskrifstofu Hvalfjarðar- strandarhrepps, Hlöðum, Hvalfjarðarstrandar- hreppi, 301 Akranesi. Hver sá, sem eigi gerir athugasemd við breytingatillöguna fyrir tilskil- inn frest, telst samþykkur henni. Oddvitar Hvalfjarðarstrandar- hrepps og Skilmannahrepps. Handverksfólk athugið! Handverksmarkaður verður á Garðatorgi laugardaginn 7. september. Uppl. í símum 861 4950 og 692 6673. ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.