Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 21 VÆNDI er vaxandi í Íran þótt það sé bannað en nú heyrast raddir um að leyfa það undir ströngu eftirliti. Hóruhúsin yrðu að vísu nefnd „sið- semdarhús“, hversu undarlega sem það hljómar en markmiðið yrði að hafa taumhald á vændi í landinu, að sögn The New York Times. Íhaldssamt dagblað í Íran, Afari- nesh, sagði nýlega frá því að tvær opinberar stofnanir hefðu lagt til að vændi yrði leyft. Ætlunin væri að láta liðsmenn öryggissveita, dóms- kerfisins og trúarleiðtoga annast rekstur siðsemdarhúsanna þar sem ungir karlar og konur gætu átt kyn- lífsfundi við heilnæmar og öruggar aðstæður. En margir íslamskir klerkar, stjórnmálamenn og tals- menn kvennasamtaka mótmæla ein- dregið hugmyndinni. Fyrir íslömsku byltinguna 1979 var vændiskonum gert að halda sig í sérstökum hverfum, í höfuðborginni Teheran hét hverfið Shahr-e-no. Byltingarstjórnin lét jafna það við jörðu og farið var að refsa fyrir vændi með húðstrýkingu. En nú, rúmlega tveim áratugum síðar, er vændi samt sem áður stundað um landið allt. Samkvæmt opinberum tölum eru um 300.000 portkonur í Teheran þar sem alls búa um 12 milljónir manna. Einn af fáum trúarleiðtogum sem mælt hef- ur með siðsemdarhúsunum áður- nefndu er ajatollah Muhammad Moussavi Bojnordi. „Ég myndi ekki hafa stutt sið- semdarhúsin ef ástandið í samfélag- inu væri ekki svona slæmt,“ hafði dagblaðið Etemad eftir honum. „Ef við viljum vera raunsæ og losa borg- ina við konur af þessu tagi verðum við að feta þá braut sem íslam býður okkur.“ Hugmyndin að baki siðsemdar- húsunum byggist á því að shíta- grein íslams, sem þorri Írana aðhyll- ist, leyfir svonefnt sigheh, þ.e. tíma- bundið hjónaband. Slík hjónabönd geta varað í nokkrar mínútur eða 99 ár, ekkjum sem þurfa á fjárhags- legri aðstoð að halda er oft ráðlagt að eignast mann/menn með þessum hætti. Parið getur ákveðið fyrirfram hve lengi sambandið skuli standa og nóg er að fara með ákveðna tilvitnun í Kóraninn. Hver sem er má fara með tilvitnunina og ekki þarf að láta skrá hjónabandið. Yfirleitt fá konur greidda nokkra fjárupphæð fyrir að samþykkja hvílubrögðin. Talsmenn kvenfrelsis gagnrýna hugmyndina um siðsemdarhús. „Með tillögunni er verið að leggja að jöfnu vændiskonur og venjulegt ungt fólk eins og um sama bás sé að ræða,“ sagði Fatimeh Rakei, sem á sæti í kvennanefnd þingsins. „Tíma- bundið hjónaband ætti aðeins að koma til greina í ákveðnum tilfell- um,“ sagði hún og gagnrýndi að þessi tilhögun væri notuð til að leysa félagsleg vandamál eins og vændi. Vændið ýtir undir útbreiðslu alnæmis Útbreiðsla alnæmis vekur ugg í Íran og þáttur vændis í henni er ótvíræður. Áður breiddist HIV-veir- an einkum út með óhreinum nálum fíkniefnaneytenda en nú eru vænd- iskonur farnar að hafa mikil áhrif. Dagblaðið Entekhab skýrði nýlega frá því að tvær systur, 16 og 17 ára gamlar, hefðu smitað alls um 1.100 manns. Oftast tengist vændi mikilli fá- tækt, fíkniefnaneyslu og heimilisof- beldi. Kvennatímaritið Zanan birti í mánuðinum viðtöl við nokkrar ung- lingsstúlkur sem sögðust hafa litið á vændi sem öruggt skjól þrátt fyrir strangar refsingar við því. Ein sagð- ist tvisvar hafa verið húðstrýkt en fyndist refsingin skárri en það sem faðir hennar, sem er fikniefnaneyt- andi, hefði gert henni að þola. Stúlka sem nefnd er Susan segist ekki vita mikið um alnæmi en segist aldrei myndu fara í siðsemdarhús jafnvel þótt henni væri heitið að kynlífsfélagi hennar væri heilbrigð- ur. „Hvernig get ég treyst ríkis- stjórn sem aldrei hefur kært sig um konur eins og mig?“ spurði hún. „Þeir vilja bara leita að nýrri leið til að græða peninga handa sjálfum sér.“ Augnablikshjóna- bönd í stað vændis? Írönsk stjórnvöld íhuga að leyfa í reynd vændi en binda það við svonefnd „siðsemdarhús“ Reuters Fjöldabrúðkaup fór fram á íþróttaleikvangi í Teheran í vetur, um 900 manns gengu í hjónaband. Fyrst á vettvang var þessi stúlka. En kynlíf er líka stundað fyrir hjónaband og áhyggjur af vændi fara vaxandi. ’ Tímabundiðhjónaband ætti aðeins að koma til greina í ákveðnum tilfellum. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.