Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 23 HINNI árvissu sumarsýningu í kon- unglega fagurlistaskólanum, Royal Academy of Art, Burlington-húsi, Piccadilly, lauk 18. ágúst og hlaut sem fyrr mikla aðsókn. Löngu af sem áður var, að fram- kvæmdin einkenndist af einsýni og íhaldssemi, sem gerði hana lítið spennandi utan innvígðum á þeim vængnum. Hin síðari ár hefur verið lögð áhersla á að kynna sem flestar hliðar samtímalistar á sem skilvirk- astan hátt, hvorki einn geira hennar né afmarkaðan aldurshóp. Hér er þannig leitast við að ná til hins breiða fjölda listunnenda og gefa honum tækifæri til samanburðar, lesa í þró- unina frá ári til árs, virkja þennan hóp og leitast við að stækka hann og mennta með áhugaverðu úrvali myndverka. Því miður hefur þróunin víða orðið sú, að leiðandi bendiprik hafa fælt stóran hluta listáhugafólks frá sýningum sem þeir setja upp með miklum fyrirgangi. Hafa þeir bæði gripið til þess ráðs að sprengja myndlistarhugtakið í nafni frumleik- ans og að styrkja framkvæmdirnar með sérsýningum á verkum heims- þekktra listamanna lífs sem liðinna til að forðast algjöra ördeyðu. Spurs- málið er hér hvort listiðkun sé alfarið þjónustusemi við þessi öfl sem hafa ruðst fram á sjónarsviðið á síðustu áratugum eða einnig hinn almenna listnjótanda sem vílar jafnvel ekki fyrir sér að ferðast þúsundir kíló- metra til að berja eitthvað alveg sér- stakt augum sem ekki er til á hans heimaslóðum og víkka þar með skyn- svið sitt. Gerir það af þörf og eigin frumkvæði, hugnast engan veginn að láta segja sér fyrir verkum. Vafalítið skipta þeir þúsundum sem senda inn myndverk til dóm- nefndar, sem reglulega er stokkuð upp, en engar upplýsingar hef ég handbærar um fjölda þeirra. Lista- mennirnir sem valdir voru munu hafa verið 550 og verkin 1.059. Há tala fyrir okkur á útskerinu, en í raun langt undir meðallagi um ýms- ar hliðstæðar framkvæmdir og má hér vísa til þess, að þegar fyrir hálfri öld skiptu verkin nokkrum þúsund- um á Haustasalnum, Salon des Aut- omnes, í París, og hann var engan veginn eina árvissa stórframkvæmd- in á þessum fyrrum snertipunkti heimslistarinnar, sbr. Salon des In- dépendents og Salon des Réalités Nouvelle. Á listastefnum sem þessari verða hinir bestu listamenn að kyngja því að vera á stundum utangarðs, rýma fyrir öðrum, og sumir seinna heims- þekktir urðu að bíta í það súra epli að verkum þeirra var hafnað um árabil í upphafi ferils þeirra. Hér er engum algildum lögmálum haldið fram, enda slík ekki til í listinni frekar en í sköpunarverkinu, sem er alltaf á hreyfingu, lýtur lögmálum samverk- andi tilviljana, sem jafnaðarlega leiða til sprenginga til að hreinsa andrúmsloftið og frambera nýtt og ferskt líf. Sumarsýningin er mikil og vel skipulögð framkvæmd og í einstaka sali virðast ákveðnir menn kallaðir til að velja listamenn, sem skera sig úr um heildstætt yfirbragð. Meðlim- ir akademíunnar eru bæði eldri og grónir listamenn sem maður kann lítil deili á sem og heimsþekktir brautryðjendur núviðhorfa eins og Tony Cragg, Barry Flanagan, Lord Foster, Anish Kapoor, Phillip King og Joe Tilson, svo fáeinir séu nefndir sem innvígðir í samtímalist kannast við. Listi heiðursmeðlima er forvitni- legur og ætti að kveða niður allar raddir um íhaldssemi: Georg Baze- litz, Eduardo Chillida, Ralph Ersk- ine, Frank O. Gehry, Arata Isoazaki, Jasper Johns, Ellisworth Kelly, An- selm Kiefer, Matta, Ieoh Ming Pei, Bruce Nauman, Mimmo Paladino, Robert Rauschenberg, Richard Serra, Frank Stella, Antoni Tàpies, Cy Twombly, Jørn Utzon og Andrew Wyeth. Meirihluti þeirra er með verk í ár og vil ég sérstaklega geta þess að framlag Mimmo Paladino var mjög áhrifaríkt, bæði í málverki og skúlptúr. Paladino var einn hinna villtu á níunda áratugnum, en list hans hefur þróast á mjög yfirvegað- an og lifandi hátt með áherslu á hið byggingarfræðilega og samverkandi áhersluatriði, jafnt á tvívíðum fleti og í rúmtaki. Heiðurslistamaður sýningarinnar í ár með sérrými fyrir verk sín, svo- nefnt Small West Room, var Allan Jones. Flestar hliðar samtímalistar Frank O. Gehry, Tónlistarhöll í stóraldargarði (ljósmynd). Mimmo Paladino: Donna 2000, bronz og cortenstál. Allan Jones: Appelsínugul (hluti), blönduð tækni. „Fegurstu hlutirnir sem við upplifum eru hinir óútskýranlegu segir Albert Einstein en orð hans eru gerð að ein- kunnarorðum Sumar- sýningar 2002 Royal Academy í London. Bragi Ásgeirsson gekk þar um sali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.