Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ María Ásmunds-dóttir fæddist í Reykjavík 19. apríl 1947. Hún lést á heimili sínu að kvöldi þess 27. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Ásmund- ur Pálsson, f. 20.2. 1915, d. 10.2. 1996 og kona hans Jónína Ágústsdóttir, f. 21.1. 1923. Systkini Maríu eru: 1) Ragnhildur, f. 20.3. 1948, maki Árni Arnþórsson, f. 4.7. 1944. Börn þeirra eru Ásmundur, f. 28.7. 1965, og Helga Þóra, f. 19.2. 1969. 2) Óskar Már, f. 17.4. 1959, maki Ástríður Traustadóttir, f. 9.1. 1962. Börn þeirra eru Margrét, f. 9.11. 1982, Bjarki Már, f. 13.5. 1987, og María ólst upp í Laugarneshverf- inu. Að grunnskólanámi loknu fór hún í Verslunarskóla Íslands þar sem hún lauk stúdentsprófi árið 1968. Hún vann svo hjá Kristján Ó. Skagfjörð í um 15 ár við ritara- og bókhaldsstörf. Eftir það vann hún við samskonar störf hjá Vélum og þjónustu í nokkur ár en sl. 6 ár hef- ur hún unnið hjá félagsmiðstöðinni Árskógum sem gjaldkeri og hjá hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sem aðalbókari. María byrjaði ung að spila bridds en sl. 20 ár tók hún þátt í keppnisbridds og spiluðu þau hjónin mikið saman. Einnig spilaði hún mikið golf og var virkur meðlimur í GR sl. 15 ár. María hafði líka mikinn áhuga á skíðaíþróttinni og var hún lengi fé- lagi í skíðadeild Fram. María og Steindór (Daddi) voru meðal frum- byggja Breiðholts og bjuggu lengi á Kóngsbakka 9 en fluttu síðan 1982 í Hagasel 11 í Seljahverfi þar sem þau hafa átt sitt heimili síðan. Útför Maríu verður gerð frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Trausti Már, f. 28.3. 1992. 3) Þráinn Örn, f. 17.4. 1959, maki Guð- björg Árnadóttir, f. 05.10. 1958. Börn þeirra eru Edda Hrund, f. 20.8. 1982, Snædís, f. 20.7. 1985, Árni Fannar, f. 3.1. 1989, og Jónína Björk, f. 9.4. 1994. María gift- ist 1. apríl 1972 Stein- dóri Ingimundarsyni, f. 30.1. 1945. Foreldr- ar hans eru Ingimund- ur Steindórsson, f. 25.12. 1920, d. 10.8. 1993, og kona hans Stefanía Guð- mundsdóttir, f. 2.6. 1920. María og Steindór eiga tvö börn, Jónu Dís, f. 12.1. 1972, í sambúð með Inga Ingasyni, f. 30.12. 1969, og Óskar Örn, f. 30.5. 1980. Nú ertu farin, elsku mamma mín, eftir harða baráttu við illvígan sjúk- dóm. Þú stóðst þig eins og sönn hetja þó svo að þig hafi allan tímann grun- að í hvað stefndi. Ekki vildum við þó viðurkenna það og fussuðum og sveiuðum þegar þú talaðir um alvar- legu hliðina. Við ætluðum sko ekki að láta þennan hræðilega sjúkdóm vinna þig, en því miður fór sem fór, þú hafðir rétt fyrir þér eins og yf- irleitt alltaf. Læknirinn þinn sagði að þú værir ekki seig kona, heldur ólseig og þar hafði hann svo sannarlega rétt fyrir sér. Ekki vildir þú láta vor- kenna þér eða hafa mikið fyrir þér, nei, þú ætlaðir sko að gera allt sjálf. Ég er svo ánægð með að hafa getað hjálpað þér nú síðustu mánuðina, t.d. í vinnunni þar sem þú varst jafn sam- viskusöm og á öðrum sviðum, mættir meira að segja þrem dögum fyrir andlát þitt til að reyna að klára eitt- hvert verk. Þú ætlaðir ekki að skilja neitt eftir óklárað. Þú varst alltaf svo dugleg að koma í heimsókn til mín þegar ég bjó er- lendis, alltaf komuð þið pabbi til mín, sama hvar ég var, í Bandaríkjunum eða á Spáni, skipti ekki máli, þið kom- uð allavega einu sinni á ári ef ekki tvisvar. Ég minnist sérstaklega þeg- ar þið komuð til okkar Inga til Tulsa í sept. árið 2000, aðeins mánuði áður en þú greindist. Þú blést sko ekki úr nös eftir að hafa spilað golf í Boston, spilað svo með okkur dag eftir dag, ferðast til Las Vegas, Memphis o.fl. og labbað svo um alla Washington. Nei, þú varst sko ekki þreytt eftir allt þetta, heldur fórst að mig minnir í golf daginn eftir að þú komst hingað heim aftur. Þú sagðist líka hafa farið hress til læknis en komið veik þaðan aftur. Þú baðst um aðeins 2 ár í við- bót, og það fékkstu. Þú varst svo raunsæ og jarðbundin að þú vissir al- veg um hvað þú varst að tala. Þú reyndir að gera margt á þeim stutta tíma sem þú áttir eftir, þú hafðir yndi af því að ferðast og fórst fjórum sinn- um til útlanda á þessum tveim árum, þú ætlaðir að nota þennan stutta tíma sem þér var gefinn. Þér tókst það að vissu leyti. Hvað er hægt að segja þegar mað- ur missir móður sína svona unga, það er erfitt að finna orðin. Þú, mamma, vildir ekki heyra á það minnst að ein- hver lofræða yrði samin um þig, en hvað er annað hægt að gera þegar um er að ræða svona manneskju eins og þig? Það er ekki hægt annað en að segja eitthvað gott um þig, að vísu hafðir þú skap og varst ákveðin, en það var allt með gott í huga, til að halda aga á heimilinu, heimilinu sem þú stjórnaðir svo samviskusamlega og hélst svo fallegu og hreinu. Svo lengi sem ég man þá hefur aldrei ver- ið drasl eða óhreint heima hjá þér eða í kringum þig, nema ef þú skrappst eitthvað í burtu í einhverja daga, og þá heyrðist líka í þér þegar heim var komið, en í svona tvær mínútur og svo stuttu síðar var allt orðið hreint og fínt aftur. Sárt fannst þér að fá ekki að kynn- ast barnabörnum þínum, þú sem varst svo mikil barnagæla og beiðst spennt eftir að fá eitt lítið til að leika við og passa í tíma og ótíma. Ég sagði þér að þú myndir kynnast þeim, bara á annan hátt, þú myndir vera með þeim og okkur alltaf. Verst er að þau eiga ekki eftir að kynnast þér, það finnst mér sárast. Ég veit að þú munt vera hjá okkur, þó svo að þú værir treg til að trúa á allt svoleiðis, en nú kynnist þú því kannski, þú vildir ekki trúa því að það væri eitthvað þarna hinum megin, nú kemstu að því hvort þú hafðir rétt fyrir þér enn og aftur, ég vona ekki í þetta skiptið. Ég á eftir að sakna þín alveg óskaplega, mamma mín, þitt skarð verður aldrei fyllt. En ég vona svo sannarlega að við eigum eftir að hitt- ast aftur, hvenær og hvernig sem það verður nú. Ég elska þig og hef alltaf gert. Þín dóttir, Jóna Dís. Það er erfitt að setjast niður og ætla sér að skrifa „nokkur orð“ um manneskju eins og þig, elsku mamma, einhvern sem hefur verið manni svo mikils virði og í raun það eina sem raunverulega hægt var að treysta á að væri manni alltaf til stað- ar í lífinu. En nú ert þú horfin úr lífi okkar og er það erfitt að sætta sig við. Óhætt er þó að segja að betri fyr- irmynd er vart hægt að óska sér, þú varst akkeri allra þeirra sem stóðu þér næst. Að sjá eitthvað fyrir er fáum gefið, en þú virðist þó hafa haft smáskammt af því því oft hafðir þú á orði að þú ættir ekki eftir að lifa til hárrar elli, því miður hafðir þú rétt fyrir þér eins og svo oft áður. Ekki gafst þú þó upp fyrr en í fulla hnefana og var dugnaðurinn hreint aðdáun- arverður í baráttu við sjúkdóm sem líkja má við dauðadóm. Erfitt er einnig að sætta sig við að hafa ekkert getað gert þér til hjálpar þegar þú barðist við síðustu andardrættina í faðmi fjölskyldunnar sem þér þótti svo vænt um. Það er þó eina ljósið í myrkrinu að nú þarft þú ekki að líða þær þjáningar sem sjúkdómnum fylgdu og vonandi ertu komin á betri stað þar sem þú getur spilað golf og notið þess sem tekið var svo skyndi- lega úr höndum þínum. Fá voru þau skiptin sem við vorum á eitt sammála og tel ég ástæðuna fyrir því vera þá að við vorum eins lík og við vorum ólík, þ.e. við vorum jafn þrjósk og ákveðin í skoðunum þó að þær hafi stundum skarast, verst var þó að maður vissi oftast inni í sér að auðvitað hafðir þú rétt fyrir þér og alltaf vildir þú öllum það besta. Það er ekkert sem mun nokkurn tímann fylla skarð þitt, elsku mamma, þín er sárt saknað. Ástar- kveðja, Óskar. Mæja systir er farin á vit hins óþekkta. Eins og alltof margir aðrir varð hún að lúta í lægra haldi fyrir ill- vígum sjúkdómi. Eftir stöndum við hin fátækari en áður því hún Mæja var þannig gerð að hver sá sem hana umgekkst og kynntist hennar innri manni, gleymir því ekki. Það var aldrei nein lognmolla í kringum hana, hún hafði ákveðnar skoðanir, var orðhvöss og beinskeytt. En samviskusamari og betri mann- eskju tel ég vandfundna. Hún var ekki há vexti en virkilega stór mann- eskja og vinur vina sinna. Um það get ég og mín fjölskylda borið vitni. Ekki man ég til þess nokkurn tímann að hún hafi eytt tíma sínum í að öfunda annað fólk eða baktala. Virtist oft ótrúlegt hjá svo vel gefinni konu hversu litla þekkingu hún hafði á helstu hneykslis- og baktjaldamálum samtímans. Þó skorti hana ekki áhugamál. Fyrir utan fjölskylduna sem hún eyddi stærstum hluta tíma síns í að sinna, spilaði hún brids af miklum áhuga og leikni enda mikil keppnismanneskja sem illa þoldi að ná minna en mögulegt var úr hverj- um þeim spilum sem henni voru gef- in. Það sama má segja um golfið en undanfarin ár stundaði hún það af kappi. Jafnvel þó að veikindin drægju mjög úr orku hennar þá aftr- aði það henni ekki frá því að spila golf bæði hér heima og erlendis. Það er mikill missir að henni syst- ur og verður hennar sárt saknað og það af fleirum en mér og minni fjöl- skyldu sem hún reyndist svo vel að á engan tel ég hallað þó að ég segi að hún hafi verið uppáhaldsfrænka barna minna. Þau munu ekki heyra sagt frammi í forstofu eins og svo oft áður „hæ, þetta er bara ég“. Og yngsti meðlimur fjölskyldunnar verður að láta sér nægja sögur af frænku en þar er af nógu að taka. Hún kemur til með að skilja eftir sig stórt skarð í systkinahópnum og mik- ill er missir móður okkar en þó mest- ur hjá Dadda, Jónu Dís, Óskari Erni og Inga. Megi þau finna styrk til að takast á við ókomna daga. Óskar Már. Í dag kveðjum við kæra vinkonu og skólasystur, Maríu Ásmundsdótt- ur. Um nokkurt skeið hefur okkur verið ljóst að hverju dró, en þó vild- um við ekki trúa að endalokin væru svona skammt undan. Fyrir tæpum tveimur árum greindist Maja með krabbamein. Hún fór í gegnum alla þá meðferð sem hugsanleg er til að halda aftur af meininu og vílaði ekki fyrir sér það líkamlega og andlega álag sem er óhjákvæmilegur fylgi- fiskur hennar. Einnig leitaði hún uppi óhefðbundnar lækningaaðferðir og fór í þeim tilgangi til útlanda. Við vinkonurnar lútum höfði í aðdáun á því baráttuþreki og æðruleysi sem við höfum orðið vitni að á þessu tíma- bili. Viljastyrkur Maju og einbeitni hefur kennt okkur óendanlega mikið. Þessa dagana eru nákvæmlega 40 ár síðan við stóðum fyrir utan gamla Verzlunarskólann á Grundarstígnum og biðum þess að nöfnin okkar væru lesin upp og okkur raðað í bekki til að hefja nám í skólanum. Fæstir þekkt- ust og allir voru dauðfeimnir, en það breyttist undurskjótt. Þarna áttum við síðan samleið í sex ógleymanleg ár, í skemmtilegasta árgangi – að eig- in mati – sem komið hafði í skólann. Bæði einkunnasjúk og skemmtana- sjúk að mati kennaranna. Við skóla- systurnar bárum gæfu til að stofna MARÍA ÁSMUNDSDÓTTIR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.       )   &"  "   "     +  )@1  $&(.*#$  + !.* , # $ '      " 7 "      .&)233 8 '    )   #     , )  6 $    0   2293:232,&   ;"  ;! ! $*  )*-##+  #$*   (!  ! @(9&# ;* - $!  $*  !"!#$!  #(  (!  &# ,#$  (!  &#          0< 0<, ,)  %(   - "   *(BC 3 -*"  ,6 < &  ,$     2&) !"#  " "  ",$      .&)233 8 '     ,6 < &     , #0 !$*  '/ ! +  #&# ' ! ,0 !&# '/ $;&   $*   ( 9#0 !$*  ,/ ( #+;&   &# 0 !$*   0 !$*  *. D)/ (##    &(/""!./ #    "    "   " 8 +     ; #(-*. !EF +*?&(  '    "=   "# >&)2??3 .'##$*  ##,/ ( #$*  #(* !  ("!#$&# #($!  #$*  '( !"!#$&# ;*  #$*  !"!#$! 9# )*#&#  ## #( "  #&# 0 #$ ( : # $* &( ./ # 5       "    "   " G) 1 *? !/#(  & #! /#$C  # #    >  !"#   " "  "     "# >&)2??3  '    "-#  - '    )  /  ,#     0$ '    3232 3: >:>> :.3. 3.?1 ! 9#  $*    (#9&# @,/ #$*   ( 9#8(#9$*  09)*#&# 8 (#  # H ! 9#(#9'( &(##!  :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.