Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 56
KR-konur tryggðu sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratitilinn í Símadeild kvenna í knattspyrnu þegar þær unnu stórsigur á ÍBV í Eyjum, 7:0, í næstsíðustu umferð deildarinnar. KR-ingar eru þar með tvöfaldir meistarar, en um síðustu helgi bar Vesturbæjarliðið sigurorð af Val í úrslitaleik bikarkeppninnar og ber því með réttu sæmdarheitið besta lið landsins. Þetta var fimmti Íslands- meistaratitill KR-inga og sá fjórði á síðustu fimm árum. Liðið fær Ís- landsbikarinn afhentan eftir leikinn við Val á sunnudaginn. KR-konur tvöfaldir meistarar Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson KR-ingurinn Ásthildur Helga- dóttir á hér í höggi við varnar- mann ÍBV í leik liðanna í Eyjum. KR landaði/B3 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Sími 588 1200 ÁGÚSTMÁNUÐUR var fremur þungbúinn á landinu, úrkoma í meira lagi og hefur ekki sést jafn- lítið til sólar á Akureyri í 13 ár eða allt frá árinu 1989, samkvæmt upp- lýsingum Trausta Jónssonar veð- urfræðings. Hann segir sumarmán- uðina þrjá hafa verið í meðallagi, júní sérlega hlýr og hitamet þá slegin víða um land, en síðan hafi júlí og ágúst verið í meðallagi. Ekki sé hægt að tala um rigningasumar, þótt veðrið hafi verið með þung- búnara móti. „Bæði í júlí og ágúst komu góðir dagar þannig að við þurfum ekkert að gefa sumrinu sérlega vond eftir- mæli. Júní fær góða einkunn, sér í lagi á Suður- og Vesturlandi fyrri- hluta mánaðarins. Við fáum ekki svo góðan hálfan mánuð nema á margra ára fresti,“ sagði Trausti. Morgunblaðið/Ómar Þungbú- inn ágúst að baki  Ekki sést jafnlítið/6 STARFSMENN Samkeppnisstofn- unar komu í gærmorgun á skrif- stofur Eimskipafélagsins í Pósthús- stræti og Sundahöfn til að afla gagna á grundvelli úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur sl. þriðjudag um heim- ild til leitar og haldlagningar á gögn- um á skrifstofum félagsins. Aðgerð- irnar eiga sér stað í kjölfar kæru Samskipa til Samkeppnisstofnunar 22. ágúst sl. þar sem óskað var eftir því að rannsakað yrði hvort Eim- skipafélag Íslands hefði brotið gegn samkeppnislögum í flutningastarf- semi sinni. Stjórnendur Eimskipafélagsins furða sig á kæru Samskipa og telja hana algerlega tilefnislausa, að sögn Ingimundar Sigurpálssonar, for- stjóra Eimskipafélagsins. Starfsmenn Samkeppnisstofnun- ar höfðu lokið gagnaöflun á skrif- stofum félagsins um miðjan dag í gær. Ingimundur sagði að starfs- menn Eimskips hefðu tekið vel á móti fulltrúum Samkeppnisstofnun- ar, sem hefðu óskað eftir að fá að skoða ákveðin gögn. Stjórnendur félagsins fengu kæru Samskipa fyrst í hendur í gær og að sögn Ingimundar hafði ekki gefist mikill tími til að skoða hana ná- kvæmlega síðdegis. Efnislega væri hún krafa um rannsókn og starfs- menn Samkeppnisstofnunar væru væntanlega bara að sinna rannsókn- arskyldu sinni. ,,Það kemur á óvart að þeir skuli leggja fram þessa kæru. Við teljum okkur hafa verið að vinna hér á sam- keppnismarkaði og tekið virkan þátt í þeirri samkeppni. Þessi kæra virk- ar þannig að þeir séu að gera kröfu um að Eimskipafélagið verði sett í ákveðna spennitreyju hvað varðar þátttöku í samkeppninni, þannig að það sé verið að kalla til annan dóm- ara í verðlagsmálunum en viðskipta- vinina, sem bæði við og aðrir á þess- um markaði höfum verið að semja við,“ segir Ingimundur. Hann segir kæruna með öllu til- efnislausa. Eimskipafélagið starfi á samkeppnismarkaði í samræmi við samkeppnislög. ,,Ég held að verð- myndun hér á flutningamarkaði sýni og sanni að menn eru þar að bjóða sem best þeir geta fyrir viðskiptavini sína,“ sagði hann. Í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu í gær segir að félagið muni nú kynna sér efni máls- ins og að fengnum fyrirspurnum senda svör sín til Samkeppnisstofn- unar. Í kæru Samskipa til Samkeppn- isstofnunar var óskað eftir því að rannsakað yrði hvort Eimskip hefði brotið gegn samkeppnislögum í flutningastarfsemi sinni, þar sem rík ástæða væri til að ætla að Eimskip hefði misnotað ráðandi stöðu sína á markaði sjóflutninga til og frá Ís- landi og m.a. verðlagt þjónustu sína óeðlilega lágt í tilteknum tilvikum þar sem Samskip, og eftir atvikum önnur félög, sóttust eftir sömu við- skiptum. Ekki náðist í forsvarsmenn Sam- keppnisstofnunar í gær vegna þess- ara aðgerða samkeppnisyfirvalda. Samkeppnisstofnun ger- ir húsleit hjá Eimskip Stjórnendur Eimskips segja kæru Samskipa vera tilefnislausa þriðju til þrjá fjórðu hluta mismun- arins má skýra með ólíkum starfs- vettvangi, starfi, menntun og ráðn- ingarfyrirkomulagi kynjanna. Launamun sem eftir stendur, 7,5– 11%, má skýra með hjónabandi, barneignum og öðru sem hefur önn- ur áhrif á laun karla en kvenna, að því er fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar. Að sögn Sigurðar Jóhannessonar, fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í jafnréttisráði, er í könnuninni tekið tillit til margra ólíkra þátta, svo sem hvort viðkomandi sé með börn á SAMKVÆMT niðurstöðum nýrrar könnunar um launamun kynja sem jafnréttisráð og nefnd um efnahags- leg völd kvenna hafa sent frá sér eru dagvinnulaun kvenna 70% af launum karla. Könnunin nær til um 16.500 karla og kvenna á almennum vinnumarkaði og hjá sveitarfélögun- um, að undanskildum starfsmönnum bankastofnana, ríkis og Reykjavík- urborgar. Föst dagvinnulaun karla í gagna- safni kjararannsóknarnefndar voru 179 þúsund að jafnaði í febrúar 2001 en laun kvenna 124 þúsund. Tvo framfæri, aldurs, atvinnugreinar og samanlagðs starfsaldurs á tilteknum vinnustað. Fram kemur að á heim- ilum þar sem eru börn yngri en sjö ára hækka laun kvenna um 1% en laun karla um 3–4%. Að sögn Stefaníu Óskarsdóttur, formanns nefndar um efnahagsleg völd kvenna, er von til þess, að henn- ar mati, að mikill áróður sem rekinn hefur verið fyrir jafnrétti kynjanna skapi að lokum svipað svigrúm fyrir konur og karla á vinnumarkaði. Niðurstaða könnunar á launum karla og kvenna 55 þúsund króna mun- ur á dagvinnulaunum  Dagvinnulaun kvenna/29 MERKI Íslensku sjávarútvegssýn- ingarinnar var breytt fyrir sýn- inguna sem hófst í Kópavogi í gær. Merkið hefur fram til þessa verið fiskur í íslensku fánalitunum, með rauðum og hvít- um krossi á bláum grunni. Aðstandendur sýningarinnar voru kærðir til lögreglu vegna notkunar merkisins og í framhald- inu var ákveðið að í því skyldi hér eftir vera rauð og hvít lína í stað krossins en merkið er engu að síður áfram í fánalitunum. Var þá fallið frá kæru. Í fánalögum segir að enginn megi óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki, og að brot gegn þessu ákvæði varði sektum, varðhaldi eða fangelsi. Óheimilt er að nota fánann í firmamerki, vörumerki eða á sölu- varning, umbúðir varnings eða í auglýsingum á vörum. Merki sjávarútvegs- sýningarinn- ar kært
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.