Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 39 saumaklúbb strax eftir stúdentspróf- ið 1968. Það hefur að vísu ekki alltaf verið mikið saumað en án hans hefðu samskipti og vinátta okkar ekki orðið með þeim hætti sem raun ber vitni. 40 ár eru langur tími í ævi fólks og megnið af okkar ævi. Fyrst fram- haldsskólaárin, síðan árin sem við vorum að stofna heimili, þegar við vorum að koma upp börnunum okkar og núna þegar önnur viðfangsefni taka við. Öll þessi ár höfum við fylgst með lífi hver annarar. Eftir svo langa samleið er þungt að kveðjast. Mæja var lágvaxin kona og grönn, en hún bar höfuðið hátt og var tígu- leg og kvik í hreyfingum. Hún gekk líka rösklega til allra verka. Í Verzló dreif hún heimanámið af, enda mjög góð námsmanneskja og svo hafði hún nægan tíma til að gera allt það sem henni fannst skemmtilegt. Maja var óvenju hrein og bein í samskiptum sínum við fólk. Hún gat ekki talað um hug sér og ekkert var fjær henni en að smjaðra fyrir einhverjum eða ein- hverju. Frekar þagði hún. En þegar hún lét álit sitt í ljós þá var hún ekk- ert að skafa utan af hlutunum. Það var oft eins og hressandi gusa og við vissum alltaf hvar við höfðum hana. Maja var nákvæm og áreiðanleg og mátti alltaf treysta orðum hennar og er það ekki lítill kostur í mannlegum samskiptum. Saumaklúbburinn hefur ferðast talsvert, bæði innanlands sem utan, auk þess að fara í gönguferðir, í leik- hús og á veitingahús. Eina sauma- systur eigum við í Noregi og höfum við alla tíð haldið góðu sambandi við hana. Síðustu tvö árin voru okkur öll- um mikilvæg og við nýttum tímann vel. Maja var alltaf með þeim fyrstu á vettvang, tók alltaf þátt í öllu og verð- um við ævinlegar þakklátar að hún skyldi geta komið með í ferðalag til Kaupmannahafnar í vor. Þar tók hún þátt í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur þrátt fyrir veikindin. Það var ennfremur einkennandi fyrir óbil- andi dugnað Maju og ásetning að gef- ast ekki upp að hún var með okkur í matarveislu þar sem ein okkar hélt hátíðlegt afmæli sitt fjórum dögum áður en hún lést. Okkur var þó ljóst það kvöld að ekki væri langt eftir og voru því tilfinningar okkar blendnar, gleði yfir því að hún skyldi geta verið með okkur og hryggð yfir því óum- flýjanlega. Maja kvaddi og þakkaði fyrir skemmtilegt kvöld og sagðist vonast til að hitta okkur aftur. Það verður seinna. Við kveðjum Maju með djúpum söknuði og þakklæti. Virðing okkar fyrir henni óx svo lengi sem hún lífði. Minningin um yfirlætislausa og skemmtilega vinkonu mun fylgja okkur. Hugurinn er hjá Dadda, Jónu Dís, Óskari og öðrum ástvinum Maju. Þeim sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Saumaklúbburinn. Það er erfitt að kveðja góðan starfsfélaga og vin, sem hefur verið hluti af okkar daglega lífi síðastliðnu 5 árin. María starfaði sem ritari við Fé- lagsmiðstöðina í Árskógum þegar hjúkrunarheimilið Skógarbær var opnað og þar sem Skógarbæ var fal- inn rekstur Félagsmiðstöðvarinnar varð María strax einn af starfsfélög- unum. Þegar kom að því að ráða starfsmann til að sjá um bókhaldið kom í ljós hversu afkastamikil og dugleg María var, henni fannst alveg óþarfi að ráða í það starf, hún gæti bætt því við sig enda alvön að sjá um bókhald, bæði í fyrri störfum og eins í fyrirtæki Dadda manns síns. Hún sá um bókhaldið eftir það með þvílíkri nákvæmni og samviskusemi að aldrei þurfti að efast um niðurstöðuna, hún var alltaf rétt. Ætíð var hún tilbúin að hjálpa til við ýmis verkefni, hún var mjög töluglögg og hvers konar tölvu- vinnsla vafðist aldrei fyrir henni. María lá ekki á skoðunum sínum, hún var hrein og bein og sagði sína meiningu og var metin fyrir það af sínum vinnufélögum.Við náðum að kynnast Maríu einnig utan vinnu og þegar einhver fékk þá hugmynd að fara til Parísar fyrir rúmum 3 árum var það María sem tók af skarið og bókaði okkur í ferð. Þar áttum við saman ógleymanlega 4 daga og náð- um að tengjast enn betur sem vinir. En lífið er hverfult, María greind- ist með krabbamein fyrir tæpum 2 árum og þá kynntumst við hetjunni henni Maríu. Þvílíkan kjark og þrek sem hún sýndi allan tímann, hver meðferðin tók við af annarri og tími óvissunnar þegar von var um bata. Hún mætti til vinnu alveg fram á síð- ustu stund, hennar ósk var að komast í vinnuna og sjá um bókhaldið, eins lengi og hún hafði krafta til, og með einstaklega dyggri aðstoð Jónu Dís- ar, dóttur sinnar, varð henni að ósk sinni. Síðustu vikurnar sáum við að þrekið var að verða búið, hún fór lítið annað en í vinnuna, fín og vel tilhöfð, eins og alla tíð, með fína skartið sitt, það var tilgangslaust að segja henni að hvíla sig heima, hún vildi koma, sinna sínu starfi og hitta vinnufélag- ana. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér, elsku María, þín verður sárt saknað og ætíð minnst fyrir þinn einstaka dugnað og kjark. Við send- um Dadda, Jónu Dís, Óskari og öðr- um ættingjum Maríu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Samstarfsmenn og vinir í Skógarbæ. Elskuleg vinkona mín er fallin frá langt fyrir aldur fram. Síminn hringdi kvöldið 27. ágúst. Agga var í símanum og segir okkur að Mæja systir hennar sé dáin. Við vissum að hún ætti kannski ekki langt eftir en samt var þetta svo óvænt. Hún vann fram á síðasta dag og þremur dögum áður var hún í 55 ára afmæli vinkonu sinnar. Svona var Mæja, svo ótrúlega dugleg og viljasterk. Hún ætlaði ekki á spítala og hún fór ekki á spítala. Elsku Mæja, minningarnar hrann- ast upp. Í þessi 40 ár sem við erum búnar að vera vinkonur er svo margt sem kemur upp í hugann. Það var svo margt skemmtilegt sem við gerðum saman. Allar skíðaferðirnar í Bláfjöll, Skálafell, Kerlingafjöll og Austurríki. Það voru ævintýri sem gleymast seint. Síðasta ferðin okkar saman var sumarið 2001, en þá fórum við til Krítar. Þá varst þú orðin veik en við áttum yndislegan tíma saman með Öggu systur þinni. Síðasta heimsókn þín til mín í sumarbústaðinn sem var í júlí síðastliðnum var mér mjög kær. Þá gistir þú hjá okkur eina nótt, en þá hittumst við öll gömlu vinirnir eins og við kölluðum okkur. Það reyndum við alltaf að gera þegar Ella vinkona okkar frá Svíþjóð kom til Íslands. Við fórum stundum til útlanda tvær saman á okkar yngri árum, þá lét ég þig alltaf passa farseðilinn, vegabréfið og aðra hluti sem ekki máttu glatast, því hjá þér voru hlut- irnir jafn öruggir og í öryggishólfi. Samviskusamari og traustari mann- eskju hef ég ekki kynnst og snyrti- mennskan var ótrúleg. Mér fannst ég alltaf þurfa að taka til heima hjá mér þegar ég var búin að vera í heimsókn hjá þér. Þú elskaðir að spila golf og allan tímann meðan þú varst veik og hafðir krafta til fórstu út á golfvöll. Núna vona ég að þú sért að spila alheilbrigð golf á einhverjum undurfögrum golf- velli. Þín vinkona, Sigríður. Mig langar að minnast góðrar vin- konu minnar og félaga, sem nú er horfin úr þessum heimi löngu fyrir aldur fram, eftir mjög erfið veikindi. Ekkert virtist geta bugað vinkonu mína. Þegar við hittumst og töluðum saman fann ég vel, þrátt fyrir að hún væri veik og kraftlítil, að það var eng- inn skortur á lífs- og baráttuvilja. Ekkert virtist geta brotið hana niður. Við ræddum liðna tíma, framtíðina, ferðalög og um fjölskyldurnar okkar. Þær voru svo ótalmargar minning- arnar sem rifjuðust upp og sem eiga alltaf eftir að ylja mér um hjartaræt- ur. Mæja var alltaf kölluð „Mæja á móti“ hjá öllum á heimilinu. Okkar kynni hófust þegar hún og fjölskylda hennar fluttu í Hagaselið, nánast beint á móti. Börnin okkar urðu vinir og við góðar vinkonur. Mæja var ekki allra en við smullum vel saman, ekki alltaf sammála, en við bárum virð- ingu og trúnað hvor fyrir annarri og áttum ótal margt sameiginlegt. Alltaf var hún til í að hjálpa eða aðstoða ef eitthvað var, ekkert mál eða: „Get ég ekki eitthvað hjálpað þér?“ Mæja var glæsileg kona, ákveðin, alltaf fín og sæt og hún hélt þeirri reisn og fegurð til hinstu stundar. Fjölskylda Mæju hugsaði um hana af hlýju og nærgætni og fékk hún síðan að deyja heima í rúminu sínu með alla ástvini sína hjá sér, eins og hún vildi, mín kæra Mæja. Hún heimsótti okkur í sumarbú- staðinn stuttu áður en hún dó. Hún ætlaði alltaf að koma og það gerði hún einn fallegan sólardag, þótt hún væri sárveik. Hún kom með fjöl- skyldu sinni og færði mér fallega ný- útsprungna rós. Við áttum yndisleg- ar stundir saman sem eiga eftir að verða mér dýrmætar í minningunni. Í gestabókina skrifaði hún: „Elsku Dilla mín, takk fyrir allt.“ Ég ætla að hafa orð hennar mín síðustu orð og segja takk fyrir allt, elsku Mæja mín. Ég votta Dadda, Óskari, Jónu Dís og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar. Þeir segja mig látinn, en ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum ber þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Dýrleif Eydís Frímannsdóttir. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur  0 ,)1 3  #$ .*#$ '/  8/!" *$-:   '      " ;      .&) 233 8 '      ,    5 #    #$#$!  @ -'  "    +      &     '    "#         #  # %'00   *-E 8"##3!"  '   )-  6$ #     . #&$$$*  0& '  " "  "   '   "   0ABABCD/CE=,,FEA0 8:*  :(<#$ ,& ( 9# BI Ný legsteinagerð Einstakir legsteinar Úrval af legsteinum á duftleiði Englasteinar Legs teinar og englastyttur Helluhrauni 10 - 220 Hf. - Sími 565 2566 (   -       "##  '  '     +      ' '    "#'   8 0')@0  1            '  5  '  '  -     "     $  4 ))  "       % &  4 & ' "$ ") #    '  " '   B ) $# !##!($* &( /3$    -       -     +     '  '    "#           # #   # J J  8 "$ 8"##3!"  ##8$ " &# 0 ;& ( $*  - 8$ " $*  !#  "&# :! 8$ " &# ## ( 9$*   ( ! 8$ " $*     &#  #*  8$ " &# #- $!  $*    &(/""!./ # #    -   "'  #+     + '    "#            #  # '   G  :!( BE 3  !"!#$! !*#&# @$! !"!#$&# )* !##  $*   ( 9!"!#$&# !./ (%("!#$$*  . #./ #&(#(/""!./ #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.