Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN
32 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
É
g verð að játa að það
vakti nokkra undrun
mína fyrir og eftir
borgarstjórnarkosn-
ingarnar í vor
hversu skýrt Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir talaði er hún sagðist
ætla að gegna embætti borg-
arstjóra næstu fjögur árin. Að hún
væri ekki á leið í þingframboð.
Eiginlega fannst mér hún gefa
sjálfri sér of lítið svigrúm með yf-
irlýsingum sínum; að hún hefði
a.m.k. átt að skilja eftir hálfluktar
dyr.
Það er jú búið að afnema vist-
arbandið og borgarstjóri nýtur
væntanlega
sama at-
vinnufrelsis
og aðrir, hef-
ur leyfi til að
breyta til,
skipta um
starfsvettvang. Sjálfum fannst
mér sem kjósanda – hvað svo sem
leið síendurteknum spurningum
fréttamanna og andstæðinga Ingi-
bjargar Sólrúnar um þau efni –
ósanngjarnt að gerð væri sú krafa
til hennar að hún útilokaði um ald-
ur og ævi að standa upp úr borg-
arstjórastólnum.
Nú þætti mér vissulega sökn-
uður að Ingibjörgu Sólrúnu úr
embætti, færi svo að hún byði sig
fram til forystustarfa fyrir Sam-
fylkinguna. En einhvern veginn
hef ég alltaf sætt mig við að til þess
gæti komið á endanum. Sann-
arlega mætti nýta krafta hennar í
landsmálunum og það hlýtur að
koma maður í manns stað á vett-
vangi borgarmálanna.
Eða hvað?
Ekki er hægt annað en taka ofan
fyrir þeim Kremlverjum, sem eru
höfundar leikfléttunnar, sem ein-
okað hefur stjórnmálaumræðuna í
þessari viku. Skoðanakönnun
þeirra, sem sýndi að framboð Ingi-
bjargar Sólrúnar myndi verulega
styrkja Samfylkinguna í komandi
kosningabaráttu, var vel tímasett
og náði tilsettu marki; að fanga at-
hygli fjölmiðlanna (ef ekki almenn-
ings). Þeir hafa greinilega lært vel
á altari spunameistara breska
Verkamannaflokksins.
Hafa þær yfirlýsingar borg-
arstjórans valdið nokkru uppnámi
að hún muni vegna niðurstöðu
skoðanakönnunarinnar leggjast
undir feld og íhuga fyrri rök sín
gegn því að fara í þingframboð.
Var það uppnám þó fyrirsjáanlegt.
Viðbrögð Guðjóns Ólafs Jóns-
sonar, formanns kjördæmis-
sambands framsóknarmanna í
Reykjavíkurkjördæmi suður, í
Ríkisútvarpinu í fyrradag og Árna
Þórs Sigurðssonar, oddvita vinstri
grænna í borgarstjórn, í Kastljós-
inu það sama kvöld vöktu hins veg-
ar furðu mína.
Báðir sögðu þeir Guðjón Ólafur
og Árni Þór eitthvað á þá leið að
meginforsendan fyrir samstarfi
flokkanna þriggja, sem standa að
Reykjavíkurlistanum, hefði verið
sú að Ingibjörg Sólrún yrði borg-
arstjóri næstu fjögur árin. Létu
þeir tvímenningar gremju sína
ótvírætt í ljós og sögðu borg-
arstjórnarsamstarfið í veði.
Nú er mér ljóst að velgengni
Reykjavíkurlistans hefur frá
fyrstu stundu að miklum hluta
grundvallast á persónufylgi Ingi-
bjargar Sólrúnar. En getur virki-
lega verið að í hugum sjálfra að-
standenda Reykjavíkurlistans sé
meginforsenda samstarfsins sú að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sé og
verði borgarstjóri?
Gott og vel að kjósendur svari
því hugsanlega til, að ástæða þess
að þeir styðji R-listann hafi verið
persóna Ingibjargar – en að hið
sama eigi við um sjálft R-
listafólkið? Detta mér nú allar
dauðar lýs úr hári – ætla menn
ekki einu sinni að þykjast hafa
komið saman á grundvelli málefn-
anna?!
Margir sjálfstæðismenn hafa
raunar alltaf sagt (fremur súrir á
svip) að kosningabandalag flokk-
anna, sem standa að R-listanum,
byggðist á því einu að halda Sjálf-
stæðisflokknum frá kjötkötlunum
– þ.e. forsenda samstarfsins væru
ekki málefni heldur völdin ein og
sér.
Sjálfur gæti ég alveg sætt mig
við svo makkíavellíska afstöðu.
Hins vegar finnst mér grundvöllur
samstarfsins heldur veikur ef
þetta snýst eftir allt saman bara
um eina persónu og starfsvettvang
hennar.
Allt að einu. Ef það er nú rétt að
meginforsenda samstarfs Reykja-
víkurlistaflokkanna séu for-
ystuhæfileikar Ingibjargar Sól-
rúnar þá er augljóst að mikilvægi
þess, að hún fari í þingframboð,
hefur enn verið undirstrikað.
Raunar mætti segja að orð Árna
Þórs og Guðjóns Ólafs séu mun
merkilegri stuðningsyfirlýsing við
Ingibjörgu Sólrúnu en skoð-
anakönnun Kremlverja – mér er
nefnilega til efs að þeir hafi veitt
forystumönnum sinna eigin flokka
viðlíka stuðningsyfirlýsingu.
Hvað veldur svo þessum við-
brögðum Árna Þórs og Guðjóns
Ólafs (og fleiri framsóknarmanna/
vinstri grænna)? Getur verið að
þeir telji klárt, að þeir muni lenda í
sama leiðtogavanda og Sjálfstæð-
isflokkurinn þegar Davíð Oddsson
stóð upp úr borgarstjórastólnum á
sínum tíma? Og getur verið að þeir
hafi með hörðum viðbrögðum sín-
um staðfest þann grun, sem sjálf-
stæðismönnum tókst á sínum tíma
að sá í brjóst borgarbúa svo um
munar, að sundrung vinstrimanna
muni á endanum alltaf fljóta upp á
yfirborðið?
Getur verið að þeir hafi með við-
brögðum sínum – miklu frekar en
Ingibjörg Sólrún með sínum um-
mælum – neglt nagla í líkkistu
Reykjavíkurlistans? Upphefst
næst keppni milli vinstri grænna
og framsóknarmanna í borginni
um það hver hoppar upp í ból til
íhaldsins?
Illu er best af lokið, segi ég nú
bara. Ef hótanir framsóknar-
manna og vinstri grænna um að
samstarf R-listans sé í voða vegna
persónu borgarstjórans þá er víst
eins gott að jarða sjúklinginn
strax, senda Ingibjörgu í framboð
og gera Björn Bjarnason að borg-
arstjóra.
Illu er best
af lokið
Ef hótanir framsóknarmanna og vinstri
grænna um að samstarf R-listans sé í
voða vegna persónu borgarstjórans þá
er víst eins gott að jarða sjúklinginn
strax, senda Ingibjörgu í framboð og
gera Björn Bjarnason að borgarstjóra.
VIÐHORF
Eftir Davíð Loga
Sigurðsson
david@mbl.is
KRISTINN V. Jó-
hannsson, fram-
kvæmdastjóri Sam-
vinnufélaga útgerðar-
manna í Neskaup-
stað, lýsir því í grein í
Morgunblaðinu að
hann hafi orðið undr-
andi vegna viðbragða
minna við „Mjóafjarð-
arályktun“ um jarð-
göng á Mið-Austur-
landi. Mér fór líkt og
þeim mæta manni
Kristni að ég varð
„undrandi“ þegar ég
sá fréttir um fund,
sem haldinn var í
Mjóafirði, þar sem
menn samþykktu ályktun um að
jarðgöng milli Seyðisfjarðar,
Mjóafjarðar og Norðfjarðar væru
löngu tímabær.
Ég vil skýra afstöðu mína til
jarðganga á Mið-Austurlandi eins
og Kristinn nefnir áform þeirra
sem sátu umræddan fund í Mjóa-
firði.
Jarðgangaáætlun og
uppbygging vegakerfis
Í jarðagangaáætlun, sem ég
lagði fyrir Alþingi, var gerð grein
fyrir þeim jarðgöngum sem talin
eru koma til greina í framtíðinni
sem liður í því að byggja sem best
upp vegakerfi landsins. Öllum ætti
að vera ljóst að þau áform taka
langan tíma samhliða öðrum þeim
framkvæmdum sem nauðsynlegt
er að ráðast í á vegakerfinu. Al-
þingi samþykkti, sem
hluta af vegaáætlun,
að gera ráð fyrir jarð-
göngum milli Reyðar-
fjarðar og Fáskrúðs-
fjarðar annars vegar
og milli Siglufjarðar
og Ólafsfjarðar hins
vegar. Í tillögu að
jarðgangaáætlun var
gert ráð fyrir að
næstu göng yrðu síðan
milli Dýrafjarðar og
Önundarfjarðar á
Vestfjörðum. Við af-
greiðslu vegaáætlunar
fyrir árin 2000–2004
var gert ráð fyrir
framkvæmdum við
Siglufjarðargöng og Reyðarfjarð-
argöng auk rannsókna vegna jarð-
ganga á Vestfjörðum og Austur-
landi. Þau risagöng sem Mjóa-
fjarðarhópurinn hefur í huga voru
ekki í þeim áformum, enda er veg-
urinn um Fjarðarheiði vel upp-
byggður og ætti enn um sinn að
nýtast Seyðfirðingum vel miðað
við öfluga vetrarþjónustu svo sem
nú þegar er fyrir hendi. Ný göng í
stað Oddsskarðsganga þarf hins
vegar að meta í tengslum við stór-
iðjuframkvæmdir við Reyðarfjörð.
Jarðgöng til Mjóafjarðar eru tæp-
lega á dagskrá meðan brúarmann-
virki á meginflutningaleiðum eru
sum einbreið og þola ekki venju-
legan öxulþunga og vegir milli fjöl-
mennra byggðarlaga eru óviðun-
andi. Það er væntanlega öllum
ljóst að við verðum að forgangs-
raða verkefnum í vega- og jarð-
gangagerð.
Ágæt hugmynd
en óraunhæf
Þegar ég var spurður af blaða-
manni hver væri afstaða mín til
hugmynda Mjóafjarðarhópsins
svaraði ég því til að ég teldi hug-
myndina ágæta út af fyrir sig, en
hún væri hins vegar óraunhæf.
Þessi ummæli tel ég rétt að skýra
nánar vegna viðbragða Kristins V.
Jóhannssonar. Ef ekki þarf að
taka tillit til fjármögnunar við
framkvæmdir (sem er auðvitað
fjarri lagi) er af mörgu að taka og
mörg verkefni sem mætti hefja
framkvæmdir við. Óskaverkefnin í
vegagerð eru um land allt. Það
væri skemmtilegt og raunar ágætt
ef við hefðum fjármuni til þess að
grafa göng milli fjarðarbyggða
eins og milli Seyðisfjarðar og Nes-
kaupstaðar. Kostnaður við slík
göng er hins vegar meiri en svo að
komist fyrir innan þess ramma og
Jarðgöng
á Austurlandi
Sturla
Böðvarsson
Samgöngur
Þegar fjallað er um ein-
stakar framkvæmdir í
vegagerð, segir Sturla
Böðvarsson, er nauð-
synlegt að hafa heild-
armyndina fyrir sér.
Öldrunarþjónustan
er nú mitt í umræðu
um tengsl fjárveitinga
og þjónustu. Af öldr-
unarsviði Landspítala
– háskólasjúkrahúss
sér til allra átta í heil-
brigðiskerfinu. Hinn
fjölbreytti hópur
skjólstæðinga öldrun-
arsviðs kemur annars
vegar frá heilsu-
gæslunni og hins veg-
ar frá sérhæfðum
tækni- og bráðadeild-
um sjúkrahússins.
Eftir að tímabundinni
þjónustu á öldrunar-
sviði lýkur þurfa flest-
ir á framhaldsþjónustu að halda,
annað hvort í heimaþjónustu,
heilsugæslu og félagsþjónustu, á
hjúkrunarheimilum eða dagvist.
Þessi sjónarhóll gefur því mikil-
væga sýn á heilbrigðisþjónustu við
aldraða.
Svara þarf öldruðum hvernig
þörfum þeirra um þjónustu verði
mætt á tímanlegan og öruggan
hátt. Alþingismenn og ríkisstjórn
verða að spyrja sig hvernig það
verði gert á sem hagkvæmastan
hátt. Öldrunarþjónustan hefur
þróast og eflst mjög á undanförn-
um árum. Eftirspurnin eftir þjón-
ustu er hins vegar umfram fram-
boð og sligar það keðjuna, sem er
ekki sterkari en veikasti hlekk-
urinn.
Nú eru á biðlista öldrunarsviðs
LSH um 50 sjúklingar sem eru á
öðrum deildum sjúkrahússins. Í
heimahúsum eru um 200 einstak-
lingar sem þyrftu að koma beint á
öldrunarsvið, ef pláss leyfði. Ef
þjónustan fæst ekki tímanlega má
búast við að sjúklingnum hraki og
hann endi á bráðamótttöku og síð-
an sérhæfðri tæknideild. Slík pláss
eru mjög dýr, auk þess fórnar-
kostnaðar að viðkomandi deild nær
ekki að veita sína sér-
hæfðu þjónustu.
Aldraðir sjúklingar
á biðlistum eftir öldr-
unarþjónustu LSH og
ættingjar þeirra líða
sem og sjúklingar á
öðrum biðlistum.
Óþekkti sjúklingurinn
á biðlistanum er of
veikur til að vekja at-
hygli á sjálfum sér og
því verður Félag ís-
lenskra biðlistasjúk-
linga seint stofnað.
Félög eldri borgara
og sérhæfð félög, svo
sem Félag aðstand-
enda Alzheimersjúk-
linga koma þó að liði.
Á öldrunarsviði LSH er á hverj-
um tíma stór hópur sjúklinga, nú
um 60 manns, sem bíður eftir
hjúkrunarheimili en er að mati
fagfólks of veikur eða lasburða til
þess að bíða heima eins og heima-
þjónustu er háttað. Ljóst er að
þessi hópur er sá veikasti og við-
kvæmasti af þeim um það bil 200
manns sem nú eru í mjög brýnni
þörf fyrir hjúkrunarrými í Reykja-
vík. Fórnarkostnaður þessa er sá
að sjúklingar úr heimahúsum og af
öðrum deildum sjúkrahússins kom-
ast ekki í þá sérhæfðu teymisþjón-
ustu sem veitt er á öldrunarsviði.
Aðstandendur gefast upp úti í
samfélaginu og sjúklingar sem
gætu átt von í að endurhæfast ná
því ekki og það fjölgar á biðlista
eftir varanlegri vistun.
Heilbrigðisþjónusta við aldraða
er flókin og veitt á mörgum stöð-
um. Réttur sjúklingur þarf að vera
á réttum stað með tilliti til sinna
þarfa og færast tafarlaust milli
þjónustustiga þegar hverjum
meðferðaráfanga er náð til þess að
heilbrigðisþjónustan verði góð og
til þess að fá hámarksnýtingu á
fjármagni. Þjónustan er eins og
færiband sem verður að ganga
snurðulaust. Öll töf veldur skertri
þjónustu við sjúklinga og leiðir til
fjárhagslegrar sóunar.
Heilbrigðisráðuneytið er sá aðili
sem getur stillt gangverk heil-
brigðisþjónustunnar með því að
tryggja að hver þjónustuaðili taki
við af öðrum, tafarlaust. Veika
hlekki þarf að styrkja með fjár-
magni. En heilbrigðisráðuneytið
getur einnig bætt kerfið með mik-
ilvægum, vel útfærðum stjórnunar-
legum aðgerðum, sem ekki kosta
peninga.
Áætlun um uppbyggingu öldr-
unarþjónustu 2002 til 2007, sem
heilbrigðisráðuneytið gaf út í febr-
úar síðastliðnum, er skýr og skor-
inorð greinargerð um þær aðgerð-
ir sem grípa þarf til þess að mynda
jafnvægi milli framboðs og eftir-
spurnar eftir varanlegri vistun.
Þessum aðgerðum þarf að flýta.
Til að leysa bráðasta vandann hef-
ur verið bent á að á Vífilsstöðum í
núverandi mynd mætti opna tæp-
lega 60 biðrými eftir varanlegri
vistun. Einnig hefur verið lögð til-
laga fyrir heilbrigðisráðuneytið um
sérhæfða heimaþjónustu heilsu-
gæslu, félagsþjónustu og öldrunar-
sviðs LSH, þar sem þessir þrír að-
ilar legðust á eitt að veita hágæslu,
meðferð og endurhæfingu í heima-
húsum, sem ella yrði að veita á
sjúkrahúsi. Náin samvinna þessara
þriggja stóru aðila í öldrunarþjón-
ustunni bryti blað í heilbrigðis-
Samhæfing er lykill að hag-
kvæmri og góðri þjónustu
Pálmi V.
Jónsson
Heilbrigðisþjónusta
Öll töf veldur skertri
þjónustu við sjúklinga,
segir Pálmi V. Jónsson,
og leiðir til fjárhags-
legrar sóunar.