Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 22
ERLENT
22 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VERÐA þær eins vinsælar og
karrýkjúklingur eða nanbrauð? Ef
til vill ekki alveg á næstunni, en
indverskar kvikmyndir, kenndar
við Bollywood, eru farnar að kitla
bragðlauka vestrænna kvikmynda-
unnenda, ef svo má að orði kom-
ast. Óskarstilnefning til handa
söngvamyndinni „Lagaan“, lof
gagnrýnenda á „Monsoon Wedd-
ing“ og nýleg endurgerð hinnar
sígildu „Devdas“, hafa beint kast-
ljósinu að indverskri kvikmynda-
gerð, en því á hún ekki að venjast
á Vesturlöndum.
Bandaríski kvikmyndaframleið-
andinn 20th Century Fox er að
gera Bollywood-kvikmynd og er
það fyrsta kvikmyndin á hindí
sem framleidd verður af erlendum
aðila. Fox hefur fengið til liðs við
sig leikstjórann Ram Gopal
Varma til að gera kvikmyndina
„Ek Hasina Thi“ (Það var eitt sinn
falleg stúlka), og hefjast tökur á
spennutryllinum í lok mánaðarins.
Bollywood-kvikmyndir njóta nú
einnig meiri athygli og vinsælda á
Bretlandi, en hingað til hafa kvik-
myndirnar, sem einkennast af
þunnum, oft staglkenndum, sögu-
þræði og löngum söngatriðum,
verið sýndar í smærri sýning-
arsölum breskra kvikmyndahúsa.
Söngleikurinn „Bombay Dreams“
var frumsýndur í júní í London og
í honum má finna Bollywood-
klisjur eins og kvendansara í
gegnblautum sarí-kjólum. Andrew
Lloyd Webber, sem skrifaði söng-
leikina „Phantom of the Opera“
og „Cats“, er framleiðandi
„Bombay Dreams“, sem saminn er
af A.R. Rahman.
Krikket beitt
í réttindabaráttu
Ein af ástæðum þess að ind-
verskar kvikmyndir hafa sótt svo í
sig veðrið undanfarið er án efa
aukin meðvitund indverskra inn-
flytjenda í Bandaríkjunum og
Bretlandi um uppruna sinn. Öfugt
við þá sem fluttu til ríkjanna á
sjöunda og áttunda áratugnum af
efnahagslegum ástæðum er ind-
verski minnihlutinn nú bæði efn-
aðri og sér betur meðvitandi um
eigin uppruna og menningarlegar
rætur. Nú á dögum er Bandaríkja-
maður af indverskum uppruna allt
eins líklegur til að vera læknir
eða tölvuverkfræðingur og leigu-
bílstjóri eða blaðasali. Samkvæmt
tölum úr síðasta manntali eru Ind-
verjar þriðji stærsti asíski minni-
hlutahópurinn þar í landi og telur
um 1,9 milljónir manna, á eftir
Kínverjum, sem eru um 2,7 millj-
ónir og Filippseyingum, sem telja
um 2,4 milljónir manna.
Dómar um indverskar kvik-
myndir birtast nú á síðum stærri
bandarískra dagblaða og tímarita
á borð við hið virta The New
Yorker, og indverskar kvik-
myndastjörnur eins og Aamir
Khan, aðalleikarinn í „Lagaan“,
eru teknir í viðtal í bandaríska al-
menningsútvarpinu, NPR.
Það var „Lagaan“ sem kom af
stað þessu æði, ef æði má kalla.
Dans- og söngvamyndinni hefur
verið lýst sem þriggja tíma löngu
skrauthlöðnu ýkjusvalli, en hún
fjallar um íbúa indversks smá-
þorps sem leita réttar síns gagn-
vart breskum nýlenduherrum með
því að skora á þá í krikketleik,
sem þeir að sjálfsögðu vinna.
Framleiðendur myndarinnar not-
uðu óspart hina svokölluðu „Mas-
ala-formúlu“ við gerð hennar, en
hún einkennist af miklum mjaðm-
ahnykkjum, öflugum aðalper-
sónum og einfaldri ástarsögu.
Hafa líkur verið að því leiddar að
slík mynd gangi tæpast aftur í
vestræna áhorfendur.
Á hæla „Lagaans“ kom hins
vegar fjöldi kvikmynda á hindí-
máli sem ekki féllu í sama flokk.
Dramatískar kvikmyndir um ind-
verskar fjölskyldur í London, með
hjartaknúsarann Shah Rukh Khan
í aðalhlutverki, „Monsoon Wedd-
ing“ eftir leikstjórann Miru Nair,
og „Kahbie Khushie Kahbie
Gham“ (Stundum hamingja, stund-
um sorg), sem skaut leikaranum
Amitabh Bachchan aftur upp á
stjörnuhimininn. Jafnvel áður en
hún var frumsýnd hafði „Devdas“,
dýr og púkaleg endurgerð sígildr-
ar indverskrar ástarsögu, vakið
athygli vestrænna gagnrýnenda
þegar hún varð fyrsta Bollywood-
kvikmyndin sem keppt hefur á
kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Hingað til hafa einu indversku
kvikmyndirnar á hátíðinni verið í
alvarlegri kantinum, og má nefna
sem dæmi „Salaam Bombay“, sem
fjallar um líf götubarna í þessari
höfuðborg indverskra fjármála og
skemmtanaiðnaðar. Eigendur
kvikmyndavera í Bombay hafa
eðlilega glaðst yfir aukinni at-
hygli og vinsældum Bollywood-
kvikmynda, sem eru þekktar fyrir
einfalda og vafningalausa sögu-
þræði, sem algerlega eru lausir
við kaldhæðni og blæbrigði af
nokkru tagi.
„Þetta er afar spennandi,“ sagði
Rahman eftir frumsýningu
„Bombay Dreams“ í London í júní.
„Þetta vekur athygli á þeim stóra
kvikmyndaiðnaði sem er á Ind-
landi, á kvikmyndunum sem við
gerum og á daglegu lífi Indverja.“
Þeir Lloyd Webber og Rahman,
sem samið hefur tónlist fyrir um
fimmtíu Bollywood-kvikmyndir,
ákváðu að hafa í söngleiknum svo-
kallað „blautt atriði“, þar sem
hópur sarí-klæddra, íðilfagurra
kvenna situr í gosbrunni á miðju
sviðinu meðan tónlist eftir Rahm-
an er spiluð. „Maður verður að
hafa konur í blautum saríum í
hverju því sem tengist Bolly-
wood,“ segir danshöfundurinn
Farah Khan. „Þetta er Bollywood-
söngleikur – mjög hallærislegur,
mjög væminn.“
Það má vel vera að blautir sarí-
kjólar hafi ekki enn slegið í gegn
í Hollywood, en Bollywood hefur
samt sem áður haft áhrif á vest-
ræna kvikmyndagerð. Leikstjór-
inn Baz Luhrman er til dæmis
mikill Bollywood-áhugamaður, og
mátti sjá áhrif þess í kvikmynd
hans „Moulin Rouge“, sem frum-
sýnd var í fyrra. Myndin er ekki
aðeins full af Bollywood-legum
söng- og dansatriðum, heldur
voru dansararnir í einu atriði
hennar skrýddir bindi, rauðum
ennisblettum, sem indverskar kon-
ur bera oft.
Allt að 40% tekna
frá útlöndum
Í Bollywood eru framleiddar á
ári hverju um áttahundruð kvik-
myndir sem íbúar Asíu og Mið-
Austurlanda auk indverskra inn-
flytjenda í Evrópu gleypa í sig af
mikilli áfergju. Engin þeirra hefur
hins vegar slegið raunverulega í
gegn, þegar horft er til aðsókn-
artalna og tekna. „Monsoon Wedd-
ing“, sem fjallar um indverskt
brúðkaup, hefur gengið hvað best
á Vesturlöndum, en tekjur henn-
ar, sem námu um einum milljarði
íslenskra króna, eru sem dropi í
hafið miðað við tekjur annars
hluta Stjörnustríðs-myndaflokks-
ins, sem tók inn um tuttugu millj-
arða íslenskra króna á þremur
vikum.
Indverskir kvikmyndaframleið-
endur slá samt sem áður ekki
hendinni á móti slíkum fjárhæðum
þar sem bandarískir kvikmynda-
húsagestir greiða allt að tíu sinn-
um hærra verð fyrir skemmtunina
en bræður þeirra á Indlandi.
Komal Nata, ritstjóri kvikmynda-
tímaritsins Film Information, sem
gefið er út í Bombay, gerir ráð
fyrir því að kvikmynd eins og
„Kabhie Khushie Kabhie Gham“,
sem gerist bæði á Indlandi og í
London og er ætluð til sýninga er-
lendis, hafi gefið af sér viðlíka
tekjur utan Indlands sem innan.
Aðrir fullyrða að allt að 40%
tekna indverskra kvikmynda komi
að utan.
Ódýr stafræn kvikmyndatækni
gerir að verkum að tekjur af sölu
og leigu stafrænna mynddiska og
venjulegra myndbanda, sem oft er
dreift í gegnum næturverslanir í
eigu indverskra innflytjenda í
vestrænum stórborgum, hafa auk-
ist. „Það gerist oft að kvikmynd-
um gangi vel erlendis en mis-
heppnist algerlega á Indlandi,“
segir Kamal Dandona, indverskur
athafnamaður í New York, sem
skipuleggur menningarsamkomur
í anda Bollywood fyrir aðdáendur
indverskrar kvikmyndagerðar.
Dísir í blautum sarí-kjólum
Reuters
Bollywood-stjarnan Sha Rukh Khan (t.v.) og Sanjay Leela Bhansali,
leikstjóri myndarinnar „Devdas“, á frumsýningu í Bombay hinn 11. júlí.
’ Þetta er Bolly-wood-söngleikur –
mjög hallærislegur,
mjög væminn. ‘
New York. AP.
Þrátt fyrir að vera af mörgum taldar með
því hallærislegasta sem sjá má á hvíta tjald-
inu njóta indverskar „Bollywood“-kvik-
myndir aukinna vinsælda á Vesturlöndum.
MAÐUR vopnaður hnífi réðist
til atlögu við börn á leikskóla í
Seoul í Suður-Kóreu í gær og
slasaði tíu, þar af þrjú alvar-
lega. Maðurinn er 53 ára og tal-
inn andlega vanheill. Hann
tjáði lögreglu að hann hefði
heyrt raddir sem hefðu skipað
sér að vinna þetta ódæðisverk.
Tilræðismaðurinn braust inn
í matsal leikskólans, sem er
rekinn af kristinni kirkju, þar
sem börnin voru að borða há-
degismat. Umsjónarmaður í
salnum reyndi að reka manninn
út, en án árangurs og fór út úr
salnum til þess að vara aðra við.
Þá greip innrásarmaðurinn tvo
hnífa í eldhúsinu, lagði til
barnanna, hljóp á eftir þeim
þegar þau lögðu á flótta og hjó
til allra sem hann náði til.
Lögreglu tókst að stöðva
manninn með því að sprauta á
hann táragasi. Jafnvel þótt í
ljós komi að maðurinn sé geð-
veikur segir fréttaskýrandi
AFP að ólíklegt sé að hann
njóti nokkurrar samúðar í
S-Kóreu, þar sem litlu opinberu
fé er varið til geðheilbrigðis-
mála og geðsjúklingar verði í
flestum tilfellum að reiða sig á
hjálp frá fjölskyldu sinni.
Réðist á
börn
með hnífi
Seoul. AFP.