Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 45
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 45
Á VEGUM miðborgarstarfs KFUM-
&KFUK er starfræktur hópur sem
ber heitið „Gleym mér ei“. Þetta er
sjálfshjálparhópur ungs fólk á aldr-
inum 12–17 ára sem hefur orðið
fyrir einelti á lífsleiðinni.
Hópurinn hittist einu sinni í viku
á föstudögum kl. 16 í Austurstræti
20 (fyrir ofan McDonalds). Þar fer
saman fræðsla, skemmtun og sam-
félag. Helga Kolbeinsdóttir nemi og
Jóna Hrönn Bolladóttir miðborg-
arprestur eru í forsvari fyrir hóp-
inn.
Þeir sem vilja fá upplýsingar um
starfsemina geta haft samband við
miðborgarprest í síma 822 8865 eða
á Netinu undir
midborgarprestur@kirkjan.is.
Fyrsti fundur vetrarins er föstu-
daginn 6. september.
Miðborgarstarf KFUM&KFUK.
Kyrrðarstund í
Hallgrímskirkju
KYRRÐARSTUNDIR á hádegi á
fimmtudögum hefjast að nýju í
Hallgrímskirkju í dag.
Að þessu sinni hefst kyrrð-
arstundin á orgelleik Harðar Ás-
kelssonar kantors og söng Bene-
dikts Ingólfssonar bassasöngvara
en tónlistarflutningur þeirra stend-
ur í fimmtán mínútur. Að því loknu
hugleiðir séra Jón Dalbú Hróbjarts-
son. Kyrrðarstundinni lýkur svo
með tónlistarflutningi.
Að stundinni lokinni geta við-
staddir keypt léttan hádegisverð í
safnaðarsal kirkjunnar við vægu
verði, áður en snúið er til anna
dagsins að nýju.
Kyrrðarstundirnar eru öllum
opnar og fer sá hópur vaxandi sem
leitar sér hvíldar og endurnær-
ingar í önn dagsins með þessum
hætti.
Tannvernd á foreldra-
morgni Háteigskirkju
FORELDRAMORGNAR eru alla
fimmtudagsmorgna frá 10 til 12 í
Háteigskirkju. Í dag, 5. september,
fáum við góðan gest í heimsókn því
Jóhanna Ólafsdóttir mun fræða
okkur um tannhirðu ungra barna.
Fræðsluerindi Jóhönnu er vel þegin
viðbót við spjallið yfir kaffiboll-
anum og hina ómissandi helgistund
í kirkjunni.
Nánari upplýsingar gefur starfs-
fólk kirkjunnar í síma 511 5400.
Ferð eldri borgara
í Neskirkju
FÉLAGSSTARF eldri borgara.
Laugardaginn 7. september verður
nýja fræðslumiðstöðin á Þingvöll-
um skoðuð. Kaffihlaðborð í Hótel
Valhöll.
Brottför frá Neskirkju kl. 2. Þátt-
taka tilkynnist á skrifstofu kirkj-
unnar í síma 511 1560 til föstudags.
Frank M. Halldórsson.
Sjálfshjálpar-
hópur vegna
eineltis
Morgunblaðið/Sverrir
Hallgrímskirkja
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa
kl. 14–17 í neðri safnaðarsal.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi
kl. 12. Léttur málsverður í safnaðar-
heimili að stundinni lokinni.
Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20.
Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi
kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á org-
el milli kl. 12 og 12.10. Að bænastund
og altarisgöngu lokinni er léttur hádeg-
isverður í safnaðarheimilinu. Einfalt,
fljótlegt og innihaldsríkt. (Sjá síðu 650 í
Textavarpi).
Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn
föstudag kl. 10–12.
Fella- og Hólakirkja. Helgistund í
Gerðubergi kl. 10.30.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund
kl. 22. Ath. breyttan tíma. Gott er að
ljúka deginum í kyrrð kirkjunnar og ber
þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bæn-
arefnum má koma til presta kirkjunnar
og djákna. Hressing eftir stundina.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung
börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn,
safnaðarheimili Strandbergs, kl. 10–
12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safn-
aðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn,
frá kl. 17–18.30.
Víðistaðakirkja. Foreldrastund kl. 13–
15. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi
foreldra með ung börn að koma saman
og eiga skemmtilega samveru í safn-
aðarheimili kirkjunnar.
Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld
kl. 20.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16
opin æfing hjá Litlum lærisveinum,
yngri hóp 6–9 ára. Enn er hægt að
bæta við nýjum félögum. Guðrún Helga
Bjarnadóttir. Kl. 17 opin æfing hjá
Litlum lærisveinum, eldri hóp 10–13
ára. Enn er hægt að bæta við nýjum fé-
lögum. Guðrún Helga Bjarnadóttir.
Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir
velkomnir.
Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund kl. 12. Léttur hádegisverður á
vægu verði í Safnaðarheimili eftir
stundina.
Vegurinn. Samkoma í kvöld 5. sept. kl.
20 í húsnæði Vegarins, Smiðjuvegi 5,
Kópavogi. Halldór Lárusson prédikar.
Tónlist og fyrirbæn.
Safnaðarstarf
Bridsfélag Kópavogs
Spilamennska á þessu hausti hefst
fimmtudaginn 12. september með
þriggja kvölda 11/11 tvímenning. Að
venju er spilað í Þinghól, Hamraborg
11, og hefst spilamennskan kl. 19.30.
Félagið er 40 ára um þessar mund-
ir og því hugmyndin að hafa spila-
kvöldin öflug og fjölmenn af því til-
efni í vetur.
Verzlunin 11/11 mun veita vegleg
matarverðlaun í fyrstu þrjú sætin í
þessari fyrstu keppni eftir sumarfrí.
Allir spilarar eru velkomnir og eru
gamlir félagar, sem ekki hafa mætt
lengi, sérstaklega hvattir til að mæta.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Félag eldri borgara í Kópavogi
Föstudaginn 30. ágúst mættu 23
pör til keppni og varð lokastaðan
þessi í N/S:
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristófss. 270
Magnús Halldórss. – Þorsteinn Laufdal 253
Auðunn Guðmss. – Bragi Björnss. 248
Hæsta skor í A/V:
Albert Þorsteinss. – Kristófer Magnúss. 275
Aðalheiður Torfad. – Ragnar Ásmundss. 258
Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 244
Meðalskor 216.
Gullsmárabrids
Eldri borgarar mættu fjölmennir
og glaðbeittir í fyrsta Gullsmára-
bridsinn eftir sumarhlé mánudaginn
2. september sl. Spilaður var tví-
menningur á ellefu borðum. Meðal-
skor var 220. Beztum árangri náðu:
N-S
Guðmundur Pálss. – Kristinn Guðm. 263
Haukur Bjarnason – Hinrik Lárusson 254
Arndís Magnúsd. – Hólmfríður Guðm. 234
A-V
Dóra Friðleifsdóttir – Guðjón Ottósson 254
Heiður Gestsd. – Þórdís Sólmundard. 241
Þorgerður Sigurgeirsd. – Stefán Friðbj. 238
Ráðgert að spila alla mánudaga og
fimmtudaga í haust og vetur. Mæt-
ing til skráningar er kl. 12.45 á há-
degi. Spil hefst kl. 13. Hittumst heil!
FRÉTTIR
GRETTISDAGURINN var haldinn á
Bjargi í Miðfirði hinn 18. ágúst. Um
tvö hundruð manns komu á svæðið
og skemmtu sér hið besta í sólskini
og hlýju veðri. Gengin var sögu-
ganga á Bergið og sögusvið Grett-
issögu rifjað upp. Þá var dagskrá
með samræðum um Grettissögu,
kveðnar rímur, leikið á harm-
onikkur og sungið. Veitingar voru
vel þegnar milli dagskráratriða.
Keppt var í karlaflokki í aflraun-
um og tóku sjö hraustmenni þátt í
köstum, hlaupum og lyftingum með
steinum, vinnuvélahljólbörðum,
vatnsbrúsum og þungum járn-
stykkjum. Keppnina vann Reynir
Guðmundsson, og það er í annað
sinn sem Grettisbikarinn kemur í
hlut hans. Einnig var keppt í
kvennaflokki, aðeins skráðu sig þar
tveir keppendur.
Jóhanna Erla Hermannsdóttir
sigraði og vann nýgefinn bikar í
kvennaflokki. Þau Reynir og Jó-
hanna Erla búa saman á Litlu Hlíð í
Víðidal. Aflraunakeppninni stjórn-
aði hinn landskunni Andrés Guð-
mundsson aflraunakappi. Var það
almannarómur að aldrei hefði
Grettisdagur heppnast eins vel og í
ár.
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
Hópur kraftakarla, Reynir Guðmundsson fjórði f.v.
Grettisdagur í
sólskini og hita
Hvammstanga. Morgunblaðið.
SÍÐASTLIÐINN sunnudag var
haldin uppskeruhátíð, eins og árleg
fjölskylduhátíð er kölluð, á Brim-
ilsvöllum skammt innan við Ólafs-
vík. Hátíðin er búin að festa sig í
sessi á meðal íbúa sveitarfélagsins
sem sést best á því að þrátt fyrir
frekar kuldalegt veður voru á ann-
að hundrað gestir mættir inn að
Brimilsvöllum til að taka þátt í
messu í Brimilsvallakirkju, bregða
á leik með börnunum og gæða sér
grilluðum pylsum og molasopa á
eftir. Hestamenn komu ríðandi til
messu eins og tíðkaðist í gamla
daga áður en sjálfrennireiðin hóf
innreið sína sveitir landsins.
Hátíðin hófst með fjölskyldu-
messu þar sem að ung stúlka úr
Ólafsvík var fermd, eftir messu var
brugðið á leik á túninu við kirkjuna
og var meðal annars farið í reiptog
og pokahlaup auk annarra leikja.
Þóttu bæði börn og fullorðnir sýna
góð tilþrif bæði í leik og þegar ver-
ið var að hvetja aðra til sigurs.
Þegar leikjum var lokið var boðið
upp á grillaðar pylsur og meðlæti
og að sjálfsögðu tóku menn lagið.
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Uppskeruhátíð á
Brimilsvöllum
Ólafsvík. Morgunblaðið.