Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varði í gær stefnu Bandaríkjastjórnar í umhverfis- og þróunarmálum en þá ávarpaði hann ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Jó- hannesarborg um sjálfbæra þróun. Boðaði Powell stóraukin framlög Bandaríkjamanna til þessara mála- flokka. Hróp voru gerð að utanrík- isráðherranum og þurftu öryggis- verðir að fjarlægja menn úr fundar- salnum sem mótmæltu stefnu Banda- ríkjanna í umhverfismálum. Frammíköllin hófust þegar Powell gagnrýndi stefnu Mugabes, forseta Zimbabwe, sem rekið hefur hvíta bændur af jörðum sínum. Powell sagði að stjórnarfar í Zimbabwe hefði leitt til þess að milljónir manna væru við hungurmörk. Margir klöppuðu fyrir þessum orðum en aðrir púuðu ákaft og kölluðu ókvæðisorð að ráð- herranum. „Ég hef heyrt í ykkur. Ég fer núna fram á að þið hlustið á það sem ég hef að segja,“ sagði Powell áður en hann hélt áfram ræðunni. Háreysti hélt þó áfram í fundarsalnum og varð Nkos- azana Dlamini-Zuma, utanríkisráð- herra S-Afríku, sem stýrði fundinum, að biðja fundarmenn að stilla sig. Sagði hann óróann í fundarsal „alger- lega óviðunandi“. Powell gagnrýndi einnig stjórn- völd í Zambíu fyrir að vilja ekki taka við matargjöfum á þeirri forsendu að um væri að ræða erfðabreytt mat- væli. Hann benti á að erfðabreyttra matvæla hefði verið neytt í Banda- ríkjunum frá árinu 1995. Auka framlög sín í 5 milljarða dollara á ári „Bandaríkjamenn hafa ávallt viljað gefa fólki kost á að bæta lífsskilyrði sín og barna sinna,“ sagði Powell m.a. í ræðu sinni „Við höfum ítrekað þá grundvallarafstöðu okkar að traust stjórn efnahagsmála, efling mann- auðs og ábyrgðarfull umhverfis- stefna sé forsenda þróunar.“ Lýsti Powell því yfir að Bandaríkin myndu auka framlög til þróunarað- stoðar um 50% þannig að þau yrðu 5 milljarðar dollara á ári. Hann minnti á að góð stjórnun í þróunarríkjunum væri forsenda þess að þróunaraðstoð kæmi að tilætluðum notum. Powell sagði einnig að Bandaríkin myndu leggja fram einn milljarð dollara á ári til að þróa tækni sem dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda, en Banda- ríkin hafa ákveðið að staðfesta ekki Kyoto-bókunina sem fjallar um losun gróðurhúsaloftegunda. Sú ákvörðun hefur verið harðlega gagnrýnd á ráð- stefnunni. Bandaríkin hafa legið undir miklu ámæli á ráðstefnunni af hálfu um- hverfissamtaka. Margir gagnrýndu ennfremur þá ákvörðun Georges W. Bush Bandaríkjaforseta, að mæta ekki til fundarins og senda Powell í sinn stað. Talsmaður Powells, Richard Boucher, sagði hins vegar eftir ræð- una í gær að ráðherrann teldi ekki að ólátabelgirnir, sem truflað höfðu mál hans, töluðu fyrir hönd mikils fjölda fólks. Hróp gerð að Powell Boðaði stóraukin framlög Bandaríkjanna til þróunarmála í ræðu sem hann flutti á ráðstefnu SÞ Jóhannesarborg. Morgunblaðið. AP Powell hastar á mótmælendur í gær til að geta lokið ræðu sinni. FORSETI þingsins í Indónes- íu, Akbar Tanjung, var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjár- málamisferli en lögfræð- ingar hans sögðu að dóminum yrði áfrýjað og hann myndi ekki segja af sér. Tanjung er auk þingembættisins formaður Golkar sem var flokkur valdhaf- anna í tíð Suhartos einræðis- herra. Tanjung var sakfelldur fyrir að misnota um 40 milljarða rúpía, andvirði um 400 milljóna króna, sem hann tók úr opin- berum sjóði er ætlunin var að nota til að gefa fátækum mat í tíð B. J. Habibies forseta 1999. Nýir afganar í notkun HAMID Karzai, forseti Afgan- istans, sagði í gær að nýir pen- ingaseðlar yrðu teknir í notkun á næstunni en gjaldmiðillinn myndi eftir sem áður heita afg- ani. Nýju seðlarnir munu verða þúsund sinnum verðmætari en gömlu seðlarnir. Tvær flugvél- ar, hlaðnar nýjum seðlum frá prentsmiðju í Þýskalandi, eru þegar komnar til höfuðborgar landsins, Kabúl. Eru þeir skreyttir myndum af þekktum sögustöðum og moskum. Karzai hét því að nýju peningarnir yrðu notaðir um landið allt og afgani yrði framvegis „stöðugur og trúverðugur“ gjaldmiðill. Komið verður upp 75 stöðvum þar sem fólk getur skipt göml- um seðlum fyrir nýja. Geysilegt magn af gömlu seðlunum var prentað í tíð talíbana og ann- arra hópa og eru þrjár útgáfur í notkun en ætlunin er að að seðlabanki landsins sjái um að brenna þá. Pútín varar við fíkniefnum VLADÍMÍR Pútín Rússlands- forseti líkti í gær fíkniefnanotk- un í landinu við „náttúruham- farir“ og hvatti ráðherra til að leita nýrra leiða til að berjast gegn henni. „Umfang vandans er svo mikið að við getum ekki leyft okkur að láta hann af- skiptalausan,“ sagði forsetinn. Embættismenn segja að um 500.000 manns séu á skrá yfir fíkniefnaneytendur og séu 72% þeirra undir þrítugsaldri. Ýms- ir sérfræðingar segja að raun- veruleg tala fíkla sé mun hærri. Leitað að njósnaskipi JAPANSKA strandgæslan sendi í gær 15 báta inn á Jap- anshaf til að kanna ferðir „grunsamlegs“ skips sem sagt var halda sig rétt fyrir utan 200 sjómílna efnahagslögsögu landsins. Venjulega er átt við norður-kóreskt njósnaskip þeg- ar þetta orðalag er notað í til- kynningum. Þessa dagana er verið að undirbúa fund leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Ils og Junichiros Koizumis, forsætis- ráðherra Japans sem fram á að fara 17. september í höfuðborg N-Kóreu, Pyongyang. STUTT Þingforseti sekur um fjársvik Akbar Tanjung RÍKISSTJÓRNARSAMSTARF hægriflokkanna í Austurríki virtist í gær stefna í uppnám eftir að neyð- arfundur í flokksstjórn Frelsis- flokksins (FPÖ), sem stóð í alla fyrri- nótt, endaði án þess að lausn hefði fundist á djúpstæðum innanflokks- ágreiningi um skattastefnu stjórnar- innar. Susanne Riess-Passer, formaður FPÖ og varakanzlari Austurríkis, ítrekaði eftir fundinn hótun sína um að segja af sér flokksformannsemb- ættinu ef Jörg Haider, fyrirrennari hennar sem flokksleiðtogi, og fylg- ismenn hans hyrfu ekki frá kröfu sinni um að kallað yrði saman auka- flokksþing þar sem taka ætti fyrir skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Haider, sem ítrekað hefur lýst því yfir að hann sé hættur afskiptum af landsmálunum og hyggist einbeita sér að því að sinna hlutverki sínu sem héraðsstjóri í Kärnten, hefur með fulltingi dyggra fylgismanna safnað nægilega mörgum undir- skriftum flokksmanna til að geta knúið fram boðun flokksþings. Karl-Heinz Grasser, fjármálaráð- herra í ríkisstjórninni, sagði stöðuna mjög alvarlega. „Ef varakanzlarinn neyðist til að fara förum við öll,“ tjáði hann fréttamönnum. Riess-Passer, sem tók við flokks- formennskunni í FPÖ af Haider vor- ið 2000, hefur farið fyrir ráðherrum Frelsisflokksins sem hafa stutt þá ákvörðun að ríkisstjórnin fresti gild- istöku áður ákveðinna skattalækk- ana um eitt ár, frá árinu 2003 fram á það næsta, en þessari ákvörðun reiddist Haider mjög. Segir hann málið algjört grundvallaratriði. Gaf hann þó í skyn í gær að smuga kunni að gefast á málamiðlun á elleftu stundu. Kreppa í austurrísku ríkisstjórninni Reuters Susanne Riess-Passer (t.v.), formaður FPÖ og varakanzlari Austurríkis, ásamt öðrum framámönnum flokksins á blaðamannafundi í Vín í gær. Klofningur í Frelsisflokknum Vínarborg. AFP. YFIRVÖLD rík- isháskólans í Lou- isiana í Bandaríkj- unum hafa rekið vísindamann, Steven J. Hatfill, úr starfi en hann er einn af þrjátíu mönnum, sem bandaríska alrík- islögreglan (FBI) telur búa yfir nægilegri þekkingu til að hafa getað staðið fyrir banvænum miltisbrandsbréfsendingum í Banda- ríkjunum sl. haust. Í yfirlýsingu skólayfirvalda sagði að í brottrekstrinum fælist engin af- staða til þess hvort Hatfill væri sekur eða saklaus en hann hefur sætt rann- sókn FBI undanfarnar vikur. Þau þyrftu hins vegar að hafa hagsmuni háskólans í fyrirrúmi. Hatfill kenndi FBI um brottrekst- urinn og sakaði bandarísk stjórnvöld um að hafa lagt sig í einelti. „Líf mitt hefur verið algerlega lagt í rúst af John Ashcroft [dómsmálaráðherra] og alríkislögreglunni,“ sagði Hatfill í yfirlýsingu. „Ég skil ekki hvers vegna þeir gera mér þetta. Orðspor mitt [sem vísindamanns] er í rúst. Ég á nú ekkert nema sparifé mitt og það mun duga skammt vegna lögfræðikostnað- ar.“ Hatfill hefur ekki verið ákærður og ekki hefur komið fram að FBI hafi hann grunaðan um miltisbrandsárás- irnar sl. haust. Undanfarna daga hafa fulltrúar FBI og póstyfirvalda hins vegar leitað tvívegis á heimili hans í Frederick í Maryland-ríki. Hatfill, sem er 48 ára, vann til árs- ins 1999 við smitsjúkdómadeild rann- sóknarstöðvar Bandaríkjahers í Fort Detrick í Maryland. Þar er megin- þorri þess miltisbrandsstofns, sem fannst í bréfum sem send voru ýms- um aðilum sl. haust, geymdur bak við luktar dyr. Hann neitar því hins veg- ar með öllu að tengjast bréfsending- unum banvænu. Segir FBI vera að eyðileggja líf sitt Washington. AP. Steven Hatfill SÚRÍNAM-búanum William Pot- ogi varð trúgirni að falli. Hann fór á dögunum til þorpslæknis úti í sveit, um 175 km suður af Paramaribo, höfuðborg Súrín- ams, til að fara í bað að gömlum trúarsið, sem sú trú fylgir að það geri líkama hins baðaða skot- heldan. Munu slík böð vera vin- sæl meðal manna sem eru á flótta undan lögreglunni. Er Potogi hafði lokið baðinu bað hann, fullur sjálfstrausts, aðstoð- armann þorpslæknisins að prófa áhrif meðhöndlunarinnar og skipti engum togum að aðstoð- armaðurinn skaut úr haglabyssu á Potogi, sem féll þegar örendur niður. Greindi Ronald Gayadhar, talsmaður lögreglunnar, frá þessu. Geitungar friðaðir UM 20 Þjóðverjum, sem orðið höfðu fyrir árás geitunga um helgina, hefur nú verið leyft að fara heim af sjúkrahúsi. Hafa yf- irvöld sett öryggisnet umhverfis bú geitunganna nærri bænum Steinbach í S-Þýskalandi. Ekki er vitað hvað olli reiði geitunganna en sum fórnarlambanna höfðu verið stungin allt að 25 sinnum. Athygli vekur hins vegar að skv. þýskum lögum, sem sett voru 1987, njóta geitungar friðunar. Svikin vara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.