Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 25 TÓNLISTARSTARF í Langholts- kirkju hefst mánudaginn 9. sept- ember. Við kirkjuna starfa sjö kór- ar og eru þátttakendur frá fjögurra ára aldri. Undanfarin ár hefur fjöldinn verið hátt á þriðja hundrað. Fyrstu tónleikar Kórs Langholts- kirkju á vetrinum verða í nóvember og verður þá m.a. frumflutt verk sem Árni Egilsson samdi fyrir kór- inn og heitir „Eilífi ljóssins faðir“. 50 ára afmæli Næsta ár fagnar kórinn fimmtíu ára afmæli sínu. Í tilefni þess verða margir viðburðir allt árið. Kórinn hefur fengið Hildigunni Rúnars- dóttur til að semja Messu fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit sem verður frumflutt í apríl nk. Einnig er fyrirhugað að flytja óratoríuna Messías á árinu með núverandi og fyrrverandi kórfélögum, en kórinn hefur flutt verkið yfir tuttugu sinn- um. Stjórnandi kórsins er Jón Stef- ánsson. Kórinn æfir mánudags- og miðvikudagskvöld kl. 20–22 og nýt- ur raddþjálfunar Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Hægt er að bæta við söngvurum í allar raddir. Kammerkór Langholtskirkju er skipaður fimmtán söngvurum en kórinn hreppti fyrstu verðlaun í flokki kammerkóra í alþjóðlegri kórakeppni í Danmörku sl. sumar. Kórinn mun taka upp geisladisk á haustdögum sem kemur út í vetur. Stjórnandi kórsins er Jón Stef- ánsson. Hann stjórnar einnig Grad- uale Nobili sem er kór stúlkna sem hafa sungið með Gradualekórnum. Kórinn hefur hlotið margar við- urkenningar. Gradualekór Langholtskirkju æfir þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17–19, ætlaður fyrir aldurshópinn 11–17 ára. Kórinn hefur þegið boð á Alþjóðlegu kórahátíðina Symp- aatti sem fram fer í Finnlandi næsta sumar. Stjórnandi kórsins er Jón Stefánsson. Kóraskóli Graduale futuri er kór sem stofn- aður var sl. haust og er yngri deild barnakórs. Hann æfir á þriðjudög- um og fimmtudögum frá 17–19 og er hugsaður fyrir aldurshóp 10–12 ára. Nokkur pláss eru laus í kórn- um. Stjórnandi er Harpa Harð- ardóttir. Kórskóli Langholtskirkju starfar á þriðjudögum og fimmtudögum frá 17–18.20. Kennarar eru Bryn- dís Baldvinsdóttir, Helga Björg Svansdóttir og Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir. Nokkur pláss eru laus í kórskólanum. Krúttakórinn æfir á mið- vikudögum, yngri deild (fjögurra og fimm ára) kl. 17–17.40 og eldri deild (sex til sjö ára) frá 17.30– 18.10. Kennarar eru Bryndís Bald- vinsdóttir og Harpa Harðardóttir. Ný Messa frum- flutt á afmælisári Morgunblaðið/Jim Smart Frá æfingu Kórs Langholtskirkju. NORRÆN söngtónlist er meðal þess merkasta í tónsköp- un norrænna tónskálda og að miklu leyti nær eina tónlistin, sem liggur eftir aldamótatón- skáldin. Þarna hefur Sibelius sérstöðu umfram marga en hann átti samt margt í sjóði er laut að gerð sönglaga og eftir hann söng Gerður fjögur snilld- arverk á tónleikum sínum í Nor- ræna húsinu sl. sunnudagskvöld. Tónleikarnir hófust á lögum eftir Grieg, við texta eftir H.C. Andersen, Henrik Ibsen, Björn- sterne Björnson og fleiri, allt vinsæl og lög. Perlur, eins og Jeg elsker dig, En Svane, Med en vandlilje og Með en primula- veris, svo nokkur séu nefnd, sem mörg hver voru þokkalega flutt. Eftir Sibelius söng Gerður meistaraverkin Flickan kom, Den förste kyssen, Svarta Ros- or og Såf, säf, susa og var ým- islegt vel gert bæði hjá söng- konunni og píanóleikaranum Júlíönu Rún. Gerður hefur fal- lega og hljómmikla rödd en margt er óunnið til að jafna tón- sviðið og hljómgun raddarinnar. Júlíana Rún Indriðadóttir lék oft fallega en hélt sig um of til hlés en í söngvum Griegs og Sibelíusar býr mikið af drif- krafti söngvanna í „píanórödd- inni“. Leikur Júlíönu var skýr, ekki hnökralaus en oft fallega „fraseraður“, sem naut sín sér- lega í vel útfærðri og sparlegri pedalnotkun. Síðari hluti tónleikanna var helgaður Páli Ísólfssyni, með lögum sömdum við ljóð eftir Davíð Stefánsson og Jónas Hall- grímsson, allt snilldarvel gerð söngverk. Gerður söng lög Páls með sérlega góðum framburði, sem og lögin eftir Grieg og Sibelius en það vantaði að nokkru tónflæðið í sönginn, svo að í heild var hljómurinn daufur. Eins og fyrr segir hefur Gerður fallega og hljómmikla rödd, er efnileg söngkona en á margt eft- ir óunnið varðandi röddina, sér- staklega á há- og lágsviðinu. Norræn sönglög TÓNLIST Norræna húsið Gerður Bolladóttir og Júlíana Rún Indriðadóttir fluttu sönglög Eftir Grieg, Sibelius og Pál Ísólfsson. Sunnudagurinn 1. september 2002. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson SÍÐUSTU sýningar sumars- ins á The Saga of Gudridur, eftir Brynju Benediktsdóttur, verða í Skemmtihúsinu við Laufásveg 22 annað kvöld, föstudags- og sunnudags- kvöld, kl. 20.30. Þar sem verkið er flutt á ensku, hefur meiri hluti áhorfenda verið ferðamenn í heimsókn á Íslandi, en einnig hefur töluvert af Íslendingum sótt sýninguna, auk nýbúa og erlendra stúdenta sem hér eru við nám. Auk sýninga helgarinnar verður verkið sýnt á ráðstefn- unni Saga og samfélag í Borgarnesi laugardagskvöldið 7. september. Að loknum þessum sýning- um verður reglulegu sýning- arhaldi hætt fram til næsta vors, utan sýningar sem pant- aðar eru vegna ráðstefnu- og fundahalda. Sumarsýn- ing af fjöl- unum í Skemmti- húsinu Þórunn Clausen í hlutverki Guðríðar Þorbjarnardóttur. Fimmtudagur – Tónleikar kl. 19.30 í Háskólabíói. Sinfóníuhljómsveit Ís- lands leikur lög eftir tónskáldin Kristian Rusila (FI), Kyrre Sasseho Haaland (NO), Benjamin Staern (SE), Lauri Kilipo (FI), Clarence Al- bertsson Barlow og Stefán Arason (IS). Einleikari á píanó er Deborah Richards. Stjórnandi er Hermann Baümer. Í dag kl. 13 heldur Clarence Barlow fyrirlestur í Listaháskóla Ís- lands. Tónlistarhátíð UNM Moggabúðin Derhúfa, aðeins 800 kr. UM þessar mundir er verið leggja lokahönd á ævisögu Jóns Baldvins Hannibalssonar, Tilhugalíf, sem út mun koma hjá Vöku-Helgafelli um miðjan nóvember. Höfundur bók- arinnar, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntagagn- rýnandi, hefur unnið að verkinu í Washington ásamt Jóni Bald- vini og er þar nú að ganga frá lokagerð þess. Kolbrún byggir á samtölum sín- um við hann og samferðamenn hans, minnis- punktum og einkabréfum. Í ævisögu sinni greinir Jón Baldvin ýtarlegar frá einkalífi sínu en áður, m.a. sam- skiptum sínum við föður sinn, Hannibal Valdimarsson, uppvexti á Vestfjörðum og í Reykjavík, eig- inkonu sinni Bryndísi Schram, námi heima og erlendis, skóla- meistaraárum á Ísafirði, ritstjóra- ferli sínum á Alþýðublaðinu og uppgjörinu við Vilmund Gylfason í kjölfar deilna sem áttu sér stað í kringum blaðið. Þá birtir hann í bókinni umbúðalaust skoðanir sín- ar á mönnum og málefnum. Ævisaga Jóns Bald- vins vænt- anleg Jón Baldvin Hannibalsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.