Morgunblaðið - 05.09.2002, Page 25

Morgunblaðið - 05.09.2002, Page 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 25 TÓNLISTARSTARF í Langholts- kirkju hefst mánudaginn 9. sept- ember. Við kirkjuna starfa sjö kór- ar og eru þátttakendur frá fjögurra ára aldri. Undanfarin ár hefur fjöldinn verið hátt á þriðja hundrað. Fyrstu tónleikar Kórs Langholts- kirkju á vetrinum verða í nóvember og verður þá m.a. frumflutt verk sem Árni Egilsson samdi fyrir kór- inn og heitir „Eilífi ljóssins faðir“. 50 ára afmæli Næsta ár fagnar kórinn fimmtíu ára afmæli sínu. Í tilefni þess verða margir viðburðir allt árið. Kórinn hefur fengið Hildigunni Rúnars- dóttur til að semja Messu fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit sem verður frumflutt í apríl nk. Einnig er fyrirhugað að flytja óratoríuna Messías á árinu með núverandi og fyrrverandi kórfélögum, en kórinn hefur flutt verkið yfir tuttugu sinn- um. Stjórnandi kórsins er Jón Stef- ánsson. Kórinn æfir mánudags- og miðvikudagskvöld kl. 20–22 og nýt- ur raddþjálfunar Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Hægt er að bæta við söngvurum í allar raddir. Kammerkór Langholtskirkju er skipaður fimmtán söngvurum en kórinn hreppti fyrstu verðlaun í flokki kammerkóra í alþjóðlegri kórakeppni í Danmörku sl. sumar. Kórinn mun taka upp geisladisk á haustdögum sem kemur út í vetur. Stjórnandi kórsins er Jón Stef- ánsson. Hann stjórnar einnig Grad- uale Nobili sem er kór stúlkna sem hafa sungið með Gradualekórnum. Kórinn hefur hlotið margar við- urkenningar. Gradualekór Langholtskirkju æfir þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17–19, ætlaður fyrir aldurshópinn 11–17 ára. Kórinn hefur þegið boð á Alþjóðlegu kórahátíðina Symp- aatti sem fram fer í Finnlandi næsta sumar. Stjórnandi kórsins er Jón Stefánsson. Kóraskóli Graduale futuri er kór sem stofn- aður var sl. haust og er yngri deild barnakórs. Hann æfir á þriðjudög- um og fimmtudögum frá 17–19 og er hugsaður fyrir aldurshóp 10–12 ára. Nokkur pláss eru laus í kórn- um. Stjórnandi er Harpa Harð- ardóttir. Kórskóli Langholtskirkju starfar á þriðjudögum og fimmtudögum frá 17–18.20. Kennarar eru Bryn- dís Baldvinsdóttir, Helga Björg Svansdóttir og Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir. Nokkur pláss eru laus í kórskólanum. Krúttakórinn æfir á mið- vikudögum, yngri deild (fjögurra og fimm ára) kl. 17–17.40 og eldri deild (sex til sjö ára) frá 17.30– 18.10. Kennarar eru Bryndís Bald- vinsdóttir og Harpa Harðardóttir. Ný Messa frum- flutt á afmælisári Morgunblaðið/Jim Smart Frá æfingu Kórs Langholtskirkju. NORRÆN söngtónlist er meðal þess merkasta í tónsköp- un norrænna tónskálda og að miklu leyti nær eina tónlistin, sem liggur eftir aldamótatón- skáldin. Þarna hefur Sibelius sérstöðu umfram marga en hann átti samt margt í sjóði er laut að gerð sönglaga og eftir hann söng Gerður fjögur snilld- arverk á tónleikum sínum í Nor- ræna húsinu sl. sunnudagskvöld. Tónleikarnir hófust á lögum eftir Grieg, við texta eftir H.C. Andersen, Henrik Ibsen, Björn- sterne Björnson og fleiri, allt vinsæl og lög. Perlur, eins og Jeg elsker dig, En Svane, Med en vandlilje og Með en primula- veris, svo nokkur séu nefnd, sem mörg hver voru þokkalega flutt. Eftir Sibelius söng Gerður meistaraverkin Flickan kom, Den förste kyssen, Svarta Ros- or og Såf, säf, susa og var ým- islegt vel gert bæði hjá söng- konunni og píanóleikaranum Júlíönu Rún. Gerður hefur fal- lega og hljómmikla rödd en margt er óunnið til að jafna tón- sviðið og hljómgun raddarinnar. Júlíana Rún Indriðadóttir lék oft fallega en hélt sig um of til hlés en í söngvum Griegs og Sibelíusar býr mikið af drif- krafti söngvanna í „píanórödd- inni“. Leikur Júlíönu var skýr, ekki hnökralaus en oft fallega „fraseraður“, sem naut sín sér- lega í vel útfærðri og sparlegri pedalnotkun. Síðari hluti tónleikanna var helgaður Páli Ísólfssyni, með lögum sömdum við ljóð eftir Davíð Stefánsson og Jónas Hall- grímsson, allt snilldarvel gerð söngverk. Gerður söng lög Páls með sérlega góðum framburði, sem og lögin eftir Grieg og Sibelius en það vantaði að nokkru tónflæðið í sönginn, svo að í heild var hljómurinn daufur. Eins og fyrr segir hefur Gerður fallega og hljómmikla rödd, er efnileg söngkona en á margt eft- ir óunnið varðandi röddina, sér- staklega á há- og lágsviðinu. Norræn sönglög TÓNLIST Norræna húsið Gerður Bolladóttir og Júlíana Rún Indriðadóttir fluttu sönglög Eftir Grieg, Sibelius og Pál Ísólfsson. Sunnudagurinn 1. september 2002. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson SÍÐUSTU sýningar sumars- ins á The Saga of Gudridur, eftir Brynju Benediktsdóttur, verða í Skemmtihúsinu við Laufásveg 22 annað kvöld, föstudags- og sunnudags- kvöld, kl. 20.30. Þar sem verkið er flutt á ensku, hefur meiri hluti áhorfenda verið ferðamenn í heimsókn á Íslandi, en einnig hefur töluvert af Íslendingum sótt sýninguna, auk nýbúa og erlendra stúdenta sem hér eru við nám. Auk sýninga helgarinnar verður verkið sýnt á ráðstefn- unni Saga og samfélag í Borgarnesi laugardagskvöldið 7. september. Að loknum þessum sýning- um verður reglulegu sýning- arhaldi hætt fram til næsta vors, utan sýningar sem pant- aðar eru vegna ráðstefnu- og fundahalda. Sumarsýn- ing af fjöl- unum í Skemmti- húsinu Þórunn Clausen í hlutverki Guðríðar Þorbjarnardóttur. Fimmtudagur – Tónleikar kl. 19.30 í Háskólabíói. Sinfóníuhljómsveit Ís- lands leikur lög eftir tónskáldin Kristian Rusila (FI), Kyrre Sasseho Haaland (NO), Benjamin Staern (SE), Lauri Kilipo (FI), Clarence Al- bertsson Barlow og Stefán Arason (IS). Einleikari á píanó er Deborah Richards. Stjórnandi er Hermann Baümer. Í dag kl. 13 heldur Clarence Barlow fyrirlestur í Listaháskóla Ís- lands. Tónlistarhátíð UNM Moggabúðin Derhúfa, aðeins 800 kr. UM þessar mundir er verið leggja lokahönd á ævisögu Jóns Baldvins Hannibalssonar, Tilhugalíf, sem út mun koma hjá Vöku-Helgafelli um miðjan nóvember. Höfundur bók- arinnar, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntagagn- rýnandi, hefur unnið að verkinu í Washington ásamt Jóni Bald- vini og er þar nú að ganga frá lokagerð þess. Kolbrún byggir á samtölum sín- um við hann og samferðamenn hans, minnis- punktum og einkabréfum. Í ævisögu sinni greinir Jón Baldvin ýtarlegar frá einkalífi sínu en áður, m.a. sam- skiptum sínum við föður sinn, Hannibal Valdimarsson, uppvexti á Vestfjörðum og í Reykjavík, eig- inkonu sinni Bryndísi Schram, námi heima og erlendis, skóla- meistaraárum á Ísafirði, ritstjóra- ferli sínum á Alþýðublaðinu og uppgjörinu við Vilmund Gylfason í kjölfar deilna sem áttu sér stað í kringum blaðið. Þá birtir hann í bókinni umbúðalaust skoðanir sín- ar á mönnum og málefnum. Ævisaga Jóns Bald- vins vænt- anleg Jón Baldvin Hannibalsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.