Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 13 Bakpokar ver› frá: 3.290 Íflróttagallar ver› frá: 5.890 Úlpur ver› frá: 7.890 Dúnúlpur ver› frá: 11.490 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 18 30 5 08 /2 00 2 Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1500 og www.utilif.is H A U S T L Í N A N 2 0 0 2 Vel heppnu› skólaganga hefst hjá Útilíf TRÖLLASTELPAN Ýma veit nánast ekkert um umferðarregl- urnar og því var ekki úr vegi fyr- ir hana að fá hjálp hjá þeim sem vita miklu meira en hún, nefni- lega sex ára krökkum í Hlíða- skóla. Í gær kom hún í lögreglu- fylgd í skólann og stóð ekki á laganna vörðum og nýbökuðum skólabörnum að segja henni til um þessi mikilvægu fræði. Það spillti ekki fyrir hjá kríl- unum að fá splunkunýja litabók um Ýmu í umferðinni að gjöf og á næstu dögum ættu allir jafn- aldrar þeirra á landinu að hafa fengið eina slíka. Í framhaldinu verður svo hægt að fylgjast með Ýmu og ævintýrum hennar í um- ferðinni á laugardögum hjá afa á Stöð tvö en það er Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona sem ljær Ýmu gerfi sitt. Um er að ræða samstarfsverk- efni Ríkislögreglustjóra, Umferð- arráðs, Stöðvar tvö og Prentmets sem hefur prentun litabókarinnar með höndum. Morgunblaðið/Golli Tröllastelpa lærir umferðarreglurnar Hlíðar BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur samþykkt að lækka leiguverð á námsmannaíbúðum í Arnarási 9–11. Segir í fundargerð að ekki hafi tek- ist að leigja íbúðirnar út á því verði sem auglýst hafði verið. Alls er um 14 íbúðir að ræða og stóð til að leigja 50 fermetra íbúðir út á tæpar 52 þúsund krónur, 59 fermetra íbúðir á rúmar 60 þúsund krónur og 80 fermetra íbúðir á rúmar 79 þúsund krónur. Var ákveðið að lækka verðið niður í rúmar 44 þúsund krónur fyrir 52 fermetra íbúð, tæpar 50 þúsund krónur fyrir 59 fermetra íbúð og tæpar 60 þúsund krónur fyrir 80 fermetra íbúð. Vilborg Sverrisdóttir hjá Stúd- entagörðum Félagsstofnunar stúd- enta, sem sér um að leigja íbúð- irnar út, segir upphaflega verðið vera nokkuð hærra en almennt gengur og gerist hjá Stúdentagörð- um en hins vegar hafi það ekki ver- ið hátt miðað við frjálsan markað. Nýja verðið sé hins vegar mun nær leiguverði á íbúðum á vegum Stúd- entagarða. „En það er líka erfitt að bera þetta saman því það er töluvert hærri standard á íbúðunum í Garðabæ og það er mikið lagt í þær,“ segir hún. Vilborg segir að vel hafi gengið að leigja út íbúðirnar eftir að verðið var lækkað og í gærmorgun beið hún staðfestingar frá leigutökum síðustu íbúðanna. Hún segir því greinilegt að verðið hafi haft mikið að segja, sérstaklega þar sem um námsmenn væri að ræða. Leiguverð náms- mannaíbúða lækkað Garðabær BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu húsafriðunarnefndar ríkisins um að friða ytra borð Sundhallarinnar í Reykjavík. Í umsögn borgarlögmanns segir að kanna verði nánar eigi frið- unin að ná til einhvers hluta af innra byrði hallarinnar, svo sem lauga, búningsklefa og sturta. Bréf húsafriðunarnefndar er með yfirskriftinni: „Tillaga að friðun Sundhallar Reykjavíkur, ytra borðs, laugar, búningsklefa og sturta.“ Segir í bréfinu að húsið hafi orðið fyrir valinu sem dæmi um góða byggingarlist og hluta af byggingararfi þjóðar- innar. Segir að lagt sé til að ytra borð hússins verði friðað en ekki er getið um laugina, bún- ingsklefa eða sturtur í því sam- bandi. Er á það bent að friðun merki ekki að breytingar séu óheim- ilar heldur þurfi samþykki nefndarinar að koma til áður en af þeim verði. Í umsögn borgarlögmanns er ekki lagst gegn friðun ytra byrðis húseignarinnar en „kanna yrði það nánar ef fyr- irhuguð friðun eigi að ná til ein- hvers hluta af innra byrðinu svo sem lauga, búningsklefa og sturta.“ Er bent á að tillagan virðist gera ráð fyrir því og er þess óskað að haft verið samráð við Fasteignastofu Reykjavíkur- borgar áður en slíkar ákvarðan- ir verða teknar. Ytra byrði Sundhall- arinnar friðað Miðborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.