Morgunblaðið - 05.09.2002, Side 13

Morgunblaðið - 05.09.2002, Side 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 13 Bakpokar ver› frá: 3.290 Íflróttagallar ver› frá: 5.890 Úlpur ver› frá: 7.890 Dúnúlpur ver› frá: 11.490 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 18 30 5 08 /2 00 2 Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1500 og www.utilif.is H A U S T L Í N A N 2 0 0 2 Vel heppnu› skólaganga hefst hjá Útilíf TRÖLLASTELPAN Ýma veit nánast ekkert um umferðarregl- urnar og því var ekki úr vegi fyr- ir hana að fá hjálp hjá þeim sem vita miklu meira en hún, nefni- lega sex ára krökkum í Hlíða- skóla. Í gær kom hún í lögreglu- fylgd í skólann og stóð ekki á laganna vörðum og nýbökuðum skólabörnum að segja henni til um þessi mikilvægu fræði. Það spillti ekki fyrir hjá kríl- unum að fá splunkunýja litabók um Ýmu í umferðinni að gjöf og á næstu dögum ættu allir jafn- aldrar þeirra á landinu að hafa fengið eina slíka. Í framhaldinu verður svo hægt að fylgjast með Ýmu og ævintýrum hennar í um- ferðinni á laugardögum hjá afa á Stöð tvö en það er Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona sem ljær Ýmu gerfi sitt. Um er að ræða samstarfsverk- efni Ríkislögreglustjóra, Umferð- arráðs, Stöðvar tvö og Prentmets sem hefur prentun litabókarinnar með höndum. Morgunblaðið/Golli Tröllastelpa lærir umferðarreglurnar Hlíðar BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur samþykkt að lækka leiguverð á námsmannaíbúðum í Arnarási 9–11. Segir í fundargerð að ekki hafi tek- ist að leigja íbúðirnar út á því verði sem auglýst hafði verið. Alls er um 14 íbúðir að ræða og stóð til að leigja 50 fermetra íbúðir út á tæpar 52 þúsund krónur, 59 fermetra íbúðir á rúmar 60 þúsund krónur og 80 fermetra íbúðir á rúmar 79 þúsund krónur. Var ákveðið að lækka verðið niður í rúmar 44 þúsund krónur fyrir 52 fermetra íbúð, tæpar 50 þúsund krónur fyrir 59 fermetra íbúð og tæpar 60 þúsund krónur fyrir 80 fermetra íbúð. Vilborg Sverrisdóttir hjá Stúd- entagörðum Félagsstofnunar stúd- enta, sem sér um að leigja íbúð- irnar út, segir upphaflega verðið vera nokkuð hærra en almennt gengur og gerist hjá Stúdentagörð- um en hins vegar hafi það ekki ver- ið hátt miðað við frjálsan markað. Nýja verðið sé hins vegar mun nær leiguverði á íbúðum á vegum Stúd- entagarða. „En það er líka erfitt að bera þetta saman því það er töluvert hærri standard á íbúðunum í Garðabæ og það er mikið lagt í þær,“ segir hún. Vilborg segir að vel hafi gengið að leigja út íbúðirnar eftir að verðið var lækkað og í gærmorgun beið hún staðfestingar frá leigutökum síðustu íbúðanna. Hún segir því greinilegt að verðið hafi haft mikið að segja, sérstaklega þar sem um námsmenn væri að ræða. Leiguverð náms- mannaíbúða lækkað Garðabær BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu húsafriðunarnefndar ríkisins um að friða ytra borð Sundhallarinnar í Reykjavík. Í umsögn borgarlögmanns segir að kanna verði nánar eigi frið- unin að ná til einhvers hluta af innra byrði hallarinnar, svo sem lauga, búningsklefa og sturta. Bréf húsafriðunarnefndar er með yfirskriftinni: „Tillaga að friðun Sundhallar Reykjavíkur, ytra borðs, laugar, búningsklefa og sturta.“ Segir í bréfinu að húsið hafi orðið fyrir valinu sem dæmi um góða byggingarlist og hluta af byggingararfi þjóðar- innar. Segir að lagt sé til að ytra borð hússins verði friðað en ekki er getið um laugina, bún- ingsklefa eða sturtur í því sam- bandi. Er á það bent að friðun merki ekki að breytingar séu óheim- ilar heldur þurfi samþykki nefndarinar að koma til áður en af þeim verði. Í umsögn borgarlögmanns er ekki lagst gegn friðun ytra byrðis húseignarinnar en „kanna yrði það nánar ef fyr- irhuguð friðun eigi að ná til ein- hvers hluta af innra byrðinu svo sem lauga, búningsklefa og sturta.“ Er bent á að tillagan virðist gera ráð fyrir því og er þess óskað að haft verið samráð við Fasteignastofu Reykjavíkur- borgar áður en slíkar ákvarðan- ir verða teknar. Ytra byrði Sundhall- arinnar friðað Miðborg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.